Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1939, Side 6

Fálkinn - 01.09.1939, Side 6
6 F Á L K I N N MARK HELLINGER: Eftir iiriiðkanpið. „Jeg er hátiðleg, glöð og hrygg í TKAU HLUPU úl i bifreiðina, sein hafði beðið þeirra góða stund. Svo liristu þau af sjer hrisgrjónin, seni kunningjarnir liöfðu dembt ýfir þau að ameríkönskum sið, skeltu afl- ur bílhurðinni og kölluðu „Waldorf Hotel“ til bílstjórans. Við kirkju- dyrnar var enn fjöldi fólks og gegn- um afturgluggann á bifreiðinni sáu þau, að presturinn gekk á miili og tók í hendina á nánustu vinum og vandamönnum. „Herra minn trúr!“ andvarpaði Bob og hallaði sjer aftur á bak. „Skelfing er gott að vera búinn að þessu." Mildred svaraði engu. Hún var i óða önn að hrista grjón af ioðkrag- anum sínum og kjólnum — hún varð jafnvel að taka al' sjer skóna og hrista úr þeiin. I svörtu hárinu sá í hvit grjónin, eins og konfetti. Um leið og hún lagði spegilinn of an í tösku sína aftur, tók hann um hendina á henni og kysti liana. „En hvað þú ert yndisleg,“ sagði hann í hálfum hljóðum. Hún hló og hristi höfuðið. „Við skulum tala um það, þegar við höf- um fengið okkur eitthvað að borða“, svaraði hún. Það var að kalla mannlaust á Waidorf um Jietla leyti. Þau fengu sjer borð bak við pálmalund, þar sem enginn gat sjeð þau. „Jæja þá,“ sagði Mildred, „eigin- lega er jeg að sálast úr sulti.“ Hann rjetti henni matseðilinn: „Það verður ekki annað sagt, en að brúðkaupið væri hátíðlegt," sagði hann. „Hátíðlegt! Það var dásamlegt — og hugsaðu þjer, jeg var í rauninní ekki vitund hrædd — jeg er nærri því upp með mjer af því.“ „Það er ósatt,“ mótmælti Boh. „Ef þú ætlar að halda því fram, að þú hafir ekki verið óróleg, þá er þjer liollast að tala við lækni, því að þá erlu veik af köldu eða einhverju þess- konar. Handleggurinn á þjer skaif, og jeg fann, að þú skalfst frá hvirfli til ilja.“ Hún brosti og augun voru vot og gljáandi: „Finst þjer þetta sæmileg- ur talsmáti við kvenfólk? Móðir mín hefir altaf varað mig við mönnum eins og þjer .... þjónn, má jeg fá egg og flesk, heitt eggbrauð og kaffi ?“ „Gerið svo vel að koma með það sama handa mjer,“ sagði Bob. Þau horfðust í augu. Þau voru ung og þetta var einstakur dagur í æfi þeirra. „Jæja, þá er þetta búið,“ sagði hún hátíðlega. Hann kinkaði kolli og svaraði hægt: „Maður verður svo undarlega hátíðlegur við svona tækfæri, finst þjer ekki?“ senn,“ svaraði hún, „það er það undarlegasta, sem jeg hefi upplifað sjer í lagi í kirkjunni. Mjer fansl eins og það væri ekki jeg sjálf, sem væri að upplifa þetta, — mjer fanst jeg standa við hliðina á sjálfri mjer og heyra alt sem fram fór, — en frá öðrum stað.“ „Presturinn talaði prýðilega,“ sagði Bob. „Hann var ágætur." Þau þögðu bæði augnablik. Svo sagði Mildred upp úr þurru: „Bob — þú elskaðir Inez — var það ekki?“ „Hva — — hvað segirðu?" Hann liorfði forviða á hana. „Jeg var bara að spyrja, hvort það væri ekki satt, að þú hefðir elskað hana lnez,“ endurtók hún hlíðlega. Það leið nokkur stund þangað til hann svaraði. Hann hámaði í sig fleskið eins og óður maður, en loks- ins sagði hann: „Sannast að segja, Mildred, finst mjer þetta ekki nærgætið af jijer. . . . en úr því að þú vilt vita það .... já, það er satt, að jeg elskaði hana.