Fálkinn - 27.02.1937, Side 8
8
F Á L K I N N
Sannleikurinn um ástamál frú Simpson og Gnglakonungs.
Eftir frænda frúarinnar, NEWBOLD NOYES, blaðamann.
SJÖTTA GREIN.
Frú Simpson sem húsmóðir.
Frú Simpson vandar klæðaburð
sinn út i æsar. Jeg held næstuni að
l>að hafi verið þetta, seni í fyrstunni
vakti athygli konungsins á henni.
í mínum auguni er þetta mest áber-
sandi af öllum einkennum hennar
og fleslir karlmenn sem þekkja hana
niunu segja það sama.
Hirðusemi hennar lýsir sjer í því,
hvernig hún snyrtir andlitið á sjer,
hvernig hún raðar blómum, hvernig
hún setur fram öskubakka á rjettu
augnabliki, hvernig fötin fara henni
og hvernig hún umgengst vinnu-
fólkið.
Wallis Simpsön endar altaf daginn
með andlitsnuddi og i\ýr hörundið
vandlega með sjerstaklega gerðu
kamfórukremi, eftir að liún hefir
þvegið af sjer farðann og duftið
með sjerstökum hreinsunarsmyrslu.
um.
Hún getur staðið liálftíma i in'ið.
áður en hún ákveður iitinn á sokk-
unum eða skinnið í hönskunum, sem
hún ætlar að kaupa. Samt er hún
vel sjeð af búðarfólkinu. Hún er
aldrei ókurleis og verður aldrei ó-
þolinmóð. Hún getur eytl heilum
degi í að velja sjer nýjan hatt. Hann
er altaf lítill og fer vel.
— Jeg get eklti notað barðastóra
hatta, sagði hún mjer einu sinni, —
hnakkinn á mjer er of langur. Jeg
mundi verða eins og gorkúla.
Mig langar til að lýsa heimili frú
Simpson og skulum við þá fyrst líta
á það utanfrá. í blöðunum hafa birst
margar myndir af bústað hennar,
bygging, stór eins og höll, í grískum
slíl, fimtiu gluggar og korintusúlur
fyrir framan.
Það er ekkert við myndirnar að
atliuga — þær sýna heimili hennar
í Cumberland Terrace 1C. En maður
gleymir því, að það búa níu fjöl-
skyldur aðrar i húsinu.
Húsið snýr út að opinberum garði
og það er mjög hljótt umhverfis.
Jeg flýtti mjer framhjá röð af blaða-
Ijósmyndurum og slapp fljótt gegn-
um varðhringinn. Frú Bessie Merry-
man, frænka Wallis’, gægðist út um
gluggann og horfði á fólkið.
— Hversvegna getur það ekki far-
ið og iofað okkur að vera í friði!
Það er þetta fólk, sem hefir hrakið
Wallis á burt hjeðan.
— Iieyrðu, Bessie frænka, sagði
jeg. — Þessir menn gera aðeins
skyldu sína.
Gegnum dyr með glerliurðum kom
jeg inn á stílrjett enskt hefðarheim-
ili. Til vinstri er borðstofan og til
hægri hókaherbergið — þar sem
einkaritari frú Simpson heldur til,
liæglát kona, sem hefir mikið að
gera en skiftir aldrei skapi, og hefir
frú Simpson ótakmarkað traust á
henni.
Á liægri vegg í anddyrinu er ein-
kennilegasti spegillinn, sem jeg hefi
nokkurntíma sjeð. Hann er þrír
metrar i ferhyrning og settur saman
úr ótal brotum, sem vita sitt á Iivað.
Þetta er ekki aðeins fallegur og
sjaldgæfur gripur heldur líka lilýð-
inn þjónn, sem endurspeglar gestinn
liæði þegar hann kemur og fer.
Yfir hjerumbil alla aðra hæðina
tekur L-mynduð dagstofa og til
vinstri við stigann er ofurlítill „bar“,
en það þykir of umstangsmikið að
nola liann og þessvegna stendur
hann auður.
„Dieu et mon droit“ stendur letr-
að á ritfangabiðu úr gulli, sem
stendur á gömlu hnotviðarborði.
Orðin liafa verið kjörorð Bretakon-
unga frá tímum Ríkarðs I.. sem not-
aði þau sem heróp í orustunni við
Gisor árið 1198. Hveir veit nema orð
þessi hafi nú fengið dýpri merkingu.
011 stofan: gluggatjöld, veggfóður,
dúkar og húsgagnaáklæði, er með
franskgrænum liþ grænum lit með
ofurlitlum bláum blæ.
í dagstofunni er fallegt flygel: frú
Simpson leikur vel á hljóðfæri. Þrír
gluggár vita út að garðinum. Þægi-
legur sófi stendur öðrumegin við ar-
inin n.
