Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1936, Blaðsíða 6

Fálkinn - 31.10.1936, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N E. M. Keate: Hornspangagleraugun, Iiinn sumarmorgunn ekki alls fyr- ir löngu birtist svolátandi auglýsing í einum dálkinum í „The Times“, undir fyrirsögninni „Hornspanga- gleraugu". Vill konan eða maðurinn, sem (lleijmdi gleraugum í hornumgerð í Maurice Mansions, S. W. gera svo vel að gefa sig fram hjá dyraverö- inum í húsinu, og vitja gleraugn- anna. Öllum sem þektu Monu Shackle- ton fansf þetta einkennileg auglýs- ing. Iíver gat hafa gleymt gleraug- um lijá henni án þess að hún tæki eftir þvi? En sama daginn var önnur til- kynning í öSrum dálki i „The Times“ þar sem sagt var frá þvi, að David Arkwright og Helen Manvers hefðu veriS gefin saman. ASeins fáir — verulega fáir — af vinum David Arkwriglit depluðu augunum þegar þeir lásu þassar auglýsingar báðar; svo yptu þeir öxlum. ÞaS var satt að David notaði horn- spangargleraugu. Það var líka satt, að einu sinni hafði nafn hans verið nefnt í sambandi við nafn Monu Shackleton á þann hátt, að mörgum varS að drepa titlinga; en hvað var að segja um þaS — var það ekki fjöldi fólks, sem drap titlinga þegar það mintist á Monu, síðan hún skildi við Peter Shackleton. Daginn sem auglýsingarnar tvær birtust — daginn eftir að David og Helen lögðu upp i brúðkaupsferðina — í flugvjel — eitthvað út á hala veraldar, var það að hávaxin kona, fríð sýnum og með virðulegan svip, gráliærð en ekki gömul, hringdi dyra- bjöllunni að íhúð Sliackleton. Hurðinni var lokið upp af sfúlku, sem virtist nýlega hafa orðið frá sjer numin af liræðslu og væri ekki búin að ná sjer. „Jeg tas auglýsingu frú Shackleton og er komin til þess að nálgast gler- augun mín“, sagði konan og brosti. „Jeg gat ómögulega munað hvar jeg hafði gleymt þeim“. Stúlkan var áfram með sama skelf- ingarsvipnum. „Gerið þjer svo vel að koma inn, frú“, sagði hún, „það er inaður hjerna inni, læknirinn og hann getur sagt yður frá“. „Þakka yður fyrir“. Gesturinn elti stúlkuna inn fyrir. „Jeg vona að frú Shackleton sje ekki veik“, sagði hún svo. Stúlkjn svaráði engu. Hár maður i svörtum frakka stóð við gluggann í setustofunni; hann snjeri sjer snögt við þegar hún kom inn. Konan heils- aði honum glaðlega, endurtók óskir sínar um, að frú Shackleton væri við góða. heilsu, og gat þess að liún væri komin til að vitja um gleraug- un sín. „Gleraugun gðar?“ sagði hann og það var óánægjuhreimur í röddinni. Konan horfði á hann. „Já, gler- augun min. Svo mikið er víst að jeg misti þau fyrir einum eða tveimur dögum og jeg drakk te hjá frú Shackleton á miðvikudaginn; já, í dag er föstudagur, þetta var á mið- vikudaginn. Mjer þótti svo vænt um að lieyra um auglýsinguna hennar i morgun. Það er ekki gaman fyrir gamalt fólk, eins og mig að vanta gleraugun sín. Jeg get ekki lesið gleraugnalaust og jeg les mjög mikið; það er óvarkárni af mjer að eiga ekki nema ein gleraugu". Læknirinn — hafi hann þá verið læknir — horfði á hana með mikilli athygli. „Gangið þið altaf með gler- augu?