Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1940, Page 9

Fálkinn - 09.02.1940, Page 9
F A L K I N N 9 i litlu stofunni, ]jar sem þau höfðu l'æðst og alið allan aldur sinn. All þarna var alveg eins og það hafði verið, þegar hann mundi fyrst fil. Myndirnar á veggjunum, kommóðan með gipsmyndunum tveimur, rúmið hennar mömmu og litla borðið með saumavjelinni. En mamma var bara horfin. í síðasta skifti . . . . Á morg- áttu þau að í'ara á barnaheimili. — Petja átti að fara á drengjaheimili þar í þorpinu, en Vera átti að fara í nunnuklaustur — það liafði ekkjan sagt honum. Góði læknirinn hafði sjeð um það. Vera lá steinsofandi, en Petja sat giaðvakandi á rúmstokknum. Dreng- ir, sem hann þekti, liöfðu sagt hon- um frá þessum barnaheimilum. Att var svo strangt þar, liafði hann lieyrt — þeir voru flengdir þar fyrir minstu smámuni. Ja, já. Hann óttaðist ekkert um sjálfan sig. En veslingurinn hún Vera — livernig yrði æfin hennar hjá ströngu nunnunum? Hann leit um öxl og horfði lengi á systur sína, liún var svo lítil og svo yndisleg — alveg eins og engill. Þau höfðu leikið sjer saman alla sina æfi, en nú áttu þau að skiJja, og guð einn vissi, hvenær þau fengju að sjást aftur. Petja sal iengi og hugsaði og hugs- aði. Loks spratt hann upp. „Já, við gerum það!“ sagði hann upphátt. Gekk að kommóðunni og dró út skúffu. Þar láu peningarnir, scm mamma átti, í litilli, hvítri öskju. Það var ekki mikið. . . . Tveir grænir þriggja rúblu seðlar — og nokkrir peningar úr silfri og kopar. Hann stakk peningunum i vasann og gekk út að glugganum. Vornóttin var björt og hlý. Og nú sagði drengurinn aftur upp- hátt: „Já, við gerum það!“ Svo fór hann að rúminu og rumskaði við henni systur sinni. Vera vaknaði. „Hvað viltu?“ spurði hún í svefn- rofunum. „Þú manst víst, hvað ekkjan sagði i gær?“ sagði Petja. „Að það á að senda okkur á barnaheimili.“ „Jeg vil ekki fara á barnaheimiii,“ sagði Vera, og fór að gráta. „Ekki jeg heldur,“ sagði Petja á- kveðinn. „Og þessvegna skulum við strjúka. Núna undir eins.“ „En hvar eigum við að búa?“ spurði Vera, og þerraði af sjer tárin. „Jeg veit af góðum stað. Þar finna þeir okkur aldrei,“ sagði Petja. Vera klæddi sig, en Petja tók sam- an ýms fataplögg og vafði brekáni utan um þau. „Nú förum við,“ sagði liann. Svo ieit hann enn einu sinni yfir stof- una, gekk að saumavjelinn og strauk henni varlega, eins og til að gæia við hana.- Þau læddust á tánum framhjá dyr- um ekkjunnar og niður stigann. Og svo greikkuðu þau sporið, er þau kornu út á mannlausa götuna. Þau gengu langt, alveg út fyrir bæinn og niður að ánni. „Sjáðu. . . . þarna cigum við að búa.“ „Hvar?“ spurði Vera. „í bátnum þarna?“ „Þetta er ekki bátur það er slór prannni,“ sagði Petja. „í fyrra rak hann þarna upp á land, þegar vöxturinn hljóp í ána, og svo hefir hann legið þarna síðan.“ „Hvernig fanstu hann?“ spurði Vera og horfði með aðdáun á stóra hróður sinn. „Við vorum að baða okkur hjerna í fyrra, hann Mischa og hann Kolja og jeg. Það er kiefi í prammanum og við bárum þangað hey og lágum ]jar, að gamni, eins og við ættum þar heima. Og nú eigum við þar heima, í alvöru.