Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1939, Qupperneq 3

Fálkinn - 26.05.1939, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 Gunnar Gunnarsson. Það er orðið nokkuð langt síðan, að það var gert alþjóð heyrinkunn- ugl, að Gunnar Gunnarsson skáid ætlaði að flytjast til íslands og setj- ast þar að, upp í sveit. — Þótti það fiSindum sæta með heimsborgara eins og Gunnar er. Minnir þetta á Grím Thomsen, sem i'lýði frá met- orðum og veisluglaumi í kongsins Kaupmannahöfn, keypti Bessastaði og fór að búa þar. En það sannaðist hjer sem fyr, að röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Grímur kaupir Bessastaði, þar sem hann var fæddur og uppalinn, en Gunnar kaupir Skriðuklaustur, næsta bæ við Valþjófsstað, en þar er hann fædd- ur. — 1912 kom út á dönsku Saga Borg- arættarinnar og með henni vann Gunnar sinn fyrsta bókmentasigur. Síðan hefir hann verið síhækkandi „stjarna." Hann er ekki aðeins löngu frægur sem rithöfundur um öll Norðurlönd heldur um öll nálæg menningarlönd og hafa bækur hans verið þýddar á fjölda tungumála. í Þýskalandi er Gunnar sá norrænna rithöfunda, er nú mun vera einna mest lesin. Til að byrja með fekk Gunnar heldur kaldar kveðjur lijeðan að heiman sem Jóhann Sigurjónsson og Guðmundur Kamban fyrir að skrifa á dönsku. Þótti sumum það stappa nærri landráðum. En það góða fólk, er feldi hörðu dómana gleymdi því, að um þær mundir sem þeir hófu sinn rithöfundaferil var ekki hægt að lifa á penna sín- tun á íslandi. Og að Dönum liafi þótt nóg um innrás íslenskra rithöfunda á danska bókmentagrund má marka af þvi, að einn ritdómarinn hafði í háði, að iitflutningur íslendinga væri þorskur og skáld. Gunnar hefir skrifað feiknin <ill um dagana, og hafa sumar helstu bækur hans verið þýddar á íslensku. En vansalaust er það ekki að öll verk hans skuli elcki hafa verið íslenskuð og verður þess vonandi ekki lengi að bíða úr þessu. Á síðari árum hefir Gunnar gerst talsmaður nánari samvinnu milii Norðurlandaríkjanna, og hefir oft verið ræðumaður á fjölsóttum norr- ænum mótum. — Þá hefir hann gert það sem í hans valdi hefir stað- ið til að slá á hinn heiftuglega á- róður sem rekinn hefir verið um Þýskaland seinustu árin, b'æði í Danmörku og annars staðar um Norðurlönd. Er þetta sáttastarf hans þess vert að þvi sje haldið á Iofti. Og ísland hefir liann kynt manna mest i Þýskalandi með fyrir- lestraferðum. Gunnar Gunnarsson fór að heim- an sem fátækur sveitapiltur fyrir rúmum 30 árum og kemur nú aftur heim sem frægur maður, trúr sínu íslendingseðli alla tíð. íslenska þjóð- in býður hann velkominn, þakkar honum afrekin og óskar honum lil hamingju á hinu austfirska óðali. — Þessa dagana kemur síðasta hók Gunnars, Advent, út á íslensku. Hefir „Heimskringla“ sjeð um út- gáfuna. Þýðingin er eftir Magnús Ásgeirsson. Brúðurin blárra fjalla kallar skáld- in heim, þegar líður á daginn. Þar vilja þeir bera beinin, þar sem þeir slitu sinum fyrstu barnsskóm. Æsk- an og ellin haldást í hendur. — 18. þ. m. varð Gunnar Gunnarsson l'imtugur og samtímis lagði liann upp í íslandsferðina — ferðina heim til Skriðuklausturs, hins gamla höfð- ingjaseturs og klaustursstaðar, sem hann hefir keypt og ætlar að húsa af nýju og setja þar upp stórbú. Gunnar er fæddur á prestssetrinu Valþjófsstað, eins og áður gat, en ólst upp að Ljótsstöðum i Vopna- firði. Gunnar faðir skáldsins var bróðir síra Sigurðar Gunnarssonar í Stykkishólmi, hins ágælasta manns, er ljest í hárri elli fyrir fáum árum. Hafði sira Sigurður jafnan haft trú á hæfileikum frænda sins og hvatt hann. Mintist Gunnar skáld þess síðar með þakldæti, og bauð hann síra Sigurði heim til Danmerkur fyrir nokkrum árurn. Gunnar ólst upp á Ljótsstöðum í Vopnafirði við venjuleg sveita- drengjakjör og var ekki til náms haldið. — Kornungur fór hann að yrkja, og gaf lil tvær ljóðabækur, þegar hann var unglingur. Þeim var ekki veitl veruleg athygli. Hristi Gunnar dustið af fótum sjer og rjeðst til utanfarar 18 ára gamall. — Dvaldi hann tvo vetur á lýðháskólanum í Askov og varð dvölin þar Gunnari mjög mikils virði. Var þá kennari þar Marius Kristensen hinn ágæt- asti maður og skáld gott, sem unni islenskum fræðum og hefir þýtt nokkur íslensk kvæði á danska lungu. Marius Kristensen ljet sjer mjög ant um Gunnar og mun hafa gert meira tii þess en nokkur ann- ar maður að lilynna að skáldgáfu hans. Fyrstu sumurin, sem Gunnar var í Danmörku varð hann að vinna erfiðisvinnu til að hafa ofan af fyrir sjer. Og átti hann þá oft við mikla örðugleika að stríða. íslensk hljómlistakona hlýtur verðlaun Það er altaf gleðiefni. þegar ungir og efnilegir fslendingar afla sjer frægð- arorðs meðal stórþjóðanna og má með tíðindum telj- ast, enda fátítt sem von er, þegar litið er til að- stæðna borgara lítillar og afskektrar þjóðar. í marsmánuði síðast- liðnum hlaut Margrjet Ei- ríksdóttir, Hjártarsonar raf- Tæðings i Reykjavík, þann heiður, að vinna fyrstu verðlaun i árlegri hljóm- ieikakepni, sein London Musical Feslival efnir til. Er þetta kepni, er vekur mikla athygli í London, og engir fá að taka þátt í, nema þeir sem njóta mikils álits lærðustu manna á þessu sviði. •— Verðlaunin, sem Margrjet vann var mjög vandaður silfurbikar — Beelhoven cup — kendur við hinn heimsfræga þýska snilling. Margrjet Eiríksdóttir er ung stúlka. — Hneigðist hugur hennar snemma til hljómlistarnáms. — Ellefu ára gömul byrjaði hún nám hjá Páli ísólfssyni, og þegar Tónlistarskólinn var stofnaður 1930 innritaðist hún i hann. Hún laulc þar námi 1934 með mjög lofsamlegum vitnisburði. Að loknu skólanáminu naut hún tilsagnar dr. Mixa. Haustið 193ö hjelt Margrjet piano- hljómleika hjer i Reykjavík við á- gætar undirtektir. Varð hún fyrsti nemandi Tónlistarskólans, er efndi til sjálfstæðra tónleika. Sköinmu siðar fór hún til London og hefir verið þar siðan nema hvað hún dvaldi heima nokkra mánuði í fyrra. Hafði hún fyrst einkatíma hjá þektum kennara, en innritaðist síð- an i hina frægu hljómlistarstofnun Royal Academy of Music, þar sem liún hefir lokið mjög þungu prófi. Af 150, er gengu undir próf, varð hún ein af sjö útvöldum. Sá er tekur þetta próf fær titilinn London. L