Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.01.1940, Blaðsíða 3
F A L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofu: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opín virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i Osto: A n l o n Sl c h j ö t s g a d e 1 4. Blaðið kennir út livern föstudag. kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTS prent. Skraddaraþankar. „Tímarnir breytast og mennirnir með“, segir niáltækið. Og allir munu viðurkenna, að það hafi við stað- reyndir að styðjast. Tíminn fleygist áfram óðfluga, það er hans breyting. Og mennirnir eldast um leið og skipta um útlit og skoðanir. maðurinn, sem fyrir tuttugu og fimm til þrjátíu ár- um var á besta aldri, þróttmikill i starfi, hárprúður og fullur að vöng- um, er kannske í dag laslnirða og föltir, kinnfiskasoginn og grár nieð tungl í hvirflinum. Og maðurinn, sem fyrir tuttugu árum var róttækur byltingamaður sem prjedikaði á stræt um og gatnamótum, er ef til vill i dag oro'inn værukær afturhaldssegg- ur, sem ógjarnan vill hræra sig úr hægindastólnum. Slíkar og þvílik-ar breytingar geta orðið á einstakling- uinim, og það stærri og umsvifameiri breytingar en hjer var drepið á. En sje litið á heilar þjóðir, eða jafnvel alt mannkynið í hcild, þá þurfum vjer oft að lita á lengra timabil en tuttugu — þrjátíu ár til að sjá mikl- ar breytingar í hugarfari og slíku. Ytri aðstæður breytast lika lijá ])jóð- nm og mannkyni eins og einstakling- mn. Nýjar uppgötvanir breyta miklu í Jífi þjóða og einstaklinga. Og oss finst oft, að skoðanir vorar og hegð- ii n hafi verið kátleg og barnaleg fyrir nokkrum árum Skrítið1 finst oss t. d. að lesa það, að fyrir tuttugu árum var auglýst í Reykjavikurblöð- unum, að flugvjel væri lil sýnis fyr- ir 50 aúra og að hljómsveit mundi skemta til þess að auka á ánægjunál Já, víst hefir margt breyst, þótt eitt virðist óumbreytanlegt: heimska mannanna. Fyrir tuttugu árum lijcldu vís't flestir, að ógnir síðustu heims- styrjaldar myndu ekki endurtaka sig. Menn hjeldu, eða rjettara sagt von- uðu, að sú breyting hlyti að hljótast af skelfingum bins óttalega ófriðar- báls, að styrjaldir mundu nú ekki framar þjá lieiminn. En hvað lengi leið, áður en sú von fjekk áfall, og hvernig er ekki komið nú? Tímarnir breytast, en flónskan og forherðing- in ekki. —o-o— ■ Hinn 14. april ár hvert staðnæmisl eitt af strándvarnarskipum Banda- rikjamanna við New Foundlands- banka, þar sem „Titanic“ siikk forð- um, til þess að heiðra minningu hinna 1517, sem fórust er skipið sökk. Vjelin er stöðvuð, kirkjufán- inn dreginn að hún og áhöfnin rað- ar sjer í fylkingu á þilfarinu, en l'oringi skipsins les útfararrítúalið úr helgisiðabókinni. Síðan er skotið af fallbyssum og skipið heldur á- fram . . . . (Time, New York). Eimar Benedíktsson látinm. Höfuðskálci íslendinga er fallið i valinn. .4 hrjóstrugu og eyðilegu annesi kvaddi hann lifið þessi viðförli vik- ingur í ríki andans, sem hafði fjöld of farið og sjeð um heima atla. Og útsærinn. sem hann kvað svu faa- nrlega nm, sgngur nú sín ómsterku lítfararljóð gfir snillingnnm liðnum. Einar Henediktsson unni hafinu, elskaði blik þess og hrannir, víð- áttnr þess ug voga, og eftir því skirði lmnn Ijóðasöfn sín. Og hann valdi sinn hinsta dvalarstað i sam- ræmi við þá ást. Æviatriði og verk þessa stórskálds er ekki þörf á að rekja nú. Svo kunn eru þau öllum íslendingum, og það er ekki lengra síðan en í haust, að hans var minsl rækilega á opin- berum vettvangi vegna sjötíu o g fimm ára afmælis hans. Enda er það að inaklegleikum, að íslenska þjóðin varðveiti minningu hans vel. Ljóðstörf hans eru lofsöngurinn um ísland, borin uppi af trúnni á ís- lenska þjóð, tign hennar og aðal. Hann var skáld hins risandi sjálf- stæðis. Islensk tunga mun gegma Ijóð hans, og list hans skal lifa, það er i samræmi við þái trú hans sjálfs, að: — „Komi hel og kasti mold og grafi. kvistist lífsins trje á dauðans arin, sökkvi jarðarknör i myrka marinn. myndasmiðar andans skulu standa". rj í Finnlandi hefir landi vor Gunn- ar Finsen, læknir, gerst sjálfboða- liði, og mun stunda þar læknisstörf. Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem Gunnar kynnist ógnum vígvallanna. Hann fór til Spánar i borgarstyrj- öldinni þar, sömuleiðis sem sjálf- boðaliði, í liði lýðveldisstjórnarinn- ar. — Gunnar er sonur Villijálms Finsen sendisveitarritara í Osló. og er sjálfur islenskur rikisborgari. 62 mönnum bjargað úr sjávarháska. - fretrrg 10. þ. m. lókst áhöfninni á tog- aranum Hafstein að hrífa væna bráð úr klóm Ægis. Þýska flutningaskipið Bahia Blanca, 8558 smálestir að stærð, var að sökkva 00 sjómílur út af Vestfjörðúm í ausandi regni, þungri öldu og þreifandi náttmyrkri. Skipið hafði lenl í ís um kvöldið og jakar norðurhafsins liöfðu þjarm- að svo fast að síðum |)ess, að leki kom að því. Neyðarskeyti voru send út og varð togarinn Hafsteinn fyrst- ur á vetlvang og tókst áhöfn hans og skipstjóranum, Olal'i Ófeigssyni. með dirfsku og snarræði, að bjarga (illum Þjóðverjunum, sextíu og tveini ur að tölu. Útlitið var orðið ó- glæsilegt á hinu þýska skipi, það var orðið hálffult af sjó, skipshöfn- in var að berjast við að komast í björgunarbátana og leggja frá, en tnennirnir voru óvanir að fást við Framh. á bls. ih. Ólafur Ófeigsson, skipstjóri. FRÆKILEG BJÖRGUN. Áhöfnin af hinu sokna skipi, fíahia Btanca. Myndin er iekin fyrir „Fálk- ann“ af Vigfúsi Signrgeirssyni. Vegna styrjaldarinnar í Kína og þeirra anna, sem hún leggúr Japön- um á herðar, mega skólapiltar i Japan nú ekki lesa ástarsögur nje æfintýri. Kenslumálaráðuneytið jap- anska ákvað i vor að taka allar slík- ar bækur úr skólabókasöfnunum og fjölda útlendra rithöfunda er bann- að að lesa, svo sem John Galsworthy, Thomas Hardy og John Joyce. Við rannsókn hafði komið á daginn, að skólapiltar lásu mest rómantiskar skáldsögur, en höfðu ekki nægilegan áhuga fyrir hinni ..þjóðlegu hern- aðarstefnu". („Cavalcade", London). o-o Það er sagt um Abessiniumenn, að þeim sje ekki þvegið nema þrisvar eftir fæðinguna, þegar þeir giftast og þegar þeir eru látnir. En að öðru leyti fyrirlíta þeir innilcga vatn og sápu. (Neiv York Sun).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.