Fálkinn - 21.11.1936, Blaðsíða 6
6
FÁLK'INN
GUY DE MAUPASSANT:
• •
HANN KOLSKI
Bóndinn stóð andspænis læknin-
um við hvílu hinnar deyjandi konu,
sem hlustaði á tal þeirra hin róleg-
asta. Hún átti að deyja og tók þvi
vel, enda hafði hún tvo um nírætt.
Geisla júlí-sólarinnar lagði inn um
gluggann og hinar opnu dyr og einn-
ig dauninn utan af ökrunum. Engi-
spretturnar sungu í sig hæsi.
Læknirinn tók til máls og sagði:
„Honore, þú mátt ekki yfirgefa þína
dauðvona móður; dauðann getur bor-
ið að áður en minst varir“. En bóndi
svaraði vandræðalega: „Jeg verð að
ná inn hveitinu þvi að það hefir leg-
ið úti lengi en nú er veður til að
hirða; livað segir þú um það, móðir
sæl?“ Og hin deyjandi kona, sem
enn var haldin ágirnd Norður-Frakk-
ans, kinkaði kolli til samþykkis og
hvatti þannig son sinn til að hirða
hveiti sitt á meðan hún sjálf yfir-
gæfi heiminn. En læknirinn gerðist
nú reiður, stappaði í gólfið og sagði:
„Ómenni ertu, lieyrirðu það, og jeg
leyfi þetta ekki. Skilurðu? Og verðir
þú endilega að ná inn hveitinu í dag,
farðu þá til frú Rapet og fáðu hana
til að líta eftir móður þinni. Jeg
krefst þessa. En ef þú ekki lilýðir,
þá skaltu ekki vænta minnar hjálpar
þá einliverntíma þú kant að veikjasl*4.
Bóndi, sem var langur sláni og
magur og seinn til allra hluta, var
seijj milli tveggja elda. Hann óttaðist
lækninn en sparnaðarhugurinn var
hinsvegar mikill. Eftir all-langa bið
fær hann loksins stamað: „Hvað tek-
ur frú Rapet mikið fyrir að sitja
yfir veiku fólki?“
„Hvernig ætti jeg að vita það?“
hrópaði læknirinn. „Það er án efa
undir því komið hversu lengi lienn-
ar er þörf. Talaðu við hana, maður.
En jeg vil að hún sje hingað komin
áður en klukkustund er liðin, heyrir
þú það?“
Maðurinn tók ákvörðun sína. „Jeg
skal ná í hana“, svaraði liann; „ver-
ið ekki reiðir læknir44. Hinn síðar-
nefndi fór þá burt en sagði um leið:
„Gættu þín, ungi maður, því að jeg
er harður i horn að taka þegar jeg
reiðist44.
Þegar þau voru tvö ein eftir, snjeri
bóndi sjer að móður sinni og mælti
lágum rómi: „Jeg, ætla að ná í frú
Rapet eins og læknirinn vill. Dey
þú ekki á meðan44.
Síðan fór hann út.
Frú Rapet, sem var þvotta-kerling,
sat yfir dauðu og deyjandi fólki þar
i nágrenninu, en milli þess, sem hún
saumaði lín-klæði þessara viðskifta-
vina sinna, saumaði hún og bætti
klæði hinna, sem enn voru í lifanda
tölu.. Hún var illgjörn, öfundsjúk og
fjegjörn, gekk i keng og var líkast
því, sem væri hún brotin í sundur
um miðjuna. Hún talaði um annað
en fólk, sem hún hafði sjcð1 deyja og
um þær mismunandi myndir, sem
dauðinn birtist i. Hafði hún sömu
ánægju að tala um þessi mál eins og
veiðimaðurinn, sem segir frá afrek-
um sínum.
Þá er Honore Bontemps lcom inn
í kofa hennar, var hún önnum kaf-
in við þvotta sina. „Gott kveld, frú
Rapet44, mælti hann, „þú lifir og
blómstrar, sje jeg“.
Hún sneri sjer við, leit á hann og
mælti: „Mjer líður ágætlega þakka
þjer fyrir. En hvað er frá þjer að
segja44.
