Fálkinn


Fálkinn - 18.08.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.08.1939, Blaðsíða 4
4 F A L K 1 N N Ármenningar við æfingar á slánni. Myndin til vinstri sýnir er fánaber- ar hinnu 36 þjóða gengu inn á Stadion. SVÍÞJÓÐARFÖR ÁRMANNS SvíþjóSarfarar Ármanns komu heim með „Brúarfossi“ frá Lingiaden miðvikudagsnóttina 9. ágúst, eftir að hafa haft sýningar í fimm löndum, sem hvarvetna vöktu hina mestu hrifningu. Alls höfðu flokkarnir 15 sýningar, kvennaflokkurinn 8 og karlaflokkurinnn 7. Ármenningarnir lögðu af stað að heiman með „Lyra“ 13. júlí og var ferðinni heitið til Lingiaden, en þar átti að halda alheims fimleikamót, í tilefni af, að 100 ár voru liðin frá dauða hins heimskunna leik- fimisfrömuðar, Per Henrik Lings. — Hinn 15. júlí komu flokkarn- ir til Færeyja og hjekiu þeir sýn- ingu þar, er tókst mjög vel, þrátl fyrir það, að leikfimisfóíkið væri ný komið af sjó. Færeyingar luku hinu mesta lofsorði á fimleikaflokk- ana. Um kvöldið lijelt Havnar-fim- leikafjelagið — en það annaðist mót- tökurnar í Færeyjum •— Ármenn- ingunum samsæti. — Að samsætinu loknu gengu Færeyingar og íslend- ingar syngjandi til skips og var þar skifst á húrrahrópum að skilnaði. Laust fyrir hádegi mánudaginn 17. júli komu Ármenningarnir til Berg- en. Hjeldu þeir útisýningu þá um kvöldið kl. 8, við svonefnt Bergens- hús, en það er gamalt safn, sem var hygt á 13. öld. Umhverfis l)að er stór og fagur garður og fór sýningin fram þar. Daginn eftir fluttu öll blöðin í Bergen hin bestu ummæli um frammistöðu flokkanna, jafn- framt jiví sem nokkur þeirra hirtu myndir af íþróttafólkinu. Það er freistandi að drepa lítillega á um- mæli biaðanna, því þau sýna, að Ármenningar hafa komið þar frain sjer og þjóð sinni til mikils sóma. í Bergens Aftenblad segir á þessa leið: „Það var mjög ánægjulegt, að stúlkurnar gerðu ekki allar sönni æfingarnar á slánni, en sýndu fjöl- hreyttar æfingar. Sumar stúlkurnar voru hreinir „akrobatar“ á slánni, og þær verðskulduðu fyllilega þá hrifn- Hópsýning kvenna frá Lingiaden. ingu og lófaklapp, sem þær fengu að lokinn sýningu.“ — Um karla- fiokkinn segir i Bergens Tidende: „Karlaflokkurinn vakti mjög rnikla hrifningu með dýnuæfingum sínum, þar sem „flik-flak“ og öfugt heljar- stökk var gert með þeim stíi, ör- yggi og hraða, er vakti óskifta hrifn- ingu. Hvenær lærum við þessa katt- armýkt, skerpu og svifhraða, sem þessi flokkur hafði lil að bera. Jeg vona að íþróttamenn vorir hafi haft opin augun, því að af þessari sýn- ingu mátti mikið læra.“ — Blaða- ummælin i Bergen voru öll á þessa iund. Morgúninp eftir hjelt hópurinn af stað frá Bergen áleiðis til Oslo. Var komið þangað um kvöldið og voru Ármenningar þar gestir Oslo-Turn- forening. Að morgni þess 19. júlí var haldið frá Oslo á leið til Stokk- hólms. í Oslo bættisl við i hóp ís- lendinganna Vilhjálmur Finsen, sendisveitarfulltrúi, en hann var fuil- Stúlka úr Ármannsfiokknum í vanda- samri jafnvægisæfingu á hárri slá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.