Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1937, Blaðsíða 1

Fálkinn - 27.02.1937, Blaðsíða 1
Reykjavík, laugardaginn 27. febrúar 1937. X. Frá Oræfajökli. Mynd þessi er tekin af Virkisáraurum, milli Sandfells og Svínafells í Öræfum. Þaðan blasir hæsta fjall íslands við og sjer hjer á myndinni á undirjökla þess. Til hægri á myndinni sjest í austurendann á SvínafeltsfjaUi, en þaðan gengur fjallsröðull langt upp í jökul og endar í 1911 metra háum klettastabba, sem sjest vel á myndinni og ber við loft í beina stefnu á Hvannadals- hnúk, hæsta tindinn á Öræfajökli. Til vinstri við stabbann er dálítill slakki í jökulbrúnina. Þaðan kemur Virkisjökull í tveim- ur bröttum jökulfossum niður á láglendið. Að framan er Virkisjökull mjög brattur og kolsvaitur af sandi og aur. Myndina tók Ján Eyþórsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.