Þetta er skrautleg stofa. Þarna er
fjöldi smárra listaverka úr jadesteini
og lamparnir sjö eru með bleikrauð-
ijm skermum. Bækurnar eru i fallegu
bandi og blómin lífga mjög upp í
þessum fagra sal.
Á borðinu, flygelinu, arinhillunni
og allstaðár, kemur fram smekkur
Wallis Simpson og ást hennar á
enskum blómum. Sjerstaklega þykir
heniii væiit um hvit og gut blóm —
liljur, rósir og orkideur. Orkideurnar
gægjast fram milli vafnirigsjurtanna.
— Wallis elskar blóm, segir Bessie
frænka, og þau eru tákn samúðar
hennar með öllú því sem lifir. Á
I’RÚ WALLIS SIMPSON.
Safn Madame Tussauds i London,-
sem geymir vaxmyndir af flestum
mestu stórmennum og bófum Eng-
lands, hefir nú látið gera vaxmynd
al' frú Simpson og sýnir hana við
óhemju-aðsókn.
Zogu Albaníukonungur er alræmd-
ur kvennabósi, en nú kvað hann ætla
að staðfesta ráð sitt og hætta öllum
æfintýrum. Konuefni hans er ung-
versk greifadóttir og heitir Hanna
Mikes.
——x------
Ensku járnbrautirnar auka vagna-
f.jölda sinn mikið á þessu ári og nýj-
ar brautir verða lagðar. Meðal inn-
kaupa járnbrautanna núna um nýjár-
ið má nefna: 512 eimreiðar, 2000 far-
þegavagnar og 32.000 flutningsvagri-
ar. Af farþegavögnunum voru 70
matarvagnar.
Westminster Abbey í London var
lokað i janúar og verður ekki opnuð
hverjum degi fær hún ný blóm.
Einn stiginn gengur upp i svefn-
herbergi frú Simpson. Til vinstri við
dyrnar stendur einfalt franskt rúm
með ábreiðu úr brokaðe. Á litlu nátt-
borði standa talsímarnir og hringing-
aráhöldin eru fest á ýégginn yfir
borðinu.
Beinl á móti rúminu er snyrti-
börðið og yfir speglunum þremur
liangir fornleg klukka — Wallis er
ávalt minútumaður. Auk þessa eru
þarna tveir eða þrír stólar og legu-
bekkur.
Á þriðju hæð eru og, auk bað-
herbergis, lilil stofa og þar eru
myndir af Edward, í einföldum um-
gerðum, á öllum veggjum. Bæði ein-
um og nieð öðrum, bæði i einkennis-
búningi og ekki.
Fjórða hæðin er einfaldari útgáfa
af þeirri þriðju. Þar er Bessie
frænka til húsa, siðan hún kom til
Fnglands, fil þess að verða „skerm-
bretti" uppáhalds frænku sinnar.
Þetta .var myndin af heimili frú
Simpson. Það stendur autt núna.
Þegar jeg hugsa til þess núna, stað-
næmist hugurinn við litla mynd af
frú Simpson. Grönn, dökk og eins og
ráðgáta stendur hún fyrir framan
mig á borðinu við þanii hæginda-
slólinn, sem konungurinn vildi helst
sitja á.
Hvar skyldi þessi litla mynd vera
niðurkomin núna?
PRINSESSA KOUKA
heitir þessi kvenmaður og á heima i
Súdan. Þaðan er hún nú komin til
London til þess að fá að leika í kvik-
myndum, og hefir verið ráðin til að
leika í mynd, sein lýsir lífi innfæddra
manna í Sahara.
aftur fyr en við krýningu Georgs VI.
12. maí næstkomandi. Og eftir krýn-
inguna líður langur timi þangað til
kirkjan er komin i samt lag. MeSal
annars er verið að rífa gamalt orgel
úr kirkjunni og á að setja þar ann-
að nýtt, sem vígt verður á krýningar-
daginn. Þá verður flutt úr kirkjunni
mest af hinum mörgu myndastyttum,
sem þar eru og fylla sum útskot
kirkjunnar og taka mikið rúm. Að
jafnaði geta ekki nema 2500—3000
rnanns setið í kirkjunni, en nú á að
rýma svo vel til, að 8000—9000 manns
fái sæti þar og það er hvergi nærri
nóg handa boðsgestunum.
----o----
BRÚÐKAUPIÐ I' HAAG,
fór fram 7. janúar. Dagana á undan
eldust ógrynnin öll af myndum at
Júlíönu prinsessu og prinsinum henn-
ar.
BÖFUDBORG JAPANS,
Tokíó liefir nú yfir 0 miljónir íbúa
og er þriðja stærsta borg heimsins.
En því er spáð að hún fari bráðlega
fram úr bæði London og New York.
DOLORES DEL RJO,
kvikmyndadisin fræga er annáluð
fyrir þekkingu sína á ilmvötnum.
Hjerna sjest hún með heihnikið safn
af ilmvatnaglösum frá ýmsum lönd-
um veraldar fyrir framan sig.