Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1936, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.11.1936, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 VHCSSW t£/&HbURNIIt Þar sem vatnið er dýrmætt. Þið sem eigið heima i landi, seni hefir nóga úrkomu — og stundum of mikla — og þurfið ekki annað en að skrúfa frá krana til þess að fá nóg af köldu og tæru vatni, gerið ykkur sennilega ekki grein fyrir hve rnikils Virði þetta er. Því að án einskis getur ínaðurinn siður verið en vatns- ins. Það er nauðsynlegasta viðhald lífsins. Til þess að geta gerl ykkur það Ijóst hve mikils virði vatnið er þá skulum við bregða okkur í hugan- mn til heitu 'landanna, sem stundum eru án rigninga hálft árið eða jafn- vel lengur. Þeir sem þar húa fá stundum að finna hvers virði vatnið er. og svo skulum við um leið at- huga hvernig fólkið í þessum lönd- um fer að því að ná sjer í vatn. Hrunnur hjú bedúinum. Bedúínarnir í Arabíu grafa djúpa hrunna í eyðimörkinni og dæla það- an vatni á engi sín, því að annars spretta þau ekki. Brunnurinn sem þið sjáið hjerna á myndinni er múr- aður milli tveggja stórra pálma, sem eru notaðir fyrir stölpa undir út- húnaðinn, sem notaður er til þess að dæla upp vatninu. Við hliðina á hrunninum er múruð þró, sem vatn- inu úr hrunninum er lielt í, og úr þrónni rennur vatnið svo út á akr- ana eftir mjóum rennum. Brunnpont- an er ekki úr trje heldur úr leðri. Og dag og nótt standa menn við brunninn og ausa upp vatninu. * Hisavaxiö trje sem brunnur. í Iíordofan í Mið-Afríku eru not- aðir einkennilegir brunnar. Þar vaxa afar stór og sver trje, sem heita baobab-trje, og hafið þið kanske les- ið um þau i skólanum. Þessi trje eru holuð að innan og þrep gerð i hol- una. Regntíminn í Mið-Afríku varir heilt missiri og þá fyllast trjen af vatni, sem fólkið geymir svo og not- ar á þurkatímunum. Myndin gefur liugmynd um, hve geysistór þessi trje eru. En þið getið nærri, að það er mikil vinna að hola svona trje að innan, með ófullkomnum verkfærum, því að vjelar hafa menn engar á þeim slóðum. Vatnssókn í Súdan. Svertingjarnir i Súdan grafa ekki brunna, lieldur verða þeir að’ sækja vatnið ofan i djúp gil og draga það upp langar leiðir. Það er kvenfólkið, sem annast þetta erfiða verk og er óþreytandi við það. ílátið, sem vatn- ið er dregið upp í er hörkur af stór- vöxnum ávexti, sem heitir „kalehass“ og líkist „graskeri". Er innmáturinn holaður innan úr berkinum þannig að aðeins nokkur göt verða á berkin- um að ofanverðu. Inn um þessi göt síjast svo vatnið, þannig að mestu óhreinindin verða eftir. En helgur- inn getur aldrei orðið neina hálf- fullur af vatni. Er því tafsamt og seinlegt verk að sækja vatn í Súdan. Stór brunnur. Sá hóndi, sem á góða vatnslind á jörð sinni í eyðimörkinni er ríkur maður. Hann setur Upp svokallaða „vatnsstöð“, svonefnda brunnvippu yfir lindinni. Fremur er útbúnaður- inn þó ófullkominn. Vippan er gerð úr sveigjanlegum viði, og sumstaðar Seijið þið samanl 1. 2. 3. 4. 6.......................... 7 ......................... 8 ......................... 9 ......................... 10 ........................ 11 ........................ 12 ........................ 13 ........................ 14 ........................ a—a—a— a—böð—ann—dá—ar—ein —ein—es---holt—i—ir—inn—inn— fje—láns—ný-—stór—súl—sörf—us— sól—ú—und—ull—ung—veu—ylj. 1. Stjarna. 2. í banka, 3. Andaður. 4. Barrviður. 5. Verma. 6. Nýmæli. 7. Biblíunafn. 8. Sjófugl. 9. Drepur menn. 10. Karlmannsnafn. 11. Hestnafn. 12. Bær í Noregi. 13. Kvenheiti. 14. Bæjarnafn. Samstöfurnar eru alls 30 og á að setja þær saman í 14 orð i samræmi við það sem orðin eiga að tákna, þannig að fremstu stafirnir í orð- um, taldir ofan frá og niður og öft- ustu stafirnir, taldir að neðan og upp, myndi nöfn fjögra merkisstaða nálægt Reykjavík. Strykið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana i orð og skrifið nafnið á listann til vinstri Nota má ð sem d og i sem í, a sem á, o sem ó og u sem ú. Nú hafið þið fengið svolitið sýn- ishorn af því, hve vatnið er mikils virði, og ykkur skilst betur, live mik- ið lmoss það er að hafa jafnan nóg af góðu og hreinu vatni. Tóta frænka. Búskmað'urinn sýgur vatniö úr jörðinni. Búskmennirnir eiga heima inn i afskektustu hjeruðum Afríku og það kostar þá afar mikla fyrirhöfn að ná í vatn, þó ekki sje nema lítið eitt. Hver vatnssopinn er dýrmætur og vatnið er alls ekki notað nema til drykkjar. Búskmaðurinn hjerna á myndinni hefir uppgötvað ofurlitla vætlu í sandinum. Hann tekur tvö reyrrör og stingur þeim ofan í sand- inn og sýgur að sjer þahgað til of- urlítið vatn er komið upp í rörin. Þá tekur hann þau upp og blæs vatn- inu úr rörunum í tómt skurn af strútseggi. En eins og þið getið nærri er það seinlegt að ná miklu vatni á þennan hátt. f KÍNA er nú verið að koma upp kvenlög- reglu. Sýnir myndin kínverska stúlku í einkennishúningi lögreglunnar og verður ekki annað sagt en að liún sómi sjer veL tekur hver vippan við af annari, eins og sjá má á myndinni. Loks er vatn- inu helt i múraða jiró, og þaðan sel- ur eigandinn það fyrir okurverð, ef hann er einn um lindina. Náhúar hans verða allir að greiða honum of fjár í vatnsskatt. Búskmannakonurnar eru natnar við að ná sjer í vatn handa lieimilinu og neyta allra ráða til þess. Þær fara á fætur fyrir sólaruppkomu og sjúga döggina af jurtum og runnum og safna litla vatni, sem þannig fæst, í bolla, til þess að nota til heimilis- ins. Það segir sig sjálft að það verða engin ósköp af vatni, sem fæst á þennan liátt. Og undir eins og sólin rís hverfur döggin, og veslings kon- an verður að hætta vatnssöfnun sinni. Rúskmannskonan safnar dögg. Drekkið Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.