Fálkinn - 27.02.1937, Page 2
2
F Á L K 1 N N
------- GAMLA BÍÖ -----------
Mannorð hennar
i hættn.
Efnisrík og fjörug gamanmynd
frá Metro-Goldwyn-Mayer.
Aðalhlutverkin leika:
MYRNA LOY,
WILLIAM POWELL,
JEAN HARLOW,
SPENCER TRACE.
Myndin sýnd bráðlega.
Það er ljóta ástandið i skrifstofum
og prentsmiðju „Evening Star“. Blað-
ið er komið hálfa leið gegnum press-
una,og eitthvað lítið af þvi farið út,
en ritstjórinn nýfarinn til að halda
brúðkaup sitt, þegar það vitnast, að
grein, sem í blaðinu er, um dóttur
auðmannsins Allenbury, muni fá
blaðinu meiðyrðamál á sig, ef út
komist. Pressan er stöðvuð í snatri,
og hann verður að flýta sjer í skrif-
stofuna, án þess að geta gert brúð-
urinni aðvart. Þegar þangað kemur,
vitnast það, að vinir Allenburys hafa
náð í eintak, sem út hefir komist af
blaðinu, og hafa þegar gert ráðstaf-
anir til málshöfounar (skaðabóta-
krafa 5 mitjónir dollara), enda þótt
hann sje annars sjálfur staddur i
London. Haggerty ritstjóri sjer, að
eina ráðið við þessu er að sanna
sökina (að hafa tekið eiginmann frá
konunni) á auðmannsdótturina, og
til þess er með mikilli fyrirhöfn náð
í Bill Chandler, sem þykir hafa ráð
undir rifi hverju. Á hann að fá
Connie — auðmannsdótturina — til
að sýna sjer ástaratlot, en svo á
konan hans að koma að þeim. Nú er
bara sá gallinn á, að Bill á enga kon-
una, en úr því er bætt með þtií, að
hann er gefinn saman við konuefni
ritstjórans, og síðan sendur af stað
til Englands til þess að verða þeim
mæðginum samferða vestur um haf,
en spæari einn er með honum, til
þess að sanna á þau sökina ef svo
vill verkast. Svo fer samt um sjó-
ferð þá, að ekkert rekur né gengur,
en seinna er hann boðinn með auð-
manni til að veiða silung. Læst hann
vera útfarinn í þeirri list, en kann
hinsvegar ekkert, og er það einn
bezti þátturinn í myndinni, þegar
hann er við silungsveiðarnar. Auðvit-
að keppir hann að marki sínu, eftir
beztu getu, en málið snýst dálítið
óvænt í höndum hans, og hefir ýmis-
legt í för með sjer, sem alls ekki var
með í ,.planinu“. En ekki má taka
af fólki spenninginn með því að rekja
það hjer.
Myndin verður sýnd á GAMLA BÍÓ.
Blaðaeigendafjelagið í London hef-
ir nú loksins fengið leyfi til að senda
Ijósmyndara til Tower að taka mynd
af krúnugimsteinunum, sem þar eru
geymdir. Þar eru kórónurnar, gull-
eplið og veldissprotinn og ýmsir af-
ar dýrir demantar. Dýrgripir þessir
eru almenningi til sýnis, en ekki
hefir fengist leyfi til að taka mynd
af þeim. þar sem þeir eru geymdir
í Wakefield Tower, fyr en nú.
Pjetur Jónsson fyrv. kaupm.,
Grettisg. 12 varð 75 ára 20. þ. m.
Baden-Powell áttræður
Þessi ágæti æskulýðsleiðtogi, sem
fyrir löngu er orðinn heimsfrægur
fyrir skátafjelagsskapinn, sem hann
skóp, varð áttræður þ. 22. febr. síð-
astliðinn.
Hann dvelur nú meðal skáta í Ind-
landi og þangað bárust honum kveðj-
ur og heillaóskaskeyti svo þúsundum
skifti á afmælisdaginn. Eitt af þeim
lieillaóskaskeytum var frá Bandalagi
isl. skáta. í öllum blöðum heimsins
birtast nú myndir og frásagnir um
þennan merkilega mann, sem ellin
virðist ekki ætla að geta yfirbugað,
en starfar enn af fullu fjöri fyrir
málefni skáta og gengur oftast á stutt-
buxum. Á alheimsmóti skáta, sem
haldið verður í Hollandi að sumri
komandi munu skátar frá öllum
heimi — einnig frá íslandi — hylla
sameiginlega höfðingja sinn, Baden-
Powell og jafnframt halda upp á 30
ára afmæli skátahreyfingarinnar.
í Höfðanýlendu hvarf fyrir
skömmu níu ára gömul telpa, sem
var úti með öðrum börnum. Heitir
hún Geralldine Hector og foreldrar
hennar eru ensk. Hún hafði farið upp
í fjall til að tína blóm og vilst þar
frá hinum börnunum. Þrátt fyrir
mikla leit hefir hún ekki fundist og
nú er haldið, að apar — sem þarna
er mikið af — hafi náð í hana og
haft hana á burt með sjer. Einu
eftir hana
kjólnum hennar.
