Fréttablaðið - 29.09.2009, Page 26

Fréttablaðið - 29.09.2009, Page 26
22 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Óli Stefán Flóventsson hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun og hefur samþykkt tveggja ára samning sem spilandi þjálfari Sindra frá Höfn í Hornafirði sem leikur í 3. deild. Hinn 33 ára gamli Óli Stefán hefur lengst af leikið með Grindvíkingum og er leikja- hæsti leikmaður liðsins í efstu deild með 194 leiki. Hann kom til liðs við Grindvíkinga að nýju þegar félagaskiptaglugginn var opnaður 15. júlí síðastliðinn eftir stutta dvöl hjá norska 2. deildarliðinu Vard Haugasund og eitt sumar með Fjölni úr Grafarvogi. Óli Stefán skilur sáttur við Grindvíkinga og hlakkar jafnframt til þess að taka næsta skref á sínum ferli. „Ég er himinlifandi með að hafa komið heim og hjálpað Grind- víkingum því þeir voru ekki í góðri stöðu framan af sumri. Við náðum hins vegar að bjarga okkur frá falli þegar nokkrar umferðir voru eftir og það var kannski eins gott því dæmið í kringum svínaflensuna hafði sitt að segja á lokasprettinum. Ég skil annars bara sáttur við Grindvíkinga og er ánægður með að hafa klárað minn feril sem leikmaður þar. Ég fer annars austur eftir tvær vikur og skrifa undir tveggja ára samning við Sindra. Ég hef nú alltaf sagt að ég ætli að snúa mér að þjálfun og nota svona síðustu metrana sem leikmaður til þess að koma mér að. Ég veit nú ekki hvort ég mun spila mikið, það kemur bara í ljós. Þetta er bara næsta skrefið í þessum fótboltabransa hjá mér og ég hlakka mjög til,“ segir Óli Stefán. Óli Stefán vonast til þess að geta hjálpað Sindra til þess ná fyrri hæðum en ekki er langt síðan Hornfirðingar voru með mjög frambærilegt 1. deildarlið. „Konan mín er frá Höfn og ég hef verið þarna yfir jólahátíðina síðustu fimm ár og þá hef ég kíkt á æfingar með Sindra þannig að ég þekki ágætlega til þarna. Þeir töluðu fyrst við mig fyrir þremur árum og ég er kannski að efna gamalt loforð núna. Þeir eru í neðstu deild og eiga að mínu mati ekki heima þar og ég mun reyna mitt besta til þess að breyta því. Stefnan er að reyna að rífa þetta félag upp. Það eru spennandi leikmenn þarna og margir ungir og efnilegir strákar sem verður skemmtilegt að vinna með. Það er líka rosalega mikill áhugi fyrir fótbolta á Höfn og það gerir þetta enn meira spennandi.“ ÓLI STEFÁN FLÓVENTSSON: HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ SNÚA SÉR AÐ ÞJÁLFUN OG GERÐI TVEGGJA ÁRA SAMNING VIÐ SINDRA Næsta skrefið hjá mér í þessum fótboltabransa FÓTBOLTI Ensku félögin Arsenal og Liverpool vonast til þess að halda áfram á sigurbraut þegar önnur umferð riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu hefst í kvöld. Arsenal fær Olymp- iakos í heimsókn á Emirates-leikvang- inn en Liverpool ferðast til Ítalíu og mætir Fiorentina á Artemio Franchi-leik- vangnum í Flórens. Arsenal byrjaði riðla- keppnina á ótrúlegum 2-3 sigri gegn Standard Liege eftir að hafa lent 2-0 undir snemma leiks en knattspyrnustjórinn Arsene Weng- er hjá Arsenal getur ekki stillt fram sínum sterk- asta leikmannahópi fyrir leikinn gegn Olympiakos. Staðfest hefur verið að miðju- maðurinn Denilson verður frá vegna bak- meiðsla í um það bil tvo mánuði og þá er framherj- inn Nicklas Bendtner óleik- fær eftir að hafa lent í bíl- slysi á sunnudag. Hinn 21 árs gamli Bendtner klessukeyrði tuttugu millj- óna króna Aston Martin- bifreið sína nálægt æfingasvæði Arsenal en slapp við alvarleg meiðsli. „Nicklas er illa marinn og skelk- aður eftir atvikið og hann æfði ekki með liðinu á mánudag og verður því ekki í leikmannahópn- um fyrir leikinn gegn Olympiakos. Denilson er aftur á móti meiddur í baki og gæti orðið frá í þó nokk- urn tíma, jafnvel nokkra mánuði,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í gær. Knattspyrnustjórinn Rafa Benítez hjá Liverpool verður einn- ig án tveggja lykilmanna fyrir leikinn gegn Fiorentina í kvöld þar sem hvorki Yossi Benayoun né Javier Mascherano ferðuðust með liðinu til