Fréttablaðið - 29.09.2009, Page 24
20 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 29. september 2009
➜ Tónleikar
12.15 Guðmundur Sigurðsson orgel-
leikari og Hjörleifur Valsson fiðluleikari
flytja fjölbreytta efnisskrá á hádegis-
tónleikum í Hafnarfjarðarkirkju við
Strandgötu. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
21.00 Á Kaffi
Rosenberg
við Klapparstíg
verða haldnir
tónleikar til
styrktar Mæðra-
styrksnefnd. Fram
koma HEK, trú-
badorinn Toggi,
Svavar Knútur, Viðurstyggð og Lára
Rúnars.
➜ Kynningar
20.00 Dominique Pléd-
el Jonsson kynnir Slow
Food lífsstíl hjá Alliance
française við Tryggva-
götu 8. Kynningin fer
fram á frönsku og
íslensku. Aðgangur
er ókeypis og allir
velkomnir. Nánari
upplýsingar á
www.slowfood.is
og www.af.is
➜ Sýningar
Í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu
verður sýnt valið efni úr DVD-sjónritinu
Rafskinnu frá kl. 15-17. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
➜ Námskeið
Halló Norðurlönd og EURES standa
fyrir námskeiðum í húsnæði Norræna
félagsins að Óðinsgötu 7 fyrir þá sem
undirbúa búferlaflutninga til Danmerkur,
Noregs eða Svíþjóðar. Farið verður í
helstu atriði sem snúa að flutningum,
svo sem skráningu, almannatryggingar,
atvinnu- og húsnæðisleit. Í kvöld kl. 18
verður námskeið um Danmörk og um
Noreg kl. 20. Nánari upplýsingar www.
norden.is. Skráning í síma 551-0165.
➜ Leikrit
18.00 Leikhópurinn Kraðak sýnir
verkið „Let‘s talk local – Reykjavík“ á
Restaurant Reykjavík við Vesturgötu 2.
Þar er rakin saga Reykjavíkur frá land-
námi til dagsins í dag. Sýningin fer fram
á ensku og er sýnd alla daga kl. 18.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Hrannar Hafberg lögfræðingur
flytur erindið „Nafnlaus ummæli og
ærumeiðingar á verladarvefnum
– Ábyrgð og úrræði“. Fyrirlesturinn
fer fram hjá Háskólanum á Akureyri
(L201) Sólborg við Norðurslóð.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Í tilefni þess að rokksveitin Alice
in Chains gefur út nýja plötu
á morgun eftir langt hlé verða
haldnir tónleikar til heiðurs
sveitinni á Sódómu á fimmtu-
daginn. Tónleikarnir skiptast
í tvo hluta. Í fyrri hlutanum
verða lög Alice in Chains leikin
á órafmögnuð hljóðfæri en síðan
verður allt gefið í botn. Jens
Ólafsson og Kristófer Jensson
verða saman á sviðinu og skipta
með sér sönglínum. Blaðamaður-
inn Arnar Eggert Thoroddsen
mun jafnframt fara stuttlega yfir
sögu sveitarinnar. Tónleikarnir
hefjast kl. 22.30 og er miðaverð
1.000 krónur. Miðar verða seldir
við inngang.
Heiðra Alice
in Chains
JENS ÓLAFSSON Syngur lög Alice in
Chains á fimmtudag.
Lag Þórs Kristinssonar, Sunny Day,
var sótt tæplega 2.600 sinnum á
heimasíðu Microsoft, Myspace.
com/windows, í nýrri kynningar-
herferð sem fyrirtækið stóð fyrir.
„Mig langar að þakka öllum þeim
sem studdu mig í herferðinni. Ég
fékk mikla kynningu,“ sagði Þór,
hæstánægður með árangurinn.
Lagið var valið ásamt um eitt þús-
und öðrum í herferðina og borg-
aði fyrirtækið lagahöfundunum
í hvert skipti sem lag þeirra var
sótt ókeypis, eins og Fréttablaðið
greindi frá í sumar. Með árangri
sínum komst Sunny Day á lista
yfir áttatíu vinsælustu lögin. Í þeim
hópi voru lög eftir The Lemonheads
og Warren G.
