Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1937, Side 5

Fálkinn - 27.02.1937, Side 5
F Á L K I N N 5 liúsinu við Lækjartorg, þá stórt trje og mun gróðursett þar af Rannveigu Thordal eða þeim mæðgum. Gróðrarstöðin. Elstu trjen i henni voru gróðursett af Einari Helgasyni garðyrkjufræðing 1899. Er þar reyn- ir innlendur og útlendur, píll, björk og fl. Þroskamestur er útlendur reynir, 5,80 m., 05 sni. á % m. hæð og píll 5,85 m. Mörg trje litlu lægri og grenri. — Þar er næðingssamara en lijá hæstu trjánum og leynir það sjer ekki. Alþingishásgarðurinn. Nokkru síð- ar, 1904—5 byrjaði Tryggvi Gunn- arson bankastjóri að rækta þar. Varð ein i'yrsta gróðursetning með þeim liætti, að Tr. G. skoðaði fyrirmyndar- ræktun Guðmundar læknis Guð- nuindssonar í Laugardælum, fjekk þar greinarleggi af pílvið og stakk þeim í vasa sinn. Má nú sjá ávöxt jieirra, tvö mikil trje sitt til hvorrar hliðar við „Kringlu“, 0,85 og 0,15 metrá á hæð, báðir stofnar klofnir við rótina af þunga greinanna. Hið gildara 142 sm. fast við rótina, en meter ofar önnur greinin 70 sm. um- móls. Þá eru og nokkur minni birki- Irje og mörg reynitrje innlend m. m., hæst 0,43 m. einn stofn 52 sm. við rót, 40 sm. á 1% m. hæð. Sturlungagarður. Bræðurnir Sturla og Friðrik kaupmenn Jónssynir byrjuðu 1908 að rækta stóran trjá- garð vestan við húsið 29 við Hverf- isgötu (uú bústað danska sendiherr- ,ans). Mest ber þar á reynitrjám inn- lendum og eigi siSur útlendu teg- undunum. Hæð alt að 5,6 sm. og stofnar að 79 sm. á 1 m. hæð. Flutt voru þau frá Noregi og þá um eða yfir 1 m. á hæð. Nýlega (1930) hefir hoefod Hansen bætt þar við nokkr- um reynitrjám, sem hafa vaxið mjög ört. Hæsti reynir i bænum, innlenda tegundin, er i góðu skjóli við hús frú Þóru (systur fyrnefndra bræðra, ekkju Jóns Magnússonar ráðlierra) við Hverfisgötu 21, 7,7 m. á hæð, 78 sm. við rót, er skiftist þar í tvo stofna. Þar er líka hlynur, 7,15 m. og 41 sm. Hæsti lerk (lævirkjatrje) í bænum mun vera í garði Eiríks járnsmiðs Bjarnasonar, Tjarnargötu 11. Trjeð er 25 ára, 4,75 m. og 75 sm. við rót. Nú munu upptalin flestöll eldri trje í bænum en frá aldamótum, og órfá yngri. En nú er kominn mesti fjöldi yngri trjáa, nálega við hvert hús, sem síðan er bygt og ræktanlegur blettur fylgir, ásamt blómum, mat- jurtum og grasi. Lika við sum eldri hús. Langmest ber á reynitegunduin (Salix aucuparia og S. Scandica). Eru mörg þeirra orðin 15—20 fet, þótt ekki sjeu neiria 15—25 ára frá bersjcu sinni. Þarnæst er birkið innlenda, s'em líka hefir þrifist vel á mörgum stöðum. Minni lauftrje og flest yngri sjást lika þrífast sæmilega. Af öðrum teg- undum en fyr liafa verið nefndar, ber einna mest á síberisku bauna- trje (Caragana arb.) og hestakast- aníu. Fógætari eru: askviður, bein- viður, beyki, blæösp, elri, eplatrje, geitblöðungur, gráösp, gullregn, linditrje o. fl. sem reynt er að hjer getur lifað, ásamt ýmsum runnateg- undum, rósum og berjarunnum, þ. á. m. rauðberjarunnum (ribs) uálega í hverjum garði. Kirsiberjatrje hafa ekki viljað þríf- ast, þótt fögur sjeu og hjer hafi sjest ber á þeim. Voru líka flutl of stór. Af barrtrjám hafa iiokkrar tegundir af greni lifað og tekið hægum fram- förum. En fjallafuran fellir sig ekki við flatneskjuna eða garðræktardek- ur. Þrifalegt unggreni og fagur trjá- garður er nú hjó L. H. Miilier, Stýri- mannastíg 15. Nokkru eftir aldamótin og allra helst síðan 1920 vaknar til fram- kvæmda áhugi almennings fyrir trjá- ræktinni. Margir góðir menn liafa Ur garði dr. Bjarna Sæmundssonar við' Þingholtsstræti ýtt þessu góða málefni áfram. Auk skógrægtarrita og fjelaga, sem jeg verð að hlaupa yfir, má aðeins nefna á þessari öld þó góðu menn: Einar