Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1938, Side 12

Fálkinn - 03.09.1938, Side 12
12 WYNDHAM MARTYN: 8 Manndrápseyjan. að hausinn á mjer sje fullur af morðum, afturgöngum og hryllingum.“ „Morð og afturgöngur,“ át frú Jaster eftir og nötraði. „Já, víst er það,“ svaraði húsráðandi og pírði augunum. „Jeg var nú einmitt að byrja á sögu Frattons, og hingað til liefi jeg ekki sagt frá neinum skelfingum. Nú vitið þjer bara, að hann er einskonar æfin- týramaður af heldri stigum, áflogahundur, sem er nýsloppinn úr fangelsinu og stendur á sama þó hann sje staddur á Manndráps- ey, eins vona jeg að yður geri líka.“ Frú Jaster gekk upp sligann með svip, sem hún vonaði að hinum mundi þykja eðlilegur á þreyttri manneskju. Hún hafði ekki neina þernu með sjer og það var dimt i herberginu hennar. 1 fyrstu fann hún ekki snerilinn að Ijósinu. Hún gat sjeð kyprus- trjen gegnuin gluggann. Jú, eitt þeirra var alveg eins og risavaxinn maður, sem teygði langa hrannna til nágranna sinna. Og ekki langl undan sá hún ljósin í Ilarbour Bar, þar sem lifið og fjörið átti heima. Þegar liún var farin sneri mr. Ahtee sjer að hinum gestunum. Þeir vildu umfram alt að hann hjeldi áfram sögunni. „Á morgun,“ sagði hann. „Við skulum setja danslög á grammófóninn og gleyma að þessi staður hafi nokkurntíma heitið Manndrápsey.“ VII. kapítuli. Barkett sat við hliðina á Jaster. Þessir tveir menn höfðu ekki — þegar undan eru skildar smávegis tilraunir á þessu kvöldi — haft tækifæri til þess í mörg ár, að sýna hvor öðrum þann fjandskap, sem í þeim bjó hvorum lil annars. Óviðkomandi hefðu jafnvel getað haldið að þeir væru vinir. „Konan þín var víst ekki hrædd“? byrj- aði Barkett. „Gladys hefir altaf verið nokkuð við- kvæm“, svaraði Jaster, „og jeg verð að segja, að mr. Ahtee hefir lag á, að gera sögur sínar lifandi.“ Barketl rendi augunum til sonar síns, sem ekki hafði tekist að fá Phyllis til að dansa við sig. Barkett þótti vænt um það. Drengurinn átti að giftast peningum. Pen- ingarnir voru það eina, sem Barkett gat hugsað um. Ein ástæðan til þess að hann var hjerna var sú, að liann liafði frið fyr- ir rukkurunum á meðan. En þó fanst Bark- ett miður að stúlkan virtist taka son Jast- ers fram yfir son hans. Ungi Dayne var farinn. Liklega til lærisveins síns, gerði Barkett ráð fyrir. Það var líkt frú Cleeve að ætla að velja Hugh Elmore handa barna- barnabarni sinu. Og hún var heppin, að faðir hans skyldi vera svo áfjáður i að láta son sinn giftast skikkanlegri stúlku, að liann sætti sig við að hún væri eigna- laus. Hún mundi auðveldlega geta náð í bæði Jaster og Elmore. Hún var jafn falleg og móðir hennar hafði verið á sínum tíma, og svo hafði liún það fram yfir, sem nútíma tískan veitir ungri stúlku. Jaster mundi leggja sig á fimm miljónir, F Á L K I N N ef til vill meira. Barkett mundi hvernig Jaster hafði litið upp til hans í skólanum sem riks vinar. Skyldi það stoða nokkuð að fara að tala um bernskuminningar? Mundi Jaster mæla á móti honum við Ahlee? Barkett andvarpaði. Það mundi al- drei takast að sætta konurnar þeirra. ,,Þú ert ekki sællegur núna,“ sagði Jaster. „Jeg læt rannsaka liverja einustu flösku, sem jeg drekk.“ „Það kemur ekki til af því að jeg drekki,“ svaraði Barkett. „Jeg fer líka var- lega. En það er bölvuð kauphöllin. Jeg þóttist svo viss um, að verðfallið kæmi fyr- ir jól, en það er ekki komið enn. Og hvað á sá veslingur þá að gera, sem hefir miðað alt við, að gengið felli á öllu? Þetta er hreinasta víti, Eliot.“ Eliot! Jaster liafði ekki verið nefndur þessu nafni í túttugu ár. Ilann varaðist að iáta á sjer sjá, að honum væri skemt með þessu og að liann skildi tilganginn. Jaster vissi vel um olíuhlutabrjef Barketts. Já, hann þekti fjárhag hans eins vel og Bark- ett sjálfur. Það var ein af aðferðum lians til að hefna sín. Hve mörgum sinnum hafði Barkett ekki smánað liann opinberlega. Jaster hafði ol't óskað þess að hann væri eins stór og sterkur og andstæðingur lians og að sonur hans liefði verið betur að manni. Hann hafði sjeð unga Barkett lita til lians heiftaraugum meðan setið var vfir borðum. „Þú skalt vera viss um, George,“ sagði hann með uppgerðar innileik, „að stjórnin gerir alt sem hún getur til þess að halda öllu í hágengi frarn yfir kosningarnar. Hún vill láta líta svo út sem hjer sjeu góðæri.