Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.03.1940, Blaðsíða 12
12 V Á L K I N N I ®&S3=! SUNDRUÐ HJORTU Skáldsaga eííir Blank Eismann 17. eskja. Jeg hefi átl lieinia i kauptúni lent<st af æfinni, og á þessvegna erfitt íneð að kvnnast nýju fólki, síðan jeg koin hingað, í stórborgina. Mjer hefði ekki dottið í luig, að flvtjast hingað, ef hann sonur minn hefði ekki beðið mig um, að koma og stjórna heimilinu l'yrir sig.“ Orð gömlu konunnar voru svo látlaus og sannfærandi, að Natasja gat ekki verið i vafa um, að þau voru í einlægni töluð. Og það varð auðvelt að telja liana á að verða á- fram þarna í þessu bjarta og sólríka her- liergi, með útsýn yfir snjókollótt trjen i garðinum, og revna að gleyma því, að hún var fátæk og átti í harðri baráttu fvrir til- verunni. Hjerna naut hún allra lífsins gæða, allra þæginda, sem hún hafði vanist á æskuheim- ili sínu. bað var ekki amalegt, að sjá netta stofustúlkuna koma inn á liverjum morgni með allskonar kræsingar. Natasja brosti, þegar hún sá það. Steikt hrauð, smjör og egg, flesk og nýhitað ilinandi kaffi, borið fram á gljáandi silfurbakka. Það voru kræs- ingar, sein Natasja liafði ekki sjeð lengi. Hún borðaði með beslu lyst og mundi nú alt i einu eftir frú Holger, sem hafði verið henni svo góð, og spurði frú Eysholdt, hvorl ekki væri mögulegt, að senda skilahoð til hennar. „Hún er eflaust kvíðin út af því, að jeg liefi horfið svona þegjandi og liljóðalaust, og jeg geri ráð fyrir, að hún hafi þegar spurst fyrir um mig hjá lögreglunni." Frú Eysholdt lofaði að gera henni orð. Þegar Natasja liafði horðað og hallaði sjcr út af til þess að sofa áfram, læddist gamla konan ldjóðlega út úr herberginu. Hún mætti svni sínum í stiganum. „Ilvernig líður?“ spurði liann með á- fergju. „Vel, drengur íninn. Þú þarft engu að kvíða. Hún er að jafna sig eftir áfallið og læknirinn álítur, að hún geti farið á fætur eftir nokkra daga.“ „Guði sje lof. Jeg get varla afborið til- hugsunina um, að hún hefði slasast alvar- lega. Hún hlýtur að hafa fallið í yfirlið af hræðslu, því að jeg er sannfærður um, að hifreiðin kom svo laust við hana, að hún gat ekki dottið af því.“ Þau fóru inn i slofu gömlu konunnar meðan þau voru að lala um þetta, og frúin settist við arininn. Sonur hennar stóð og liallaði sjer upp að bókaskápnu'm. „Það lieldur læknirinn lika,“ svaraði frú Eysoldt. „En, sem betur fer, er hún ung og jafnar sig því fljótlega eftir áfallið.“ Það varð þögn í stofunni í nokkrar min< útur. Svo sagði Walter Eysoldl lágt, eins og hann væri að tala við sjálfan sig: „Já, ung er hún — og falleg þrátt fyrir fátæklegu fötin. Þegar jeg tók hana upp og ,JIíut er eflaust kviðin út af l>ití, að jec/ ltefi horfið svona jtegjandi og hljóðalausl. bar liana inn í bifreiðina gat jeg ekki var- ist því, að spyrja mig í huganum, hvort hún mundi ekki vera prinsessa í álögum ein af þessum, sem þú sagðir mjer svo oft frá þegar jeg var barn.“ „Sjáum til - stóra drenginn minn fertuga er farið að dreyma um æfintýri, alveg eins og þegar liann var lítill." Doktor Eysoldt rjetti úr sjer og strauk hendinni um ennið, eins og hann væri að vísa hugarórum á bug. „Nei, inamma, þú skalt ekki vera hrædd um það. Þegar maður er einskonar grýla á aðra í kauphöllinni eins og' jeg er, og keppi- naularnir eru hræddir við mann, er maður fvrir löngu hættur að láta sig dreyma um æfintýri.“ Móðir lians laut fram og starði í eldinn, en logatungurnar sleiktu stóra birkidrumba og hreytti þeim í ösku smátt og snuitt. Fvrir öllu fólki upprennur sú stund, að það fer að dreyma, drengur minn. Þú liefir hara ekki gefið þjer tíma lil þess ennþá.