Fréttablaðið - 29.09.2009, Side 20
16 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab-
ladid.is eða hringja í síma 512 5000.
SILVIO BERLUSCONI ER 73 ÁRA Í DAG.
„Ég er ekki hefðbundinn stjórn-
málamaður og ég hef húmor.
Ég mun reyna að draga úr því
og verða leiðinlegur, kannski
jafnvel mjög leiðinlegur, en ég
er ekki viss um að mér takist
það.“
Silvio Berlusconi er forsætisráð-
herra Ítalíu, auðjöfur og eigandi
fjölmiðlaveldis. Hann er þekkt-
ur fyrir frjálslega framkomu sem
stundum þykir ekki hæfa leiðtoga
lands auk þess sem hann hefur
verið sakaður um spillingu.
MERKISATBURÐIR
1906 Landssími Íslands tekur
til starfa. Hannes Haf-
stein ráðherra sendir kon-
ungi fyrsta símskeytið um
nýlagðan neðansjávar-
streng.
1918 Búlgaría verður fyrst Mið-
veldanna til að undirrita
vopnahléssamkomulag
við Bandamenn.
1922 Norræna félagið er stofn-
að í Reykjavík með það
markmið að efla norræna
samvinnu.
1974 Auður Eir Vilhjálmsdóttir
er fyrst kvenna vígð til
prests á Íslandi. Hún er
vígð til Staðar í Súganda-
firði.
1990 Nesjavallavirkjun í Grafn-
ingi er gangsett. Fyrsti
áfangi hennar var 100
megawött.
Á þessum degi árið 1932 birt-
ist hin 24 ára gamla leikkona
Katherine Hepburn fyrst á
hvíta tjaldinu. Kvikmyndin hét
A Bill of Divorcement og John
Barrymore lék aðalhlutverkið.
Hepburn fæddist í Hartford í
Connecticut og lærði leiklist við
leiklistarskólann Bryn Mawr í
Pennsylvaníu. Hún náði fljótt ár-
angri sem sviðsleikkona og vakti
athygli kvikmyndaframleiðenda.
Fyrsta kvikmynd hennar naut
mikilla vinsælda og því lá leið
Hepburn greið í næstu stóru
verkefni. Hún hlaut fern Ósk-
arsverðlaun á ferlinum en engin önnur leik-
kona hefur hlotið svo mörg verðlaun. Þau hlaut
hún fyrir myndirnar Morning Glory (1933),
Guess Who’s Coming to Dinn-
er? (1967), The Lion in Winter
(1968) og On Golden Pond
(1981).
Katherine var tilnefnd tólf
sinnum til Óskarsverðlauna fyrir
leik sinn. Hún hlaut Emmy-verð-
laun árið 1976 fyrir hlutverk
sitt í Love Among the Ruins og
var auk þess tilnefnd til fjög-
urra Emmy-verðlauna, tvennra
Tony verðlauna og átta Golden
Globe-verðlauna.
Árið 1999 útnefndi banda-
ríska kvikmyndastofnunin Hep-
burn mestu kvenstjörnu í sögu
bandarískrar kvikmyndagerðar.
Katherine átti langa ævi og lést árið 2003, þá
96 ára að aldri.
ÞETTA GERÐIST: 29. SEPTEMBER 1932
Fyrsta kvikmynd Hepburn sýnd
Fjóla Dögg Helgadóttir, doktorsnemi í
sálfræði við háskólann í Sydney í Ástr-
alíu, hlaut á dögunum hin virtu Tracy
Goodall Early Career-verðlaun. „Ég er
mjög upp með mér að hafa fengið þessi
verðlaun því þau eru rosalega eftirsótt.
Þau eru ekki veitt á hverju ári heldur
aðeins þegar nefndinni þykir eitthvað
nýtt hafa komið fram í vísindalegri
klínískri sálfræði,“ segir Fjóla Dögg.
Þess má geta að þeir sem hafa unnið
til þessara verðlauna á undan henni
þykja hálfgerðar ofurstjörnur á sviði
sálfræðinnar.
Fjóla vann til verðlaunanna fyrir
doktorsverkefni sitt, auk þess sem
litið var til þess að hún vann að tveim-
ur gráðum í einu. Hún lauk þannig
klínískri gráðu og var í doktorsnámi
um leið. „Núna er ég búin með klínísku
gráðuna en vinn á stofu á kvöldin með-
fram doktorsnáminu,“ segir Fjóla.
Í doktorsverkefni sínu lærði Fjóla
tvö tölvutungumál og bjó til tölvusál-
fræðing sem getur verið með hundrað
manns í meðferð á sama tíma. Nýsköp-
unin í tölvusálfræðingnum felst meðal
annars í því að Fjóla hefur fyrirfram
skrifað þúsundir klínískra meðferða.
Svo þegar einstaklingar skrá sig í með-
ferð hjá tölvusálfræðingnum, þá grein-
ir hann vandamál viðkomandi og velur
einstaklingsbundnar meðferðir byggð-
ar á greiningunni. Verkefni sitt kynnti
hún á evrópska sálfræðiþinginu í Ósló
í júlí á þessu ári. „Í verðlaununum
felst fyrst og fremst heiður auk þess
sem þau opna margar dyr fyrir upp-
rennandi sálfræðinga,“ segir Fjóla en
hluti af viðurkenningunni er að koma
að ári til Ástralíu við næstu verðlauna-
afhendingu og halda þá fyrirlestur um
verkefni sitt.
