Fálkinn - 21.08.1937, Blaðsíða 4
4
F ÁLKI'NN
Herðubreiðarlindir.
Eftir
ÓLAF JÓNSSON,
framkvæmdastjóra.
.
Einn af smáfosstinum, sem falla nndan hraiinbrúninni skami fyrir
auslan Herffnbreið. - Ljósmynd eflir Edvarff Sigurgeirsson.
Herðubreið, drotning ís-
lenskra fjalla, gnæfir há, tígu-
leg og undrafögur yfir gró'ður-
vana auðnir Ódáðahraum. Af
osljettum og úfnum hraun-
breiðum rís hún, þverhröttum
skriðum klædd liið neðra,
hömrum girt hið efra, með
fannhvitan jökulfald á höfði,
greipl inn i eina hina stór-
hrotnustu fjallaumgerð, sem
augun fá litið. í suðaustri rís
loppur Snæfellsins, hreinn og
fagur, yfir tinda Þjófahnúk-
anna. í suðri ganga Kverlcfjöll,
Iirikaleg og sundurklofin, fram
úr hvítum, óendanlegum breið-
um Vatnajökuh. I suðvestri
ríkja Dyngjufjöll, dularfull og
mnfangsmikil, yfir úfnum
hraunum og gráum vikurbreið-
um Öskja. í vestri her við liim-
inn fagurlöguð hunga Kollóttu-
dyngju og norður frá henni
ganga Herðubreiðarfjöll, mikill
fjallgarður, óreglulega lagaður,
mótaður á ýmsa vegu af eldi
og ís. Til norðausturs og ausl-
urs er útsýnin opin og óendan-
leg, yfir hraunhreiðu og sand-
auðnir, þar sem einstök fjöll
og smáhæðir rísa sem eyjar úr
hafi.
Góð'an sjjöI austur; 'af Herðu-
hreið (4—5 km) hefir mýndast
skörp hraunbrún. Skamt þar
auslur af hraunjaðrinum byltir
Jökulsá sjer, kohnórauð og fas-
mikiil, á breiðum söndum.
Þarna undir liraunjaðrinum
sjiretta fram margar silfurtær-
ar, vatnsmiklar lindir, falla með
brövtilegu móti í fossum og
tlúðum, umkringdar víði og
hvannstóði, fram á sljettlendið
og safnast þar saman i dálitla
á — Lindaá - , sem fellur 7—8
km veg austur með hraunjaðr-
inum og sameinast síðan Jök-
ulsá.
Þeigar Jjökulsá er í vexli,
rennur kvísl úr henni með
hraunröndinni, og blandar
hlóði með Lindaá,, sem getur
þá orðið ófær eða mjög ill vfir-
ferðar.
Vestur frá áðallindunum er
lægð i hraunið, þar hafa mynd-
ast.smá tjárnir. Nokkur gróður
er við tjarnir þessar, mikið
fuglalíf er líður á sumar og í
kvrru veðri speglast Herðu-
hreið fagurlega i tærum vatns-
fletinum.
Það er langur vegur úr bvgð
í Herðubreiðarlindir og fáir,
sem leggja þangað leið sina.
Venjulega er lagl upp frá
lieykjahlíð við Mývatn, farið
austur fyrir Nýjahraun og svo
suður öræfin og mun sú leið
vera 80—90 km.
Þann 1J. júní s.h, kom undir-
íitaður ásamt dr. Trausta Ein-
arssyni, kennara, Edvarð Sigur-
geirssyni, Ijósmyndara og Stef-
ani Gunnbirni Egilssyni, heima-
vistarstjóra, í Herðubreiðarlind-
ir. Við komum hina venjulegu
leið norðan öræfin, höfðum
hesta og fylgd úr Mývatnssveil
Um annað veifið, en hjart i milli.
