Fréttablaðið - 29.09.2009, Page 22
18 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Hún var stórglæsileg og
tilkippileg svo ég fór með
henni heim. Þar gaf hún
mér eitthvað grænt að
drekka og búmm... góða
nótt!
Þegar ég vaknaði var
hún búin að draga
eina framtönn úr
mér! Sjáðu!
Er þetta bara í
lagi? Af hverju
lendi ég í
þessu?
Ívar
minn, þú
verður
að tala
við ein-
hvern.
Ég átti að byrja
á því að skila
kveðju frá Jóa!
Segjum sem svo að
ég flytji dótið mitt í
skápinn þinn...
Það þýðir að það fyrsta
sem ég sé þegar ég kem í
skólann, og það síðasta sem
ég sé áður en ég fer heim,
er þetta andlit.
Telst það
vera plús
eða mínus?
Það er
spurningin...
Mig langar að
prófa á þér kveð-
skap sem ég er að
vinna í, Nilli.
Láttu vaða.
Rósir eru rauð-
ar, fjólur eru
bláar...
Máttu vera
að því heyra
meira?
Þegar þú
fæddist,
varstu þá
kölluð Jóna?
Aha. Þegar þú varðst
unglingur varstu
enn kölluð Jóna
og þegar þú giftir
þig þá varstu
enn kölluð Jóna.
Já... En þegar
ég fæddist,
þá varðstu
MAMMA!
Solla,
manneskjan
sem breytti
heiminum!
Með komu kreppunnar varð til ný hetja: amman sem kunni ráð við öllu. Ömmur eru konur sem hafa
lifað tímanna tvenna og hagsýni þeirra
virðist nánast ofurmannleg. Þær stoppa í
sokka, baka dýrindis brauð úr engu og græn-
ir fingur þeirra fá hvaða jurt sem er til að
vaxa. Þessar litlu, ljúfu konur urðu í augum
sumra ofurmannleg stærð.
Ég ákvað í haust að læra þá kúnst að taka
slátur, sem er iðja sem amma mín og mamma
kunna vel. Ég flaug því til Vestmanna eyja
með rúm fimmtán kíló af innmat vel inn-
pökkuðum í svartan ruslapoka. Tuttugu mín-
útum síðar var ég lent í Eyjum með farangur
minn: tannbursta, kindahjörtu, blóð, nýru,
auka sokkapar og mör.
Strax að kvöldmat loknum var haf-
ist handa við sláturgerðina. Fyrst
voru vambirnar skolaðar vandlega í
köldu vatni og því næst klipptar til.
Að því loknu voru þær saumaðar saman með
nál og tvinna svo úr varð lítill poki. Svo var
farið í háttinn.
Næsta morgun hélt sláturgerðin áfram og
fékk nýliðinn það erfiða verkefni að hreinsa
nýru og lifur vel áður en hráefninu var skellt
í hakkavélina. Næst var innmatnum blandað
við mjöl og mör og hnoðað vel saman. Að
lokum voru keppirnir fylltir, einn í einu,
og því næst var saumað fyrir gatið og þeir
soðnir.
Seinni hluta laugardags stóð ég sumsé
í eldhúsi móður minnar orðin fullnuma í
þeirri list sem sláturtaka er. Í kjölfarið hef
ég ákveðið að hægt og rólega mun ég koma
mér í hóp með hinum ofurmannlegu ömmum.
Í framtíðinni mun ég búa yfir þeim hæfileika
að stoppa í sokka á ljóshraða, taka slátur með
annarri hendi og baka pönnu kökur með hinni
á meðan ég segi sögur af stóra bankahruninu
sem ég upplifði sem ung kona.
Er þetta fugl, flugvél, ofuramma?
NOKKUR ORÐ
Sara
McMahon