Fálkinn - 06.01.1939, Blaðsíða 3
FÁLK1.NN
3
HLJÓMSVEIT REYKJAVÍKUR:
MEYJASKEMMAN
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Skúli Skúlason.
Sigurjón Guðjónsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugard.
Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsinffaverð: 20 aura millim.
Herbertsprent.
Skraddaraþankar.
Rjett fyrir jólin var haldin merki-
leg sýning i Reykjavík. Það var sýn-
ing á prjónlesi, sem unnið var úr
islenskri ull eingöngu, ásamt ýms-
um vefnaði úr íslenskri ull. Og
jiarna var alt litað með íslenskum
iitum, eða litbrigðin fengin með því,
að nola saman þá aðalliti sem ullin
sjálf hefir: hvitt, mórautt og sauð-
svart. Má sjerstaklega geta þess hve
undraverður árangur fjekst með því
að nota þessa iiti hlið við hlið og
samblandaða og mátti lesa litróf
ullarinnar i kembum, sem lagðar
voru hlið við hlið, þannig að sami
litur smádöknaði úr hvítu ofan i
dökkmórautt eða sauðsvart. En það
sem einkum vakti athygli á sýning-
unni var mýkt prjónlesins, sem unn-
ið var úr ullinni. Þar gat hver og
einn sannfærst um það sjálfur, að
íslenskt prjónles getur verið mjúkt
eins og silki, og ef liað er liart við-
komu og óviðfeldið hörundinu þá
er það þvi að kenna, að ekki er tek-
ið nógu vel ofan af ullinni.
Þessi „uppgötvun“ er inikils virði.
Því að hún kippir þeim þröskuldi
úr vegi, sem undanfarið hefir verið
verstur fyrir notkun íslensku ullar-
innar. Hún getur kept við útlenda
ull og bómull hvað mýkt snertir. Og
allir vita, að hún er ólíkt endingai-
betri. Það er lika stðreynd, sem
fólki hefir orðið best Ijóst á síðari
árum, að hvort heldur er til fæðis
eða klæðis þá hentar liverri þjóð
það best, sem framleitt er í landinu
sjálfu. Og íslendingar hafa feng'.ð
að kenna á því, að þeir liafa ekki
sem skyldi lilúð að innlendri fram-
leiðslu lieldur sóst eftir þvi út-
lenda og keypt það dýrum dómum,
meðan alt ljek í lyndi. Hefði það
ekki verið gert, mundi hagur þjóð-
arinnar betri nú en raun ber vitni.
Prjónlessýningin er einn þáttur i
starfi framtaksamra manna og
kvenna fyrir því, að kenna þjóðinn:
að búa að sinu. Og ekki óverulegasti
þátturinn. Um langan aldur hefir
þjóðin flutt út gnægð af ull, fyrir
smánarlegt verð og keypt kynstur af
bómullarvörum í staðinn, fyrir hátl
verð. Og viðbáran var jafnan: við
þolum ekki íslensk nærföt. Nú er
það sannað, að hægt er að gera
„þolanleg“ íslensk nærföt — að
maður ekki tali um sokkana. Næstu
áratugir munu væntanlega sýna, að
íslenska ullin á eftir að komast í
öndvegissess á ný og fatnaðurinn úr
henni að klæða hvern landsbúa að
meira eða minna leyti. í þvi felst
aukin heilbrigði þjóðarinnar og
aukin velmegun landsbúa.
Meyjaskemman, gamansöngleikur í
3 þáttum. Lögin eftir Franz Schu-
bert. Söngstjóri dr. von Urbantsch-
itsch, leikstjóri Haraldur Björnsson.
Meyjaskemman varð afar vinsæl.
er hún var leikin hjer í fyrsta skifti.
Það var að vonum, því hver er sá,
sem ekki hefir ánægju af hinum
ísmeygilegu lögúm Scliuberts. Meyja-
skemman verður vafalaust eilífur
augnakall hér, rétt eins og „Æfintýr
á gönguför“, sem þó auðvitað engan
samanburð stenst við Meyjaskemm-
una. Þó að Meyjaskemman yrði vin-
sæl hið fyrra sinnið, var hún nú
ineð alveg nýjum blæ, frískari og
leiksviðslegri en hið fyrra skiftið;
veldur þvi það, að nú fer hinn ágæti
söngleikari Pétur Jónsson með hlul-
verk Schobers, sem þó var laglega
haldið á í fyrra skiftið, og ungfru
Sigrún Magnúsdóttir hefir tekið við
hlutverkinu Hönnu, og er mikil fram-
för að. Satt að segja má Leikfjelagið
fera að vara sig, því það er engum
blöðum um það að fletta, að þunga-
miðja Reykjavíkursjónleikanna er að
flytjast Tónlistarfjelaginu á hönd. ís-
lendingar eru menn frekar þung-
lyndir, ekki síst á armæðu tímum,
eins og nú eru, og þeir liafa þvi ekki
skap til þess að horfa á sálarsina-
drátt nútíma leikrita; þeir þurfa upp
lyftingar og gleðskapar við, og það
er í öllu verulegu Tónlistarfjelagið,
sem sjer fyrir því lijer á leiksviðinu.
Hlutverkin má flokka í tvent, stor
hlutverk og mjög lítil hlutverk, en
miðja vega er svo sem ekki neitt.
Af þeim, sem með stór hlutverk fara
ber Pétur Jónsson höfuð og herðar
yfir alt. Hann er hvorttveggja í senn,
ágætur leikari og ágætur söngvari,
þrautþjálfaður og útsmoginn í öll-
um hnykkjum og brögðum æfðs
leikara. Hann liefir sómt sjer ‘á hin-
um miklu leiksviðum álfunnar, og
auðvitað sómir hann sjer hjer á
okkar litla leiksviði. Gestur Pálsson
leikur hirðglerskerann með finni og
lipurri kímni, og syngur ágætlega.
Sigrún Magnúsdóttir er kvik á fæti,
fjörleg og lipur, syngur vel og fer
vel með; hún virðist frá náttúrunnar
hendi yera löguð til gamansöngleiks
og vera altaf að þjálfast betur og
betur undir hann. Nína Sveinsdóttir
leikur Grisi; liún liefir volduga rödd,
góða leikhæfileika, og sómir sjer liið
besta á Ieikfjölunum. Þá ljek Krist-
ján Iíristjánsson Schubert mjög Iag-
lega, og ekki er að efa fegurð radd-
arinnar, en hann er hinn eini, af
þeim, sem með stóru hlutverkin
fara, sem ekki altaf til fullnuslu
stendur hljómsveitinni snúning. Af
þessum leikendum eru að eins tveir
nýtilkomnir, Pjetur og Sigrún, og
hafa þau bersýnilega sjálf mótað
hlutverk sín, en hin eru leikin með
sania hætti og hið fyrra skifti. Litlu
hlutverkin eru i raun rjettri óleikin,
þau eru sungin og raddirnar eru lag-
legar en litlar. Þeir leiktilburðir,
sem hafðir eru þar.bera svo utan á
sjer tilgerðina, að þeim hefði betur
verið slept. Þetta á þó ekki við Gunn-
ar Möller og Helgu Weissliappel, sera
halda smekklega en Iaust á. Arnór
Halldórsson, sem ljek skóara ekki
ólaglega í „Bláa kápan“, er nú bú-
iiin að koma Moritz v. Schwind i
gerfi skóarans, og lætur bera meira
á sjer en góðu hófi gegnir og hlut-
verkið gefur tilefni til. Manni finst
ekki verða hjá því komist að leggja
sökina á leikbrestunum í smáhlut-
verkunum á herðar leiðbeinandans,
sem þar liefði mátt hafa sig betur
frammi. í tveim sönglausum hlut-
verkum skifti nokkuð í tvö liorn,
þvi Lárus Ingólfsson ljek lögreglu-
mann af hinni mestu, jafnvel full-
mikilli kímni, en Haraldi Björnssyni
tókst hinsvegar að gera sviplaust
hlutverk Scharntorffs greifa að
hreinasta óskapnaði. Tal allra leik-
enda, nema Pjeturs, Gests, Sigrún-
ar og Ninu, í mæltu máli, var alt
of lágt, og það svo að varla heyrðist.
Leiksviðið er að vísu hvorki heppi-
legt fyrir tal nje söng, en ef merin
þekkja bresti þess, þá er hægt úr at
bæta, en þá hlýtur leiðbeinandinn
að þekkja.
Hljómsveitin stóð sig prýðilega,
enda þótt kjör hennar i húsinu sjeu
heldur ekki of góð, og hljómsveitar-
stjórinn virðist hafa ágæta hæfileika.
Það er svona leikrit, sem lijer
þarf að sýna, og þá mun ekki standa
á áhorfendum.
Guðbr. Jónsson.
Jón Árni Gíslason frá Gerðum í
Garði, nú til heimilis á Karla-
götu 10, varð 80 ára 23. f. m.
Dr. med. Halldór Kristjánsson,
Kaupmannahöfn, varð 50 ára
12. f. m.
Einar Magnússon, skólastj. i
Gerðum, varð 60 ára 22. f. m.
Pjetur Jónsson sem Schober og Sigrún Magnúsdóttir sem Hanna.