En af hverju skyldi Fjóla hafa valið
að fara til Ástralíu í nám? „Ég kláraði
BA nám í sálfræði við Háskóla Ís-
lands árið 2004. Þegar ég var að velja
mér stað fyrir framhaldsnám hafði
ég hnöttinn fyrir framan mig og allur
heimurinn kom til greina. Svo ákvað
ég að einskorða mig við enskumælandi
lönd á borð við Bandaríkin, England og
Kanada,“ útskýrir Fjóla. Ferðalag um
Ástralíu jólin 2004 urðu þó til þess að
hún heillaðist af landinu. „Hér er frá-
bært menntakerfi, yndislegar strend-
ur og svo er bara spennandi að vera
hinum megin á hnettinum,“ segir hún
glaðlega. Hún hélt því utan í janúar
árið 2005 í mastersnám en árið 2007
hlaut hún skólastyrk til að fara í dokt-
orsnám í háskólann í Sydney en það
nám mun hún klára á næsta hálfa ári.
Framtíðin er óskrifað blað en þó á
Fjóla sér drauma. „Það sem mig langar
mest til að gera, þar sem verkefni mitt
fjallar um félagsfælni, er að fara til
London og vinna með helsta kvíðasér-
fræðingi í heimi, en það yrði þó aldrei
fyrr en eftir tvö ár eða svo ef allt geng-
ur upp. En þessi verðlaun munu án efa
hjálpa til við það ferli.“
solveig@frettabladid.is
FJÓLA DÖGG HELGADÓTTIR: HLAUT VIRT ÁSTRÖLSK SÁLFRÆÐIVERÐLAUN
Hannaði tölvusálfræðing
VIÐ ÚTSKRIFT Fjóla Dögg Helgadóttir vann til áströlsku verðlaunanna Tracy Goodall Early Career
fyrir doktorsverkefni sitt. Þar bjó hún til tölvusálfræðing sem getur haft um hundrað manns í
meðferð á sama tíma. MYND/ÚR EINKASAFNI
Tónleikaröð Tríós Reykja-
víkur í samvinnu við Hafnar-
borg, menningar- og lista-
miðstöð Hafnarfjarðar, hefur
göngu sína í tuttugasta sinn
sunnudaginn 4. október næst-
komandi klukkan 20.
Tríó Reykjavíkur hefur
starfað í Hafnarborg frá
árinu 1989. Slíkt samstarf
er einsdæmi á Íslandi en það
er vel þekkt víða um heim
að söfn hafi tónlistarhópa á
sínum snærum. Tríó Reykja-
víkur skipa þau Guðný Guð-
mundsdóttir fiðluleikari,
Gunnar Kvaran sellóleikari
og Peter Máté píanóleikari en
þau hafa auk þess fengið til
liðs við sig fjölda innlendra
og erlendra tónlistarmanna.
Kjörorð tónleikanna á
sunnudaginn er Heiðrum
Haydn, fögnum fæðingu
Mendelssohns og dáum Moz-
art án afláts. Gestur tríósins
á þessum tónleikum verð-
ur kanadíski víóluleikar-
inn David Visentin. Á efnis-
skránni verða píanótríó í A-
dúr eftir Joseph Haydn og í
d-moll eftir Felix Mendels-
sohn, en 200 ár eru liðin frá
dauða Haydns og fæðingu
Mendelssohns. Að auki verð-
ur fluttur hinn þekkti píanó-
kvartett í g-moll eftir Moz-
art.
Að venju verða fernir tón-
leikar á starfsárinu. Hægt er
að kaupa aðgang að einstök-
um tónleikum og áskrift á
alla tónleikana en áskriftar-
kort eru seld í Hafnarborg.
Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg í 20 ár
EINSTAKT SAMSTARF Það er vel þekkt víða um heim að söfn hafi
tónlistarhópa á sínum snærum en samstarf Tríós Reykjavíkur og
Hafnar borgar er einsdæmi á Íslandi. MYND/ÚR EINKASAFNI
Elskuð móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Guðrún Svanlaug Andersen
frá Sandprýði í Vestmannaeyjum,
lést á Borgarspítalanum föstudaginn 25. september.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Steinþór Runólfsson
Laufskálum 7, Hellu,
lést á dvalarheimilinu Lundi, laugardaginn 26.
september.
Guðrún Pálsdóttir
Runólfur Smári Steinþórsson Þórunn Björg Guðmundsdóttir
Pálmi Sigurður Steinþórsson Inga Jóna Óskarsdóttir
Anna Steinþórsdóttir Gunnlaugur V. Sigurðsson
Berglind Jóna Steinþórsdóttir Hermann B. Sigursteinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
AFMÆLI
MOHAMMAD
KHATAMI
fyrrverandi
forseti Íran er
66 ára.
JERRY LEE
LEWIS tón-
listarmaður
er 74 ára í
dag.
LECH
WALESCA
verkalýðs-
foringi er 66
ára.
ANDRIJ
SJEVTSJENKO
knattspyrnu-
maður er 31
árs í dag.
EMILY
LLOYD
leikkona er
39 ára.
BRETT
ANDERSON
söngvari er
42 ára.