“ Barkett hrosti í huganum. Jaster hafði látið leika á sig. Nú var hann þegar orðinn sami George aftur. Hann, Barkett, gat vel verið laðandi þégar hann vildi. Hann skyldi láta Jaster sigra sig í golf og vera notaleg- ur við frú Jaster. Það var ekki um að vill- ast hvernig liann átti að liaga sjer. Allir virkilega þróttmiklir menn heillast af hold- ugum konum en liafa viðhjóð á flatbrjósta og mjaðmalausum frúm í stráksmynd! Það var lygin, sem liann ætlaði að nota sem agn og frú Jaster myndi óðar híta á. „Hvernig líst þjer á Ahtee?“ var næsta spurning Jasters. „Hann er ósköp venjulegur maður. ,Þeir segja að hann hafi verið heppinn í braski og grætt auð sinn á því. Það virðist vera eitthvað bogið við þessar sjóræningjasögur lians, en að öðru leyti er hann víst óaðfinn- anlegur í alla staði.“ „Hann talar lítið um kaupsýslumál, en hann hlýtur að vera duglegur. Það græðir enginn stórfje á eintómri hundahepni.“ „Jú, það getur komið fyrir,“ sagði Bark- ett ákafur. „Líttu nú til dæmis á þetta olíu- fjelag, sem jeg hefi lagt í. Kúabóndi í Tex- as átti tvo syni. Sá eldri var dugnaðarfork- ur, en sá yngri íetiblóð. Bóndinn arfleiddi þann eldri að búgarðinum í Texas, en sá yngri fjekk fimtíu liektara land í Okla- homa af því að það var ekki fallið til kúa- heitar og var lítils virði. Sá yngri iðraðisl eftir landeyðulífið, sest að i Oklahoma og finnur olíu þar. Eignir Ahtees eru smáræði hjá því, sem hann græðir í framtíðinni,“ Barkett lagði alla þá hrifningu sem liann gat í röddina. „Ef jeg aðeins fer varlega i þessu, Eliot, verð jeg ríkari en jeg hefi verið nokkurntíma." Jaster leit vingjarnlega til hans: „Skýrsla sjerfræðinganna er ekki sjerlega tælandi.“ „Sjerfræðinganna!“ dæstf Barkett hæði- lega. „Það er aldrei liægt að treysta þeim, svo að okkur kæmi aldrei til hugar að sýna þeim, hve mikil auðæfi eru fólgin þarna, í raun og veru. Það er ekki þur hola til á öllu svæðinu. Þú ættir að sjá lindirnar, Eliot, lindir með þúsundum af tunnum. En við ætlum að bíða þangað til á rjetta augnablikinu. Hráolían er í lágu verði núna og við þolum að halda henni óseldri um sinn“. Barkett gaf svip Jasters nánar gæt- ur. „Það getur verið, að jeg gefi Alitee tæki- færi, ef liann er ólmur í að græða á olíu.“ „Jeg liefi ekki enn liitt fyrir ríkan mann, sem ekki var ólmur i að verða ríkari.“ Jaster hló góðlátlega. „En ef útlitið er jafn ágætt og þú segir, þá er varla erfitt að fá kaupendur. Fólkið er sólgið í olíu.“ „Jeg vildi lielst ná i mann, sem ekki þekkir mjög vel til,“ sagði Barkett, „mann sem lirifsar ekki undir gins til sín völdin og vill einn ráða öllu.“ „Það get jeg skilið,“ sagði Jaster. Svo að bessi stóri slöttólfur var svo vitlaus að halda að hann, Eliot Jaster, gæti gleymt öllmn skiftunum, sem hann hafði smánað hann og auðmýkt, fyr meir. Og svo imyndaði hann sjer að hann gæti snúið á liann í olíu- verslun. Hann skyldi fá að reka sig á það. Jaster hjet sjálfum sjer því, að hann skyldi liafa góða skemtun af þessu. Jaster stóð upp, uin leið og frú Cleeve strunsaði tignarlega framhjá. Hann liafði altaf dáðst að gömiu konunni. Sjálfur átti liann í ríkum mæli þá eiginleika, sem hún var fræg fyrir. „Jeg vona að afturgangan lians Frattons láti yður í friði.“ „Nútíminn er það eina, sem lætur mig ekki í friði,“ svaraði hún. Hún staðnæmdist hjá Erissu, sem var að tala við Cleeve. Gamla konan þóttist geta lesið hæðni og hlátur úr augum hennar og fann að hún hataði hana þessa stundina. Það voru fáar konur sem liún fyrirleit ekki. Cleeve bauð henni arminn og fylgdi henni að svefnherbergisdyrunum. Honum virtist vera umhugað um, að komast sem fyrst inn í salinn aftur, en hún bað hann að koma með ,sjer inn. „Þetta er merkileg stelpa,“ sagði frú Hydon Cleeve. „Hún virtist líta á þig eins og einhvern strákling, sem liún gæti liaft sjer til gamans. Ef það hefði verið einliver af hinum strákunum hefði jeg ekki liaft neitt við það að athuga.“ Hún liorfði stolt á dótturdótturson sinn. Hann var sex fet og tveir þumlungar betur, grannur og bar sig vel. Augun voru grá, nokkuð kinnbeina- hár var hann og tennurnar jafn livítar og jafnar og. í systur hans. Það var brosið sem gerði hann fríðan. Harin var einn af þeim, sem konur elska meðan þær lifa. En til allrar lukku hafði liann ekki liugmynd um það sjálfur. „Segðu mjer eitthvað um þennan Da- yne“, skipaði hún, „hvað er það sem Pliyllis fellir sig við lijá honum?“ Hún fjekk hrifna lýsingu á íþróttaatgerfi Daynes, bókvisku lians og hollum áhrifum á Hugh Eimore. Faðir lians var fátækur

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.