Fálkinn - 10.10.1936, Page 11
F Á L K I N N
11
Allskonar
Luktir
og
Lampar
Allir nauðsynl. varahlutir,
Verslun 0. Ellingsen
Brúkuð íslensk frímerki óskast
keypt. Tilboð með tilgreindu
verði sendist:
POSTMESTER FRANTZEN,
Nesbyen, Norge.
Súltaninn af Joliore í Indlandi er
sem stendur í Washington. Hann
varð mjög reiður er hann varð þess
var, að Roosevelt forseti hafði aldrei
heyrt hann nefndan. Hann ritaði síð-
an Roosevelt brjef og skammaði
hann. „Landið mitt er svo lítið að
það finst ekki á landabrjefum Ame-
ríkumanna. En jeg get sagt forset-
anum það, að landið mitt skuldar
ekkert“.
TILK YNNING.
286?
Hátlvirtum viðskiftavinum sælgætisgerðarinnar „Gleym mjer
ei“, tilkynnist hjer með, að jeg hefi selt Lakkrízgerðinni h./f. í Reykja-
vík, — sælgætisgerð mína „Gleym mjer ei“.
Jeg vil nota tækifærið til þess að þakka hinum mörgu viðskifta-
mönnum hjer í bænum og út um land alt, fyrir viðskiftin á umliðnum
árum og vænti þess að viðskiftavinir verksmiðjunnar láti hina nýju eig-
endur njóta hins sama velvilja og trausts, sem verksmiðjan hefir notið
undir minni handleiðslu.
Reykjavík, 30. september 1936.
Pr. sælgætisgerðin „Gleym mjer ei“.
Guðjón Jónsson.
Samkvæmt ofanrituðu, höfum við undirritaðir keypt sælgætis-
verksmiðjuna „Gleym mjer ei“, og munum við framvegis framleiða hin-
ar góðu og þektu sælgætisvörur verksmiðjunnar á sama grundvelli sem
verið hefir, og væntum við vinsamlegra viðskifta allra kaupmanna og
kaupfjelaga á landinu og munum vjer kappkosta að gera viðskiftin sem
hagkvæmust fyrir báða aðila.
Reykjavík, 30. september 1936.
Lakkrízgerðin h.f.
YITASTÍG 3. SÍMI: 2870.
m
smtésí
mmwMí
mmm
BÓKAFREGNIR.
Framh. af bls. 2.
árnar hafi haldið innreið siiia i
hygðarlagið. — En livað sem þess-
um smá-aðfinslum líður þá eru kostir
bókarinnaf svo yfirgnæfandi, að hún
má heita viðburður í íslenskum bók-
mentum. Þetta er bók, sem allir ættu
að lesa. Og þeim sem lesa mun fara
svo, að þeir bíði með óþreyju eftir
næstu sögunni sem frá höfundinum
kemur.
Jens Bjarnasun: VÍDALÍNS-
KLAUSTUR í GÖRÐUM. —
Ritgerð þessi kom í upphafi fram
i „Vísi“, en liöf. liefir látið sjer-
þrenta hana og var það þarft verk,
því að sannast að segja á hún er-
indi inn á livert einasta heimili.
Höfundur gerir að umræðuefni þrjá
andlegrar stjettar menn, sem gnæfa
hátt yfir samtið sína og hafa haft
sigild áhrif á eftirtímann, þá Hall-
gríin Pjetursson, Matthías Jocliums-
son og Jón Vídalín. Bendir liann á,
hvað þjóðin geri til þess að reisa
liinum tveimur fyrstnefndu óbrot-
gjarnan minnisvarða: Hallgrimskirkj-
una og Bókhlöðuna á Akureyri, en
minnist um lcið á það, að enn hafi
nienn eigi hafist handa um, að koma
upp neinum lifandi minnisvarða yfir
Jón Vidalin, þrátt fyrir afrek hans
skörungsskap hans og höfðinglund og
sem kirkjuhöfðingja og prjedikara,
og framsýni hans í andlegum og ver-
aldlegum málefnum þjóðarinnar. f
dálitlu æfiágripi Vídalíns rekur höf.
lielslu einkenni lians og athafnir, til
sönnunar því, hversu mikill maður
hann var.
Og að svo búnu leggur hann frarn
ítarlega rökstudda tillögu á hvern
liátt minningu Vídalíns verði best á
lofti haldið. Haiin vill láta stofna í
Görðum á Álftanesi (en þar var Vida-
lín fæddur og þjónaði sem prestur í
nokkur ár) „Vidalinsklaustur“. Hjcr
er eigi að ræða um klaustur á ka-
þólska visu heldur hvíldarstað handa
prestum íslands, sem gætu dvalið
þarna sem svarar þremur mánuðum
fjórða livert ár, lausir við amstur
hversdagslífsins og iðkað bókleg
fræði, kynst stjettarbræðrum sírium
annarsstaðar af landinu, hvílst og
jafnframt sótt nýja strauma, sem
þeim mættu að gagni koma i starfi
sinu, kristninni til eflingar. Höf ger-
ir jafnframt tillögur um, hvernig
framkvæma beri þessa hugsjón og
ráða fram úr þvi sem þyngst er:
þeningahliðinni. — Öil er ritgerðin
prýðilega rökstudd. Höf. á þakkir
skilið fyrir að hafa gerst framsögu-
maður að þessu máli og nú er það
vonandi, að hugmyndin fái svo mik-
inn samhug hjá lærðum og leikum,
að liún nái fram að ganga.
Nærri Izetuca við Konstanza voru
börn að lcika sjer úti á viðavangi og
fundu þá sprengju frá heimsstyrjöld-
inni síðustu. Þau fóru að í'jála við
liana og liún sprakk. Fiinm af börn-
unum týndu lífi.
KONUNGURINN OG SUNDMÆRIN.
Á Olympsleikjunum síðustu gat
tólf ára gömul telpa sjer mestan orð-
stír allra danskra þátttakenda. Heitir
hún Inge Sörensen og á heima í
Skovslioved á Sjálandi. Kristján kon-
úngur var þar nýlega á siglingu og
notaði tækifærið til að heilsa Ingu
litlu. Sjást þau hjer á myndinni
jiegar þau eru að heilsast.