Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.01.1940, Blaðsíða 12
12 F A L K I N N SUNDRUÐ HJORTU | Skáldsaga EÍtir Blank Eismann 10. vi'ð hana og mundi eflaust ekki liafa láti'ð hana standa eina á brautarstjettinni, ef liann hefði vilað að hennar var von. Hún ljet berast með fjöldanum en var þungt í hug. Hún fjekk burðarmanni koffortið sitt eina farangurinn sem liún liafði með sjer og fylgdi honum eftir að næstu bifreið. Hún bað bílstjórann að aka á gistibúsið, sem bún liafði sent brjef Dim- itri til undanfarna tíu mánuði. Hún tók ekkert eftir þeim ys og þys, sem var kringum liana og vaknaði ekki við fyr en bifreiðin staðnæmdist. Vikapiltur opnaði bíldyrnar og tók koff- ortið hennar. Skömmu síðar stóð Natasja með ákafan hjartslátl í anddyri gistihússins. Hún var átakanlega ósjálfbjarga að sjá. Þeir sem gengu hjá litu til hennar meðanmkvunar- augum, þegar hún brá sorgarslæðunni frá andlitinu. Fagurt andlitið var fölt og rauna- legt. Ármaðurinn setti upp ávanið hæversku- hrosið og spurði, livað hann gæti gerl fyr- ir hana. Gerið svo vel að segja mjer, hvorl barón Dimitri von Platonoff á heima lijerna. Ármaðurinn beindi spurningunni áfram til dyravarðarins. Hann endurtók nafnið nokkrum sinnum og fletti svo upp í bók. Jafnvel þaulæfðnr dyravörður getur ekld munað nöfn mörg hundruð gesta samtímis sjerstaklega þegar nöfnin eru altaf að breytast. Natasja befði iiklega orðið að bíða lengi eftir svari, ef einn af þjónunum, sem gekk hjá, hefði ekki heyrt spurninguna. Hann gekk að skápnúm, þar sem brjefin til gesl- anna lágu í hillum og fór að leita að ein- hverju. Barón Dimitri von Platonoff bjó hjerna þang'að til fyrir þremur mánuðum, sagði hann. — Hjer liggja mörg brjef, sem hann hefir ekki vitjað um. Og auk þess kom í gær símskeyti, sem ekki hefir verið opnað. Natasja horfði óttaslegin á brjefahrúg- una, sem maðurinn rjetti henni. Það var utanáskrift hennar á öllum brjefunum, und- antekningarlaust. Þarna var þá skýringin á því, að bann liafði ekki svarað henni. Ilversvegna hafði hann ekki vitjað um þau? Hafði máske eitthvað orðið að hon- um? Eða hafði hann íarið heim til Rúss- lands og ekki komið í leitimar? Má jeg spyrja — vitið þjer hvert barón von Pltonoff flutti þegar liann fór hjeðan? Það var svoddan kvíði í röddinni, að ár- maðurinn vorkendi henni og bauðst til að spyrjast fyrir hjá rússneska ræðismannin- um, því að hvorki hann nje nokkur annar á gistihúsinu liefði hugmynd iim, hvað orð- ið hefði af barón von Platonoff. Natasja settist í einn hægindastólinn í anddyrinu og beið meðan ármaðurinn bringdi. Hún bar svörtu slæðuna aftur fyrir andlitið á sjer til þess að hylja tárin. Þess- ar fáu mínútur voru eins og eilífð. Hjer liggja mörg brjef, sem hann hefir ekki vitjað um. Það var eins og ljett væii af henni fargi, þegar ármaðurinn tilkyúti henni bros- andi, að barón Dimitri von 'Platpnoff ætti heima i húsi á Avenue de Bois de Bou- logne. Þakkandi tók hún við spjaldinu, sem hann hafði skrifað heimilisfangið á, og þakkandi hneigði hún sig þegar hann bauðst til að ná i bifreið fyrir hana. Það var ekki fyr en liún var komin inn i bifreiðina, að liún fór að brjóta heilann um, hversvegna Dimitri vitjaði ekki um brjefin liennar, úr því að