Fálkinn - 10.10.1936, Síða 8
8
F Á L K I N N
VNCSSW
U/CNbllRHIR
Æfintýri Tomma í Indíalandi.
Tommi var sannarlega öfundsverð-
ur drengur: Hann hafði nýlega tek-
ið óvenjulega gott próf, og nú hafði
honum verið lofað að sigla með
Jack frænda sínum til Indíalands, en
en þar átti frændinn miklar ekrur
og gróðurlendi. Jack frændi hafði
verið sjer til livíldar hjá foreldrum
Tomma í tvo mánuði, og allan þann
tíma hafði Tommi bókstaflega verið
á liælunum á frænda sínum á hverj-
urn degi, því að svo merkilegur fansl
honum þessi ætlingi, sem komin var
úr fjarlægum löndum og kunni i'rá
svo mörgu að segja, sem enginn vissi
um, í litla bænum sem Tommi átti
heima í.
Tommi átti nú að verða hjá frænda
sínum í Indíalandi í eitt missiri
fyrst um sinn, og kæmi það í ljós,
að hann þyldi loftslagið, sem er svo
óholt þarna, ætlaði Jack frændi að
ala drenginn upp.
1. mynd.
Undir eins nokkrum dögum eftir
að þeir voru komnir austur til Jack
frænda fór Toinmi að venjast um-
hverfinu. Frændi sýndi honum í
krók og kring og Tommi fór að æfa
sig í að skjóta af byssu. Það var
nefnilega óhjákvæmileg nauðsyn að
kunna að skjóta, ef maður ætlaði
sjer að eiga heima i hitabeltinu, sagði
Jack frændi og hann var sjálfur á-
gæt skytta. Tommi var rogginn, liann
var með byssuna allan daginn og
óskaði þess heitt, að hann fengi sem
fyrst tækifæri til að reyna á skot-
fimi sina.
Svo var það einn daginn undir
kvöld, að frændi sendi hann til ná-
granna, sem átti heima um það bil
hálftíma leið í burtu. Tommi átti að
fara með brjef þangað og Jack frændi
áleit, að drengurinn hefði gott af
að fara leiðina einn, svona einu sinni
til þess að læra að rata. Tommi varð
2. mynd.
feginn þessari sendiferð, og vitan-
lega tók hann byssuna með sjer,
Viðstaðan þarna á bænum hafði
orðið talsvert löng, því að þetta var
allra gestrisnasta fólk, sem bjó þar.
Og þessvegna var komið myrkur
þegar Tommi fór að nálgast bæinn
hans frænda síns aftur. Líklega
mundi frændi vera farinn að hátta,
hugsaði Tommi, að minsta kosti var
ljós i svefnherberginu hjá honum.
Þegar hann kom nær heyrði hann að
frændi var að syngja inni í herberg-
inu og söngurinn varð gleggri eftir
þvi sem hann kom nær, enda stóð
glugginn opinn. Tommi brosti og
gekk að glugganum — það væri
gaman að koma frænda að óvörum
og gægjast inn um gluggann hjá
honum.
3. mynd.
Tommi gægðist inn — en brosið
fraus á vörunum á honum. Söng-
urinn kom frá rúminu, þar sem
frændi lians lá!
4. mynd.
Það var svo undarlegur hreimur i
söngnum hans frænda núna og svo
starði hann óaflátanlega á eitthvað,
sem lá á ábreiðunni á rúininu hans.
Drengurinn var að því kominn að
hljóða upp af hræðslu, en hann tók
sig á. Fyrir framan Jack frænda lá
stór gleraugnanaðra, hringuð saman
í kuðung, hún teygði úr hálsinum og
vaggaði hausnum fram og til baka
eítir hljóðfallinu í því, sem frændi
söng. Nú skildi Tommi hversvegna
Setjið þið saman!
1 .........................
2 .........................
3 .........................
4 .........................
5 .........................
6 .........................
7 .........................
8 ...........................
9 .........................
10 ..........................
11...........................
12...........................
13 ..........................
14 ..........................
15 ..........................
16 ............................
a—a—a—-a—a—ab—að—an—all—an
—ann—ár—as—el—els—f—fell—fje
—guð—ín—laf—lak—lín—lán—íg—ný
—ní—ó.s—ós—rör—sag—salt—u—
vörð—yst.
1. Þurkaður ávöxtur.
2. Gl. yfirstjett.
3. Mannsnafn.
4. Kvenheiti.
5. Mynni
6. Norskur námabær.
7. Fjall á suðurlandi.
8. kona í gl. testamentinu.