“ „Jeg vissi það ofur vel,“ sagði hún vinalega, „jeg hefi altaf vitað |>að. Jeg veit ekki hversvegna .... það var ekki af þvi hvernig þú lalaðir við hana eða horfðir á liana, en jeg vissi það samt“. „Er ekki nokkuð seint að fara að tala um það núna?“ „Seint? Jú, þessvegna ætla jeg að tala um það, sagði hún, „að það verður ekkert við því gert núna. Og það getur ekki gert okkur neitt mein. Þetta er svoddan smáræði. — bundið saman með ljósrauðu silki- bandi.“ Hann setti frá sjer kaffibóllann og sagði alvarlegur: „Jeg elskaði Inez. Það var — já, væna — það voru eins og töfrar. Jeg reyndi að verjast. Iteyndi að finna galla á henni — en ekkert stoðaði. Þetta var óhjákvæmilegt og enginn gat að því gert.“ „Þú elskar hana ennj)á, Bob.“ — Það var ekki spurning, heldur eins og hún væri að tala um sjálfsagðar staðreyndir. „Jeg váit ekki,“ sagði hann og dró seiminn, „jeg býst við að jcg hugsi altaf til Inez með sjerstökum tilfinningum — en jeg lofa þjer þvi, að hún skal aldrei fá að vita það.“ Hún kveikti í sígarettu og bljes reyknum í smáum hringum. „Úr þvi að við erum byrjuð á þessum hreinskilnislegu skriftamál- um, þá langar mig til að segja þjer dálítið, Bob,“ muldraði hún. „Það er------um hann Eddie.“ „Um Eddie“! Hann hló kulda- hlátri. „Elskan min, það er mál, sem bæði guð og menn vita um. Þú eltir hann aiveg eins og folald eltir meri.“ „Vita bæði guð og menn?“ spurði hún barnalega og hóstaði til þess að kæfa niðri í sjer kjökrið. Hún reyndi að taka þessu kumpánlega: „Það er ómögulegt að eiga nokkurl leyndarmál út af fyrir. sig.“ „Mildred, þú varst skotin í hon- um Eddie? Þú elskaðir hann.“ „Já, jeg gerði það víst, Bob," sagði hún hljóð, „jeg elskaði hann vist af lífi og sál.“ Hann horfði á hana með aðdáun. „Þú ert hetja, Mildred.“ „Æ, varla gelur það nú heitið en jeg reyni bara að látast — en innvortis er nú lítið orðið eftir af mjer — það vita nú svo sem al)ir,“ bætli hún þreýtulega við. „Þú erl hetja, Mildred,“ sagði hann. Hún andvarpaði og strauk sjer um ennið. „Af hverju erum við að tala um þetta. Á það við að vera að tala um svona á brúðkaupsdaginn?“ „Það eru víst fleiri en við, sem lial'a gert það,“ sagði hann alvar- lega, „alt sem gert er hefir verið gert áður. En jeg veit eiginlega ekki, hvernig þetta bar á góma.“ „Jeg átti upptökin, Bob, jeg vildi heyra það af þínum eigin vörum, þetta með Inez — jeg sal nefnilega og var i sífellu að hugsa um Eddie, og gat varla afborið það....“ „Við skulum gleyma því, Mildred. Eftir ár þá munum við ekki einú sinni hvað þau heita.“ „Jú, Bob við gleymum þvi aldrei“. Hann tók um hendina á henni: „Mildred, eigum við að lofa hvort öðru að minnast aldrei á þau fram- ar.“ — „Já,“ svaraði hún og brosti. „Við skulum þá aldrei tala um þau fram- ar.