Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1940, Síða 7

Fálkinn - 09.02.1940, Síða 7
F Á L K 1 N N 7 A myndinni til hægri sjást sendiherrar erlendra þjóða, sem aðsetur hafa i Berlín, vera að koma úr heimsókn hjá Hitler Hitler hefir undanfarið jafnan verið kjólklæddur er hann hefir tekið á móti sendiherrunum, en á þessu ári hefir hann tekið upp þá nýbreytni að vera í einkennisbúningi fasista. Sumir öfunda ef til vill þessa menn, sem eru dómarar ölsýn- ingu í London, þar sem þeir eiga að prófa 700 mismunandi tegundir af öli. Sjá myndina að neðan t. h. Toseanini hinn ítalski er talinn snjallasti hljómsveitasijóri heimsins, en Wilhelm Furtwangler ber höfuð og herðar yfir alla þýska hljómsveitastjóra. Að ofanverðu á myndinni sjest hann vera að stjórna Berliner Philharmonische Orkester á jólunum, er hljómsveitin tjek fyrir verkamenn í Berlín. Að neðan er rnynd frá Sportpalast og af skautaheimsmeisturunum Maxie Herber og Ernst Baier. ■ •« ■ Hjer á myndinni sjást tveir frægir Danir. Feiti maðurinn í sófanum er að kveikja sjer í sterkum vindli, og þó er hann frægasti söngmaður Dana nú á tlmum og liklega besti Wagner-tenór nútímans. Það er sem sje Laurits Melchior. En maðurinn, sem er að taka mjófilmu af „sel- skapnum" er Jean Hersholt, sá nú- tifandi Dani, sem kunnastur er sem kvikmyndaleikari og sá eini, sem hefir náð forustustöðu hjá amerik- önskum kvikmyndafjeiögum. Kon- urnar þeirra eru líka á myndinni frú Melchior til hægri. Myndin er tekin á jólunum síðustu, sem þau hjeldu saman í New York, en þar syngur Melchior á Metropolitan- óperunni á hverju ári.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.