Fálkinn - 18.08.1939, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
13
Krossoáta Nr. 306.
Skýringar.
Lárjett.
2 merki. 7 hreyfing. 9 heiður. 1U
rámur. 12 verkum. 14 kúga. 16 beita.
17 land. 20 hjerað. 21 lærði. 23 her-
tekur. 24 krossfesta. 26 strik. 28
gruna. 30 frumefni. 32 renna. 33
landsetur. 34 ábendingarfornafn. 35
hávaði. 36 lienda. 37 bardagi. 38
gjamm. 40 spítur. 41 guð. 42 hlut. 43
efni. 45 hverf. 46 liestar. 49 þunnur.
51 planta. 52 bær í Noregi. 54 lægð.
55 frárensli. 57 guðspjallamaður. 59
íor. 60 á húsi. 62 holskrúfur. 63
renna.
Lóðrjett.
1 starfi. 3 fer til fiskjar. 4 aflið.
5 heimsálfa, sk.st. 6 loka. 7 nær. 8
viðbætt. 10 bygging. 11 vísa. 12 smæð.
13 fugl. 14 vætulaus. 15 angra. 18
bátur. 19 skinn. 22 ræðinn. 24 veldur.
25 páfi. 27 brauðið. 28 mannsnafn.
29 vænta. 31 sagnmynd. 34 stæði. 39
skip. 40 bændur. 42 fullnægja. 44
fuglar. 45 titill. 46 hismi. 47 sætir.
49 sveifl. 50 tilaup. 52 lik. 54 sýra.
56 kvenmannsnafn. 59 lijartfólgin. 60
persónufornafn. 61 íþróttafjelag.
Lausn á Krossgátu Nr. 305.
Ráðning.
Lárjett.
2 þvarg. 7 sjö. 9 Óla. 10 fob. 12
slóra. 14 karra. 16 aka. 17 kreikar.
20 ari. 21 ósk. 23 fyrir. 24 suð. 26
arg. 28 unt. 30 ak. 32 arga. 33 daga.
34 an. 35 frami. 36 grána. 37 lá. 38
aðai. 40 úfur. 41 st. 42 æra. 43 rós.
45 Ari. 46 hlýst. 49 tök. 51 mun. 52
hallæri. 54 göt. 55 rimil. 57 úlfur. 59
rak. 60 fró. 62 már. 63 braml.
Lóðrjett.
1 mjó. 3 vó. 4 allir. 5 ra. 6 lior.
7 slasa. 8 örk. 10 far. 11 braut. 12
skó. 13 arf. 14 kar. 15 arð. 18 eyma.
19 kind. 22 kramari. 24 snarrót. 25
nafli. 27 griða. 28 uggur. 29 snati.
31 krá. 34 ans. 39 lull. 40 útsæ. 42
ærnir. 44 sögur. 45 aur. 46 hal. 47
ýlfra. 48 trú. 50 kör. 52 liik. 53 ilm.
56 mar. 58 fát. 60 fr. 61 óm.
Hræfareldar.
Ameríkanska ritið „Fortune“ lætur
við og við fara fram atkvæðagreiðslu
meðal lesenda sinna um ýms dægur-
mál. Meðal annars ljet það nýlega
fara fram atkvæðagreiðslu um, hvort
lýðræðislöndin, þar á meðal Banda-
rikin, ættu að hindra, að Hitler og
Mussolini tæki meiri lönd, en orðið
er. Já, svöruðu 56.7%, nei 31% og
12.7% vissu það ekki.
(Readers Digest).
Nú er hægt að iðka skaulahlaup
allan ársins hring, því að tekist hefir
að framleiða nýja tegund af gerfi-
is. Efnið, sem í hann er notað, heitir
„Iceolite", og er hitað upp eins
og asfalt og síðan helt á gólfið, þann-
ig, að það myndi þumlungs þykt
lag. Storknar það síðan og verður
svo hart, að það endist árum saman.
Frægir skautamenn, sem reynt liafa
þetta nýja ,.skautasvell“ í Toledo,
Ohio, segja, að það sje engu verra
en gott, eðlilegt skautasvell.