liann var í París. En þegar hún gat ekki fundið neitt skyn- samlegt svar við þeirri spurningu, tók hún upp brjef föðúr síns og las ]iað einu sinni enn, þó að hún kynni það utan að fyrir löngu. Og með brjefið i bendinni gekk bún inn í garðinn umbverfis skrautliýsið. Á hliðinu stóð: Barón Dimitri von Platonoff. Þjónn í dökkum smekklegum einkennis- búningi opnaði fyrir henni og spurði stutt- ur i spuna bvers bún óskaði. Hún var að því komin að nefna nafn sitt þegar liún tók sig á og svaraði: — Viljið þjer segja baróninum, að landi hans sje hjer og langi að tala við liann. Andlit þjónsins varð enn drembnara og afundnara. Hann mældi liana ósvífnu augna- ráði og svaraði skætingslega: Því miður get jeg ekki borið orðsend- ingu yðar; mjer ar stranglega bannað, að skila boðum frá fólki, sem ekki segir til nafns síns. Herra baróninn hefir ekki nokk- urn stundlegan frið fyrir ágengum löndum sínum. Natasja starði undrandi á manninn nokkr- ar sekúndur. Svona ósvífið svar liefði henni aldrei dottið í hug, að heldri manna þjónn gæti gefið kvenfólki, sem kom í heimsókn til húsbænda hans. Hún rjetti úr sjer. Jeg er enginn ágengur landi, heldúr kona, sem baróninum mun þykja vænt um að sjá. Það var vegna þess, að jeg ætlaði að koma honum á óvart, að jeg sagði ekki til nafns míns. Hún hafði af gildum ástæðum ekki nafn- spjald á sjer, en sá enga ástæðu til að segja þessum ósvífna þræl frá því. Svipur hans var enn ósvífnari og hann glotti um leið og liann sagði: Jeg hefi heyrt svona setningar svo oft áður, að jeg er hættur að trúa þeim. Allir sem koma hingað lialda þvi fram, að baróninum muni þykja vænt um að sjá þá, en mjer hefir nú oftast reynst það svo, að það yrði baróninum til ergelsis fremur en hitt, og svo er það venjulega látið hitna á mjer. Natasja var reið. Án þess að mæla on' | tók hún vasabókina sína, reif blað úr henm t og skrifaði nokkur orð á það og f jekk þjón- | inum. Fáið baróninum þetta og sjáið, hvorl * hann verður ekki glaður við, er hann fær það. Þjónninn tók seðilinn, leit á hann, en liann var skrifaður á últendu máli og með bókstöfum, sem hann gat ekki lesið, svo að liann gat ekki ráðið hvað þar stóð. Eitt augnablik stóð hann og liugsaði sig um, hvort bann ætti að neita að fara með seðilinn, en honum stóð svoddan beignr af stúlkunni, að liann þorði ekki annað. Með miklum tilburðum sagði hann henni að fá sjer sæti við arininn. Natasja settist, því að hún var þreytt og vermdi kaldar hendurnar við eldinn. Hún hafði skolfið af geðshræringu meðan hún átti hið ógeðfeldna tal við þjóninn. Nú kom ró yfir hana — yndisleg ró og friðúr. Hún var undir þaki unnusta síns — loksins, loksins var hún komin til bans og eftir dálitla stuiul mundi bún hvílast í faðmi hans. Allar raunir sínar skyldi hún gráta burt við brjóst hans og hjá honum mundi hún fá nýtt heimili. Hún sat brosandi og starði inn í eldinn og hjelt áfram að núa á sjer hendurnar. Hún heyrði, að hurð var lokið upp uppi á loftinu og síðan hratt fótatak í ganginum. Hún stóð fljótt upp og sneri sjer að breið- um marmaraþrepunum. Hár maður og fríð- ur kom ofan stigann. - Dimitri! Hún ætlaði að blaupa á móti honum, eins og hún hafði verið vön, þegar hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.