Lengst af var skygni til jökuls-
ins mjög' gotl og blöstu Kverk-
fjöllin við. Úr vesturhluta þeirra
sáum við stiíga mikla gufu-
mekki, vafalaust frá brenni-
steinshverum þeim sem þar eru,
en frá Herðubreið heyrðust
öðru hvoru háir dynkir og
þungar dunur, þegar stór björg
losnuðu úr hraunbrúnunum,
steyptust stall af stalli og bylt-
ust niður þverbrattar hliðar
fjallsins. Sjerstaklega voru þó
hillingarnar töfrandi. Stór fjöll
sýndust hefjast til flugs eins
og risavaxin loftför, hraun-
drangar og smáhæðir voru á
fleygiferð, en endalaus flatn-
eskjan gekk öll í hylgjum og
lilraði í tíbránni.
Að morgni þess 10. var lagl
af stað úr lindunum og gengið
þvert yt'ir hraunið, skamt norð-
an við Herðubreið, upp liraun-
hjallana, niður t'rá Herðubreið-
arfjöllum, og yfir fjallgarðinn
miðjan, þar sem hann virtist
einna árennilegastur. Á fjöllun-
um lá mikill snjór og eru þau
hin hrikalegustu og mjög sund-
urklofin af eldsumbrotum. Fjöll
þessi munu litið rannsökuð.
Vm 10 km. sunnan við Lindir feltur Jökusá fram af hraiinstöllunum,
iwrffur af Upptyppingum, i mörgum kvíslum, fossum og flúffum. —
Ljósmynd Stefán G. Egilsson.
Jökulsá kemur frá hægri og byltir sjer kolmórauð og fasmikil út á
breiðu sandana. Neðsl á myndinni rennur lítil kvísl úr henni austnr.
meö hraunjaffrinum og blandar blóffi við Lindaá. Til vinslri sjesl
Kreppa koma fram úr gljúfrum, beygja til hægri og renna framundun
hraunnefinu á miffri myndinni. Ljósmynd Stefán Gunnbj. Egilsson.
suður að Grafarlandaá, en það
er dálítil bergvjatnísá sem á
upptök sín um 10 km. norð-
austur frá Llerðuhreið. Þaðan
er um 3 stunda gangur suður í
Lindabotna.
Við tjölduðum í góðu skjóli
undir hraunjaðrinum og dvöld-
um í Jindunum allan næsta
dag og fram til kl. 9 að morgni
þess 10. Skoðuðum lindarnar og
nógrenni þeirra, fórum ca. 10
km. suður með Jökulsá og geng-
um á Herðubreiðarf jöll, sem er
allhár fjallrani suður frá Herðu-
breið.
Vorið hafði verið óvenju kalt
hjer norðanlands og var því
allmikil snjór i fjöllum, en all-
ir lægri hutar öræfanna snjó-
lausir. Gróður var litill á fjöll-
um, þó var hvönn nokkuð sprott-
in í lindunum og víðirinn að
laufgast.
Fagurt var í Lindunum með-
an við dvöldmn þar, dálítill
þokuslæðingur á hæðstu fjöll-
Frá Herðubreiðarfjöllum fór-
um við yfir Kerlingardyngjii
austanverða. Þetta er mikil
liraunbunga, en ekki brölt. Er
hún sjerkennileg fyrir það, að
hraunin hafa hlaðist upp utan
um hátt móbergsfjall og stend-
ur hustmyndaður toppur þess
upp úr bádyngju.hni. Fjall þetta
nefnist ýmisl Kerling eða Sig-
Iwatur.
Ketildyngja er um 0 -7 km.
norður af Kerlingardyngju. Á
toppi hennar er mikill gýgiir,
sem nefnist Ketill. í hlíðum
gigsins og í efri hluta dyngj-
nnnar er mikill jarðhiti og stíga
heitar gufur þar til og frá upp
um sprungur og smáaugu.
Þarna lieila Fremri námur. Þar
var mikið brennisteinsnám áð-
ur fyrri.
Leið okkar lá yfir Ketildyngju
og þaðan niður í Heilagsdal,
sem er lítið grasi gróið dalverpi
sem er austur af fíláfjalli. Þar