Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1939, Qupperneq 7

Fálkinn - 01.09.1939, Qupperneq 7
F Á L K I N N 7 HERTOGINN í LICHTENSTEIN. Franz Jósei' heitir hinn nýi her- togi í Lichtenstein, sem fyrir skömmu er tekinn við völdum. — Myndin er tekin er hann hefir lokið við að vinna eið að stjórnarskránm, og fór sú athöfn fram í Vaduz, höf- uðstaðnum í Lichtenstein. SÓL OG SUMAR. Ein af mörgum sumarrnyndum, sem svo mikið er af núna, eftir að fólkið er farið að fara i sjó. Telpan er eins og fugl í hreiðri. NÝR LEIKARI! í myndinni „The Kid from Tex- as“ leikur nýr maður, Dennis O’ Keefe kúreka, sem endar með þvi, að verða afburða polo-snillingur. — Dennis kunni ekkert í polo og varð að læra leikinn. Fjekk hann þrjár vikur til undirbúnings, æfðan hest og duglegan kennara. En hesturinn fann brátt, að það var viðvaningur, sem á honum sat og setti hann af sjer hvað eftir annað. Og svo hafði klárinn þær kenjar, að hann hreyfði sig ekki úr sporunum, ef hundur einn, sem honum þótti vænt um, var ekki nálægt. Dennis varð þess- vegna fyrst að hæna að sjer hund- inn, og undir eins og hesturinn sá, að þeir voru orðnir vinir, varð hann hinn gæfasti. Hjer er Dennis O’- AMERÍKÖNSKU FILMUVERÐLAUNIN. Bette Davis er talin ein af snjöll- ustu leikkonum ameríkanskra kvik- mynda, og hefir henni tekist sjer- staklega vel upp i myndinni „Jessa- bel“, svo að hún fjekk ameríkönsku filmuverðlaunin fyrir þessa mynd, en að þeim þykir mikill heiður i Hollywood. Á myndinni sjest hún, þegar Jack Werner, varaforseti fje- lagsins, er að afhenda lienni verð- launin. Bette Davis leikur líka aðai kvenhlutverkið i stórmyndinni „Ju- arez“, sem tekin hefir verið í Mexico og leikur Paul Muni þar á móti henni. MARLENE DIETRICH. Kvikmyndir þýsku leikkonunnar Marlene Dietrich, sem áður voru bannfærðar í Þýskalandi, hafa nú verið „látnar lausar", samkvæmt sjerstakri skipun frá Hitler. Fyrir tveimur árum fjekk Marlene hæst kaup allra kvenna í Hollywood, en þótt ágætuslu leikstjórar tækju myndir hennar, þá tapaði Para- mountfjelagið samt á þeim. Þess- vegna fjekk hún ekki nýjan samn- ing, þegar sá gamli var útrunninn. Hinsvegar virtist henni ætla að ganga betur í Frakklandi. — Hið franska dótturfjelag Columbifjelags- ins ætlaði að kvikmynda „Kjör- karlen“ eftir Selmu Lagerlöf og var i ráði að Marlene ljeki aðalhlut- verkið. Nú er fyrir löngu farið að taka myndina, en Marlene er ekki með! Hún heimtaði sem sje 4 miljón SÁLGREINING Á KVIKMYND. í glæpamyndum síðustu ára hefir sjest vaxandi viðleitni á því, að draga fram og sýna sálarástand glæpainannsins og hvatir hans. í nýrri mynd frá Columbia, sem heitir „Blind Alley“ kveður mjög að þessu, því að þar er reynt að leysa glæpa- gátu með sálgreiningu, og sýnir myndin á eftirtektarverðan hátt, starfsaðferðir þessarar nýju vísinda- greinar, sem nú er svo mikið talað um í heiminum. Kaldrifjaður glæpamaður og morð- ingi (Chester Morris) sleppur úr fangelsi og lendir í höndunum á alkunnum sálfræðingi (Ralph Bella- my). — Vísindamaðurinn rannsakar glæpamanninn út í æsar, til þess að reyna að finna hinar dýpri orsakir til glæpahneigðar hans. Eftir marg- vislegar tilraunir tekst honum þetta, og gerir glæpamanninn að nýjum og betri manni. Myndin er af Ralph Morris.__________________________ franka og ágóðahlut af tekjunum, en það þóttist Frakkinn ekki geta borgað. CAROL KONUNGUR ÍSBJÖRNINN í dýragarðinum í París á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. — Hann er að drepast úr liita og mókir allan daginn og hefir varia rænu á að fá sjer að jeta. HIROHITO KEISARI. Ný mynd af Japanskeisara, tekin á síðasta afmælisdegi hans, er hann var viðstaddur hersýningu í Tokio. í Rúmeníu sjest hjer á íþróttamóti og krýpur á knje ásamt Calinescu forsætisráðherra, undir gpðsþjónust- unni, sem fór fram í sambandi við mótið. í HITANUM. Litla snáðanum á myndinni hefir hugkvæmst að fá sjer steypubað undir vatnsvagninum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.