Fálkinn - 05.12.1936, Qupperneq 8
8
F Á L K I N N
Nr. 416. Adamson huggar hvítvoðunginn. Nr. 417. Adamson sagar gegnum þykt og þunt.
y
S k r í 11 u r.
— Var það ekki það sem jeg sagði.
Við hefðum aldrei átt að láta hann
Pjetur litla sjá þessa Indíánakvik-
myndl
— Afsakið þjer ungfrú góð. Ekki
mœttti jeg bjóa yður að fá hjá mjer
slysatryggingu?
— Mikil blessuð sveitasœta og
friður. Við höfum ekki sjeð nokkurn
bíl í meira en tvo tima.
Hvernig Pjetur litli œtlaði að
bjarga föður sínum undan flugunum.
— ....og hvernig líður blessuð-
um litla drengnum yðar?
— Þegar við brutum skipið okkar
\ið Suður-Ameríku, sagði gamli sjó-
arinn, — rákustum við á viltar kon-
ur, og þær voru tungulausar.
— Hvað er að heyra þetta. Hvern-
ig gátu þær þá talað?
— Þær gátu ekki talað. Þessvegna
urðu þær viltar.
— Segið þjer mjer, ungfrú Blá-
fells. Litar stóllinn frá sjer — eða
er kjóllinn svona — eða er jeg
liringavitlaus?
— Er hún framsóknar- eða ihalds-
kona?
— Það er erfitt að segja. Hún geng-
ur með hatt frá í fyrra, ekur bíl frá
í ár og lifir á því, sem hún ætlar
að afla næsta ár.
Maður nokkur kemur heim á æsku-
stöðvarnar eftir margra ára útivist
og kallar til fyrsta mannsins, sem
hann sjer: — Heyrðu, Topkins,
hvernig líður þjer. Þú hefir breytst
svo mikið, að jeg ætlaði varla að
þekkja þig
— Jeg heiti ekki Topkins, svarar
maðurinn.
— Hvað er að heyra þetta. Hef-
irðu þá breytt um nafn líka?
VANSÆLIR ERU VITGRANNIR.
Frh. af bls. 6.
„Vertu sæll, Jói minn! Von-
ast til þess að sjá þig bráð-
lega aftur, lagsmaður“, sagði
hann um leið og liann gekk út
úr dyrunum.
„Verlu sæll“, svaraði jeg og
lokaði dyrunum.
Nokkrum dögum síðar kom
jeg inn í verslun hjer í bænum.
Þar var þá Óli við afgreiðslu.
„Nú er nóg að gera, lagsmað-
ur“, var það eina sem jeg lof-
aði eyrum minum að lieyra
hann segja. Síðan hefi jeg
livorki talað við Óla nje Önnu.
En áðan barst mjer vjelritað
brjef, sem liljóðar þannig:
„Herra Jóhann Ármannsson!
Við undirrituð getum ekki
lálið lijá líða, að votta þjer
hjer með innilegasta þakk-
læti fyrir þann mikla þátt,
sem þú ált i hamingju okk-
ar. Við erum nú sannfærð
um, að enginn annar en þú
ert brjefritarinn. En þetta
brjef hefir átt einn stærsla
þátt í því að leiða okkur á
hamingjuhrautina. Við gift-
um okkur í gær.
Með innilegu þakklæti.
Ólafur Mýrland
og
Anna Mýrland (fædd Ólafsd.)
Nöfnin eru handskrifuð. En
það er þó ekki þetta ofan-
skráða brjef, sem veldur mjer
mestra hugarhrellinga og sann-
færir mig um einfeldni mína.
heldur þau ógnandi orð, sem
skrifuð eru með fagurri kven-
hendi í eitt horn brjefsins Þau
eru þannig:
„E. s. Hefðir þú ekki grip-
ið til þess gerræðis, að skrifa
undir nafni Ólafs og þannig
leiða brautir okkar saman, er
óvíst hvor ykkar hefði orðið
fyrir valinu.