Flórens. Tvímenningarnir léku báðir í 6-1 sigri Liverpool gegn Hull um helgina en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg og því er ekki úti- lokað að þeir verði klárir í slaginn gegn Chelsea í ensku úrvalsdeild- inni um næstu helgi. - óþ Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst í kvöld með átta leikjum í riðlum E til H: Arsenal og Liverpool í eldlínunni BENDTNER Er óleikfær eftir að hafa lent í bílslysi á sunnudag. NORDIC PHOTOS/AFP LEIKIR KVÖLDSINS E-riðill: Debrecen-Lyon Fiorentina-Liverpool Stöð 2 Sport F-riðill: Rubin Kazan-Inter Barcelona-Dinamo Kiev Stöð 2 Sport 4 G-riðill: Rangers-Sevilla Unirea Urziceni-Stuttgart H-riðill: AZ Alkmaar-Standard Liege Arsenal-Olympiakos Stöð 2 Sport 3 FÓTBOLTI FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson var að margra mati með gullskóinn innan seilingar fyrir lokaumferð Pepsi-deildar karla um helgina en varð að horfa á eftir honum til KR-ingsins Björg ólfs Takefusa sem skoraði fimm mörk á móti Val. Saga síðustu ára segir að Atli Viðar muni fá gullskóinn síðar á ferlinum. „Bjöggi hitti þarna á algjöran toppleik og það gekk allt upp hjá honum. Ég held að ég hafi staðið mig ágætlega, sem og liðið. Ég er sáttur við sjálfan mig enda get ég ekki gert í því hvað aðrir skora mörg mörk. Það þýðir ekk- ert að svekkja sig á einhverju sem maður hefur ekki stjórn á,“ segir Atli Viðar. Atli Viðar náði ekki að skora í síðustu tveimur umferðunum og á sama tíma skoraði Björgólfur sex mörk. „Vissulega hefði það orðið gaman að fá gullskóinn en það sem stendur upp úr er að þetta var flott sumar þar sem ég fékk tækifæri með landsliðinu, varð Íslandsmeistari og fékk silfurskó. Ef einhver hefði boðið mér þetta allt saman í vor þá hefði ég allt- af þegið það,“ segir Atli Viðar en þetta er fyrsti skórinn hans í efstu deild. „Það kemur annar skór ein- hvern tímann síðar, við höldum bara í vonina,“ segir Atli Viðar. Tryggvi Guðmundsson, félagi Atli Viðars í FH-liðinu, ætti að geta hughreyst sinn mann með sinni reynslu. Tryggvi Guðmundsson var með tveggja marka forskot á Skagamanninn Arnar Gunnlaugs- son fyrir lokaumferðina sumarið 1995. Arnar skoraði hins vegar þrennu í innbyrðisleik þeirra félaga í lokaumferðinni án þess að Tryggvi næði að svara fyrir sig og tryggði sér þar með gullskóinn. „Þetta var auðvitað pínu svekkj- andi en mér var bætt það upp á lokahófi KSÍ þar sem ég var val- inn efnilegasti leikmaður Íslands- mótsins. Það var mun meiri heiður en gullskórinn og þá sagði ég bara að ég tæki gullskóinn einhvern tímann seinna. Tveimur árum seinna tók ég bæði gullskóinn og var valinn bestur,“ sagði Tryggvi en hann rifjaði upp skemmtilega sögu af þessum sögulega leik sem fram fór 23. september 1995. „Það eina sem við höfðum að keppa var að tryggja mér gullskó- inn. Það var ákveðið að fá Dragan Manojlovic, sem var varnarmaður hjá okkur, til að vera yfirfrakki á Arnari Gunnlaugssyni. Eftir á vilj- um við meina að hann hafi verið að dekka Bjarka bróður hans allan leikinn vegna þess að Arnar gerði þrjú mörk og ég náði meira að segja einu sinni að bjarga á línu frá honum. Það er magnað að Arnar hafi fengið á sig yfirfrakka en hafi engu að síður náð að skora þrjú mörk og átt jafnvel að skora fleiri,“ segir Tryggvi í léttum tón. Tryggvi hefur líka trú á því að Atli Viðar eigi eftir að halda í hefðina og taka gullskóinn á næstu árum í staðinn. „Hann á nóg eftir og er í sókndjörfu liði þannig að það er alls ekki ólíklegt að hann kroppi í gullskóinn einhvern tím- ann seinna. Ég mæli alveg með því að byrja á silfurskónum,“ segir Tryggvi. Þriðji maðurinn til þess að upp- lifa það að horfa á eftir gullskón- um í lokaumferðinni er Keflvík- ingurinn Guðmundur Steinarsson, sem var með tveggja marka for- skot á KR-inginn Andra Sigþórs- son fyrir lokaumferðina sumarið 2000. Guðmundur stóð sig reynd- ar vel í lokaleiknum og skoraði þá tvö mörk en það dugði ekki til því Andri skoraði fernu í 4-1 sigri KR á Stjörnunni sem færði KR-ingum Íslandsmeistaratitilinn. Þeir skor- uðu því jafnmörg mörk en Andri fékk gullskóinn þar sem hann lék tveimur leikjum færra en Guð- mundur. Það tók Guðmund átta ár að ná í gullskóinn en hann kom loksins í hús á síðasta tímabili. ooj@frettabladid.is Gullskórinn kemur bara seinna FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson varð um helgina þriðji leikmaðurinn til að horfa á eftir markakóngs- titlinum og gullskónum í lokaumferðinni. Hinir tveir fengu báðir gullskóinn seinna á ferlinum. MARKAHÆSTIR 2000 Fyrir lokaumferð Guðmundur Steinarsson, Keflavík 12 Andri Sigþórsson, KR 10 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 9 Gylfi Einarsson, Fylki 9 Lokastaðan Andri Sigþórsson, KR 14 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 14 Gylfi Einarsson, Fylki 10 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 9 MARKAHÆSTIR 1995 Fyrir lokaumferð Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 14 Arnar Gunnlaugsson, ÍA 12 Mihajlo Bibercic, KR 11 Rastislav Lazorik, Breiðabliki 11 Lokastaðan Arnar Gunnlaugsson, ÍA 15 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 14 Mihajlo Bibercic, KR 13 Rastislav Lazorik, Breiðabliki 11 FJÓRTÁN MÖRK Atli Viðar Björnsson fagnar einu af mörk- um sínum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Enska úrvalsdeildin Man. City-West Ham 3-1 Carlos Tevez (2), Martin Petrov - Carlton Cole STAÐAN 1. Man. United 7 6 0 1 17-6 18 2. Chelsea 7 6 0 1 16-6 18 3. Liverpool 7 5 0 2 22-10 15 4. Tottenham 7 5 0 2 17-10 15 5. Man. City 6 5 0 1 14-7 15 6. Arsenal 6 4 0 2 18-8 12 7. Aston Villa 6 4 0 2 9-5 12 8. Sunderland 7 4 0 3 14-11 12 9. Everton 6 3 0 3 8-10 9 10. Wigan 7 3 0 4 7-13 9 11. Burnley 7 3 0 4 5-15 9 12. Stoke 7 2 2 3 5-9 8 13. Bolton 6 2 1 3 8-9 7 14. Birmingh. 7 2 1 4 4-6 7 15. Blackburn 6 2 1 3 6-9 7 16. Wolves 7 2 1 4 7-13 7 17. Fulham 6 2 0 4 4-8 6 18. West Ham 6 1 1 4 6-9 4 19. Hull 7 1 1 5 6-19 4 20. Portsmouth 7 0 0 7 3-13 0 Norska úrvalsdeildin Brann-Odd Grenland 4-2 Birkir Már Sævarsson skoraði fjórða mark Brann. Sænska úrvalsdeildin GAIS-Örebro 3-0 Eyjólfur Héðinsso lagði upp tvö mörk fyrir GAIS. ÚRSLIT FÓTBOLTI Það leyndi sér ekki fyrir neinum að Eiður Smári Guðjohn- sen var hundsvekktur með það að vera tekinn út af á 63. mínútu í leik Mónakó á móti Saint-Etienne á laugardaginn. Þegar tölfræði leiksins er skoð- uð eins og hún kemur fyrir hjá blaðinu France Football lítur út fyrir það að okkar maður sé hreinlega skilinn út undan í sóknar leik liðsins. Hvort sem það er vegna hreyfingarleysis Eiðs Smára eða að hann sé enn að venjast leik liðsins þá fær hann boltann miklu sjaldnar en allir leikmennirnir í kringum hann. Eiður Smári kom alls þrettán sinnum við boltann í leiknum samkvæmt tölfræði France Foot- ball og tapaði honum fimm sinn- um. Hann átti sex sendingar og heppnuðust fjórar þeirra, þar af ein fyrirgjöf. Hann fékk eina aukaspyrnu, braut einu sinni af sér og vann eina tæklingu. Sem dæmi þá fékk Nene bolt- ann 55 sinnum í leiknum, Mathi- eu Coutadeur komst 54 sinnum í boltann, Alejandro Alonso fékk boltann 39 sinnum og Chu Young Park kom við hann 30 sinnum. Þetta eru allt leikmenn framar- lega á vellinum hjá Mónakó og því lítur út fyrir að okkar maður sé bara ekki með. - óój Sóknarleikur Mónakó-liðsins: Fær Eiður ekki að vera með? 0 MÖRK Á 252 MÍNÚTUM Eiður Smári Guðjohnsen. NORDICPHOTOS/AFP > Kristján hættur, Willum Þór tekinn við Kristján Guðmundsson er hættur sem þjálfari Kefla- víkur en hann hefur stýrt liðinu í fimm ár. Willum Þór Þórsson var í kvöld ráðinn sem nýr þjálfari liðsins en hann skrifar undir tveggja ára samning. „Við ákváðum bara eftir stjórnarfund að nýta okkur ákvæði í samningi Kristjáns til þess að segja samningi hans upp í október. Við þökkum honum bara fyrir góð störf. Þetta gerðist mjög hratt og við höfum fengið Willum Þór til þess að þjálfa liðið. Hann skrifar undir tveggja ára samn- ing,“ segir Þorsteinn Magnússon, formaður Keflavíkur, í viðtali við Fréttablaðið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.