“ „Jeg liefi máske sett mjer erfitt markmið, sem jeg verð að ná fvrst.“ . Já, drengur minn. Og nú, þegar mark- inu er náð, krefjast draumarnir rúms fvr- ir sig.“ Walter Eysoldt hló. Hva'ð erum við annars að bulla, mamma mín góð? Jieg 'nefi engan tíma til að drevma." „Ætli ekki það?“ „Nei, jeg þarf að fara á aðalfund í hluta- fjelagi.nu Erco, jeg er aðalhlutliafi þar, eins og þú veist. Hausinn verður að vera í lagi. En jeg ætlaði bara að vita, hvernig sjúkl- ingnum liði, áður en jeg færi af stað. Svo að henni líður hetur, segirðu? Er lhm með fullri rænu? Hefirðu getað talað við hana?“ Frú Eysoldt kinkaði kolli og sagði svni sínum það, sem Natasja hafði sagt um sig sjálfa. Loks hað hún liann um að gera frú HoJger orð, og liann lofaði að glevma þvi ckki. Móðir hans stóð við gluggann og sá hann stíga inn í bifreiðina og aka burt. Hún liefði átt að vita, að meðan hanli sat við stýrið og ók gegnum alla umferðar- þvöguna á götunum, var hugur hans allur lijá sjúklingnum heima. Hann hafði upplifað aftur og aftur en’dur- minninguna um, er hann lyfti henni upp i bifreiðina. Snjórinn feyktist um eyrun á hon- um og ósjálfrátt liafði liann í huganum líkl heiini við snjóflyksu svo ljett og loft- kend fanst honum hún vera. Honum var ekki ljóst, hvernig slysið hafði atvikasl. Hann mundi það eitt, að alt í einu haf'ði skotið upp fallegu og hræddu andliti rjett fyrir framan bifreiðina og það livarf samstundis aftur. Hann hafði ósjálfrátl stíg- ið á hemilinn, svo fast að bifreiðin nam staðar á minna en eins meters færi. Og i sania vetfangi sá Iiann, að hópur af fóiki þvrptist saman kringum hann og jós vfir hann skömmum. Hann skeytti því engu, cn tók meðvitundarlausa stúlkuna upp af gölunni og lagði hana inn í bifreiðina sina og ók með liana heim til móður sinnar. Það var þegar í stað náð í lækni. Líðan stúlkunnar virtist varlmgaverð, þótt læknir- inn gæti ekki fundið neinn vott fyrir meiðsl um útvortis. Hitinn fór síhaekkandi og með- vitundarleysið breyttist í hitasóttaróra, svo að ekkj var hægt að sþvrja hana að nafni eða heimili. Waller Eysoldt hafði verið milli vonar og ótta þessa daga. En nú, eftir að stúlkan var komin á bataveg breyttist ótti hans í leyndan kvíða um Jiað, að hann yrði að missa liana aftur. Það var af eintómum áhuga fyrir henni, að hann fór sjálfur með skilaboðin til frú Holger, og þó að andlit hans væri eins og gríma, sem engar tilfinningar vrðu lesnar úr, meðan hann var að segja frú Holger frá Natösju, hlustaði hann með athygli á alt það, sem hún gat sagt honum um liana. „En hvað mjer þykir vænt um að heyra, að hún skuli vera í góðra manna höndum," sagði frú Holger. „Jeg hefi verið eins og milli heims og helju út af henni, blessaðri stúlkunni, en sanhast að segja hefi jeg hafl svo mikið að gera, að jeg hefi lítið getað spurst fyrir um hana. Sama kvöldið sem hún meiddist fjekk jeg nefnilega hrjef frá manninum mínum, sem er i Suður-Amer- íku og í brjefinu var farmiði með skipi, sem á að fara eftir hálfan mánuð. Þetta kom svo óvænt ög gaf mjer svo margt að hugsa. Mjer þvkir mjög leitt, að Natasja skuli ekki geta komið með mjer til Suður- Ameríku, eins og við töluðum um, en eins og sakir standa, er ekkert við þvi að gera.“ „Þjer skuluð ekki liafa neinar áhyggjur út af því,“ sagði Walter Eysoldt. „Að vísu á jeg ekki sök á þessu óliappi, en þjer skilj- ið, að jeg tel mjer eigi að siður skvlt, að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.