Fálkinn - 06.01.1939, Blaðsíða 4
4
F Á L K 1 N N
SALLY SALMINEN
Æfintýrin gerast enn. Kornung stúlka frá Álandseyjum
vann einn glæsilegasta bókmentasigur sem unnin hefur
verið á Norðurlöndum á síðari árum. með bók sinni
Katrína.
Flestir íslendingar muna, og koma
sjálfsagt til að muna lengi, útvarps-
söguna Katrinu, er Helgi Hjörvar las
upp í útvarpið í fyrravetur. Sú saga
liefur verið þýdd á fjölda mörg
tungumál og gefin út í ótal upplög-
um, og hefur hún hvarvetna vakið
mikía hrifningu og aflað sjer mikilla
vjnsælda.
Sagan er eftir sænsk-finskan kven-
rithöfund, Sally Salminen, sem var
n;eð öllu óþekt á bókmentasviðinu
þangað til hún vann fyrstu verðlaun
i norrænni skáldsagnakepni með
hókinni Katrínu.
í eftirfarandi grein vill „Fálkinn"
kynna þessa frægu stúlku fyrir les-
endum sínum. Líf hennar er æfin-
týri líkast og sýnir að viljasterkt
fólk brýtur sjer altaf brautir, þó að
a móti hlási, og að leiðin upp á há-
tinda frægðarinnar er engum lokuð
sem hefir neistann í sjer, þó að
hann sje fæddur og alinn upp við
fátækt, eins og þessi stúlka var.
Álandseyjar liggja í Eystrasalti
ir.itt á milli Stokkhólms og Ábo í
Finnlandi. Þær eru lítt kunnar frá
seinni árum fyrir annað en það, að
jiær urðu nokkurt deiluefni milli
Svia og Finna eftir heímsófriðinn
og vildu báðir hafa eyjarnar. Var
málið lagt í alþjóðadómstól sem á-
kvað að Finnar skyldil fá eyjarnar
þrátt fyrir að meiri hluti eyjar-
skeggja óskaði eftir sameiningu við
Svíþjóð.
Á einni af eyjum þessum, Várdö,
leit Sally Salminen fyrst dagsins
þós 25. apríl 1906. Voru foreldrar
hennar Henrik Albin Salminen sjó-
niaður og kona hans Erika Maria
Eriksson. Var Salminen frá Gústafs-
sókn í suðvestur Finnlandi en kom
sem sjómaður oft til Álandseyja og
þar trúlofaðist hann Eriku. Faðir
Henriks Salminen var sænskur og
hjet Lundström en móðurættin var
finsk. Að Salminen skifti um nafn
stóð í snmbandi við það, að hann
átti heima í finskri bygð og olli hið
sænska nafn honum þvi óþæginda
þar.
Hjónin, foreldrar Sally Salminen,
eignuðust tólf börn í hjónabandinu,
sjö sfúlkur og fimm drengi, sem ÖII
lifa nema einn drengur, sem drukn-
aði tólf ára gamall. Sally var níunda
barnið í röðinni. Þar eð efni voru
lilil segir það sig sjálft, að það var
erfitt að metta þessa mörgu munna
og að þeirra beið strangt erfiði til
að halda sjer frá sveit. Það koni
brátt í ljós að hýra hans hrökk ekki
fyrir útgjöldunum og því rjeðst
hann til Ameríku í betur launað
starf. Þegar hann kom aftur heim
tck hann jörð á leigu og varð bóndi,
en þar eð hann hafði ekki nægar
tekjur af því fyrir heimilið annað-
ist hann póstflutning þrisvar í viku
miili eyja. Þetta var erfitt og áhættu
fult starf, sem kostaði hann lífið.
13. nóv. 1913 druknaði hann í einni
af póstferðum sínum, þegar hann
var rjett kominn til lands. Sally
litla var þá aðeins sjö ára gömul.
Það segir sig alveg sjálft hversu
erfiðir tímar biðu ekkjunnar með
allan sinn stóra barnahóp, og að
emhverntíma hefir verið þröngt í
búi, en alt komst af, því að Erika
var frábær dugnaðarkona. Naum-
ast er efi á því að fyririnyndina að
Katrínu sækir Sally að meira eða
minna leyti til móður sinnar. Elstu
hörnin hjálpuðu móður sinni eftir
föngum. Elstu telpurnar rjeðust í
vist í Marinehamn (höfuðstaður eyj-
anna), en elsti drengurinn, Albín
að nafni rjeðist á skip. Hann er nú
búsettur í Ástralíu.
Þegar Henrik Albin druknaði varð
Erika að sleppa jörðinni, er þau
höfðu leigt, en þá vildi henni það til
happs að hún fekk nokkurn deil af
jörð foreldra sinna, sem hún rækt-
aði með kostgæfni ásamt börnum
sinum. Nokkur styrkur var henni og
í því að fá Jífeyri, sem sjómanns-
ekkja. En þröngt var oft um stóra
hópinn, brauðið knapt og fötin bætt
og stöguð. Húsið þar sem Sally
fa ddist stendur enn og hefur verið
lieimsótt af mörgum ferðalöngum
síðan Sally varð fræg. Það er einfalt
litið hús, en hlýlegt og viðkunnan-
legt.
Snemma bar á góðum gáfum hjá
SalJy og kornung byrjaði hún að
skrifa og ljet hún það eitt sinn í ljós
við systkini sín, að hún ætlaði að
verða rithöfundur. Hlóu þau m'ög
að henni fyrir þetta, svo að hún
þorði aldrei framar á það að minn-
ast, þvi að hún var í eðli sinu feim-
in og óframfærin. —- Þrettán ára
gömul byrjaði hún að yrkja kvæði.
