Fálkinn - 06.01.1939, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BlÓ.
Næsta kvikmynd, sem Gamla Bío
sýnir er Paramountkvikmyndin
„Víkingurinn,“ sem tekin er undir
stjórn hins löngu heimsfræga kvik-
myndastjóra Cecil B. De Mille, er
sjeð hefur um upptöku allmikils
þorra stórslegnustu kvikmyndanna,
er komið hafa á síðustu árum.
„Víkingurinn“ er stórskorin að
efni, með rómantisku ívafi, og mun
hún eignast hjer marga aðdáendur
sem annarsstaðar, þar sem hún hef-
ur verið sýnd.
Myndin hefst árið 1814 — þá er
slríð milli Bandaríkjanna og Eng-
lands. Hersveitir Englendinga vinna
hvarvetna sigur og taka höfuðborg-
ina Washington. Miðdegisveisla hjá
forsetanum leysist upp í miðju kafi,
og allir viðstaddir verða að flýja
nema þingmaðurinn Crawford frá
Louisana, sem er landráðamaður og
í þjónustu Englendinga. Nú æt'a
Englendingar að taka New Orleans
og bendir Crawford þeim á að fá
hjálp til þess hjá kunnum víkingi,
Jean Lafitte, sem eftir þetta verður
aðalhetja myndarinnar. Hann ræður
yfir mörgum skipum og 1000 manna
sveit og er nákunnugur nágrenni
borgarinnar.
—■ — í útjaðri New Orleans er
haldinn markaður, þar sem Jean
Lafitte og fjeiagar hans selja ráns-
feng sinn. Ung stúlka, Annette, sem
lcngi hefir verið ástfangin af Jean,
grátbiður hann um að hætta ráns-
ferðum sínum og byrja nýtt líf, en
þó að hann unni Annelte, þorir
hann það ekki, þvi að hann veit
Hugvitssamur bifreiðarstjóri i
London tekur altaf með sjer i bif-
reiðina sína orðabók, saumnál og
tvinna! Hann heldur því fram að
farþegar, sem liann hefur keyrt hafi
oft farið að rífast um það hvað hin
og önnur orð þýddu. Og þvi hefir
hann orðabókina við hendina til að
að fje er lagt til höfuðs honum, og
lógin fyrirgefa honum ekki, þó svo
að hann vilji giftast fallegri stúlku
og ætli sjer að lifa heiðarlegu lifi.
— — í Mexikoflóa hefir víking-
urinrt Brown, fjelagi Jean, ráðist á
siúpið „Corinthian," sem systir Ann-
ette var með. Skipið er rænt og síð-
an kveikt í því. Þegar Jean frjettir
um þetta bregður hann skjótt við.
Hann lætur hengja Brown fyrir að
hafa rænt amerískt skip, sem hann
hafði stranglega bannað honum. ■—
Eina manneskjan, er bjargast úr
„Corinthian" er hollenska stúlkan,
Greta, og verður hún brátt mjög
hrifin af Jean, sem hún telur sig
eiga líf að launa.
Bresku sjóliðsforingjarnir reyna
að fá Jean í lið með sjer og bjóða
honum stórar fúlgur fjár. En hann
stenst þá freistingu, og snýr sjer til
l&ndstjórans í Louisana og býður
honum hjálp sína. Landstjórinn dá-
ist að veglyndi víkingsins, og segir
J&ckson yfirhershöfðingja frá þessu
tilboði Jean. En á meðan hafði svika
hrappurinn Crawford talið hers-
höfðingjanum trú um, að Jean sæti
á svikráðum við Bandaríkjamenn.
En það kemur siðar á daginn að
Jean er ærlegur og fyrir hjálp hans
tekst að verja borgina.
Um hjarta víkingsins stríða kon-
urnar tvær, Annetta og Greta, en
lijer verður ekki sagt frá leikslok-
um, og ekki heldur frá því, hvað
um Jean verður eftir þetta.
„Víkingurinn“ er stórfengleg og
þróttmikil kvikmynd frá upphafi til
enda.
útkljá skjótlega slíkar deilur með
því að fletta upp í henni. Saumaá-
höldin eru tekin með vegna kvenna,
sem þurfa á slíku að lialda, ef lykkja
bilar á sokknum þeirra, en það er
daglegur viðburður segir þessi
reyndi Lundúnabílstjóri.
Ar kvikmyndaheimiflura.
Stúdentalíf í Oxford.