9. Er ekki eign.
10. Á frakka.
11. Kvenlieiti.
12. Nauðsynlegt i mat.
13. ----ell, bæjarnafn.
14. Frásögn.
15. I rúmi.
10. Ávöxtur.
Samstöfurnar eru alls 35 og á að
setja þær saman í 10 orð í samræmi
við það sem orðin eiga að tákna,
þannig að fremstu stafirnir i orð-
um, taldir ofan frá og niður og öft-
ustu stafirnir, taldir að neðan og
upp, myndi nöfn tveggja sýslna á
íslandi.
Strykið yfir hverja samstöfu
um leið og þjer notið hana i orð og
skrifið nafnið á listann til vinstri
Nota má ð sem d og i sem í, a sem
á, o sem ó og u sem ú.
Jack frændi söng sömu vísuna í sí-
fcllu upp aftur og aftur. Hann hafði
nýlega sjeð indverskan nöðrutemjara,
sem notaði flaulu til þess að kyrra
nöðrurnar sinar með, þegar þær voru
órólegar og virtust ætla að hefja
árás. Þegar naðra heyrir einfalda
tóna, sem eru endurteknir í sifellu,
þá er alveg eins og tónarnir dáleiði
liana og hún getur ekkert aðliafst
nema að vagga sjer i hljóðfallinu
við lagið — en vitanlega dugir þetta
ekki nema um stund, það hafði
frændi sagt honum. Það var þá þetta,
sem Jack frændi notaði núna, til þess
að tefja fyrir því, að naðran rjeðist
á hann. En hversu lengi gæti þetta
stoðað? Fyrst datt Tomma i hug að
skjóta nöðruna, en þorði það ekki
þegar á átti að herða. Svo markviss
var hann ekki ennþá, að liann þyrði
að hleypa af byssunni á hausinn á
nöðrunni, sem aldrei var kyr — og
el' liann hitti ekki þá mundi kvik-
indið tryllast undir eins og ráðast
á frænda hans.
5. mynd.
Á borðinu milli gluggans og rúms-
ins hans frænda hans var loftsnerill,
sem gekk fyrir rafmagni. Tomma datt
ráð í hug! Hægt, afar hægt reyndi
hann að teygja hendina inn um
gluggann og með því að beygja sig
inn í gluggann, tókst honum að ná í
snerilinn. Nú skyldi það verða! Loft-
snerillinn þau gegnum herbergið og
málmblöðin á honum snerust með
ofsa liraða. Tommi þakkaði sínum
sæla, að leiðsluþráðurinn á loft-
snerlinum skyldi vera eins langur
og liann reyndist. Loftsnerillinn náði
til rúmsins, liitti nöðruna á hálsinn
— ög skar hausinn af lienni, eins
vel og það hefði verið gert með
beittum hníf.
Tommi hafði bjargað lifi frænda
síns og vitanlega urðu þeir enn betri
vinir eftir en áður.
Tóta frænka.
Bjaroaroreiði.
Bjarndýrsins er oft minst i dæmi-
sögum norðurlandaþjóðanna og jafn-
vel íslendinga, þó að hjer hafi skóg-
arbirnir aldrei lifað, að minsta kosti
ekki frá því löngu áður en land var
bygt. Hinsvegar eru í íslenskum
þjóðsögum ýmsar sagnir um birnina,
sem hafa „tíu manna afl og tíu
manna vit“, þó að flestar þjóðsög-
urnar lýsi þeim sem trúgjörnum
einfeldningum, sem jafnvel úlfar og
tófur geti gert grikk, hvað þá menn-
irnir. Og þá er ekki síður gert lítið
úr birninum á meðal suðrænni þjóða.
Þannig segir ein af sögum La Fon-
taine frá því, er björn einn ætlaði að
hrekja á burt flugur frá andliti hús-
bónda sins, sem lá sofandi. Hann
ætlaði að hrekja flugurnar á burt, en
barði þá svo fast á andlit mannsins,
að hann vaknaði ekki framar til þessa
lifs. Og þaðan á að vera komið1 orðið
bjarnargreiði, um það, sem af góð-
um hug er gert, en skaðar meira en
það gagnar.
----x---
Á Markúsartorginu í Venezia voru
nýlega haldnir stórfenglegir hljóm-
leikar. ítalski söngstjórinn Maestro
Maruzzi stjórnaði hljómleikunum og
var á söngskránni frægt oratorium
eftir Perosi, „Upprisa Krists“. í söng-
flokknum voru 3000 manns og í hljóm
sveitinni 300 manns. En áheyrend-
urnir voru um 20.000.