Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1940, Page 5

Fálkinn - 17.05.1940, Page 5
F A L K I N N o Skútumenn búast í bygginguna bárust fimin lilbofi og á fundi bæjarstjórnar 31. jan. 1884 er samþykt að taka tilboSi þeirra Lydes múrarameistara og Magnúsar Árnasonar trjesmiðs. Til- boð þeirra var að vísu 545 krónum hærra en fjárveitingin til verksins. En það skrýtnasta við samþykt þessa er það, að þar er slegin sá varnagli, að fela megi verkið öðrum manni, ef sá hinn sami treysti sjer lil að vinna jtað fyrir fjárveitinguna, en láta þá þá fjelaga, Lydes og Magnús, sigla sinn sjó. Þessi maður, sem bæjarstjórn vildi eiga opna leið til að semja við, var Jakob Sveinsson trjesmiður, sem gert hafði tilboð í hluta af verkinu. Og svo fór, eftir nokkurt þóf, að samið var við Jakob og mun þá þegar um vorið hafa verið hafist handa um bryggjugerðina. Bryggjan var i upphafi smíðuð bæði úr trje og steini. Var fremri endinn úr trje. En það gafst illa, því að mjög vildi brolna trjehluti bryggjunnar af sjávargangi og líka jetast af trjáætu. Þótti brátt auðsjeð, að eigi mætti við svo búið standa. og 24. l'ebr. 1892 gerði hafnarnefndin samning við 'Juliu$ Schau steinhöggv- ara um að breyta bryggjunni. .1. Schau „tókst á hendur að byggja fremri hluta bryggjunnar og liækka hana, og skyldi hann vera hlaðinn eingöngu úr grjóti, höggnu og klofnu, samskónar og i efri hluta hennar."1) Auk þess var nánar liltekið um ým- is atriði verksins, í samningi þessum. Grjót alt, er til bryggjunnar þyrfti, tofaði hafnarnefnd að leggja til þar á staðnum. Alt annað lofaði Schau að leggja til og áskildi sjer 4200 kr. fyrir starf sitt. öllu hryggjusmíðinu skyldi lokið fyrir lok júlímánaðar 1892, og er svo að sjá, að það hafi orðið. En hrakningarsögu bryggjunnar var enn ekki lokið 28. desember 1894 skemdist hún all mikið af brimróti. Hafnarnefnd gerði kröfu á hendur Juliusi Scliau, að hann bætti skaðann, en hann neitaði þvi. Samt sem áður var honum falið að bæta bryggjuna og gerði liann það að nokkru leyti. Út af þessu spruttu svo hörð mála- ferli, sem of langt yrði að rekja hjer. í undirdómi fjell málið á Schau, en Landsyfirrjettur sýknaði hann 1895. Segir þar í lörsendum dómsins, að brimið og sjávargang- urinn hinn umgetna dag hafi vcrið óvenjulega mikið og meira en elstu Landsyfirrjettardómar 1895 1898, V. bd„ bls. 204 o. áfr. til brottferðar frá Steinbryggjunni um ____________:M menn reki minni til, og miklar líkur til að sjórinn hafi haft sjer lil aðstoðar fleka og trjáviði, er bárust úr öðrum bryggjum, sem brotnuðu. Nú virðist ekki hafa verið mikið átt við bryggjuna í nokkur ár. En 1904 er vérkfræðingunum Knud Zimsen og Sigurði Thoroddsen falið að gera teikningu og áætlun um hækkun og lengingu bryggjunnar. Enda þótt uppástungu þeirra væri ekki fylgt, varð þetta þó til þess, að tilboða var leitað um þessar fram- kvæmdir hjá steinsmiðafjelaginu Högna, hjer i bæ. En Tryggva bœjar- fulltrúa Gunnarssýni mun ekki hafa þótt hin fáanlegu kjör hagkvæm, og 1905 bauðst hann til að láta vinna verk þetta fyrir nokkru lægri þókn- un, eða kr. 15000.00, og var honum falið starfið og jafnframt að gera bólverk austan við bryggjuna, aust- ur að bólverki Thomsens-verslunar. Nú var bryggjan komin í svipað horf og hún var lengst af. En hún þótti aldrei neitt afbragð sem báta- bryggja, ef ókyrr var sjór. Öldurnar gátu ekki riðið undir hana eða i gegnum hana eins og hinar