“ spurði hann. „Aðeins þegar jeg les“, svaraði hún. Jeg nola ekki gleraugu utanhúss, af' þvi að jeg sje vel frá mjer“. „Var umgerðin úr horni eða skjald- bökuskel, á þessum gleraugum sem þjer mistuð?" spurði læknirinn. „Úr horni. Mjer finst of dýrt að nota skjaldbökuskel, jiví að henni hættir svo við að brotna“. „Munið þjer hvar þjer gleymduð þeim i stofunni, svona hjer um bil?“ „Nei, því er nú ver“, svaraði hún. „Jeg man að jeg setti þau upp með- an jeg var að líta á hrjef, sem frú Shackleton sýndi mjer, en svo man jeg ekkert livar jeg setti þau á eftir. Vitanlega hefi jeg haldið, að jeg hafi sett þau i töskuna mína“. Húu opn- aði töskuna og sýndi honum tóml gleraugnahylki, fóðrað innan ineð flaueli og með silfurumgerð að utan. Gleraugnaliúsin voru ekki ný. „Getið þjer lýst nokkrum sjersfök- um einkennum á þeirn til þess að sýna að þjer eigið gleraugun? Jeg geri ráð fyrir að þjer munuð liekkja þau ef þjer sæuð þau?“ „Gleraugun min? Vitanlega mundi jeg gera það! Brúin milli gleraugn- anna var brotin og hafði verið spengd með ofurlítilli gullþynnu að aftan verðu. Haldið þjer að jeg ætli að fara að næla mjer i gleraugu, sem aðrir eiga? Jeg get gert ráð fyrir að þegar þjer auglýsið þá geti farið svo að aðrir krefjist fundarins en eiga, þó að hornspangagleraugu sjeu tæp- lega þess virði. En hvar er frú Shackleton? Hún gæti sagt yður, að jeg drakk te hjá henni á imðviku- daginn“. „Hvað heitið þjer með leyfi?“ „Woodbridge, lafði Woodbridge. Eruð þjer læknir frú Shackleton?“ „Nei, jeg er .... lögfræðilegur ráðunautur hennar .... Sannast að segja erum við hræddir um, að ein- liver hafi brotist inn til hennar á miðvikudagskvöldið var, en við vit- um ekki hver það var — við erum að reyna. að komast fyrir það. Við auglýstum gleraugun vegna þess — jæja, frómt frá sagt: þau virtust vera eina vísbendingin — eini hluturinn lijerna, sem ekki var hægt að gera grein fyrir“. „Drottinn minn, hvað þetta er ein- kennilegt! Veslings frú Shackleton — jeg vona að hún hafi ekki orðið hrædd. Var þetta innbrotsþjófnaður? Gat hann stolið nokkru verðmætu? Jeg veit að hún átti verðmæta hringi og aðra dýra gripi — en — eru inn- brotsþjófar nokkurntíma með gler- aúgu?“ Maðurinn gat ekki að sjer gert að brosa yfir þvi hve barnalega var spurt. „Haldið þjer að vinnukonan mundi þekkja yður?“ „Jeg held að hún hafi ekki verið nema stuttan tíma hjá frú Shackle- ton; en, jú, hún hefir sjeð mig áður — jeg meina fyrir síðasta miðviku- dag“. Hann liringdi bjöllunni og þegar vinnukonan kom inn — hún var enn- þá ekki búin að jafna sig, spurði hann hana hvort hún þekti þessa konu, sem hafði drukkið te hjerna fyrir tveimur dögum. Stúlkan virtist átta sig. „Já, herra, það geri jeg. Þessi frú drakk te hjerna á miðvikudaginn. „Það er gott“, sagði hann og kinkaði kolli, en stúlkan fór út. Sið- an kom hann með dálitla öskju. „Hjerna eru gleraugun yðar“, sagði hann svo. „En — hvað er að sjá þetta — þau eru þá mölbrotin!“ „Já, þau fundust i þessu ástandi á aringrindinni. „í gær — eða á iniðvikudagskvöld- ið?