Maureen O’SuIliwan og Robert Tay-
lor í kvikmyndinni: ,,Bandaríkja-
maðurinn í Oxford.“
„Gone with the Wind“ var sú af
bókum síðastliðins árs er seldist
best allra, og nú stendur til að
kvikmynda hana. En það hef)r
valdið dálitlum örðugleikum að
skipa hlutverkunum niður, og ýms-
ar „stjörnur“ liafa verið tilnefndar
að leika í myndinni. Einu sinni
var mest um það talað að Robert
Taylor ljeki Rett Butter, en nú er
il
ákveðið að Clark Gable skuli gera
það. Margir, og þá einkum konur,
munu sakna þess að Taylor fekk
ekki þetta hlutverk. En sú er bót
í máli að nú er hann að byrja að
leika i mynd, sem heitir: „Banda-
ríkjamaðurinn í Oxford". Sú mynd
er tekin í Englandi og snýst um í-
myndunarfullan, ungan Ameriku-
mann, sem kemur til hinnar gömlu
háskólaborgar. Stærsta kvenhlut-
verkið er leikið af Maureen Ó’Sulli-
wan.
Ameríkumanninum finst fyrst og
fremst háskólabær vera til þess að
iðka þar íþróttir, bóklega námið sje
aukaatriði. Hann verður því næstum
hvumsa, þegar gamli háskólarektor-
inn spyr hann að því, livað hann
hafi hugsað sjer að lesa. Alt í
einu rennur upp ljós fyrir hon-
um, og hann segir: Oh, jeg er bara
að Iesa „Gone with the Wind“.
Ný bók.
Giifírún Lárusdóttir:
Systurnar. — Skáldsaga.
Þetta er mikil saga, á fimta
hundrað blaðsíður, og er allmörgum
kunn, þar eð hún birtist áður í Ljós-
beranum, blaði Jóns Helgasonar, á
árunum 1927—1928.
Það er öllum landslýð kunnugt, að
frú Guðrún sál. Lárusdóttir, var
rnjög afkastamikill rithöfundur og
vinsæll, auk þess sem hún var þjóð-
biuriey Temple heldur hylli sinni.
Ayjasta myndin af Fox-stjörnunni
Shirley Temple.
Ásamt nokkrum vinkonum sínum
fór hún í ferðalag á skemtisnekkju
fjölskyldunnar, og hafði hið mesta
yndi af. Hún heimsótti forsetafrú
Roosevelt og dvaldi hjá henni dá-
lílinn tíma, en Shirley litla og hún
eru góðar vinkonur.
Nýlega fór fram atkvæðagreiðsla
um það i Ameríku hvaða leikkona
væri vinsælust. Urðu úrslitin þau,
að flest atkvæðin fjellu á Shirley,
og er það í annað skifti, sem hún
verður fyrir valinu. Má hún vel við
una, svo ung að aldri sem hún er.
Ilún rækir kvikmyndastörfin af
kappi, en hinu má ekki gleyma að
hún er dugleg við námið í skólan-
um. Móðir hennar er kona skyn-
söm og gerir sjer far um að ala
telpuna vel upp, og vekur hjá henni
óbeit á öllu tildri og uppgerð. Enda
liefir hispursleysi Temple aflað
henni margra vina. Aldrei fær hún
að fara á snyrtistofur, og það er
forboðið að hún farði sig. Móðirin
sjálf greiðir ljettu, yndislegu lokk-
ana hennar. — Innan skamms er
von á tveimur Shirley Temple kvik-
myndum. Heitir önnur Rebecca of
Sunnybrook Farm (Rebekka frá
Sunnbrook) og Little Miss Broad-
way (Litla ungfrú Broadway.)
málaskörungur og frömuður ýmsra
mannúðarmála. Bækur hennar eru
ekki skrifaðar út i bláinn heldur
liggur að baki þeim sá ákveðni til-
gangur að göfga mannlífið með því
að ala fólkið upp í trúar- og sið-
ferðilegum efnum. —
Það leynir sér ekki um þessa sögu
heldur en aðrar sögur frú Guðrúnar
að mikil trúar- og siðferðialvara er
uppistaðan í henni. Hún er prjedik-
un, en skrifuð á lipru og alþýðlegu
máli, svo að hún talar til fjöldans
og eignast án efa marga vini. Minn-
ingu hinnar mætu konu er sómi
sýndur með útgáfu þessarar bókar.
Elísabet Árnadóttir, Bíldudal, Einar G. Einarsson frá Urriða-
verður Í00 ára 10. þ. m. fossi, varð 75 ára 29. f. m.
Þórir Guðjónsson, málaram. á
Akureyri verður fertugur 9. jan.
Vilhelm Bernhöft, tannlæknir,
varð 70 ára 5. þ. m.