Fréttablaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. september 2009 ÚTSÖLUMARKAÐUR N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 40-70% AFSLÁTTUR AF VINNUFATNAÐI 9611 HX0015 LAMBÚSHETTA úr fleece efni Verð áður 1.731 kr. Verð nú 692 kr. 9611 HX0318 IÐNAÐARVESTI MEÐ BELTI Verð áður 11.875 kr. Verð nú 7.125 kr. 9611 HX0102 VATTFÓÐRAÐUR KULDAGALLI Verð áður 26.217 kr. Verð nú 10.487 kr. 9613 P15428016Ú FRISTADS MITTISBUXUR Verð áður 7.323 kr. Verð nú 3.662 kr. 9621 308240 VARMASOKKAR Verð áður 1.276 kr. Verð nú 639 kr. 9624 P6939 ÖRYGGISSKÓR Verð áður 6.848 kr. Verð nú 3.424 kr. N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 WWW.N1.IS HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstarfs- fólk óttast að bæði fóstureyðing- um og ungum mæðrum fjölgi vegna þess hve getnaðarvarnir séu orðnar dýrar hér á landi. Læknar segja efnahagsástandið farið að hafa áhrif á val kvenna á getnaðar- vörnum og margar þeirra hafa hætt að nota þær vegna kreppunn- ar. Smokkar eru tvöfalt dýrari en á sama tíma í fyrra og salan hefur dregist saman um fjórðung. Ebba Margrét Magnúsdóttir, læknir og sérfræðingur í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp, segir þró- unina hérlendis verulegt áhyggju- efni. „Það voru framkvæmdar 955 fóstureyðingar hér á landi árið 2008 og ein af hverjum þremur konum hafði áður farið í fóstur- eyðingu. Við læknar höfum af því áhyggjur að konur vilji skipta yfir í ódýrari getnaðar varnir og fari af getnaðarvörnum sem þeim leið vel á vegna kostnaðar.“ Tölur liggja ekki fyrir hvort fóstur eyðingum sé að fjölga á milli ára en það að konur séu að fara endurtekið í fóstureyðingar gæti bent til þess að konur séu ekki að nota réttar getnaðarvarnir, að mati Ebbu. „Ungar konur hafa litla peninga á milli handanna og það er ekkert grín að enda þungun með fóstureyðingu.“ Ebba bendir á að öfugt við Ísland niðurgreiði til dæmis Bretar getn- aðarvarnir að fullu. „Ég hef lengi vonast eftir að svo geti orðið hjá konum yngri en 25 ára hér á landi.“ - shá Smokkasala hefur hrunið eftir efnahagshrunið: Óttast fjölgun fóstureyð- inga vegna kreppunnar SMOKKAR Tólf smokkar kosta um 2.000 krónur á Íslandi. Í Bretlandi eru getnaðar- varnir niðurgreiddar fyrir ungt fólk. VÍMUEFNI Forvarnardagurinn var kynntur í gær í Háteigsskóla. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri fluttu ávörp, ásamt forseta Íþróttasambands Íslands, Ólafi Rafnssyni, og Helgu G. Guð- jónsdóttur, formanni Ungmenna- félagsins, meðal annarra. Gestum og nemendum var sýnt sérstakt kynningarmyndband forvarnardagsins með frægu fólki eins og Páli Óskari Hjálm- týssyni og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Í tilkynningu segir að for- varnardagurinn sé byggður á íslenskum rannsóknum um hvað dugi best til að „koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð“. Bestu ráðin séu þátt- taka í íþrótta- og æskulýðsstarfi, samvera með fjölskyldu og að bíða sem lengst með að smakka áfengi. Á forvarnardegi ræða nemar í grunnskólum um hugmyndir sínar um æskulýðsstarf, fjöl- skyldulíf og þess háttar. Samkvæmt rannsókn frá 2007 er minnst um dagneyslu löglegra vímuefna meðal íslenskra ung- menna, miðað við ungmenni 37 annarra Evrópulanda. - kóþ Forvarnardagurinn haldinn hátíðlegur í Háteigsskóla: Forvarnardagurinn kynntur formlega AFTUR Á SKÓLABEKK Borgarstjóri og forseti Íslands, ásamt ónefndum nemanda í Háteigsskóla, fylgjast með myndbandi um forvarnir á kynningu forvarnardags í Háteigsskóla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KIRKJAN Valnefnd innan Þjóð- kirkjunnar mælir með Sigurði Arnarsyni í stöðu sóknarprests í Kársneskirkju í Kópavogi. Sig- urður er tengda- sonur séra Karls Sigurbjörnsson- ar biskups. Formaður sóknarnefndar Kársneskirkju, Kristín Líndal, segir í samtali við Vísi að vinnubrögð valnefnd- arinnar hafi verið til fyrirmynd- ar. Fjórtán sóttu um stöðuna. Þegar Sigurður sótti um að verða sendiráðsprestur í Lundún- um 2003 vék biskup sæti vegna tengsla sinna við Sigurð og skip- aði hæfisnefnd, sem taldi Sigurð hæfastan. Hæstiréttur dæmdi kirkjuna skaðabótaskylda vegna þessa. Annar umsækjandi hafði kvart- að undan málsmeðferðinni. - kóþ Sótt um stöðu sóknarprests í Kársneskirkju: Telja tengdason biskups hæfastan SR. SIGURÐUR ARNARSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.