Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 03.05.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N ÞAÐ HENDIR JAFNVEL Frh. af bls. 9. HringiS þjer sjálí'. Þegar Peabody kom aftur var andlitiS eitt sólskinsbros. — Hún er framúrskarandi! Þeir bafa prófaS filmuna og þaS er hún, sem altaf dregur aS sjer alla atiiyglina, i hvert skifti, sem hún sýnir sig. „Stjarnan“ er fok- vond og vill ekki liafa hana í myndinni. Hún skal verSa í myndinni. NáiS þjer í hana undir eins, Pea- bodv. — ÞaS er mjer ómðgulegt. Leikstjórinn veit ekkert hvar hún er. Hún er horfin. Hvar er liún? Hún er horfin, segi jeg. Undir eins og bún hafSi sjeS myndina ætlaSi hún aS sleppa sjer. Leikstjórinn sagSist aldrei hafa sjeS manneskju verSa fyrir jafn sárum vonbrigSum. Og svo hvarf hún og hefir ekki sjest síSan. Mig grunar helst, aS hún liafi fariS heim til þeirra Jonna og Máx og sje l'arin aS hugsa um hænsni og grísi. En liún var ekki aS fóSra grísi. Hún var aS pæla upp kál- garS, og bjá henni sat ósköp rolulegur maSur og var aS mála þolinmóSan Indíána. T-IÚN hrökk viS ,og leit ótta- slegin á Bill þegar hann kom inn í garSinn. SegiS ekki eitt einasta orS — jeg vil ekki heyra þaS, sagSi hún. Já, en Martlia. . . . — Jeg vil eklci lilusta á þaS. Hefi jeg nokkurntíma sagt, aS jeg mundi verSa mikil leikkona? ÞaS var engin furSa þó aS þjer væruS strangur viS mig. Já, en Martha — þjer eruS svo ágæt — alveg frábær. Þjer hafiS ekkert vit á þvi sjálf, en leikstjórinn er stórlirifinn af vSur. — Hún lagSi frá sjer skófl- una og fór aS gráta. Þjer segiS þetta hara til aS hugga mig, Bill. Jeg var ekki sem allra verst, en jeg var livorki lirá nje soSin og þaS vildi jeg síst. Og nú er jeg komin heim aftur og á ekki annars úrkostar en aS giftast „freknótta stráknum“. Ekki freknótta stráknum, Martha lieldur mjer. Og jeg skal gera úr þjer mikla leik- konu. er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Alll ineð islenskum skrpom' *fi Útbreiðið Fálkann. Klipping trjáa og runna. Jeg læt hjer á eftir fara sarntal, sem átti sjer stað ekki alls fyrir löngu, er einn kunningi minn heim- sótti mig. Heyrðu kunningi, jjað er vist kominn tími til, að jeg fari að klippa trjen í garðinum mínum, og er ekki hest að láta úða þau um leið? Jú, það fer hver að verða síð- astur með að láta klippa og úða hjá sjer, hvorttveggja eru þetta störl', sem garðeigendur verða að láta gera aður en langt um líður, eða áður en aðalvorhreingerning garðanna fer fram. — Getur j)ú ekki sagt mjer hvern- ig jeg á að klippa trjen mín, og ribsið, þið garðyrkjumenn eruð svo dýrir, að almenningi er ókleyft að láta ykkur vinna. Nei garðyrkjumennirnir eru elcki dýrir, og jeg vil nota tækifær- ið til að leiðrjetta þennan hvim- leiða misskilning, sem töluvert her á meðal almennings, sem sje ljað, að dýrt sje að láta garðyrkjumenn vinna. Það er alveg eins með jjá og aðra fagmenn, að tímakaup þeirra er hærra en viðvanings, vegna jjess, að þeir skila meiri og betri vinnu á sama tíma og viðvaningurinn. Það eru mýmörg dæmi til jjess, að klipping trjáa í meðal garði hjer i Reykjavík tekur viðvaninginn á ann- að dagsverk í staðinn fyrir að vanur og reyndur garðyrkjumaður myndi ljúka sama verki á 5—(i timum. Þetta er eðlilegt, því að viðvaningur- inn jjarf að „velta liverri grein fyrir sjer“ góða stund, áður en hann er ákveðinn í því, hvort hún á að vera kyr eða takast burtu, og oft verður svo árangurinn af þessari ,,fyrir\æltu“ sá, að lífvænlegasta greinin er látin deyja drotni sínum, en dauðvona sjúklingurinn stendur eftir. En garð- yrkjumaðurinn, hann virðir seni snöggvast trjeð eða runnann fyrir sjer og er fljótur að sjú hvað gera skal, og „klipp, klipp“ og trjeð eða runninn stendur eftir með mögu leika fyrir meiri lifsjjrótti og laus við allar sjáanlegar meinsemdir. Já, þetta er líklega alveg rjett hjá þjer, en segðu mjer eitt, að sprauta trjen er þó ekki neinii vandi, það getur þú kent mjer snöggvast, jeg fæ mjer svo lánaða sprautu hjá e.in’hverjum, sem á hana, og hleyp svo í að úða einhvern frídaginn. — Nei, því miður er ekki alveg nóg að þú eigir frí, því að þá getur staðið svo á, að einmitt þann dag- inn sjeu trjen og