----x---
Dýrafræðingurinn Hachet-Souplet í
París leggur það fyrir sig, að venja
dýr á ýmislegt, sem er gagnstætt eðli
þeirra. Þannig hefir hann vanið stór-
an svatan kött á það að kafa niður
í vatn til þess að ná sjer í fisk. Kett-
irnir eru vatnshræddir og það tók
prófessorinn átta mánuði að venja
köttinn á að sækja æti sitt ofan i
vatnið.
Nýlega varð Peter Knutzen for-
stjóri ríkisjárnbrautanna í Danmörku
fimtugur. Hefir hann endurskapað
járnbrautir Dana og bætt þær svo, að
danskar járnbrautir standa mjög
framarlega og hefir hraði þeirra
verið aukinn stórlega. Rekstur braut-
anna hefir borið sig miklu betur i
tíð Knutzens en áður var. Hjer er
mynd af Iínutzen i glugganum á ein-
um af hinum svonefndu „lyn“-vögn-
um, sem hann hefir innleitt.
----x-----
Fastir starfsmenn útvarpsfjelags-
ins enska, British Broadcasting Com-
pany, eru 2500 og fá samtals 50
miljón krónur i kaup.
----x-----
Karlar sem hirtu gamlar tuskur í
Bjalistok í Póllandi voru nýlega að
losa af vagni og urðu þá varir við
Sokkbol, sem þeim fanst einkenni-
lega þungur. Við nánari athugun
fundu þeir í sokknum 1000 gulldoll-
ara, 5000 gullrúblur frá keisaratím-
unum og fleiri gullpeninga. Eigandi
fanst enginn að þessum verðmætum,
svo að tuskukarlarnir skiftu þeim á
milli sín.
----x-----
Hagskýrslur sýna, að 6 hver erfið-
ismaður i Bandaríkjunum lifir beint
eða óbeint á bifreiðaiðnaðinum.
----x-----
í Mariposa Grave i California er
trje, sem er 2500 ára gamalt og afar
stórt. Það er holt að innan og er
notað fyrir bílskúr.
-------- NÝJA BlÖ. --------------
Viktoria.
Mikilfengleg „dramatisk", kvik-
mynd samkvæmt hinni heims-
frægu ástarsögu með sama nafni
eftir norska stórskáldið
KNUT HAMSUN.
Myndin er tekin í Noregi af
þýska félaginu,, Mínerva film“.
Aðalpersónurnar: Viktoriu, dótt-
ur barónsins og skáldið Johann-
es Vendt leika:
LOUISE ULLRICH og
MATHIAS WIEMANN.
Aðrir leikarar eru:
Alfred Abel, Erna Morena, Erika
Dannhoft og fl.
Viktoria er ein af tilkomumeslu
og fegurstu ástarsögum, er skrif-
aðar hafa verið í heiminum.
Kvikmyndun sögunnar hefir
tekist afburða vel og er talin
stærsti sigur þýskrar kvik-
myndalistar um margra ára
skeið.
Það munu vera um 25 ár síðan
skáldsaga Hamsuns, Viktoría kom út
á íslensku og var svo alment lesin
og dáð, að varla þarf að efa, að öll-
um þorra manna sje forvitni á að
sjá söguna á kvikmynd, og mest
furða, að sú kviltmynd slculi ekki
vera komin fyrir löngu. En svona
er það nú samt, að nú fyrst er hún
að koma. Myndin er tekin hjá Min-
erva Film i Bertín, og aðalhlutverkið
VIKTORIU leikur Luise Ulrich, en
Jóhannes er leikinn af Mathias Vie-
mann. Auk þeirra koma þarna fram
aðrir þektir leikarar, svo sem Erna
Morena, Alfr-ed Abel og margir fleiri.
Vegna þess, hve efni sögunnar er
þekt af öllum almenningi, verður það
ekki rakið lijer, en i stað þess má
lauslega drepa á, hvað frændur vorir
Danir segja um hana. B.T. kallar
myndina hvorki meira nje minna en
fegurðar-opinberun, og Berlingske
Aftenavis segir, að Mathias Wie-
mann hafi leyst af hendi snildar af-
reksverk með leik sínum. i,Hann var
ekki einungis hamsunskur — hann
var norskur .... Jeg hef aldrei sjeð
betri leik“. Fleira mætti upp teija,
en alt er það í þessum dúr. Margír,
sem um myndina rita, segja, að hún
sje fyrirboði þess, að þýsk kvik-
myndalist sje aftur á framfaravegi,
Framhald á bl. 15.
Kouise Ullrich í hlutverki Viktoriu,
menjarnar sem fundust
voru slitur af