Fréttablaðið - 29.09.2009, Page 15
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Þetta er ein besta leiðin til að kom-
ast í feiknaform,“ segir einkaþjálf-
arinn Kojak Barpas um bardaga-
íþróttina thai-boxing, sem hann
hefur kennt hérlendis um nokkurra
ára skeið, meðal annars í Baðhús-
inu.
Kojak er breskur Kýpurbúi sem
kynntist thai-boxing á unga aldri
á Englandi. „Þá var ég sextán ára
og hafði æft kickboxing, en þetta
er tvennt ólíkt. Áherslan er öll á
spörk í kickboxing en í thai-boxing
notar maður mikið hendur, olnboga
og hné,“ útskýrir hann og bætir við
að þetta sé ein elsta bardagalist í
heimi.
„Taílendingar þróuðu hana fyrir
um 2.000 árum til að verjast óvina-
þjóð sinni Búrmamönnum. Þeir taí-
lensku brugðu þá á það ráð að maka
á hendur, olnboga og hné lími sem
sérstakt tré þar í landi gefur af
sér. Að svo búnu veltu þeir klístr-
uðum útlimunum upp úr glerbrot-
um og héldu út á stríðsvöllinn. Til-
urð þessarar íþróttar er því blóði
drifin, en hún er auðvitað alls ekki
þannig í dag,“ segir hann.
Kojak tók að leggja stund á thai-
boxing og var innan skamms farinn
að æfa af kappi fyrir heimsmeistara-
mótið á Kýpur árið 2000 en þá lenti
hann í slæmu bílslysi sem olli því
að hann varð að hætta við þátttöku
á mótinu.
Kojak lét það þó ekki slá sig út
af laginu og um leið og færi gafst
fór hann að æfa aftur og vann til
gullverðlauna í þungavigt í thai-
boxing á meistaramóti Kýpur árið
2003. Leiðin lá því næst á heims-
meistaramótið í Kasakstan sama ár
þar sem hann hampaði silfrinu.
En hvað varð til að þessi afreks-
maður flutti svo til Íslands?
„Ástæðan var kona,“ segir hann og
hlær við. „Er það ekki ein algeng-
asta ástæða þess að útlendingar
setjast hér að?“ spyr Kojak, sem
hefur síðan 2005 verið búsettur á
landinu og líkar vel. Hann segist
kunna að meta dugnaðinn í þjóð-
inni en óskar þess að fleiri kynntu
sér það sem thai-boxing hefur upp
á að bjóða.
„Þetta er enn ansi frumstætt
miðað við annars staðar. Sums stað-
ar er þetta ein vinsælasta bardaga-
íþróttin,“ segir Kojak og bætir við
að hann langi til að keppa erlendis.
„Ég sakna bardagana,“ viðurkennir
hann en bætir við að of snemmt sé
að ræða það. „Þetta er allt á byrj-
unarstigi.“
roald@frettabladid.is
Bardagaíþrótt sem á
sér blóði drifna sögu
Kojak Barpas hefur starfað sem einkaþjálfari á Íslandi síðan árið 2006. Nú kennir hann Íslendingum allt
um thai-boxing, eina elstu bardagaíþrótt í heimi, sem að hans sögn á sér ansi blóðuga sögu.
Kojak er þessa dagana að vinna að gerð myndbands um thai-boxing. Á heimasíðunni kojak.is er hægt að afla sér nánari upplýs-
inga um það og annað sem hann er að fást við. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PAPRIKA, grænkál, spergilkál, hvítkál, blómkál og rósakál,
kíví og allir sítrusávextir eru góðir C-vítamíngjafar, en C-vítamín
þarf líkaminn meðal annars við ýmis efnahvörf. Vægur skortur á C-
vítamíni getur lýst sér í þreytu og blóðleysi.
Ertu með eitthvað
gott á prjónunum?
Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna
og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn,
sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og
prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð,
miðvikudaginn 30.september kl. 16-18.
Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist
reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að
taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn
í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn-
unni og með því.
Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 .
Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl. 10-16 sími 554 6626
kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur