Fréttablaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans Í dag er þriðjudagurinn 29. sept- ember 2009, 272. dagur ársins. 7.31 13.18 19.03 7.17 13.03 18.47 BAKÞANKAR Páls Baldvins Baldvinssonar Í hrakveðursrigningu verður maður að manna sig upp og fara út og ganga frá laukabeðunum. Reyndar er ekki nema hálft beð eftir: snemma í ágúst var drifinn mannskapur í að hreinsa fallna stöngla ofan af og stinga laukana undir upp, grisja, henda skemmd- um laukum, hreinsa þá sæmilega stóra af hismi og örverpum og smá- hýðum sem voru að vaxa af rótinni. Þá líður manni eins og farandverka- manni á laukagarði í Niðurlöndum. Utan hendurnar eru ekki útataðar í sterafullum og áburðarsjúkum jarð- vegi, heldur bara íslenskri moldar- drullu. OG í september er þörf að endur- nýja: gylliboðin láta ekki á sér standa og úr gámum tosast haug- ar af fullræktuðum steraboltum frá hollenskum blómabændum sem stæðust ekki lyfjapróf ef einhver nennti að kreista þá. Og nú þarf að bæta við laukastóðið sem dregið var úr beðunum fyrir rúmum sex vikum. Bæta forðann sem hefur legið í myrkri á þurrum stað í mánuð. Og þá rýkur maður í inn- flutningsverslanir og missir sig í kaupum á gömlum og nýjum teg- undum. ÞEIR geta verið leggháir eða lægri í lofti: páfagauksafbrigðin með fjöðr- uðum, belgdum blöðum eru freist- andi sem og snemmblóma nætur- drottningar sem eru svo úrkynja orðnar eftir afbrigðaræktun hol- lenskra blómabænda að þær þurfa stuðning af smærri gróðri: ábergín- svartar eins og gothari í nýjum fötum munu þær standa betur ef girt er um þær uns krúnan verður svo þung að þær sveigjast til jarð- ar, lúta í gras eins og eru örlög allra drottninga, allar falla þær og trén- ast upp í þyrrkingi að lokum. „Það gat nú verið, Páll, að þú ræktaðir svört blóm,“ sagði forvitinn göngu- maður sem glápti í gegnum yllinn. ÞÁ eru páfagaukaafbrigðin eftir með sitt furðulega skrúð, rókókó- belgir þeirra með litkraga á föl- bleikum krumpuðum blöðum. Og allt bíður þess að blómseinar teg- undir á dýpri rót sprengi af sér brumkennda belgi um litskrúðið, býi og mönnum til gleði: Vatnsbera- fjandinn sem hefur laumast til að sá sér um allt komist á legg. Brúsk- urnar búnar að ná sér, liljur vakn- aðar í svölum blæ, bóndarósir vart af barnsaldri að herða sig upp í knúppa og blómgun. Þá er tími lauk- anna úti og eftir stendur fræbelgur, sem á ekki sjans, á legg sem visnar brátt svo honum má kippa af laukn- um sem eftir liggur í sumarheitri jörð. Hinn blómasjúki garðeigandi farinn úr reifi sínu, gaukarnir gala og ævintýri úti. Þar spretta laukar Það haustar 52 sinnum á ári Áhugaverðar staðreyndir um vaxtarverki og ástríðu sveppa fyrir haustinu islenskt.is ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 47 61 0 6/ 09 Sveppir stækka um 4% á klukkustund og tvöfalda þyngd sína á einum sólarhring Íslenskir sveppir eru ræktaðir í 100% lífrænum jarðvegi Sveppir eru fitulausir Sveppir eru sykurlausir Sveppir örva kornrækt á Íslandi Á Íslandi hefur svepparæktun nánast einskorðast við eina tegund sem gengur undir nafninu ætisveppur sem er hvítur og brúnleitur Sveppir þurfa haust til að verða til en í ræktunarklefum á Íslandi eru framkölluð haust 52 sinnum á ári Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Hvar er þín auglýsing? 35% 72%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.