“ „í gær“. Hún leit raunalega á gleraugna- brotin. „Það er ekki vafi á að þetta eru gleraugun mín“, sagð i hún, „hjerna er litla gullspaungin, sem brúin var sett saman með. Jeg liefi líklega lagt þau á arinliylluna og svo hefir einhver fell þau ofan og mölv- að þau. Getið þjer ekki sagt mjer eitthvað meira um þelta. Þjer eruð eitthvað svo íbygginn og dularfull- ur á svipinn. Hvar er hún frú Shackléton?" „Ei' jeg á að segja yður eins og er“, sagði maðurinn, „þá höfuin við ver- ið að reyna að halda öllu þessu máli leyndu þangað til einhver gæfi sig fram og vitjaði um gleraugun. Með leyfi að spyrja: var frú Shackleton verulega góð vinkona yðar?“ „Var? — Hvað eigið þjer við? T— Jeg er nákunnug lienni og hefi verið vinkona hennar í fjölda mörg ár“. „Jeg geri ráð fyrir, að jeg megi til að segja yður sorglega fregn“, sagði maðurinn alvarlega. „Hún. er dáin“. Gamla konan sem var í þann veg- inn að -setjast, virtist detta máttlaus ofan i stólinn. „Hvaða hörmung er að. heyra þetta!“ hrópaði hún hátt. „Það var ekkert að henni á miðvikudaginn. Dáin! Hvað eigið þjer við — hefir einhver grandað henni? hefir hún verið drepin?“ , Já, myrt, þvi miður er jeg hrædd- ur um, að hún liafi verið myrt. Þjer hafið verið síðasta manneskjan sem sá hana, að undantekinni vinnu- stúlkunni, sem fór út eins og vant var klukkan nálega níu um kvöldið — og svo brjefberinn, sem koni nokkru síðar. Lafði Woodbridge átti augsjáanlega fult í fangi með að ráða við tilfinn- ingar sínar. „Þetta er hörmulegtÞ hrópaði liún aftur, „hörmulegt. Hve- nær gerðist þetta? Æ, veslings Mona. Hvað þetta er liræðilegt. Var þetta innbrotsþjófur? Hvenær gerðust þessi hörmungartíðindi? „Það er einmitt það, sem við erum að reyna að komast fyrir. Jeg get eins vel sagt yður, að jeg er starfs- maður frá Scotland Yard“. „Leynilögreglumaður — ó — en, hvenær — en hvernig gat þetta at- vikast?“ „Vinnukonan fann hana í gær- morgun — í rúminu — svæfða og með koddan yfir andlitinu". „Er hugsanlegt að þetta geti hafa orðið af slysi?“ „Nei, koddanum hafði auðsjáan- lega verið ríghaldið niður að andlit- inu. Og svo var talsvert af klóróform í lionum. Jeg geri varla ráð fyrir, að hún liafi komið nokkurri vörn fyrir sig“. „Drottinn minn! Jeg var altaf að segja henni, að það væri rangt af henni að sofa ein“. „Þjer vissuð að hún gerði það?“ „Já, já, jeg veit að vinnukonan hennar sefur ekki í húsinu. Drottinn minn, live þetta er sorglega átak- anlegt! Jeg get varla fengið mig til að trúa því. Var þetta innbrotsþjóf- lir? Þjer grunið ekki stúlkuna, er það? Hefir nokkru verið stolið?“ „Ekki nokkrum sköpuðum hlut, að því er best verður sjeð. Stúlkan fór beint lieim. Hið einasta sem visben - ing virtist geta orðið að vorti gler- augun. Við ákváðmn að auglýsa þau áður en frjettin bærist út, ef ske kynni að einliver saklaus maður — eins og lika. kom á daginn — kæmi og vitjaði um þau. Gleraugun koina auðsjáanlega ekkert málinu við“. „Nei, nei, þetta eru gleraugun mín“, sagði lafði Woodbridge og grjet beisklega. Lögreglumaðurinn spurði hana að heimilisfangi og hún gaf honum nafnspjaldið sitt. Að svo búnu tók hún húsin með brotnu gler.augunum i, kvaddi stúlkuna með handabanöi — og þær grjetu báðar — og svo fór hún. Leynilögreglumaðurinn hefði orðið hissa, ef hann hefði getað