Fálkinn - 21.11.1936, Blaðsíða 10
10
F Á L K 1 N N
ZíASHIELL HAMMET:
Granni maðurinn.
Leynilögreglusaga.
Hún lielti í hjá mjer. „Jeg myndi nú fara
hægt í sakirnar í dag“.
„Jeg skal stilla mig“, lofaði jeg, „jeg væri
ekkert frá því að horða síld núna í morgun-
ínálið. Og getirðu nú elcki látið þá senda
hundinn upp, úr því að þessu mótlæti okk-
ar er lokið í bili. Og segðu miðstöðinni að
gefa ekki samband hingað. Jeg gæti hugsað
að blöðin færu að hringja“.
„Hvað ætlarðu að segja lögreglunni um
skammbyssuna liennar Dorothy? Þvi að eitt-
livað verðurðu að segja, er það ekki?“
„Jeg veit það ekki ennþá“.
„Segðu mjer sannleikann, Nick. Fór jeg
mjög flónslega að?“
„Jeg hristi höfuðið. „Alveg mátulega
flónslega“.
Hún liló og sagði: „Þú ert grísk lús“, og
svo fór hún að tala í símann.
IX.
Nora sagði: „Þú ert bara að hreykja þjer.
Það er það sem þú vilt. Og hvers vegna ertu
að því? Jeg veit svo vel sjálf, að kúlur geiga
á þjer. Þú þarft ekki að sanna mjer það.
„Mjer gerir ekkert til þó að jeg fari á fæt-
ur“.
„Og þjer gerir ekkert lil þó að þú liggir i
rúminu. Að minsta kosti í dag. Læknirinn
sagði —“
„Ef hann væri nokkur læknir á annað
horð, þá mundi liann lækna kvefið í sjálf-
um sjer“. Jeg settist upp í bólinu og setti
lappirnar ofan á gólf. o.sta kitlaði þær með
tungunni.
Nora kom með morgunskóna mina og
haðsloppinn. „Jæja, gamli seigút, farðu þá
á fætur og sullaðu hlóði á gólfdúkana“.
Jeg stóð varlega á fætur og fanst mjer
liða prýðilega, ef jeg fór gætilega með
vinstri handlegginn og varaði mig á fram-
löppunum á Ástu.
„Taktu nú sönsum“, sagði jeg. „Jeg hefi
alls ekki óskað að skifta mjer af málefnum
þessa fólks, og óska þess ekki ennþá, en
hvað stoðar það. Jeg get ekki klandrað mjer
út úr þvi. Jeg verð að atliuga málið“.
„Við skulum fela okkur“, sagði hún, „við
skulum fara til Bermuda eða Havana i
vikutima eða tvær, eða lieim til Californiu“.
„Jeg mundi samt sem áður neyðast til að
gefa lögreglunni upplýsingar um þessa
skammbyssu. Og setjum nú svo, að það sje
sama skammbyssan sem Júlía var drepin
með. Ef þeir hafa ekki komist að þeirri nið-
urstöðu nú þegar, þá rannsaka þeir það
undir öllum kringumstæðum“.
„Heldurðu þá að það sje hún?“
„Það er ekki nema tilgáta. Við förum í
þennan miðdegisverð í kvöld, og —“
„Nei, það gerum við ekki. Ertu alveg
genginn af göflunum. Ef þú þarft endilega
að tala við einhverja þá láttu þá koma
hingað“.
„Það gerir ekki sama gagn“.
Jeg faðmaði hana. „Vertu nú ekki að
hugsa um þessa skrámu. Mjer líður ágæt-
lega“.
„Þetta er bara mont“, sagði hún, „þú vilt
sýna fólki, að þú sjert hetja, sem kúlur
vinni ekki einu sinni á“.
,Enga keskni“.
„Jú, jeg vil einmitt vera keskin. Jeg
heimta að þú —“
Jeg lokaði á henni munninum með ann-
ari hendinni. „Jeg vil sjá Jorgensonsfólkið
samankomið á sínu eigin heimili. Jeg vil
hitta Macaulay, og jeg vil tala við Studsy
Burke. Jeg hefi orðið fyrir sínu af hverju
og nú vil jeg komast til botns í þessu“.
„Þú ert staðasta skepnan, sem jeg þekki“,
tautaði liún, „en livað sem öðru liður þá er
klukkan ekki nema 5. Legðu þig að minsta
kosli og hvildu þig, þangað til þú þarft að
fara í boðið“.
Jeg lragræddi mjer á sófanum i dagstof-
unni. Nónhlöðin voru send upp til okkar.
Þau báru með sjer, að Morelli hafði skotið
á mig, tvisvar í einu blaðinu og þrisvar í
öðru, er jeg var að reyna að taka liann fast-
an fyrir morð Júlíu Wolf, og að jeg væri
milli heims og heljar, væri of veikur til þess
að taka á móti lieimsóknum eða til að láta
flytja mig á sjúkrahús. Blöðin hirtu'myndir
af Morelli og 12 ára gamla mynd af mjer
með kauðalegan og skrítinn liatt. Jeg man
vel,að sú mynd var tekin þegar jeg var að
rannsaka sprenginguna í Wall Street. Sög-
ur þær um Júlíu Wolf, sem blöðin birtu til
uppbótar við fregnina voru flestar út í hött.
Við vorum á kafi i blaðalestrinum, þegar
fastagestur okkar, Dorothy Wynand, kom
inn.
Jeg heyrði til hennar út í dyrum, þegar
Nora laulc upp. „Þjónnin niðri vildi ekki
segja til mín, svo að jeg stalst upp. Þú mált
ekki reka mig út. Jeg get lijálpað þjer að
hjúkra Nick. Jeg skal gera hvað sem þú
vilt — heyrirðu það, Nora“.
