Fálkinn - 21.08.1937, Qupperneq 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankaslræti 3, Reykjavík. Simi 2310.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—(i.
Skrifstofa í Uslo:
A n l o n S c ii j ö t ii s g a d e 14.
Biaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði:
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erleridis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirtram.
Aiiglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent.
Skraddaraþankar.
Þeir sem liugsa, byggja á tvennu
í mannlifinu: staðreyndum eða trú.
Trúin er eldri, |)ví að hún er hverj-
urii manni í brjóst blásin. Staðreynd-
irnar yngri, vegna j)ess að það
þuifti sjerstaka tegund manna til
Jiess að sýna hinum með rökum, að
tveir og tveir væru fjórir.
Allir vita, að sá er heimskingi,
sem efast um það, að tölurnar tvisv-
ar sinnum tveir sjeu fjórir. Og U»'<
er þáð enn ósannað mál. En vegna
þess að enginn hefir rekið sig á það
undanfarnar aldir, að þetta sje ann-
að en sannleikur, þá finst mönnum
sjálfsagt að álíta það sannleika.
Allir vita, að'það er sannlcikur og
ekkert annað en sannleikur.
En það hefir verið trú allra
manna, að þéir sem fundu eðli ljós-
geislanna og skrifuðu lögmál þeirra.
ýmist með orðum eða með stærð-
fræðilegum tölum,, hafi haft rjetl
l'yrir sjer. Jafnvel stjörnfræðingarn-
ir, sem sönnuðu, að svo væri mikil
viðátta heimsins, að geisli frá fjar-
lægri stjörn, væri máske tugi ljós-
þúsunda ára á leiðinni. Flestir hafa
lært, að Ijósið fer með nálægt 300.-
000 kílómetra hraða á sekúndu,
við þann hraða er miðað ljósárið.
Og jafnvel við miljónir ljósára. Og
reiknið þið svo víðáttuna. Hún er
svo ótæmanleg, að reynsluvísinda-
maðurinn getur átt liað á hættu,
að verða jafn lengi eins og .ljósið,
til þess himnaríkis, sem hann hefir
liugsað sjer. Því að niður í jörðina
hugsar engin sjer að fara, lengra en
gröfin nær.
En svo að horfið sje aftur að Ijós-
geislunum, þá sannaði góður vís-
indaniaður, sem allir trúa nú, að
Ijósgeislar gætu farið í boga. Við
trúum því nú, vegna þess að þau
vísindi eru ekki til, sem hafa getað
hrakið þessa merkilegu staðhæfingu,
Þeir trúa þvi ekki heldur, sem merki
legur islenskur vísindamaður segir,
nð sambandið milli hnattanna sje
lifrænt. Þeir trúa ])ví ekki vegnn
þess, að þeim finst það svo ótrú-
legt. Og það er þeim trú — sem er
nóg fyrir þá sjálfa, sem aldrei opn-
uðu augun, eða gáfu sjer tíma til
að hugsa um samband þeirrar ver-
aldar, sem til er. Einu sinni kom
hier íslenskt skáld, sem bað menn
Lim að hugsa ékki aðeins þjóðlegt,
heldur hnattrænt. Hnattkerfisrænt
væri máske ennþá betra orð. Því að
undirrót hugsunar allrar er þessi:
að trúa. Það er guðdómlegur mátt-
ur, henni gefinn, sem veitir trúnni
ávalt meira, en hinum, sem efast.
□ rusfuhóll.
Kalla má að Síðubygð endi við
Þverárnúp, en þar beygir hlíðin lil
norðurs en þjóðleiðin austur held-
nr áfram yfir úfið hraun frá gos-
inu mikla, 1783. Er það austurálma
hins sama hrauns, sem rann vestan
Síðuniiar og komst þar alla leiö
austur undir Hólm, meðfram Skaftá,
og nefnist Eldmessutangi. Við veg-
inn út í austurhraunið stendur ein-
kennilegur hóll, sem Orustuhóll,
nefnist. Er hann um 90 metrar á
hæð og auðveldur uppgöngu, en lit-
sýni hið besta af honum. Eigi mun
vera kunnugt hvernig hann hefir
fengið nafnið, en Orustustaðir var
fyrsti bærinn nefndur, sem bygðist
í. Brunasandi austan hraunsins, er
lsann fór að gróa upp.
Þýski skólaskip
í REykjauík.
Síðastliðinn laugardagsmorgun
kom þýska skólaskipið „Horst
\Vessel“ lil Reykjavíkur og stóð við
i 5 daga. Skip þetta er nýsmíðað og
varð fullgert i vor. Er það smíðað
i stað skólaskipsins ,,Niobe“, sem
Þjóðverjar mistu 1932. Er skip þetta
seglskip, eins og öll fyrirmyndar
skólaskip eiga að vera og er 1850
smálestir að stærð. Er það eitt falleg-
asta skip, sem hel'ir sjest hjer lengi,
og sýnir myndin sæmilega seglaút-
búnað þess. Skipið rislir um 5 metra
og er 90 m. á lengd en áhöfnin er um
300 manns, mest ung sjóliðsforingja-
efni, sem mentast undir að taka við
yfirboðaraslöðum á þýskum kaup-
förum. Skipstjórinn á „Horst Wes-
sel“ er gamalkúnnur hjer á landi.
Hefir hann m. a. verið hjer á haf-
rannsóknarskipinu „Meteor".
Bóndi nokkur kom til New Yo-k
í fyrsta skifli á æfinni.
Hvaða ógnar ferlíki er þetta,
spurði hann og benti á eitt stórhýsið.
Þetta er einn af skýjasköfunum
okkar, svaraði maðurinn á götunni.
Jæja! Hvenær getur maður sjeð
þær i gangi? spurði bóndinn.
Sú\a Höfþiwaidur Pjétursson,
frumherji íslendinga í Vestur-
heimi, varð sextugur 16. j). m.
„ANDI FASISMANS"
heitir þessi stærðarmynd, sem ítalir
sendu á heimsýninguna í París i
sumar, og nú blasir við í ítölsku
sýningarhöllinni.
Eggert Claessen, hæstarjettar-
múlaflutningsmaður, varð sext-
ugur 16. þ. m.
Præp. hon. Pjetur Helgi Hjálm-
arsson varð 70 ára Hi. þ. m.
Guðmundur Einarsson, múrari,
Raldursgötu 22 a, verður 80 ára
23. þ. m.
Liðsforingi var á eftirlitsferð og
spurði varðmann einn hvort hann
vissi til hvers hann væri látinn
standa á verði.
Til jjess að tilkynna ef eitthvað
óvenjúlegt ber að, herra liðsforingi.
Hvað viljið þjer kalla óvenju-
legt?
.1 á, jeg veit ekki hvað jeg á
að seg'ja.
Ef þjer til dæmis sæuð firnm
stór herskip koma siglandi hjerna
eftir götunni, hvað munduð þjer þá
gera ?
Jeg mundi ganga i stúku, svar-
aði dátinn.
Segðu mjer nú lireinskilnislega:
Hvað þykir þjer merkilegast vi'ð
myndirnar mínar?
— Að nokkur skuli vilja kaupa
þær.