Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1940, Síða 2

Fálkinn - 17.05.1940, Síða 2
2 F A L K I N N - GAMLA BÍÓ - Keppinautar er nafn kvikmyndar- innar, sein Gamla Bíó sýnir bráð- lega. Myndin er aineríkönsk og er frá Gloria-kvikmyndafjelaginu. Keppinautarnir í myndinni eru nokkrar ungar stúlkur, sem búa á matsölustað einum í New York. Þær eiga allar eina þrá og eitt takmarlc, sem sje það, að verða leikkonur, og fá að njóta þess að standa á tindi hinnar glitrandi leikhúsfrægðar, flestum þeirra veitist þó erfitt að koma, þó ekki sje nema öðrum fæti inn fyrir þröskuld þess helgidóms. ungu stúlkurnar eru jafn ólikar að upplagi og tilfinningum eins og löiig- un þeirra til að verða frægar er lík. Sumar eru bljúgar og veiklyndar og verða undir i baráttunni, en aðrar sterkar á svellinu, opinskáar og láta sjer fátt fyrir þpjósti brenna. Eins og nærri má geta verða ýms- ir árekstrar milli þessara ólíku stúlkna, og er fróðlegt að fylgjast með þvi. Aðalhlutverkin í myndinni leika hinar frægu og alþektu stjörnur, Katharine Hepburn, Ginger Rogers og Adolphe Menjou, en auk þess fíail Patrick, Andrea Leeds, Lucille liall og fleiri, og má sjá, að leik- endur hafa ekki verið valdir af verri endanum. Myndin er samin eftir leikritinu „Stage door“ eftir Iidna Ferber og George S. Kaufman og gerist i New York í samtímanum. Töku myndar- innar hefir Pandro S. Berman ann- ast. Hann er einn af frægustu kvik- myndatökumönnum í Hollywood og hefir sjeð um töku fjölda mynda til dæmis Carioca, Contirtental, Flot- inn dansar. í öllum þessum niyndum liafa þau leikið Fred Astaire og Ginger Rogers. Ennfremur hefir Gregory la Cava sjeð um útbúnað myndarinnar og orðið frægur fyrir. Næst á eftir myndinni af Mjall- hvít eru Keppinautar sú mynd, sem mest lof hefír hlotið á slærsta kvik- myndahúsi New York borgar, og er það ekki að undra því að þar fer saman ágæt leikstjórn og prýði- legir leikendur. Egils ávaxtadrykkir Frú Franziska Olsen, Garða- stræti 9, verður 70 ára 20. /). m. Hæ, sæl og bless, Gí-gí mín: Lommjer að sitja hjerna dáltið hjá þjer og pústa soldið. Plis, væna mín. Gvuð, agalega ertu komin i penan kjól og sætan svagger, og Himmel, nýjan liatt líka! Hefirðu unnið í Happó.eða eignast ríkan kærasta? — Nei, en einhverntíma verður maður að flikka sig ósköp lítið upp. En finst þjer það virkilega, að þetta sje obbolítið smart? —- Almáttugur, hvort injer l'inst, þú sem ert svo hroðalega ösköp chic og elegant. Já, þú hei'ir sinekk, en finst þjer hann Gulli ekki mikið svín, hann vogaði sjer að segja upp í opið geðið á mjer, að hatturinn væri eins og reiði á færeyskri skútu og svaggerinn eins og stórrúðótt værð- arvoð frá Sigurjóni á Álafossi. — En dónó! Svona nokkuð finsl mjer bara ekki passa. Hvað lieldur hann, að hann er? —- Tja, ekki veit jeg. Annars er liann búinn að bjóða mjer á „Stund- um og stundum ekki í kvöld. Gvuð, jeg hlakka svo til, er ekki agalega spennandi að sjá það? - O, minstu ekki á það einusinni. Hjeld það sje nú mest í munninum. Nú, eitthvað hlýtur það að vern Hjer með tilkynnist ykkur, kæru slúlkur, sem undanfarin missiri haf- ið dáðst að Tyron Power, Robert Taylor og Clark Gable og dreymt um jiá á nóttinni, að ykkur er ráðlegast að hætta að liugsa um liá, því að þeir eru alíir gengnir í heilagt hjónaband nýlega. En ykluir til hugg- unar má niinna á, að það er ekki ó- sennilegt að þeir skilji við konurnar sínar, því að slikt kemur ekki