“ Þegar ieið á daginn, fór Vera að kvarta um sult. „Þú verður að sitja lijerna í klef- anum, og ekki fara neitt á meðan jeg er í burtu,“ sagði Petja, og þrammaði upp i versiunina ti) að kaupa mat. Og dagarnir liðu, hver eftir ann- an, og flóttasystkinin bjuggu áfram i prammanum sínum. Þegar peningarnir voru þrotnir, fór Petja að ganga um bæinn og betla, hann var vanur að fara inn i húsin og hringja að dyrum. Þegar lolk spurði liann, liver hann væri, var hann vanur að segja, að pabbi hans væri dáinn og mamma hans Jægi veik, eða eitthvað því um líkt. Og flestir vorkendu aumingja drengnum og gáfu honum nokkra kópeka. Einn daginn kom hann nið- ur að ánni, þar sem stóra hjóla- skipið lá. Fjöldi af fólki hafði safn- ast saman á bryggjunni og var að liorfa á kafara, sem fór ofan i ána. Petja stóð líka langa stund og horfði á kafarann. Og loks spurði hann dreng, sem stóð hjá honum: „Að liverju ætlar hann að fara að leita?“ „Kafarinn?.......ia, það týndist strákur og stelpa hjerna fyrir nokkru og nú heidur fólk, að þau hafi drukn- að, því að þau finnast livergi.“ Petja skildi undir eins, hver strák- urinn og stelpan voru, og flýtti sjer burt frá bryggjunni. Hugsum okkur, ef einhver þekti hann. Stundum komu krakkar út að prammanum og böðuðu sig i ánni. Það var svo góður sandbotn þar og útgrynni. Vera og Petja kyntust mörgum af krökkunum og ijeku sjer við þau og böðuðu sig með þeim. En það liðu þrír mánuðir, þangað til Petja liitti strák, sem þekti hann. „Þarna ert þá þú, Pelja!“ Petja leit upp, skelkáður. Þetta var Kolja, drengurinn, sem átti heima á neðri hæðinni í húsinu, sem hann hafði átt heima i áður. „Það halda allir, að þið sjeuð dauð, og svo eruð þið hjerna bráð- lifandi," sagði Kolja. „Hversvegna földuð þið ykkur?“ „Þeir ætluðu að senda okkur á barnahæli,“ sagði Petja. — „Mig á drengjaheimilið, en hana Veru til nuhnanna. Húgsaðu þjer, ef það ælti að senda ]>ig á barnaheimili.... heldurðu að þú hefðir ekki fiúið iika ?“ „Eigið þið heima þarna í prannn- anum?“ spurði Kolja. „Já, en þú mátt ekki segja nokkr- um lifandi manni frá þvi.“ „Nei, jeg skal ekki gera það.“ „Sveijaðu þjer upp á það.“ „Já, svei mjer þá.“ ög Kolja et'ndi það. — Það fór að taka eftir Petja, fólkið i búðinni, þar sem hann keypti niat- inn. Og einn daginn spurði það hann, hvað hann lijeti og hvar hann ætti lieima. Annan daginn spurði það, hvort hún móðir lians væri veik, úr því að hann kæmi altaf í búðina. „Nei,“ svaraði Petja. „lin hún sit- ur við að sauina alian daginn, og hefir ekki tíma til að fara út.“ „En hafið þið ekki eldhús?“ spurði kaupmaðurinn. „Þú kaupir altaf tilbúinn mat.“ „Nei,“ svaraði Petja og flýtti sjer út. — . Eftir þetla verslaði hann i ann- arri búð. Og dagarnir liðu. Það varð kald- ara og næturnar dimmari. Það var ofurlítil eldavjel í klef- anum, en Petja þorði ekki að kveikja upp í henni nema á nóttunni. Á daginn mundi fólk sjá reykinn og fara að grenslast eftir, liver hjeldi sig þarna í gamla prammnum. Það var fljótt að lilýna í klefanum, og um leið fyltist alt al' reyk. Petja hafði stolið meiru af lieyi á túninu i nágrenninu, svo að þau sváfu á mjúku og höfðu hlýju. En það varð kaldara og kaldara. Og nú rigndi að kalla mátti á hverjum degi. Vera sat lengstum inni i klef- anum, en Petja varð að labba um strætin mest af deginum og betla. Hann kom holdvotur og' skjálfandi af kulda heim í prammann. Einn morguninn, þegar hann skreið út úr klefanum var alt livítt af hrími. Og hvorugt þeirra Veru álti vetrarföt. Það rann upp fyrir honum, hve þau voru litil og lijálp- arvana