„Alt hið besta, en móðir min er
hinsvegar mikið veik“.
„Móðir þín?“
„Já, móðir mín“.
„Hvað gengur að henni?44
„Ekki annað en það að hún er að
hrökkva upp af“.
Kerlingin þurkaði blautar hendur
sínar og spurði með hluttekningar-
róm: „Er það svo slæmt?44
„Læknirinn heldur að lnin muni
ekki lifa til morguns44.
„Þá hlýtur hún að vera mikið
veik“.
Nú kom liik á Honore því að hann
vildi hafa formála nokkurn áður en
hann setti tillögur sínar fram. Hann
kom þó brátt að efninu því að liann
var seinn til að hugsa, sem til allra
annara hluta.
„Hvað tekur þú mikið fyrir að vera
yfir henni til hins síðasla? Þú veist
að jeg er ekki ríkur og hefi ekki
einu sinni ráð á að hafa vinnukonu.
Það er einmitt þetta, sem komið hef-
ir móður minuni á grafarbarminn: of
mikil vinna og þreyta. Hún vann,
sem tíu aðrir, þrátt fyrir sinn háa
aldur. Fólk er ekki svona harðgc't
nú á dögum!
Frú Rapet svaraði alvarlega: „Jeg
tek 40 sous á dag en 3 fr. á nóttu
fyrir þá ríku en 20 sous á dag og 40
á nóttu fyrir aðra. Þú borgar þessa
20 og 40“. En bóndi var liugsi þvi
að hann þekti móður sína vel. Hann
vissi hversu lífseig hún var og að
hún ljet sjer ekki alt fyrir brjósti
brenna. Hann vissi að hún gat haldið
út í viku enn, hvað sem læknirinn á-
leit, og sagði ákveðinn: „Nei, jeg vil
heldur að þú takir einhverja ákveðna
upphæð fyrir þetta. Læknirinn held-
ur að hún eigi mjög skamt eftir
ólifað og sé það svo, þá er hagn-
aðurin þinn. Hinsvegar tekur þú
þá áhættu að hún lifi til morguns
eða lengur44
Kerling horfði undrandi á mann-
inn því aldrei hafði hún fengið slíkt
tilboð áður, en hik kom á hana, því
að hér var ef til vill auðunninn
skilding að fá. Samtímis kom þó
lortryggni upp í huga hennar og
hún svaraði: „Jeg get ekkert um
þetta sagt fyr en jeg hefi sjeð móð-
ur þína44.
„Komdu þá og líttu á hana“.
Hún þvoði hendur sínar og fór
með lionum. Þau töluðu ekkert sam-
an á leiðinni; hún trítlaði við lilið
hans en hann stikaði stórum eins og
hann væri að stíga yfir læk við
hvert fótmál. Iíýrnar lágu úti á
túni og bauluðu letilega.
Þegar þau nálguðust húsið mælti
Honore Bontemps alt í einu: „En
ef all er nú yfirsta.ðið?44 Hreimur-
inn í rödd hans sýndi ljóslega ósk
lians í þeim efnum.
En gamla konan var ekki dauð.
Hún lá á bakinu í sinni hrörlegu
hvílu, en út fyrir rúmstokkinn hékk
krept og kræklótt hönd hennar,
sem vegna tæprar aldar strit líktist
mest krabbaklóm.
Frú Rapct gekk upp að rúminu
og athugaði sjúlkinginn vandlega,
tók á púlsinum, sló lauslega á brjóst
hennar, lilustaði eftir andardrættin-
um og spurði hana spurninga, svo
að hún mætti lieyra rödd hennar;
því næst gekk liún út úr herberginu
en Honore kom að vörmu spori.
Hann var sannfærður um að hún
gæti ekki lifað nóttina út og sagði:
,Jæja?“ En 'kerling svaraði: „Hún
getur lifað í tvo daga og kanske
þrjá. Þú verður að greiða mér (i
fr. auk alls“.
