Fréttablaðið - 29.09.2009, Qupperneq 16
29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR2
Dagur hjúkrunarfræðideildar er
haldinn hátíðlegur 2. október.
Ávinningur doktorsnáms í hjúkr-
unar- og ljósmóðurfræði verður
til umfjöllunar á málþingi Hjúkr-
unardeildar í Eirbergi föstudag-
inn 2. október.
Málþingið er haldið í tilefni
af Degi hjúkrunarfræðideild-
ar sem er haldinn hátíðlegur 2.
október ár hvert. Þá verða 36 ár
síðan fyrstu hjúkrunarfræðing-
ar settust á skólabekk í Háskóla
Íslands. Þingið er haldið á 1.
hæð í Eirbergi, við Eiríksgötu 34
klukkan 15 og er opið öllum.
Ávinningur
doktornáms
Nú eru 36 ár frá því að fyrstu hjúkrunar-
fræðingar settust á skólabekk hérlendis.
„Við erum með krakkajóga sem er
klukkutími og er þrískipt eftir aldri
þannig að fjögurra til sex ára gömul
börn eru saman í einum hópi, sjö til
níu ára í öðrum og tíu til tólf ára í
elsta hópnum,“ segir Aðalheiður Jen-
sen, jógakennari hjá Rope Yoga setr-
inu. Hún er einnig menntaður leik-
skólakennari, sem kemur sér vel í
tímunum með krökkunum.
„Áherslurnar á námskeiðinu eru
mismunandi eftir aldri krakkanna.
Yngsti hópurinn er mikið í leikjum
en jóga með börnum gengur mikið
út á tónlist og hreyfingu og inn í
það eru spunnar jógahreyfingar.
Við lærum kröftugar möntrur með
handa- og líkamshreyfingum og
skemmtilega leiki sem þjálfa börn-
in í að horfa inn á við, treysta náung-
anum og þjálfa einnig samhæfingu,
öndun og styrk,“ segir Aðalheiður
og bætir við að jógað geti stuðlað að
góðri sjálfsmynd, jafnt fullorðinna
sem barna.
Aðalheiður hefur einnig notað
jógaæfingar fyrir börnin á leik-
skólanum sem hún vinnur. „Börn-
um er eðlislægt að fara inn í sumar
stöður, svo sem barnið og hundinn.
Æfingarnar viðhalda góðri andlegri
og líkamlegri heilsu barnanna en
einnig tengjast þær oftast dýrum
og hlutum úr náttúrunni sem börn-
unum finnst áhugaverðir þannig
að þau eru fljót að ná þeim og auð-
velt er að muna þær,“ segir Aðal-
heiður og bætir við að ekki veiti af
í stressi nútímasamfélagsins.
Námskeiðin eru kennd á laugar-
dögum og eru átta vikur í senn. Eitt
stendur yfir núna og verður fram-
hald á þar sem mikillar ánægju
hefur gætt með krakkajógað.
juliam@frettabladid.is
Börn fæddir
jógameistar
Í Ropa Yoga-setrinu kennir leikskólakennarinn og jógakennarinn
Aðalheiður Jensen börnum á öllum aldri jógaæfingar.
Aðalheiður Jensen sýnir yngstu kynslóð-
inni myndir af dýrum og hvernig megi
fara í eins stöður og þau.
Jógað styrkir sjálfsmynd krakkanna, að sögn Aðalheiðar jógakennara hjá Rope Yoga
setrinu. NORDICPHOTOS/GETTY
REGLULEG HREYFING á meðgöngu er talin hafa jákvæð áhrif á
hana og fæðinguna. Hún er talin draga úr þreytu, bakverkjum, bjúgsöfn-
un og öðrum fylgikvillum meðgöngu, ásamt því sem móðir og barn eru
betur búin undir álagið sem fylgir fæðingu.
Smáratorgi 1 - Sími 588 6090
Verkfæralagerinn 15 ára
15% afsláttur til mánaðarmóta
Fræðsla og Upplifun
Sæktu innblástur og fróðleik í smiðju heimsþekktra og reyndra fagaðila
Ráðstefnan er haldin að Hótel Kríunesi við Elliðavatn
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og fyrirlestra er að fi nna á
www.healinghealers.com
Skráning: radstefnuskraning@gmail.com
eða í síma: Lilja 699-0858, Þóra 896-8521
Allir velkomnir
Alþjóðleg ráðstefna Healing The Healers
2.-4. október 2009
Heilsa og vellíðan!
teg. 42022 - glæsilegur í BCD
skálum á kr. 3.950,-
buxur í stíl á kr. 1.950,-
teg. 42027 - mjög flottur og styður
vel í CDE skálum á kr. 3.950,-
buxur í stíl á kr. 1.950,-
System kr. 33.900,-
Flex Max kr. 27.900,-
Flex kr. 22.900,-
FLOTT
Í VETUR...