og hann settist á stein og fór að gráta. Lestin brunaði áfram — austur — austur yfir óendanlegar rússnesku sljetturnar. „Maðurinn — „útlendingurinn“, sem hinir farþegarnir höfðu kallað hann, þvi að hann var klæddur eins og útlendingur, — hafði staðið úti í vagnganginum tímunum saman, án þess að hreyfa sig úr sporunum, og starað út um gluggann. Hann virtist vera óþolinmóður yfir því, að lestin færi svo hægt. Hann reykti hverja sígarettuna eftir aðra. Nú stakk liann nýrri sígarettu í munninn, en þegar hann ætlaði að kveikja í henni, reyndist eldspitustokkurinn tómur. Hann sneri sjer að manninum, sem hjá honum stóð, digrum kaupmanni, og spurði á rússnesku: „Afsakið þjer. Þjer nninuð ekki geta gefið mjer eldspýtu?“ „Jú, gerið þjer svo vel. Jæja, svo að þjer eruð Rússi. Við hjeldum, að þjer væruð útlendingur. En þjer hafið máske dvalið erlendis?" „Já, jeg hefi átt heima i Ameriku i fast að því þrjú ár.“ „Og nú eruð þjer að hverfa heim aftur ?“ „Nei, jeg er að sækja konuna mina og börnin.“ „Hvað starfið þjer í Ameríku?" spurði kaupmaðurinn forvitinn. „Fyrst vann jeg að smiðum, en síðan fór jeg lil Alaska í gullleit. Og þar var jeg heppinn. En þegar jeg skrifaði konunni minni i vor, fjekk jeg ekkert svar. Jeg sendi þrjú brjef. Annaðhvort hefir hún flutt búferlum. .. . nei, jeg veit ekki, hvað maður á að halda.“ „Brjefin hljóta að hafa glatast á leiðinni,“ sagði kaupmaðurinn.“ Umsjónarmaðurinn kom inn gang- inn. — „Eftir þrjár mínútur erum við i Nisjnij Novgorod!“ — Maðurinn frá Ameriku fór að ganga frá töskunum sínum. Ekkjan Olonkína og frú Sergen stóðu í portinu og voru að skrafa saman. Þá kom maður gangandi eft- ir götunni, með koffort i hendi. Staðnæmdist fyrir framan hliðið. Konurnar störðu á hann. Loks liróp- aði ekkjan: „Eruð það ekki þjer, Karbakoff?" „Jú, það er jeg,“ sagði hann bros- andi. „Býr konan min eltki lijerna ennþá? Jeg hefi skrifað henni þri- vegis, en ekki fengið svar. Og nú er jeg kominn til að sækja þau.“ „Ó nei, því er nú miður,“ sagði ekkjan, með tárin í augunum. „Þjer getið ekki sótt hana.... hún er komin í kirkjugarðinn.“ „Jeg kom þá of seint,“ suundi hann upphátt. „Jeg hefði aldrei átt að fara frá þjer. Ó, María, María! Veslings María! En börnin mín. -— Hvar eru börnin mín?“ Nú fór frú Sergen að gráta lika. „Þau eru horfin líka,“ sagði ekkj- an. „Þau hurfu daginn eftir jarðar- förina, og siðan hafa þau ekki sjest.“ Veslings maðurinn fór að gráta og kveina, og fólk safnaðist saman við hliðið. Flestar konurnar grjetu. „Mamma,“ sagði Kolja, og kipti i pils frú Sergen. „Jeg veit, hvar Petja og Vera eru.“ „Hvað ertu að bulla, drengur," sagði hún önug. „Jeg veit, hvar þau eru, en jeg lofaði honum Petja að segja ekki frá þvi, og sveijaði mjer upp á það,“ sagði Kolja. „Veistu, hvar Petja og Vera eru?“ hrópaði hún. „Segðu það fljótt! Sjerðu ekki, að hann pabbi þeirra er að yfirbugast af sorg?“ „Þau eru í pramma fyrir utan bæ. Jeg hefi sjeð þau oft í sumar,“ sagði Kolja smeykur. Petja sat lengi og grjet. Svo heyrði hann, að Vera kom bröltandi upp úr klefanum og flýtli sjer að þurka sjer um augun. Framh. á hls. ÍJ. Malbikið og steinlagningin veita ekki mikla mótstöðu, þegar stórsprengj- unum rignir niður á göturnar. Á myndinni sjást menn vera að athuga sprengjugýg í götu i Helsingfors.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.