Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 19.01.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - Jó, nú cr Vínarborg önnur en liún var á dögmn gamla keisarans, Franz Jósefs. Þá var hún allstaðar talin úlvalin borg lífsgleði og bjartra ásta, — „Wein, Weib und Gesang.“ Hún var horg töfra og tóna, en þó fyrst og fremst heimkynni hinna ó- dauðíegu Straussvalsa. Og þótt dýrð Vínarlífsins sje nú fölnuð og mesta gleðin hljóðnuð, þá hafa menn enn yndi af því að láta sig dreyma róm- antíska drauma og lifa í endurminn- ingunni um liðna daga dansa og tóna. Sú Vinarmynd, sem Gamla Bíó ætlar nú fljótlega að sýna og heitir ,,Valsakóngurinn“, velur sjer við- fangsefni, sem er ails ekki af lakari endanum. Hún er gerð um ævi hins mikla valsameistara Johanns Strauss. Henni er að vísu ekki ætlað að vera samfelt, sögulegt æfiágrip, hún er skemtilegri en svo, en er glæsileg umgerð um nokkur af hinum ódauð- legu lögum tónsnillingsins. FerilJ lians er rakinn frá því liann var rek- in frá starfi sínu í banka einum, þar tii hann hafði samið „Leðurblöku“- óperettuna og stóð á hátindi frægðar- innar. Fernand Gravey leikur Strauss, sem auðvitað er stærsta hlutverkið. Konu hans Poldi Vogelhuber, leikur hin yndislega leikkona, Luise Rainer, en hin þekta söngkona Miliza Korjus, fer með hlutverk Cörlu Donner, sem Srauss unni hugástum og til liennar orti hann sum af sínum fegurstu lög- um, t. d. „Geschichten aus Wiener- wald.“ í myndinni er auðvitað mikið um dans og tónlist, þar Jeikur t. d. 90 manna symfoníuhljómsveit. Þar eru skrautlegar sýningar og skemtileg músik, svo að menn vagga sjer ó- sjálfrátt í sætunum, þegar þeir horfa á myndina. Carl Olsen, konsúll, Víðivöllum, perður sextugur 22. þ. m. Guðlaug R. Oddsdóttir, fíorg- arnesi, verður 90 ára 18. þ. m. Sjera Árni Þórarinsson, frá Stóra-Hrauni, verður 80 ára 20. þessa mánaðar. OKKAR Á MILLI SAGT — Heyrðu, Gí-gí min, er ekki eitt- hvað í lagi með þig, elskan, mjer sýn ist þú vera 'eitthvað svo sljó og ó- upplögð. Fórstu seint í kojuna í kærkveldi, eða livað? — Seint, nei, nei! Var á bíó og sá alveg svellandi steppmynd. Ó, hann er svo mikill draumur, hann P'red Astairs, finst þjer ekki? — Jú, agalega. Þú hefir auðvitað verið með þínum gamla? — Ef þú átt við liann Bóa — ja, má jeg þá vera frí! — Almáttögur, þið eruð Jjó ekki fornemuð einu sinni enn? — Jú, vertu viss, — og nú er það klára-alvara. Jeg er fornemuð við liann fyrir heila lifið. — Ih, du glade! Hvað gerðist? Jeg er svo voða-spent — —! — Já, lieldurðu liann liafi ekki verið svín, liann bauð mjer ekki á ballið, sem jeg var að tala um við þig um daginn, heldur býður liann henni Bínu og fer með lienni. Bínu, þú veist, liann var eittlivað að dingl? við liana i hitteðfyrra. Og ekki nóg með það, — þegar jeg fór að skamma hann, þá sagði Jiann ganske pent, að mjer kæmi þetta ekkert við. — Oj, bara, rosalega er hann tígó! — Já, svo jeg sagði honum að liann skyldi ekki einu sinni prófa Jiað, að tala við mig framar — og ef hann hringdi, þá skyldi jeg mölva símann. —- Auðvitað, það var það rjetta. --------Br—r—r—r—r—r—r— — Ó, hringir ekki síminn, ætli það sje hann? Nei, annars jeg svara ekkert! Jeg gegni honum elíld! Jú, Andre ( Georges fíigaud) ng Doimia (Jeanine Crispin), unga stúlk- an, sem hann átti ad lokka til St. Pjetursborg- ar, en varð svo sjálfur skotinn i. Hver er maðurinn Nr. 15 Drekkiö Egils-öl I 9 t annars, jeg get þá altaf kastað tólinu á. — Halló, já, jú, það er jeg. Fuli, jeg er búinn að segja Jjjer, að jeg „vill“ ekki að ])ú hringir á mig! -- Ha, hvað, hvað segirðu, — nei — þú meinar það ekki! { kvöld kl. 8.30? Verður ekki voða gaman? ó, jeg hlakka svo —- —. Já, bless, elskan — En Gí-gí þó, þú sem sagðist vera fornemuð við hann fyrir heila lífið! — Var það ....? - NÝJA BÍÓ - Flestir kannast við rússneska stór- skáldið Alexander Puschkin, sem er einn af hinum ódauðlegu snilling- um þessarar stóru Jjjóðar, sem löng- um hefir verið svo rik af andstæð- um. Persóna og einkalíf Alexanders Puschkins sjálfs var og fult af and- stæðum og óróa og eflaust hefir það sett sitt mark á verk hans. Myndin, sem Nýja Bíó sýnir inn- an skamms, er bygð eftir skáldsögu eftir A. Pushchkin og heitir: Dóttir póstafgreiðslumannsins og er gerð undir stjórn kvikmyndasnillingsins Vladimir Tourjansky. Er því aug- ijóst, að i mynd þessari hefir verið vandað til bæði efnisvals’ og leik- stjórnar, en hún er tekin af A/S Kosmofilm. Myndin gerisl í gömlu St. Pjeturs- borg og í nánd við hana og fjallar um ástir ungrar stúlku og ungs manns. Er })ar annarsvegar fögur en fátæk stúlka í sveit, en liins- vegar glæsilegur liðsforingi úr hin- uin keisaralega her. Við sjáum bæði einfalt sveitalíf og óhóf aðals og herforingja. Og út úr þeim leik, sem þarna er sýndur, sleppa sumar sögupersónurnar kalnar á hjarta. Aðalhlutverkið, Virine póstaf- greiðsluinann, föður ungu stúlkunn- ar, leikur franski ,,karakter“-leik- arinn Harry Baur. En liann er eins og margir þekkja, óviðjafnanlegur listamaður. Við rjeðuin nýlega flugfarþegum til þess að hafa sjálfblekungana sína hálfa af bleki, er Jieir færu í loftferð, til þess að komast hjá þvi að penninn læki, þegar blekið þend- ist út. Nú segja fróðir menn oss, að lekinn stafi ekki af blekinu, heldur af ])ví að loftið í blekhylkinu þenj- ist út og þrýsti blekinu fram úr pennanum. Þessvegna ráðum við nú flugferðafólki til að hafa pennann alveg fullan af bleki, alveg tóman, eða helst að skilja hann eftir heima. (Readers Digest, New Vork).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.