Fálkinn - 27.02.1937, Qupperneq 12
12
FÁLKINN
DASHIELL HAMMET:
Granni maðurinn.
Leynilögreglusaga.
ijetlan: „Mikill ruddi erlu, að liræða mig
svona herfilega“.
Jeg bað fyrirgefningar.
Gilbert lagði liatt sinn og frakka á stól og
liorfði sumpart á hana og sumpart á mig,
með tilhlýðilegri kurteisi. Þegar hann sá
fram á, að livorugt okkar ætlaði að segja
honum nokkuð, bóstaði liann aftur og sagði :
„Skelfing þótti mjer vænt um, að þjer kom-
uð“, og gekk til mín til þess að taka í her.d-
ina á mjer.
Jeg sagði að mjer þætti vænt um að hitta
hann.
Mimi sagði: „Þú ert svo þreytulegur i
augunum. Jeg þori að veðja um að nú hefir
þú aftur lesið gleraugnalaust í allan dag“.
Hún hristi höfuðið og sagði við mig: „Hann
er alveg jafn ógætinn og hann faðir hans“.
„Er nokkuð nýtt að frjetta af pabba?“
s])urði liann.
„Ekkert síðan lygafregnina um sjálfs-
morð hans“, sagði jeg. „Jeg geri ráð fyrir,
að þjer hafið lieyrt, að það var lygafregn“.
„Já“. Hann hikaði. „Mig langar afarmikið
að tala við yður nokkrar mínútur áður en
þjer farið“.
„Það er guð-velkomið“.
„Þú getur vel talað við hann núna, harn-
ið gott“, sagði Mimi. „Eða hafið þið leynd-
armál, sem jeg má ekki heyra?“ Hún var
ljelt og leikandi, og hún var alveg hætt að
skjálfa.
„Þjer leiðist að hlusta á það“. Hann tók
iiatt sitt og frakka og fór inn í annáð her-
bergi, og kinkaði kolli til min um leið.
Mimi liristi aftur liöfuðið og sagði: „Jeg
hotna yfirleitt ekkert i þessu harni. Það væri
gaman að vita, hvernig hann hefir skilið
þetta, hvernig við vorum þegar liann kom“.
Hún virtist ekki vera neitt áhyggjufull út af
því. Svo hætli hún við með raunasvip:
„Hvernig gastu fengið af þjer að segja þetta,
Niek ?“
„Þú meinar þetta, að þú mundir sennilega
ljúka æfi þinni í — “
„Nei, segðu það ekki“. Það fór hrollur um
liana. „Jeg vil ekki hlusta á það. Geturðu
ekki borðað miðdegisverð með okkur? Jeg
verð líklega ein heima“.
„Nei, því miður. Jæja, hvernig er það með
sönnunina, sem þú fanst?“
„Jeg fann í rauninni ekki neitt. Þetta var
hara lygasaga“. Hún hnyklaði brúnirnar og
var alvarleg. „Þú máll ekki líta svona aug-
um á mig. Jeg sver þjer, að það var lygi“.
„Þú gerðir mjer þá orð, aðeins til þess að
ljúga að mjer?“ spurði jeg. „En liversvegna
hættirðu við það?“
Hún skríkti. „Þjer hlýtur að þykja vænt
um mig, Nick, annars gætir þú ekki verið
svona ónotalegur“.
Jeg gat ekki fylgst með þessari rökleiðslu;
jeg sagði: „Jæja, jeg ætla að vita, hvað Gil-
bert vill mjer, og svo komasl af stað“.
„Jeg vildi óska, að þú gætir verið lengur“.
„Því miður get jeg það ómögulega“, sagði
jeg aftur. „Hvar get jeg fundið hann?“
„Það er önnur hurð til —. Er þjer alvara,
að þeir muni taka Kesse fastan?“
„Það er undir þvi komið, hverju hann get-
ur svarað þeim“, sagði jeg. „Hann verður að
tala frá lifrinni, ef liann vill sleppa“.
„0, hann er viss um —“, hún liætti í miðju
kafi, leit hvast á mig og spurði: „Þú ert víst
ekki að gahha mig. Það er áreiðanlegt, að
liann sje Rosewater “
„Lögreglan þykist viss um það“.
„En maðurinn sem kom hingað í dag
spurði ekki neins um Kesse“, sagði hún.
„Hann spurði mig aðeins, hvort jeg vissi —“
„Þá liafa þeir ekki þótst vissir í sinni sök“,
sagði jeg. „Þetta var u])prunalega eklci
nema lilgáta“.
„En nú eru þeir þá orðnir vissir?“
Jeg kinkaði kolli.
„Hvernig komust þeir að þessu?“
„Þeir komust að því lijá slelpu, sem hann
þekkir“, sag'ði jeg.
„Hverri?“ Augu hennar urðu dimmari, en
röddin var alveg róleg.
„Jeg man ekki i svipinn, hvað hún hjet“.
Svo sneri jeg mjer að sannleikanum aftur.
„Það var sú sama, sem voltaði honum sak-
leysissönnun daginn sem morðið var fram-
ið“.
„Sakleýsissönnun?“ spurði hún gröm. „Þú
munL ekki ætla að telja mjer trú um, að lög-
reglan taki mark á þvi, sem svona drósir
segja?“
„Svona drósir — livað áttu við með því?“
„Þú veist ofur vel, hvað jeg á við“.