Næsta smáskífulag Þórs, Call,
var nýverið krufið til mergjar af
nýju forriti sem stór útgáfufyrir-
tæki nota til að sjá hversu líkleg
þau eru til vinsælda. Lagið hlaut
7,8 í einkunn og komst þar með í
platínuflokk. Einkunnin gefur góð
fyrir heit um framhaldið, enda spáði
forritið á sínum tíma rétt fyrir um
vinsældir fyrstu plötu Noruh Jones,
Come Away With Me.
Sunny Day og Call er að finna á
fyrstu plötu Þórs, Running Naked,
sem kom út á síðasta ári. Þór er
búsettur í Nova Scotia í Kanada en
lék áður í söngleikjum á West End
í London. - fb
Sunny Day sótt 2.600 sinnum
ÞÓR KRISTINSSON Lag hans Sunny Day
var sótt tæplega 2.600 sinnum á heima-
síðunni Myspace.com/windows.
Breski tónlistarmála-
rinn Kilford sem málaði
á tónleikum For a Minor
Reflection á Nasa fyrir
skömmu líkir Svavari Knúti
við Hollywood-leikarann og
söngvarann Jack Black á
bloggsíðu sinni.
„Þetta er ekki óalgengt. Ég er að
fá svolítið af þessu, Philip Seym-
our Hoffman, Oliver Platt og Jack
Black,“ segir trúbadorinn Svavar
Knútur. Kilford lætur allt flakka á
blogginu um upplifun sína af tón-
leikum Svavars Knúts: „Ég gekk
inn á þennan stað og forsprakk-
inn var í rosalega ljótri peysu og
ég hugsaði með mér að hann hlyti
að vera að stikna úr hita,“ skrifar
Kilford. „Ég hafði gaman af þess-
um strákum. Söngvarinn minnti
mig rosalega mikið á Jack Black
og var greinilega með sama sjálfs-
trausts-genið og hann. Hann lifði
sig líka virkilega inn í sönginn.
Trommarinn var líka frábær og
hætti ekki að brosa, sem fékk mig
til að brosa. Bassaleikaranum var
líka alveg sama um allt og gerði
bara sína hluti óaðfinnanlega.“
Svavar hefur gaman af samlík-
ingunni og viðurkennir að líkind-
in með honum og Jack Black séu
til staðar. „Þybbinn með skegg og
líka svona nett ofvirkur,“ segir
hann um sjálfan sig. „Ég er samt
með allt öðruvísi lagasmíðar en
hann. Ég ber fulla virðingu fyrir
Tenacious D [hljómsveit Jacks
Black] en mér finnst þeir svolítið
barnalegir,“ segir hann. „En ég hef
ógeðslega gaman af Jack Black.
Hann er einn af mínum uppáhalds-
leikurum. Það er skemmtilegt að
eiga sér tvífara, sérstaklega af
því að það eru margir taktar sem
eru svipaðir. Ég hef bara gaman
af þessu og tek þetta ekkert alvar-
lega.“
Svavar hefði þó frekar kosið að
vera líkt við tónlistarmann á borð
við Nick Drake, sem hann hefur
mikið dálæti á. „Ef Nick Drake
hefði verið þybbinn og með skegg
þá væri það kannski séns.“
Kilford hefur á farsælum ferli
sínum málað þekkta flytjendur á
borð við Damon Albarn, Robert
Plant, Black Eyed Peas, Kasabi-
an og Brian Eno. Hver veit nema
Svavar Knútur verði næst fyrir
valinu, eftir hið vel heppnaða
málverk á tónleikum For a Minor
Reflection. „Mér fannst þetta
ógeðslega flott. Ég horfði á þetta
og hugsaði með mér: „Þetta vil ég
gera“,“ segir Svavar um frammi-
stöðu Kilfords.
Kilford ber Íslandi vel söguna
í bloggfærslu sinni og nefnir að
hljómsveitirnar Pascal Pinon, FM
Belfast og stórsveit Samúels Jóns
Samúelssonar hafi einnig heillað
hann upp úr skónum.
freyr@frettabladid.is
Líkti Svavari við Jack Black
AÐSKILDIR
VIÐ FÆÐINGU?
Svavar Knútur og Jack
Black gætu nánast verið
tvíburabræður – alla-
vega að mati málarans
Kilford, sem hefur málað
meistara á borð við
Robert Plant, Brian Eno
og Damon Albarn. Svav-
ar segist oft lenda í því
að vera líkt við Black.