„Sex franka, 6 franka44, hrópaði
hann. „Ertu frá þjer? Hún getur
ekki lifað nema í 5 til (i tíma og
það i liæsta lagi44. Þau þráttuðu um
þetta nokkra stund og var reiði á
báða bóga en að lokum gekk hann
þó að skihnálum hennar, því að
áliðið var dags, en hveitið enn ekki
komið í lms.
„Jæja, við segjum það þá; 6 frank-
ar auk alls, þar til likið hefir ver-
ið tekið44.
„Það er ákveðið, (i frankar44.
Og hann skálmaði út á akur til
hveitisins en hún skundaði heim í
þvottahúsið.
„Hún tók handavinnu með sér,
þvi að hún vann viðstöðulaust er
bún sat yfir dánum og deyjandi,
ýmist fyrir sjálfa sig eða fyrir
fólkið, sem liún var hjá í það skiftið.
og hafði einhverja aukaþóknun fyr-
ir þetta.
Alt i einu spyr hún:
„Hefirðu tekið við sakramentinu,
frú Bontemps?44
Gamla konan sagði „nei“ með höfð-
inu en frú Rapet, sem var trúuð
mjög, spratt á fætur og mælti: „Guð
komi til, er þetta mögulegt? Jeg fer
straks og sæki prestinn44. Og hún
flýtti sjer svo mjög að allir þeir, sem
til hennar sáu, þóttust sannfærðir
um að slys hefði borið að höndum.
Prestur kom óðara i rykkilíni sínu
en á undan hljóp kórdrengur, sem
hringdi bjöllu til að tilkynna komu
hins heilaga manns. Nokkrir menn,
sem voru við vinnu skamt þar fra,
tóku ofan sína barðastóru hatla.
og voru hljóðir þar til prestur var
kominn úr augsýn, en konurnar
signdu sig; hænu-ungarnir forðuðu
sjer skelkaðir inn í kofa sinn en
foli einn, sem tjóðraður var í húsa-
garðinum, liljóp i svo stórum hring,
sem tjóðurbandið leyfði, og jós mik-
illega. Prestur var í fullum skrúða
og hafði yfir bænir í hálfum hljóðum
en frú Rapet rölti á eftir i keng
og með krosslagðar hendur á brjósti.
Honore 'sá til ferða þeirra og
spurði: „Hvert skyldi presturinn
vera að fara?“ En samverkamaður
hans, sein var öllu skarpari mælti:
„Hann er sjálfsagt á leið til móður
þinnar44.
Bóndi varð ekki undrandi yfir
þessu og sagði: „Það er mjög lík-
legt“, en hjelt svo áfram með vinnu
sína.
Gamla frú Bontemps viðurkendi
syndir sínar, fékk syndafyrirgefn-
ingu en þvínæst hjelt prestur heim-
leiðis. Frú Rapet gerðist- nú hýr á
brún, því hún þóttist sjá að endir-
inn nálgaðist óðum.
Degi var tekið að lialla en kvöld-
andvarinn feykti til gluggatjöldun-
um, sem eitt sinn höfðu verið hvit
en voru nú svört af flugnaskít, og
virlist, sem vildu þau fljúga burl
i samfylgd með sálu hinnar öldruðu
konu.
Hún lá hreyfingarlaus með galop-
in augu og beið dauðans, sem var
svo nálægur en sem fór sér samt að
öllu liægt. En lians gat ekki verið
lengi að bíða og sæi. þá heimur af
henni en ekki eftir. Nokkru fyrir
náttmál kom Honore heini og spurði
kæruleysislega eftir líðan móður
sinnar. Hann leyfði þá frú Rapet að
fara heim en sagði: „Þú kemur
liingað kl. 5 í fyrramálið, stund-
víslega44.
„Kl. 5“, svaraði hún.
Hún lcom í dögun og sat þá Hon-
are að morgunverði.
„Jæja, er móðir þín dauð?“ spurði
kerling.
„Nei, hún er þvert á móti mun
betri44, svaraði hann og yar ekki
með öllu laust við illgirni i rödd-
inni. Síðan lijelt hann út lil vinnu
sinnar.