bryggj- urnar, sem voru úr trje. Bátarnir byltust því skrambi óþyrmilega þeg- ar brim var og braut yfir Bæjar- bryggjuna. Þess munu hafa verið dæmi. að bátar brotnuðu töluvert 1890. þarna við bryggjuna i vondum veðrum. En þá voru ekki komnir hafnargarðar að draga úr veldi brimsins. Af þessum orsökum var brykkjan stundum kölluð Tryggva- boði eða Tryggvasker, eftir að Tryggvi Gunnarsson hafði gert við hana, eins og áður var sagt. Mun það sennilega fremur hafa verið vegna þess, hve Tryggvi var þektur maður og' umtalaður en hins, að bryggjan hafi orðið svo miklu lakari legustaður fyrir báta en áður. Hin fyrsta stórhátíðlega athöfn, sem menn vita til, ao fram hafi farið á Steinbryggjunni, er móttaka danska stúdentaleiðangursins sumarið 1900. Þessi stúdentaför var mjög merki- lcgur atburður, og „eftir ósk frum- kvöðla stúdentaleiðangursins átti för- in að verða sama sem nokkurskon- ar ástarorðsending frá Danmörku til íslands‘% eins og Georg Brandes orð- aði það í grein um þetta leyti. Voru þetta 82 danskir stúdentar, sem komu hingað á Botníu 0. ágúst 1900. Isafold segir svo frá 8. ág.: „Stúdentahópurinn steig lijer á land kl. 10 árdegis á bæjarbryggji unni, sem var blæjum skrýdd og laufbogum, en mikill sægur manna, öll Reykjavík, i þyrpingum ofan til beggja handa. Spöng lá milli aðal- súlnanna, er gengið var undir, og voru á hana rituð þessi orð með rauðum lit: Velkomnir danskir frændur! Viðtökunefndin kvaddi koniu- menn á bryggjusporðinum, en þeir gengu síðan í fylkingu upp bryggj- una með stúdentafána sinn fyrir og sungu: „Eldgamla ísafold“ á ís- lensku), en lúðrafjelag H. Helgason- ar bljes þjóðsöng Dana og íslenskir stúdentar sungu undir. Fylkingin gekk inn á Austurvöll, sem var blæj- um skrýddur umhverfis ... .“ Dönsku stúdentarnir dvöldust hjer nokkra daga og gengu síðan aftur til skips ofan bæjarbryggjuna. 7 árum síðar gerist annar stór atburður í sögu Steinbryggjunnar. Friðrik VII. kemur hingað til lands með fríðu föruneyti sumarið 1907. Nú var opinber bryggja fyrir hendi, sem ekki var við fyrstu konungs- komuna. Enda steig konungur á land á bæjarbryggjunni og var þar mikil viðhöfn. Verður landgöngu kon ungs best lýst með þvi að vitna i frásögn ísafoldar um þetta atriði, er þar vel og skemtilega ritað. Fara hjer á eftir orð ísafoldar 31. júli 1907: „Konungsskipið og þess föruneyti, þingmannaskipið og herskipin Geysir og Hekla var komið hjer inn undir nesin laust fyrir hádegi á mánudaginn. Þá var hvasst nokkuð á norðan, og hjeldu skipin inn á Krossvík í skjól um nóttina. Þau höfnuðu sig hjer morguninn el'tir um fótafei'ð, konungsskipið Birma og jMngmannaskipið Atlanta, og eftir því herskipin Geysir og Hekla. Þá var veður bjart og fagurt, nærri því logn, einhver blíðasti dag- urinn á sumrinu. Kl. 9 steig konungurinn á land á Bæjarbryggjunni og var þar fyrir ráðgjafinn og þingmenn, ásamt al- þingismönnum. Ráðgjafinn bað hann vera velkominn. Þá dundu við skot á herskipunum öllum. Rault klæði hafði verið lagt upp eftir Bæjarbryggjunni og allmiklum sinámeyjahóp í hvítum klæðum verið raðað á báðar hendur. Þær stráðu blómum á braut konungs eftir bryggjunni. ........ Sigurbogi hafði reistur verið ofan við bryggjuna, hár og mikill, með tvöföldum stoðum og bili á milli, hinúm innri með hvítum röndum og rauðum, en hinum ytri hvitum og Framh. á bls. 15. Hestar á fjörubeit við Steinbryggjuna um 1890.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.