lesið lnigs- apir hennár á leiðinni heim. „Ennþá er það ýmislegt, sem móð- ir getur gert fyrir son sinn“, sagði liún með sjálfri sjer. „Úr því að jeg hefi nú náð í gleraugun hans getur engum dotlið i hug, að David hafi verið svo mikið fífl að fara að heim- sækja þessa konu kvöldið fyrir brúð- kaupsdaginn sinn. Hann hjet mjer því þegar liann lofaðist Helenu, að hann skildi aldrei koma til Monu framar, en hann hafði lofað lienni einhverju. Jeg veit ekki livað það var. Hann heimsótti liana þetta kvöld. Jeg hafði litið inn til liennar þenn- an dag lil þess að grátbæna hana um að láta David í friði og lofa honum að njóta ástar sinnar; en hún gerði ekki annað en að hlæja; sagði að hún gæti blístrað hann til sín hvenær sem liún vildi, og að liann ætlaði að korna til sín í kvöld. Og 'hún lireykti sjer af þessu .... jeg beið eftir hon- um og hann, drengurinn minn, hafði manndóm til að játa alt fyrir mjer. Hann sagðist liafa haldið loforð sitt að sjá hana ekki — hann tók af sjer gleraugun undir eins og hann kom inn i stofuna. „Jeg segi þjer satt, mamma, jeg gat ekki sjeð hana“, sagði hann. Hann er svo nærsýnn, að hann er bókstaflega blindur glera’ugnalaus. Hann sagði mjer að þegar hann hefði kvatt liana liefði hún rifið gleraugun af honum í bræðiskasti. „Þá skaltu að minsta kosti ekki sjá aðra í kvöld“, sagði hún. og grýtti gleraugunum í aringrindina .. „Jeg þekki David og veit að hann yerður hamingjusamur með Helen nú, — en liefði aldrei orðið það með- an Mona hefði Jifað honum til hrell- ingar .... Hann sagðist liafa gefið Monu hundrað pund. Hún þyrfti svo nauðsynlega á þeim að halda .. en auðvitað hefði það aðeins orðið byrj- un. Hún ætlaði að rýja liann inn að skyrtunni. Sem hetur fór fann jcg scðlana, sem hann hafði gefið lienni, svo að þeir gætu ekki gefið vísbend- ingu, en jeg gleymdi gleraugunum .... Og lögreglumaðurinn gat ekki þekt mig á nafninu Arkwright vegna þess að jeg er tvígift. Og vitanlega gat hann ekki neitað því, að jeg þyrfti gleraugu. Sem betur fór hafði jeg gömul liús að taka með mjer. David liafði ekki sjeð Monu í nokkra mánuði, en þegar hann kom affur í fyrrakvöld hafði hann dyra- lykilinn hennar. Jeg fjekk lmnn hjá lionum og lofaði að skila henni hon- um. Svo fór jeg aftur um kvöldið .... Hún svaf vært. Jeg er viss um að hún hefir tekið svefnmeðul. Jeg hafði með mjer nokkra dropa af klóroformi, sem jeg hafði fengið við tannpínu. .... En fegin er jeg að lnifa náð í gleraugun. Það bar við nýlega í Bíó i Álaborg, er verið var að sýna myndina „Cissy“ með Grace Moore í aðalhlutverkinu, að ein konan í leikhúsinu skemti sjer svo vel að hún fjekk krampahlátur, veltist um á gólfinu og beit og sió og gleypti gerfitennurnar sínar. Samt varð henni bjargað frá hræðilegum dauðdaga. Þegar „Gissy“ kemur liing- að, er hláturgjörnu fólki ráðlagt að skilja gerfitennurnar eftir heima, þeg- ar það fer að sjá myndina. -----x---- í Englandi hafa lengi verið starf- ræktir sparisjóðir í sambandi við pósthúsin. Þessir póstsparisjóðir hafa náð miklum vinsældum og eru nú sparendur í þeim um tíu miljónir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.