Fálkinn - 05.12.1936, Blaðsíða 7
FÁLRINN
7
•#>
I
Mikill viðbúnaður er þegar bafinn
undir knjningu Játvarðar Bretakon-
ungs þó hún eigi ekki að fara fram
fgr en 12.maí í vor. Ýmsir höfðingj-
ar hins víðlenda nýlenduríkis hafa
þegar tilkynt komu sína. Hjer á
myndinni til hægri sjest hinn kon-
unglegi boðberi lesa upp tilkynningu
um, hvenær krýningin fari fram. En
við hlið honum stendur borgarstjár-
inn í London.
Englandsbanki hefir hvað efiir ann-
að orðið að auka við húsakynni sín
síðan bankinn fluttist á þann stað,
sem hann er nú, árið 1732, en mesta
aukningin sem gerð hefir verið á
húsunum hefir staðið yfir undanfar-
in fimm ár. Er henni lokið að kalla
rná. Myndin hér að neðan sýnir Eng-
lundsbanka í hinni nýju mynd.
Hjer á myridinni að ofan sjest
stærsta biblía í heimi. Ilún er ekki
prentuð með venjulegri prentvjel
heldur með einskonar ritvjel, sem
sjest til hægri á myndinni. Biblía
þessi er 808U blaðsíður og er í Los
Angeles.
Barcelona og Kataloniufylki er ör-
uggasta vígi stjórnarhersins á Spáni
og hafa Kataloníubúar löngumverið
róttækari í skoðunum en aðrir Spán-
verjar. Hjer á myndinni sjást
trumbuslagarar úr verkamannahern
um i Barcetona á göngu um götur
borgarinnar.