“ Þau luku við máltíðina og þögðu bæði á meðan. Bob borgaði reikn- inginn og hjálpaði Mildred í loð- kápuna. Nokkur grjón runnu niður á bakið á henni. Úti á götunni kallaði Bob á bÞ'- reið. Mildred rjetti honuin hendina. „Þakka þjer fyrir matinn, Bob," sagði hún. „Það var gaman að tala við þig — og eitt verður þú að játa að þetta var yndislegt brúð- kaup —- jeg liefi ekki sjeð fallegri brúðhjón en Inez og Eddie — hefir þú það?“ Bifreiðarstjórinn lokaði hurðinni á eftir henni. KVIKMYNDIR í MANDSJUKUO. Lýðveldið Mandsjukuo hefir nú stofnað öflugt kvikmyndafjelag til þess, að kynna land og þjóð. Myndin sýnir leikkonu þaðan, ríðandi stór- um úlfölda, vera að leika í kvik- mynd. Úlfaldarnir í Mansjukuo eru stórum fallegri en frændur þeirra sunnar í Asíu. Þau htupu út i bifreiöina. Winston Churchill. Mesti gáfumaður allra enskra stjórnmálamanna hefir hann stund- um verið kallaður þessi maður, sem varið hefir síðustu áratugum til þess að vera „hin vonda samviska“ allra ríkisstjórna i Englandi. Hann er fæddur 30. nóveber 1874 og heitir fullu nafni Winston Leonard Spenc- er Churchill, en Randolph lávarður, faðir hans, var sonur hins '. Marl- boroughhertoga. Tvítugur að aldri fór hann með spánska hernum í Cubastyrjöldina og var frjettaritari ]iar, og vakti alhygli fyrir frábæra ritsnild. Stendur naumast nokkur hlaðamaður honuin á sporði. Næst var hann með enska hernum í Ind- landi og við Khartoum, en þaðan fór liann í Búastyrjöldina, sem blaða- maður fyrir „The Morningpost“ og var handtékinn af Búum, en tókst að flýja. Jafnframt hauð hann sig fram til þings, sem íhaldsmaður og var kosinn árið 1900, en þótti erfiður gagn vart flokksaganum og gekk nú í frjálslynda flokkinn og var kosinn sem hans maður 1906. Varð hann þegar vararáðherra fyrir nýlehdprn- ar og tveimur árum siðar verslunar- málaráðherra Asquiths, 1908, en inn- anrikisráðherra 1910 og flotamála- ráðherra 1911. — Þegar samsleypu- stjórnin var mynduð 1915 fór hann úr stjórninni vegna ósamkomulags við flotamálastjórann, lord Fischer, og fór nú í skotgrafirnar í Frakk- landi og var þar um hríð. En 1917 var hann kvaddur til þess að verða hergagnaráðherra, er Lloyd George tók við stjórninni og hert var á hernaðaraðgerðunum. Churchill er sjálfstæður í skoð- unum og ekki dulur. Honum lynti ekki við frjálslynda flokkinn og hvarf úr honum og hefir síðan loð- að við íhaldsflokkinn, þó að hann hafi þar sjerstöðu. Nú telst hann til þess brots hans, sem fylgir utanrík- ismálastefnu Anthony Edens að mál- um og helir lállaust hamast undan- farna mánuði gegn afsláttarstefnu og undanhaldi Neville Chamberlain. Þykir lionuin stefna hans vera ó- samboðin enska heimsveldinu, og liklega má þakka honum það, rneira en nokkrum einstökum manni öðr- um, að enska stjórnin loksins hófst handa um vígbúnað og setti hnefann • borðið, er Hitler hjóst til að ganga á riett Pólverja. Iíróðir skrýmslisins. Þverárskatan, Lagarfljótsormurinn og skrýmslið í Loch Ness í Skotlandi hafa nú eignast bróður suður á ítal- iu. Hann hefst þar við i vatni við Tesino og er ekki nema einn meter á lengd, en herfilegur ásýndum. Hausinn afarstór og klaufir á löpp- unum og munu víst snúa aftur eins og hófar á nykri.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.