Þau voru að vísu ekki merkileg, en
sýndu þó, að hún hafði „neistann“
i sjer. Hjelt hún upp frá því ljóða-
gerðinni áfram þangað til hún var
tvítug að dómgreind hennar var svo
þroskuð að hún sannfærðist um að
hún var ekki fær um að skapa líf-
vænleg ljóð, en margt laglegt er til
frá hennar hendi í bundnu máli.
Þegar hún var barn og unglingur
las hún alt sem hún náði í, en bóka-
kosturinn var af mjög skornum
skamti. Það var henni hrein opin-
berun er hún komst yfir bækur eftir
Selmu Lagerlöf og Sigrid Undset.
Og af öllum dómum, sem Sally hef-
ur lesið um „Katrínu þykir henni
vænst um dóm Selmu. En hann er
mjög lofsamlegur.
Mjög var það þung stund hjá
Sally litlu, þegar hún kvaddi barna-
skólann og hún varð að fara að
vinna fyrir sjer. Gleðitónninn í vis-
unum hennar hverfur, en alvöru-
strengurinn byrjar að titra. Saiiy
segir; „Sárast þótti mjer, þegar jeg
varð að yfirgefa skólann og barna-
leikina en fara að vinna. Jeg byrj-
aði ekki fyr á því en önnur börn
og hafði það ekki i því tilliti verra
en jafnöldrur minar. Nú vorum við
ekki lengur leiguliðar en áttum litla
jörð með þrem kúm og einum hesti.
Jtg þurfti varla að mjalta, því að
lieima var altaf einhver af eldri
systrum mínum, sem sá um það. Jeg
var löt og sein til að læra daglega
vinnu og harmaði i hljóði að jeg
fekk ekki að halda áfram skóla-
lærdómi mínum.
Það var ekki vegna þess, að jeg
væri svo hrifin af skólanum i sjált'u
s.ier — feimni mín þar og ófram-
l'ærni hafði verið mesta plága fyrir
mig — en jeg hafði alt í einu orðið
að hverfa úr hinum ljómandi æfin-
týraheimi ög inn í gráan heim hvers-
fcit.gsleikans og mjer fór nú að skilj-
ast, að lærdóm þurfti til þess að
verða rithöfundur.
Nú orti jeg feiknin öll af þung-
lvndislegum kvæðum og leið píslar-
vætti, einmana og misskilin eins og
jeg var. Þó lifði altaf hjá mjer e>n-
hver von um það að lífið mundi
einhverntíma opna mjer nýjar dyr“.
En þegar fram líða stundir, sættir
hún sig við örlög sín. Hún vigtar
grjón og sápu viku eftir viku og ár
eftir ár í lítilli sveitaverslun á eyj-
unum. Hún þroskast við hverja raun
op nýr kjarkur og bjartari stemn-
ing kemur greinilega í ljós í kveð-
skap hennar. En allaf ber hún
brennandi útþrá í brjósti, og var
búin til að hefja sig til flugs hvenær
sem færi gæfist.
„Fram á nítjánda ár flýði jeg
verpleikann“, segir Sally. „Jeg lifði
i mínum auðuga ímyndunarheimi,
o;. upplifði þar alt, það sem mjer
fanst lifið neita mjer um“.
Hún var mjög einræn, kyntist fá-
um og oft virtist þegar hún var að
vinna, sem hún væri eitthvað utan
við sig.
Það var lienni til mikils happs,
að hún fjekk nú útþrá sinni svalað.
Hún rjeðst í vist í Svíþjóð eins og
margar álenskar stúlkur fyr og síðar
hafa gert. Var hún fyrst í Stokk-
hólmi og síðan í Linköping. Var
dvalartíminn í Svíþjóð henni mikils
virði. Hún las þar mikið sænskar
bókmentir og almennar fræðigrein-
ar, því að rithöfundur varð að hafa
almenna mentun, hugsaði hún með
sjer, og ennþá fanst henni ekki öll
sund lokuð. En auk þess lærir hún
bókfærslu og annað, er við kom
verslunarstörfum til þess að geta
með því aflað sjer betri atvinnu, er
heim kæmi.
Um Svíþjóðardvölina segir Sally:
„Árin sem jeg var í Svíþjóð breylt-
ist jeg dálítið. Jeg fór nú að nema
og læra að tala; jeg hafði verið
iiærri því mállaus þangað tit. Jeg
hjelt að visu áfram að vera einmana,
þó svo að jeg hefði vinnufjelaga,
sem forðuðu mjer frá því að sökkva
ofan í sjálfa mig. En í einveru minni
var námið mjer styrkur og það forð-
aði mjer frá því að hugsa um tóra-
leika lífsins og einstæðingsskap minn.
Mig þyrsti í þekkingu, ekki svo mik-
ið fyrir það út af fyrir sig, að moð
því hefði jeg meiri likur til að verða
rithöfundur heldur vegna þekking-
orinnar sjálfrar. Loksins gekk jeg
út í lífið og fekk löngun til að taka
þátt í öllu, sem við bar kring urn
mig. Jeg skrifaði ennþá kvæði, en
innihald ]ieirra var breytt. Þau lýstu
krafti og von.
Síðan hefi jeg orðið minna og
n inna upptekin af sjálfri mjer og
mínum eigin tilfinningunr, en í stað-
inn tekið þátt í vandamálum annara
og tilfinningum. Fyrir þetta hef jeg
oi'ðið framfærnari og mannblendn-
ari, svo að nú er jeg orðin venju-
Itg manneskja hvað þetta snertir.
Að jeg að öllu leyti lref ekki getað
sigrast á mínu upplagi er annað mál.
Því að ennþá er jeg nokkuð fá-
skiftin'*.
Sally Salminen mcð köttinn sinn.
Foreldrar Sally með stóra barnahópinn sinn.