Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1936, Page 3

Fálkinn - 10.10.1936, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út livern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Menn líta mjög misjafnt á, hvers virði það sje, að varðveita teiigslin við fortiðinu. Og einkum bryddir mjög á þvi, á yfirstandandi umbrota- timum, að menn telji nauðsynlegt, að rífa niður þá þjóðfjelagsskipun sem fyrir er, til þess að geta bygt upp nýja. Leiðirnar til framfara og umbóta eru tvær. Önnur sú að auka og endur- bæta það, seni fyrir er, hin sú að rýma á burt því sem fyrir er og setja annað nýtt í staðinn. Hvorttveggja hefir til sins ágætis nokkuð. En þó má segja, að hin algilda þróun nátt- úrunnar sje að auka og umbæta, fremur en að' gerbreyta í einu vet- fangi. Hin lifræna þróun fer bægt, náttúruvalið er lengi að skapa jfýjar dýrategundir og jurtategundir. Og þær eru aldrei skapaðar úr engu — þær eru framhald þess, sem fyrir var. í þjóðfjelagsmálum berjast nú tveir öndverðir flokkar. Annar vill gera að engu það, sem ráðandi var í þjóð- fjelagsmálum fram á þessa daga, og enn er ráðandi í mörgurn löndum. Hinn vill reyra alt í gömlu skorðun- um — jafnvel banna mönnum að láta i ljósi liugsanir sínar. Hann vill jafnvel setja „klukkuna aftur“, hverfa til fortíðarinnar. Milli þessara flokka eru svo margar stefnur, sem hallast mismunandi mikið til hinna beggja. Sú þjóð veraldar, sem tryggust hef- ir verið við fortíð sína eru Bretar. Engin þjóð virðir meira það sem var. En hún sættir sig ekki við það sem var, þrátt fyrir það. Hún veit, að heimurinn er í framför og að það sem var gott fyrir einni öld er ónýtt i dag. 0,r framför hennar er liæg og jöfn. Hjá öðrum þjóðum verða framfarirnar í stökkum. Og það er eðlislögmál, að þar sem kyr- staða skapast, verða framfarirnar i stökkum, ef þjóðin blátt áfram ekki lognast útaf og hættir að vera til. Það er kyrstaðan sem skapar stökk- in — byltingarnar. En stökkin hafa þann slæma ágalla, að þeim fylgir að jafnaði afturkast; stökkið þarf ekki að vera stórt til þess, að sá sem stekkur hrati til baka. Það þykir leiðinlegt verk að greiða flækju. Það er þolinmæðisverk. En þeir óþolinmóðu gera ýmist að sker.i á flækjuna eða slíta þættina, svo fljótar gangi að greiða. Þegar flælcj- an er greidd er þráðurinn heill eftir, en annars er hann slitinn. Það er munurinn. Eins er um þjóðfjelags- og þjóðskipulagsmálin. Þeir sem slíta þráð þeirra, eyðileggja um leið tengslin við fortíðina. íslensk sýning i Hollandi. A síðastliðnu sumri átti há- skólinn i Útrecht á Hollandi 300 ára afmæli. Er hann stærsti liáskóli þar í landi og frægur fyrir lærdóm að fornu og nýju. Við Utrecht er lcent handrit eitt af Snorra eddu, sem geymt er Jiar á háskólanum og kallað Trektarbók. Áhugi er og mikill þar i landi á íslenskum fræðum að fornu og nýju og liafa á sið- ustu árum allmargir hollenskir slúdentar komið til íslands, dvalið á islenskum sveitahæj- um i sumarleyfinu og numið is- lensku. í fyrra fóru fram kenn- araskifli milli háskólans í Ut- recht og háskólans islenska á þann hátl, að prófessor van Hamel kendi hjer í Reykjavik, en próf. Alexander Jóhannes- son í lians stað í Utrecht. Eftir lieimkomu sína gerðist hann hvatamaður að stofnun íslensks hókasafns, sem afhent var há- skólanum í Utrecht að gjöf á 300 ára afmælinu. Bókasafn þetla er 750 hindi og nær yfir allar lielstu nútiðarbókmentir þjóðarinnar. Veitti Alþingi nokk urn styrk lil stofnunar þessa bókasafns, en með bókunum fylgdi prentuð skrá á islensku og hollensku, er Gutenberg- prentsmiðja hafði gert, af mik- illi smekkvísi. Meðan háskóla- hátíðin fór fram, var haldin sýning. á bókasafninu og um leið voru sýndar allmargar myndir frá íslandi. Hvatamaður að sýn- ingu þessari var Hollendin lur einn, dr. Quintus Boss í Utrecht, og' vakti sýningin inilda athygli á Hollandi og var víða getið i hollenskum blöðum. Síðan liafa komið fregnir um, að húið sje að binda inn allar þær bækur, er óbundnar voru, Sjetja á þær bókmerki (ex libris) og stofna með þeim sjerstaka deild við háskólasafnið i Utreclit. — Myndin sem hjer fylgir er af íslensku bókunum, sem gefnar voru Utrechtháskóla í afmælis- gjöf. TITULESCU UTANRÍKISRÁÐ- HERRA RÚMENA. er sá maður, sem um langt skeið hef- ir borið mest á af öllum stjórnmála- mönnum jiar i landi. Hefir hann um langt skeið komið fram fyrir hönd þjóðar sinnar i öllum vandamálum ríkisins út á við og in. a. verið aðal- fulltrúi Húmena á fundum alþjóða- sambandsins. — En nýtega var hann rekinn úr stjórninni. Og um sama leyti varð hann hættulega veikur og komust læknarnir, sem skoðuðu hann að þeirri niðurstöðu, að sjúkdómur- inn stafaði af eitri. Komst sá orð- rómur fljótlega af stað, að andstæð- ingar Titulescu liefðu ætlað að drep;i liann á eitri. En við nánari rann- sókn fjekst önnur skýring á sjúk- dómnum. Titulescu, sem er maður mjög feitlaginn, hefir notað „megr- unarpillur" til þess að eyða á sjer spikinu. Og hann hefir þann sið að taka 3—4 sinnum meira af öllum lyfjum, en fyrirskipað er — til þess það „hrífi“. — Nú liafa læknarnir komist að þeirri niðurstöðu að hann muni liafa tekið margfaldan skamt af megrunarpiltunum. Hreinn Þorsteinsson, fyrrum bóndi i Kvíjarholti, Rangár- uallasýslu, nú til heimiíis Suður- götu 19, Hafnarfirði, varð átt- ræður 7. þ. m. Þýsk hefðarkoua, greifafrú von Rothkierch i Darmstad, var nýlega dæmd í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa sagt eittlivað niðrandi um Hitler. Þjónustufólk frúarinnar kærði liana. Frúin er 62 ára gömut. Prófessor fíjarni Þorsteinsson, Siglufirði, verður 75 ára ÍA.þ.m. Friðrik fíjarnason frá Mýrum Ásv.g. 17, yerður 75 ára 13. þ. m. Frií Guðrún Clausen Sólvallag. 17, varð HO ára í gær. Sigurður Kristjánsson Hafnar- firði verður 55 ára 1h. þ. m.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.