R. A. M. (Licentiates Of The Royal Academy Of Music). Áður en Margrjet vann „Beethoven Cup“ hafði hún hlotið heiðurspen- ing úr silfri við hljómlistarstofnun í London. Margrjet býr sig nú undir að kenna hljómlist hjer heima. Annars hygst hún muni lialda námi áfram, ef ástæður hennar leyfa. Er vonandi að henni gefist kostur á áframhaldi svo mikils álits sem hún liefir afl- að sjer í heimsborginni miklu. Samkvæmt skýrslum frá Tokio hafa duglegir vopnasmiðir í Japan hærra kaup en ráðlierrarnir þar. Ráðherrarnir mega ekki hafa hærra kaup en sem svarar 8000 krónum, en vopnasmiðirnir hafa 10.000 króna árs- kaup. Galileo Galilei. Hinn 15. febrúar voru liðin 375 ár siðan sá maður fæddist í þennan heim, sem með miklum rjetti má teljast höfundur tilraunavísinda i náttúrufræðum, Galileo Galilei. Á verkum hans byggja vísindamenn enn í dag, því að uppgötvanir hans í náttúrufræðum voru sumpart svo grundvallandi, að hjá þeim verður ekki komist, fremur en að hægt væri að rjúfa náttúrulögmálið. Galilei fæddist í Pisa og var faðir lians ágætur stærðfræðingur og hljóðlistarfræðingur, Vincenzo að nafni, ættaður frá Firenze. Seytján ára gamall innritaðist Galilei i há- skólann í Pisa og lagði fyrir sig læknisfræði, en undir þá fræðigrein heyrðu almenn náttúruvísindi í þá. daga. Efnafræðilærdómur læknisefn- anna þá, var mestmegnis í því fólg- inn að læra að þekkja jurtir og sjóða úr þeim ýmsa safa, sem notaðir voru sem meðul. Þeir voru því eiginlega grasakonur, læknarnir þá. En þetta nægði ekki Galilei. Hann leilaði dýpra og fór að gefa sig að stærð- fræði og eðlisfræði og tveimur ár- um eftir að liann byrjaði háskóla- námið gerði hann þá uppgötvun, að pendúlsveiflan tekur jafnlangan tíma, hvort sem pendúllinn sveiflast langt eða skanit frá lóðrjettri linu. Sagt er að þessi uppgötvun hafi orðið fyrir tilviljun eins og svo niargar aðrar. Galilei liafoi verið staddúr í dóm- kirkjunni i Písa, og verið að horfa þar á ljósakrónurnar, sem nýkveikt var á. Hafði skjálfti komið á Ijósa- krónurnar er kvéikjarinn var að fásl við þær, svo að þær sveifluðust. Og Galilei veitti sveiflunum athygli og gerði um leið mikilsverða uppgötvun viðvíkjandi þyngdarlögmálinu. Eftir fjögra ára dvöl á háskólanum i Písa hjelt hann áfram námi i Firenze og sökti sjer nú niður I kenningar Arkimedesar, eins hins mesta. eðlisfræðings fornaldarinnar, sem þá voru í litlum metum liafðar. því að allir aðhyltust Aristoteles. —- Nema Galilei, því að uppgötvun hans á pendúlnum gat ekki samrýmst því, sem Aristoteles hafði staðliæft. — Galilei gerði verklégar atliuganir til þess að prófa sig fram og fann nú alveg nýtt lögmál fyrir fallhraðan- um. Þessari uppgötvun lýsti hann í ft’ægu riti, sem út kom í Leyden aðeins fjórum árum fyrir dauða hans, en er undirstöðurit að aflfræði nútímans. En áður hafði hann sanii'ð lítið rit um þyngdardepil fastra hluta. Árið 1592 settist Galilei að i Padua og dvaldi þar næstu 18 ár. Var hann nú orðinn frægur fræðimaður, og náttúrufræðingar úr öllum áttum Framh. ú bls. 15.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.