sjald- an fyrir hjá þeim kvikmyndaleikur- um, sem nokkuð kveður að. Tyrone Power, sem allir lijeldu að væri ósvikið efni i piparsvein, er nú harðgiftur Annabellu hinni frönsku og er afar sæll. Hann var nýlega á ferð í London, en skildi Annabellu sína eftir í Frakklandi. úr jiví Agnar Ivút' bannaði leikinn í eitt kvöld og stefndi öllum hern- um lieim frá haustæfingum á Lauga- vatni. Huh, liann Agnar! Já, hann Agnar, hann er þó lögreglustjóri og svo er hann nú altaf sætur. Já, og svo sagði Jónas, að það kæmi ekki til mála að senda þetta skoðunarspil á heinissýning- una í Ameríku, svo að það hlýtur að vera geysi hneykslanlegt. — Já, þó soleiðis á nú ekki að senda til Ameríku. Eins og þú veist eru Amerikumenn afskaplega sterk- ir í móralnum og hafa aldrei sjeð svona bert kvenfólk á leiðsviði. — Er það satt, að fólkið sje svona gassalega fáklætt. Húli, hvað það er spennandi! — O, það er ekki eins fáklætt og jeg er núna. Stelpurnar eru reyndar i sundfötuín, en svo eru þær i slobrokkum og sloppum þar utan yfir. En svo er ekkert púður í að sjá karlmennina. Hann Þorsteinn Ö. fer ekki svo mikið sem úr jakkanum og jeg held varla Valur heldur. Nei, það er nú heldur þunt. — Nú er það ekki meira spenn- andi en þetta! Jæja, jeg fer samt. Adjö, elskan. Blesselskan! Og stelurnar i London ætluðu alveg að gera út af við liann — þó hann væri nýgiftur. Annabella liefir verið gift tvisvar áður. Robert Taylor liefir heldur ekki verið giftur áður. En nú hefir Bar- böru Stanwyck lekist að ná í hann. Barbara er allra snotrasta stelpa og hefir ekki verið gift nema einu sinni áður. Og svo er þa'ð hann Clark Gable, stm þið hafið dáðst að í mörg ár. Hann hefir að vísu verið kvæntur tvívegis áður. Nú hefir hann gifsl Carole Lombard, sem líka er frá- skilin. Þessi þrjú pör, sem nú hefir ver- ið getiði hafa samtals gifsl tólf sinn- um. - NÝJA BÍÓ - Myndin, sem Nýja Bió sýnir á næstunni, nefnist Veðurspámaðurinn. Þetta er amerísk kvikmynd frá Col- umbia fjelaginu, skemtimynd, sem fjallar um stjórnmál, ástir og veðurspár. Það er dálitið erfitt að gera sjer grein fyrir, hvað veðurspámaður hefir að gera við hliðina á þessum tveimur höfuðskepnum, ást og stjórn- málum. Manni finst, að það muni vera ærið verkefni fyrir hann að fylgjast með hæðum, lægðum og stormsveipum og öðru merkilegu, sem á sjer stað i gufuhvolfinu, en þessi mynd sýnir, að veðurspámenn geta líka haldið sjer við jörðina þegar þvi er að skifta, þó að það verði að nokltru leyti á kostnað loftsins. Aðalhlutverkið í myndinni leikur Ida Lupino. Faðir hennar er leikinn al' Walter Connolly. Hann er stjórn- málamaður og vill láta dóttur sína giftast stjórnmálamanni, sem von er, en stúlkan reynist ekki ljett i taumi við föður sinn þegar hún verður þess vör hverjar ástæður eru til þess, að hann vill gilta hana þing- mannsefninu. Hún kynnist veðurspá- manninum á þann hátt, að rannsókn- artæki, sem hann hefir fundið upp og er að reyna, rekst i höfuðið á henni, þar sem það er að sveima í loftinu. Út frá þessari kynningu spinnast svo atburðir myndarinnar einn af öðrum, og' gengur veðurspá- maðurinn, sem leikinn er af Ralph Rellamy, sigrandi af hóhni, en áður hefir hann gripið lil ýinsra örþ.rifa- ráða. Alfred E. Green hefir sjeð um töku þessarar myndar. Einar Vigfússon, kaupm. frá Stijkkishólmi, verðnr 70 ára í dag. ipjj?3®* Best er að auglýsa í Fálkanum ÞRÍR NÝGIFTIR.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.