Loks gat Nora komið orðum að: „Komdu
bara inn“.
Dorotliy kom inn. Hún glápti forviða á
mig. „Já-já, livað? Blöðin sögðu, að þú —“
„Er jeg ])esslegur að jeg sje að gefa upp
öndina? En hvað gengur að þjer?“ Neðri
vörin á henni var stokkbólgin og blæddi úr
öðru munnvikinu. Það var skráma á öðru
kinnbeininu og tvær rispur eftir neglur á
hinni kinninni, og augun voru rauð og þrút-
in.
„Mamma barði mig“, sagði hún, „líttu
bara á“.
Hún smeygði sjer úr kápunni og fleygði
henni á gólfið, sleit af sjer hnapp, þegar
hún var að ná upp kjólnum, fór úr annari
erminni og dró kjólinn niður til þess að
sýna okkur bakið á sjer. Það voru marblettir
á handleggjum hennar og langar, rauðar
rákir sitt á hvað á bakinu. Hún fór að gráta:
„Sjáið þið það ?“
Nora tók utan um hana: „Veslings bless-
að barnið“.
„Af hverju lumbraði hún á þjer?“ spurði
jeg.
Hún færði sig fjær Noru og lagðist á
hnjen við sófann. Ásta kom og hnusaði að
lienni.
„Hún hjelt að jeg hefði farið til þín lil
þess að tala um pappa og Júlíu Wolf“. Hún
kjökraði í sífellu. „Það var þessvegna sem
hún kom hingað sjálf — til að njósna um
þetta og þú fjekst hana til að trúa, að jeg
hefði ekki komið í þeim erindum. Þú komst
henni til að trúa, að þú skiftir þjer ekkerl
af þessu morðmáli alveg eins og ])ú taldir
mjer trú um og hún var svo blíð og góð
þangað til hún sá nónblóðin. Þá sá hún, að
þú hefir logið, þegar þú sagðir að þetta mál
kæmi þjer ekkert við. Ilún barði mig lil þess
að pína mig til þess að segja sjer frá, hvað
jeg hafði sagt við þig“.
„Og hvað sagðirðu lienni þá?“
„Jeg sagði lienni ekki neitt. Jeg gat ekki
sagt henni þella um Kesse. Jeg gat ekki
sagt henni neitt“.
„Var hann viðstaddur ?“
„Já“.
„Og hann ljet hana berja þig svona?"
,.Já — það gerir hann altaf“.
Jeg sagði við Noru: „I guðanna bænum
gefðu okkur í staupinu”.
Nora sagði: „Sjálfsagt“, hirti kápu Doro-
thy af gólfinu og lagði liana á stólhak og fór
fram í eldhús.
Dorothy sagði: „Þú verður að lofa mjer
að vera lijerna, Nick, jeg skal ekki verða
ykkur til ama, og þú sagðir sjálfur, að jeg
skyldi strjúka í burt frá þeim. Þú manst vel
að þú sagðir það, og jeg liefi ekki i önnur
liús að venda. Þú verður að lofa mjer að
vera“.
„Við skulum ekki flana að neinu. Við verð
um að hugsa málið. Jeg er alveg eins hrædd-
ur við Mimi og þú ert, að þú vitir það. Hvað
lijelt hún að þú hefðir sagt mjer“.
„Hún lilýtur að vita eitthvað — eitthvað
um morðið, sem hún heldur að jeg viti líka.
En jeg veit ekki neitt, Nick. Jeg get svarið
það, jeg veit ekki neitt“.
„Það stoðar nú lítið“, murraði jeg, „en
líttu nú á telpukindin. Eittlivað veistu, og
við skulum byrja á því. Nú er þjer best að
spíta því út úr þjer, alveg frá rótum, ann-
ars hættum við að leika okkur“.
Hún hreyfði sig líkt því og hún ætlaði að
signa sig. „Jeg sver að jeg skal segja þjer
alt“, sagði hún.
„Það er fyrirtak. En nú skulum við fyrst
fá okkur eitthvað að dreypa á“. Við tókum
sitt glasið hvort lijá Noru. „Sagðirðu þeim
að þú værir farin að heiman fyrir fult og
alt?“
„Nei, jeg sagði ekki neitt. Það getur verið,
að hún viti ekki annað ennþá, en að jeg
sje í herberginu mínu“.
„Það er þó að minsta kosti bót í máli“.
„Þú ætlar víst ekki að reka mig heim aft-
ur?“ sagði hún grátandi.
Nora sagði: „Barnið getur ekki verið hjá
móður sinni, úr þvi að hún fer svona mcð
það, Nick“.
Jeg sagði: „Þei, þei, jeg veit ekki. Jeg var
einmitt að hugsa um, að ef við færum þang-
að i boðið, þá væri best, að Mimi vissi ekki
((
Dorothy horfði á mig óttaslegnum augum,
meðan Nora sagði: „Þjer dettur þó varla i
hug, að neyða mig til að fara þangað, eftir
það sem skeð hefir?“
Svo sagði Dorothy mjög óðamála: „Já,
en mamma býst alls ekki við ykkur. Jeg er
ekki einu sinni viss um, að hún verði heima.
Blöðin sögðu, að þú lægir fyrir dauðanuin,
Henni dettur ekki í hug, að þið komið“.
„Það er enn betra“, sagði jeg, „þá komum
við þeim á óvart“.
Hún liallaði nábleiku andlitinu fasl að
mjer, og i ákafanum skvetti hún úr glasinu