Frú Rapet fann til óttakendar og
gekk upp að rúmi sjúklingsins en
þar var enga breytingu að sjá. Út-
lil frú Bontemps var lítið breylt
frá deginum áður og síst til hins
verra. Frú Rapet sá að þessu gæti
haldið áfram í 2, 4 og jafnvel 8
daga. Hún fyltist óstjórnlegri reiði
í garð þess manns, Honore, sem liafði
prettað hana svo mjög, og í garð
hinnar deyjandi konu, sem ek'ci
vildi deyja.
Hún tók upp prjóna sína og tók
að vinna, en hafði samt ekki aug-
un af hinni hrukkóttu ásjónu frá
Bontemps. Nokkru seinna kom Hon-
ore heim og var í heldur kátu skapi
enda gekk hi'rðing hveitisins með
besta móti.
Frú Rapet var nú næstum frávita
af reiði og fanst hver mínúta sem
eilífð. Aldrei hafði hún verið rænd
svona óheyrilega fyrri, aldrei leik-
in svona grátl. Hún fann til æðis-
genginnar löngunar til að kyrkja
þennan asna, jiennan þöngulliaus,
þetta þverúðuga svínabest — að
stöðva þennan höktandi andardrátt,
sem rændi hana tíma og peningúm.
En við nánari athugun sá lnin, hvað
af þessu gæti leitt og aðrar og
frómari hugsanir náðu yfirhöndinni.
Hiin gekk því upp að rúminu og
mælti: „Hefirðu nokkru sinni sjeð
hann kölska?44 Gamla frú Böritemps
hvíslaði „nei“.
Þá tók kerling til að segja henni
sögur, sem líklegar voru til að hafa
áhrif á hennar veika huga. „Djöf-
ullinn kemur til allra nokkrum mín-
útum áður en dauðann ber að“,
sagði hún. „Hann hefir sóp í hendi
en potl á höfði og gefur frá sjer
annarleg hljóð. Fólk getur ekki lifa-
að nema í nokkrar mínútur eftir að
það hefir sjeð hann“. Þvínæst taldi
frú Rapet upp alla þá, sem á síðast
liðnu ári höfðu sjeð djöfulinn: Jos-
ephine Loisel, Eulalie Ratier, Sop-
hie Padagnau, Seraphine Grospied
o. fl.
Frú Bonlemps gerðist nú all óró-
leg, bylti sjer og fórnaði höndum,
og reyndi að snúa ,sjer við i rúm-
inu. Alt í einu hvarf frú Rapet.
Hún tók strigapoka og smeygði sjer
i hann, setti járnpott á höfuðið en
en hinir litlu fætur hans stóðu út i
loftið, líkt og horn. Þá tók hún
sóp í hægri hönd sjer en fötu í þá
vinstri; fötuna Ijet hún detta niður
á gólfið og varð af því hávaði mik-
ill. Þvmæst klifraði hún upp á stól,
öskraði inn í pottinn, Ijet öllum ill-
um látum og ógnaði gömlu konunni
með vendjnum.
Með angistarsvip neytti frú Bon-
temps síðuslu krafta sinna til að
koma sjer undan og tókst með óskilj-
anlegum hætti að rísa upp í rúiriinu
lil hálfs; þá heyrðist djúpt and-
varp og alt var yfirstaðið. Frú Ra-
pet kom nii öílu fyrir á sinn stað,
striga-pokanum, pottinum og vend-
inuni, dró augnalokin niður fyrir
skelfd augu hinnar látnu konu,
signdi hana og baðst fyrir með há-
tiðlegum svip.
Hún var enn á bæn er Honore
kom heim. Hann sá fljótlega í huga
sjer að frú Rapet liafði haft af hon-
um 1 fr„ því að lnin hafði aðeins
setið yfir móðir hans í 3 daga og
I nótt, sem gerði 5 fr. í stað 6 fr„
sem hann skuldaði henni.
Latisl. þýtt.
—- Nú veit jeg hversvegna þið Eng-
lendingar drekkið svona mikið te,
sagði íslendingur, sem var í heim-
sókn hjá enskum hjónum í Grimsby.
— Ilvernig farið þjer að vita það?
spurði liúsmóðirin 'með blíðusvip.
— Jeg veit það af því, að jeg var
að drekka kaffið hjerna.