„Nei, jeg geri það ekki. Þekkir þú kven-
manninn “
„Nei“, sagði hún, eins og jeg' liefði móðg-
að hana. Augun voru orðin svo lítil og hún
lægði röddina þangað til ekki var nema
livísl eftir: „Nick, lieldurðu að liann hafi
drepið Júliu?“
„Því í ósköpunum skyldi hann hafa gert
það?“
„Setjum svo, að hann hali gifst mjer til
þess að hefna sin á Clyde“, sagði hún, „og
þú veist, að hann var altaf að nauða á
mjer að koma aftur til Ameríku og reyna
að reita peninga af Clyde. Ef lil vill var það
jeg, sem stakk upp á þessu — jeg man það
ekki upp á hár — en hann var altaf að
nauða á mjer að gera það. Og setjum nú svo,
að hann hafi hitt Júlíu af tilviljun. Hún
hefir auðvitað þekt hann, þvi að þau unnu
hjá Clyde samtímis. Og hann vissi, að jeg fór
að hitta liana þennan dag — og setjum svo,
að hann liafi verið hræddur um, að liún
mundi komast í æsingu við að hitta mig,
svo að hún segði mjer hvar hann væri, og að
hann svo í slaðinn — gæti það ekki hugs-
ast?“
„Þetla er livorki fugl nje fiskur. Auk þess
urðuð þið samferða hjeðan þennan dag.
Hann mundi ómögulega hafa haft tíma til
að —“.
En leigubifreiðin mín ók afar liægt“,
sagði hún — „og auk þess kann jeg að hafa
slaðið við einhversstaðar á leiðinni. — Já,
jeg held áreiðanlega að jeg hafi gert það.
Jeg held jeg liafi farið inn í lyfjabúð til
þess að kaupa áspirin“. Hún kinkaði kolli í
ákafa. „Já, nú man jeg greinilega að jeg
gerði það“.
„Og liann vissi, að þú mundir koma við
í lyfjahúðinni, af því að þú hafðir liaft orð
á því?“ sagði jeg. „Þetta stoðar ekki, Mimi.
Morð er alvarlegur hlulur. Það er ekki
liægt að klína morði á saklaust fólk, þó að
það geri manni eittlivað ljtilsháttar á móti“.
„Á móti?“ át hún eftir og starði á mig. „Sá
])ölvaður —“. Hún romsaði upp ótal
skammaryrði og klámheiti og önnur móðg-
andi nöfn, sem hún kunni. Röddin smá-
hækkaði þangað lil liún varð að öskri.
Þegar hún þagnaði til að draga andann,
sagði jeg: „Þetta eru ljómandi fallegar for-
mælingar, en þær —“.
„Hann var meira að segja svo ósvífinn, að
gefa í skyn, að jeg liefði ef til vill drepið
hana“, sagði hún við mig. „Hann var ekki
svo ósvífinn að spyrja mig að því, en liann
var altaf að stagast á þessu, þangað til jeg
sagði honum hlátt áfram — nú, jæja, að jeg
liefði ekki gert það“.
„Það var ekki þetta, sem þú ællaðir að
segja. Ilvað var það, sem þú sagðir honuin
hlált áfram?“
Hún staj)paði í gólfið. „Jeg læt ekki spyrja
mig í þaula“.
„Farðu þá lil helvítis“, sagði jeg. „Ékki
var jeg að hiðja um að fá að koma hingað“.
Jeg rjetti úl hendina eftir frakkanum mín-
um og liattinum.
Hún þreif í handlegginn á mjer. „Fyrir-
gefðu ,Nick. Jeg get ekki ráðið við geðsnnm-
ina í mjer. Jeg veit ekki, hvað jeg —
Gilhert kom inn og' sagði: „Jeg ætla að
fylgja yður spölkorn áleiðis“.
Mimi gaf honum hornauga. „Þú hefir
staðið á lileri“.
„Jeg gal ekki annað en heyrt, því að þú
öskraðir svo hátt — finst þjer það“, spurði
hann. „Gel jeg l'engið aura lijá þjer?“
„Og við höfum alls ekki talað út ennþá“,
sagði hún.
Jeg leit á klukkuna. „Jeg'. má til að flýta
mjer al' stað, Mimi, klukkan er orðin svo
margt“.
„Viltu lofa mjer, að koma aftur þegar þú
sleppur?“
„Já, ef það verður ekki mjög seint. Þú
skalt ekki húast við mjer“.
„Jeg híð eftir þjer“, sagði hún, „það gerir
ekkerl til livað seint þú kemur“.
Jeg sagðisl skyldu reyna að koma. Hún
gaf Gilherl peninga. Við fórum háðir ofan
stigann.
XIX.
„Jeg hlustaði“, sagði Gilhert við mig, þeg-
ar við vorum komnir út. „Mjer í'inst það
flónska,að hlusta ekki, hvenær sem manni
gefst færi á, þegar maður liefir gaman af að
rannsaka eðli fólks, þvi að það er altaf
öðruvísi, þegar maður er viðstaddur. Fólki
likar þetla vitanlega ekki, þegar það kemsl
að þvi, en“ — liann hrosti —- „jeg liugsa, að
fuglum og dýrum líki ekki lieldur, þegar
dýrafræðingarnir eru að rannsaka það“.
„Heyrðuð þjer mikið af því?“ spurði jeg.
„Nægilegt til þess að vita, að jeg misti
ekki af neinu því mikilvægasta“.
„Og hvernig lýst yður svo á þetta?"
Hann setli á sig stút, hnyklaði hrúnirnar
og setti upp spekingssvip: „Það er erfitt að
segja það nákvæmlega. Mamma er stundum
skramhi fljót að koma ýmsu í felur, en hún
liefir aldrei verið sjerlega fim að finna eitt-
hvað nýtt. Það er skrítið. Jeg geri ráð fyrir,
að þjer hafið tekið eftir, að það fólk, sem
mestu lýgur, segir ávall klaufalegustu lyg-
arnar, og sama fólk er ávalt meira auðtrúa
en annað fólk. Maður skyldi halda, að ein-