16ÁLFABAKKA
AKUREYRI
KRINGLUNNI
HTTP://FACEBOOK.COM/BIOMYNDIR
16
16
16
16
L
L
L
L
L
ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl. 6D - 8D
FUNNY PEOPLE kl. 5 - 8 - 10
DISTRICT 9 kl. 8 - 10:20
DISTRICT 9 kl. 5:50 - 8 - 10:20
BANDSLAM kl. 5:45 - 8
WHALE WATCHING MASSACRE kl. 10:20 english subt.
UPP M/ ísl. Tali kl. 5:50
DRAG ME TO HELL kl. 10:50
THE PROPOSAL kl. 10:50
HARRY POTTER kl. 5 - 8
16
16
16
V I P
10
12
12L
L
L
ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl. 6D - 8D
HAUNTING IN CONNECTICUT kl. 8 - 10:10
DISTRICT 9 kl. 8:10 - 10:30
FINAL DESTINATION 4 (3D) kl.10:10
UPP M/ ísl. Tali kl. 6
UP M/ Ensk. Tali kl. 6(3D)
ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ VILLA kl 6 - 8
FUNNY PEOPLE kl. 8 - 10
UP M/ ísl. Tali kl. 6
DISTRICT 9 kl 10:40
HAUNTING IN CONNETICUT
ÓHUGNALEG MYND ÞAR SEM ÓÚTSKÝRÐIR HLUTIR ÁTTU SÉR STAÐ Í
GÖMLU ÚTFARARHEIMILI SUMA HLUTI ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA
ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA
BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUMFRÁ LEIKSTJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG KNOCKED UP
STÓRKOSTLEG GRÍNMYND MEÐ ÞEIM SETH ROGEN, ERIC BANA OG ADAM SANDLER.
frá framleiðandanum
P E T ER JACKSON
kemur ein besta mynd þessa árs
- WASHINGTON POST
L
STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA!
- S.V. MBL. ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 500
GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 564 0000
16
L
14
14
16
16
L
L
JENNIFER´S BODY kl. 5.40 - 8 - 10.20
BIONICLE ÍSLENSKT TAL kl. 4
THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15
THE UGLY TRUTH LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15
INGLOURIOUS BASTERDS kl. 6 - 9
KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5 - 8
ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 (950kr.)
ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.45
SÍMI 462 3500
JENNIFER´S BODY kl. 6 - 8 - 10
BIONICLE ÍSLENSKT TAL kl. 6
THE UGLY TRUTH kl. 8
FINAL DESTINATION kl. 10
16
L
14
16
14
18
L
16
THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15
ANTICHRIST kl. 5.40 - 8 - 10.20
SÓLSKINSDRENGURINN kl. 5.45 - 8 - 10.15
KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9
SÍMI 530 1919
14
16
16
16
THE UGLY TRUTH kl. 10
BEYOND REASONABLE DOUBT kl. 10
HALLOWEEN 2 kl. 10
KARLAR SEM HATA KONUR kl. 9
SÍMI 551 9000
H.G.G, Poppland/Rás 2
-H.S.,MBL
600
600
600
600
600
600 600
50.000 MANNS!
ATH: ALLS EKKI
FYRIR VIÐKVÆMA
AÐ
EIN
S 3
DA
GAR
EFT
IR!
AÐ
EIN
S 3
DA
GAR
EFT
IR!
STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM
FRUMSÝND 2. OKTÓBER
Blóðugur spennutryllir frá
handritshöfundi Juno
Hin sjóðheita
Megan Fox vill
aðeins óþekka
stráka!
NORDISK PANORAMA
25–30 SEPTEMBER
Í EGNBOGA UM
DAGSKRÁ ER AÐ FINNA Á:
NORDISKPANORAMA.COM
600
ATH: Gildir
ekki í Lúxus
950
3D
- bara lúxus
Sími: 553 2075
FUNNY PEOPLE kl. 6 og 9 L
JENNIFER’S BODY kl. 8 og 10 16
BIONICLE - Íslenskt tal kl. 6 L
THE UGLY TRUTH kl. 6, 8 og 10 12
ÞRIÐJUDAGUR
ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ
Á A L L A R
M Y N D I R
Hin sjóðheita Megan
Fox leikur frá
handrits-höfundi
Juno kynþokka-
fulla og vinsæla
menntaskólastelpu
sem vill aðeins
óþekka stráka!
500 kr.
500 kr.
500 kr.
500 kr.