runnarnir „stikk- frí“, þ. e. a. s. ekki heppilegt veður til úðunar. - Nú, er ekki sama í hvernig veðri er úðað? Jeg hefi sjeð menn úða í rigningu og jafnvel í frosti, svo að jeg hjelt, að veðrið skifti engu máli. —Það var ágætt, að þú mintist á jjetta, jeg hefi líka tekið eftir því sama í vetur. Nei, jjað er öðru nær en að veðurlagið hafi ekkert að segja. A timabilinu febrúar—aprillok er vanalegt að sprauta gegn blaðlús og fleiri skaðlegum skorkvikindum. Til þess er algengast að nota carboc- rimp-vökva, og ef hann á að koma að gagni, jjarf trjeð eða runninn að vera þurr, og útlil fyrir að þurt veður haldist fram á næsta sóla- hring, svo að vökvinn nái að þorna utan á berkinum. Af framansögðu er auðskilið, að ef sprautað er í rigningu, eða ef rigning kemur áð- ur en vökvinn nær að þorna, renn- ur hann burtu, eða að minsta kosti þynnist það mikið, að hann kemur að litlu eða engu gagni. Ef einhver úðar í frosti, er það gert vegna þess, að sá sem framkvæmir verkið ber ekki skilnirig á, hvað hann er að gera. Við úðunina myndast vökva- lag um allan börkinn, og ef frost er, þá frýs þetta vökvalag á augabragði og spennir og rífur i börkinn og skilur eftir sár á honum, þar sem sveppir setjast að eða skorkvikind- in auðveldlega verpa I. Svo að þú sjerð að úðun í frosti gerir meiri skaða en gagn. Þú mintist á sveppi, jeg skal segja Þjer, að ribsið mitt er alt mosavaxið að neðan, og sumar greinarnar eru með rauðum „vörtum.“ Hvað get jeg gert til að losna við þetta livort- tveggja, eða með hvaða móti er hægt. að hindra ljetta? Jú, að allverulegu leyti er hægt að hindra mosamyndunina. Eins og |jú ef til vill hefir tekið eftir, er mosinn niestur niður við ræturnar og e. I. v. lítið eitt upp eftir stofn- inum. Mosinn kemur vanalega af ó- hirðu, runnarnir eru of marg-skiftir strax niður við rótina, og í krikan- um milli greinanna sest ýmiskonar drasl, pappír o. f]., sem helst altaf rakt og myndar afbragðs gróbotn fyrir mosa og sveppi. Mikið gras u)jij að runnum orsakar einnig það sama, og sömuleiðis áburður, sem fólk er að hlúa að rótum trjánna á haustin, jeg er á þeirri skoðun, að betra sje að stinga áburðinn niður i kringum runna og trje í apríl—maí. Mosa má ná i burtu með meðal- stinnum bursta og grænsápuvatni á vorin um leið og hreingerningin fer fram í garðinum. Um sumarið er ágætt að úða 1—2svar með blá- steinsvökva, hann hindrar bæði mosa og sveppamyndun. — Jæja, jeg þakka þjer fyrir, jeg tala við þig seinna um önnur garð- yrkjumál, vertu sæll! Gjörðu svo vel, vertu nú sæll! 7. apríl 1940. Ásqeir Ásqeirsson. í SILFURKLETTSDAL Frh. af bls. 5. brún og berðu ketið heim.“ Hún fór, en á leiðinni kom hún við runnann, örin hitti hana, og hún rann á svað- berginu niður af hömrunum. Jegda fór með börn sín út í skóginn og fann hýði bjarnarins Mafa og skildi telpuna liar eftir. En drenginn skildi hann eftir við greni tígrisdýrsins Amba. Siðan fór hann niður á ána, gerði vök á isinn og drekti sjer jjar. Björninn og telpan urðu fyrstu for- eldrar Udeh-þjóðarinnar, og er hún öll frá jjeiin komin. Amba og dreng- uririn eignuðust ekki barn, en Amba kendi drengnum veiðimensku. Þeg- ar hann var uppkominn rakst hann einu sinni stóran björn og særði hann tii bana með spjóti. Þá sagði björninn: „Jeg er maður systir þinn- av og við eigum mörg börn. Farðu til þeirra og kendu jjeim að verða jafn duglegir veiðimenn og þú ert, en láttu aldrei systur jjina sofa á feldinum af mjer eða jeta ketið af mjer ......“ Númer 06 var auralaus og vissi ekki hvernig að skyldi fnrn. Þá kom liðsforinginn gangandi yfir herbúðahlaðið. Þá kom 60 ráð í hug. Hann snaraðist að foringjan- um, heilsaði að hermanna sið og sagði: „Liðsforingi! Nýliðinn nr. 66, Andersen að nafni, óskar eftir að fá „túkall" til láns.“ Liðsforinginn leit á 66, tók upp tvær krónur og sagði: „Slíka frekju verður hreint og beint að launa. Jón Ólafsson, 1. stýrimaður ci fíoðafoss, varð sextugur 25. april Frú María Thoroddsen, Frí- kirkjuvegi 3, dtti sextúgsafmæli 25. apríi. Magmís fíjörnsson, fuglafræð- ingur, verður 55 úra í dag. Steindór Björnsson frá Gröf, verður 55 ára í dag.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.