Helgason (1899—1935) C. E. Flens- borg (1900—07), Ilofoed Hansen (frá 1908) Sigurð Sigurðsson fv. búnaðarfjelags forseta og loks Iíá- kon A. Bjarnason (frá 1935), sem nú er orðinn lífið og sálin í trjáræktinni. Mikið af ungum trjám, bæði inn- lendum og útlendum, hafa þessir menn flutt til bæjarins og út um landið viðsvegar. Auk þeirra o. fl. flutti D. Thomsen kaupmaður hing- að fjölda af ungtrjám, bæði innlend- um og útlendum, árið 1908. Mest af þeim (yfir 2000) var selt niður á túnblett fyrir sunnan Landspítalann, þar um bil, sem nú er landsmiðjan. En að sögn Eyvindar Árnasonar trje- smiðs voru þær allar dauðar eftir 2—3 ár. Líkt fór um þær plöntur, er þá voru settar í Alþingishúsgarðinn og viðar. En Eyvindi tókst þó að lífga 5 þeirra, er hann eignaðist, og sannaði að sigursæll er góður vilji. Síðla á kvöldi eftir erfiði dagsins sókti hann litlu trjen, tíndi saman hrossatað, bar heim ó bakinu marga poka af mold ofan úr holti, fylti yfir klettarifur og gróðursetti síðan með morgninum. Gefur þar nú að líta við Óðinsgötu 10 reynitrje fimm, há og þroskamikil, af báðum algengu teg- undunum. Eru þó eins og jafnan, miklu gildari stofnar á útlendu teg- undunum (S. Scandica). — Hjá Jóni Eyvindsyni kaupmanni, Stýrimanna- stíg 9, liafa líka þrifist mjög vel fá- ein trje frá Tliomsen. Ber þar af norskur silfurreynir, sem bæði er liá- vaxinn (7,66 m.) og gildur (81 sm.). Hefir liann síðustu árin borið full- þroskuð fræ, svo er og í garði Bjarna Sæmundssonar, en það er fágætt hjer á þeirri tegund. Árið 1914 gróðursetti Kofoed Han- sen innlendar birkiplöntur, að mestu úr Vatnaskógi i Tjarnargötugarðin- um, vestan við Tjörnina hjer í bæn- um; áttu þær erfitt uppdráttar, en voru tnargar fluttar 1924 á Iiljóm- skálablettinn austan tjarnar. Þar hafa þær þroskast betur, á skýlli stað og í betra jarðvegi. Nú er aftur á siðari árum plantað reynitrjám o. fl. í Tjarnargarðinum, sem lrefir tekið góðum þrifum með jarðvegsgréfti og áburðarblöndun. Dálitið sunnar með tjörninni á báðar hliðar var lika 1935 plantað litlum innlendum birki- plöntum, sem flestar lifa enn. Og sömuleiðis ýmsum trjátegundum, mest reyni og útlendum plöntum, i stóran reit neðarlega í Fossvogi, syðst í bænum. Annast Hákon Á. Bjarnason um þetta og var þar alt líflegt í sumar. Nokkrar greniplönt- ur lágar, en reynir o. fl. upp að met- ers hæð eða meira. Elísabet Georgsdóttir Englakonungs fjekk ógrynnin öll af jólagjöfum um síðustu jól, frá ýmsu fólki, sem vildi sýna lienni hollustu sína. Mest af þessum gjöfum endursendu foreldrar hennar og þökkuðu fyrir „auðsýnda samúð“, en sumu fjekk Beta að halda. Þannig hafði litil telpa sent lienni kamb, sem hún liafði sjálf skorið út. Hann var þeginn. Hinsvegar fjekk skartgripasali, sem sendi prinsess- unni hálsfesti er kostaði mörg hundr- uð pund, hana endursenda. Visindastofnun ein sem sjerstak- lega liefir rannsakað málið, hefir komist að þeirri niðurstöðu, að helmingur af íbúum veraldarinnar kunni hvorki að lesa nje skrifa. —-x------ Budapest er mesti sjálfsmorðabær Evrópu. Milli jóla og nýárs síðast- liðið fyrirfóru sjer seytján manns þar i borginni. NAFN GEORGE SJÖTTA Fyrir utan gamla khæpu í London er tafla með áletrúðum nöfnum allra Englandskonunga. Myndin sýnir hvar verið er að'mála nafn George VI. á töfluna. KAY FRANCIS þykir takast vel upp í kvikmynd- inni „Hvíti engillinn“ og er talin skrautlegast klædd allra kvenna i Ameríku. Hjer sjest hún með heiðurs- pening, sem hún liefir fengið til við- urkenningar um, hve vel hún kunni að klæða sig. VIÐTAL Á VÍGSTÖÐVUNUM Blaðamaður er að tala við einn flugmann Francó-liðu, nýkominn frá árás á Madrid,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.