Robert Donat, enski kvikmynda-
leikarinn frægi, var heiðursgestur
við einkasýningu á söngleik, en
meðan á sýningunni stóð var hús-
móðirin altaf að masa við hann,
honum til mikillar skapraunar. Loks
sneri hún sjer að honum og sagði:
„Jeg vona að þjer komið með okk-
ur í leikhúsið á morgun. Jeg er viss
um, að þjer hafið gaman af því.
Við ætlum að heyra „Tosca“.
„Það verðui gaman,“ svaraði Don-
at. „Jeg hefi aldrei heyrt yður í
þeim söngleik."
(Fortune).
Sir Robert Horne, forstjóri Paci-
fik Railwav í Canada, sefur hvergi
eins vel og i járnbrautarklefa. Þess-
vegna hefir hann látið setja upp rúm
I svefnherberginu sinu, sem hristist
eins og járbrautarvagn.
„Lambeth Walk er gyðinglegt af-
skræmi, sem ætti að banna í Þýska-
landi. Við veiðuni að útrýma þessum
dýrslega dansi,“ segir S. A. Mann,
Berlín.
„Lambeth Walk er ekki annað en
afbrigði af ævagömlum sveitadansi
frá Bayern, sem kallaður var Schup-
latter,“ segir Dautsche Allgemeine
Zeitung.
Kinverski stjórnmálamaðurinn Li
Hung Sjang, sem mikið bar á um
síðustu aldamót, var einu sinni á
ferð i London, og einn peninga-
manninn þar, langaði til að gefa
honum dýrmæta gjöf. Peningamað-
urinn al'rjeð loks, að gefa honum
tvo sjaldgæfa kjölturakka. — Hann
keýpti fyrir of fjár tvo hunda, með
svo frægri ættartölu, að allir hund-
fróðir ménn ágirntust þá, og sendi
hinum fræga Kinverja þá. Nokkru
siðar kom brjef frá Li Hung Sjang:
„Mjer var það mikil gleði, að taka
við gjöf yðar. Þvi miður neyðisl
jeg til, sökum elli og vanheilsu, að
liafa strangar reglur um mataræði,
og þessvegna ljet jeg tvo heiðurs-
menn meðal förunauta minna jeta
liundana. Þeir smökkuðust afbragðs
vel!“
(Le Jonrnal, París).
Enskur ferðamaður var staddur í
Síam og eitt kvöldið, sem hann hafði
ekkert fyrir stafni, spurði hann gesl-
gjafann á hótelinu, sem hann hafðist
við á, hvort hann gæti ekki stungið
upp á neinni dægradvöl. Jú, sagði
gestgjafinn. — Það er hnefakapp-
leikur í kvöld. Þangað skuluð þjer
fara. Og Englendinginn langaði til
að sjá hnefakappleik í Síam, og fór
með gestgjaíanum.
Kappleikurinn fór fram í stórum
sal; þar var troðfult af fólki og
liávaði mikill. Hnefakapparnir döns-
uðu hver kringum annan á brak-
andi palli, sem dauf birta skein á.
Aðalviðureignin var nýbyrjuð, þeg-
ar þeir komu, og Englendingurinn
hafði ekki augun af köppunum.
Hann sá brátt, að venjulegar
hnefleikareglur gilda ekki í Síam.
Kapparnir börðu bæði að framan og
aftan, og sjerstaklega hrifnir voru
áhorfendurnir, þegar öðrum kapp-
anum tókst að sparka í augað á liin-
um. Þessu hjelt áfram óslitið langa
lcngi og loks fór Englendingnum
að leiðast og spurði, hvort leikurinn
færi ekki að hætta.
„Hætta?“ svaraði gestgjafinn. „Það
er hvorugur dauður ennþá!“
(News Review, London).
DREKKIÐ EBIL5-ÖL
„F.ult nafn yðar, gerið þjer svo vel,“ sagði
dómarínn.
„Dennis Drury, lierra dómari.“
„Þjer munuð vera fulltrúinn frá glæpa-
rannsóknardeiklinni ?“
„Já, herra dómari.“
Kviðdómendurnir gláptu á manninn eins
og naut á nývirki og göptu. Þetta var víst
í fyrsta skifti, sem þeir höfðu sjeð ,,ekla“
leynispæjara, því að lieimalögreglan var ekki
talin svo merkileg. Spámennirnir eru ekki
þeir einu, sem ekki eru virtir í sínu föður-
landi.
„Viljið þjer gera svo vel að segja dómn-
um, hvað gerðist, eftir að þjer tókuð við
rannsókn málsins?“
Fyrst samdi jeg skrá yfir viðburðina sem
orðnir voru, eftir minnisblöðum Ridleys, og
raðaði þeim í rjetta tímaröð. ósamkvæmni
í þessari skrá varð til þess að beina athygli
minni að Holm Lea, húsinu, senr áður hafði
verið undir grun. Húsið var rannsakað og
vmislegt kom fram, sem styrkti það álit
Ridleys, að týndi maðurinn hefði komið
þarna nóttina áður en hann hvarf.“
Drury tók öskju upp úr vasa sínum og
tók bómullarlag ofan af innihaldinu og rjetti
svo þjóninum, að liann sýndi kviðdómend-
um.
„Dawson sjóntækjasali er hjer í rjettinum
og er reiðubúinn til að sverja, að þessi gler-
augnabrot, sem fundust í Holm Lea, sjeu eft-
ir sömu fyrirskrift og gleraugu, sem Levin-
sky fjekk hjá honum fyrir nokkru. Og lagið
á gleraugunum er afar fátítt."
Domville dómari skoðaði glerhrotin með
athygli og ljet þau síðan ganga milli kvið-
dómendanna. Hann leit nú til Drury með
minni andúð en áður. Þessi drumbslegi full-
trúi var, þegar öllu var á botninn hvolft,
eklci eins dulur og hann hafði haldið. En
Drury heið ánægður í vitnastólnum og þagði.
Þetta, að leggja fram gleraugnabrotin á
rjettum tíma, liafði vakið athygli dómend-
anna og dregið hug þeirra frá stundaskránni,
sem hann vildi lielst láta hlaupa sem laus-
legast yfir og tala sem minst um, á þessu
stigi málsins. Ef farið yrði að ræða um hana,
þá mundi það verða ljóst öllum almenningi,
að grunurinn snerist ekki um húsið Holm
Lea lieldur léigendurna. Til þess að draga
lmga dómendanna frá þessu máli, hafði hann
annað vopn til reiðu, þegar furðan yfir gler-
augnahrotunum væri farin að dvína, og tók
nú upp brot úr glerhólk og vaxmola, sem
líka hefði fundist við liúsrannsóknina.
„Þetta fanst í sama skiftið. Við hirtum
það, af því að það er óvanalegt að sjá svona
á heimilum, og jeg hefi enga skoðun á, hvort
það sje málinu viðkomandi eða ekki. Það
virðist vera brot úr sprautu og svo moli af
kertavaxi.“
Þetta gekk svo milli manna og sumir
háru það upp að augunum til þess að sjá
það betur. Eftir nokkra stund benti dóm-
arinn Drury að lialda áfram.
„Samkvæmt þessu og upplýsingum, sem
jeg hafði fengið, hað jeg um leyfi til að opna
gröf leigjandans í húsinu, sem hafði verið
grafinn skömmu áður. Líkið, sem grafið var
upp, er hið sama, sem nú liggur í líkhúsinu.
Annað hefi jeg ekki að segja.“
Áður en lengra er farið,“ sagði dómarinn,
„óska jeg að taka fram ástæðuna til þess,
að þetta er rifjað upp aftur. Nýlega hafa
komið fram í blöðunum aðfinslur lím, að
lögreglan misbeiti valdi sínu og fari lengra
en lög leyfa. Einhverjir gælu haldið, að það
hefði ekki verið nauðsynlegt, að framkvæma
jafn alvarlegan verknað og það jafnan er,
að grafa upp lík, og hjer væri eitt dæmi
þessum aðfinslum til málshóta. Þessvegna
verður að gefa lögreglunni kost á, að hera
fram þær ástæður, sem hún hefir liaft fyrir
ráðabreytni sinni. — óskar nokkur að spyrja
vitnið frekar um málið?“ spurði dómarinn
svo, og rendi augunum til kviðdómendanna.