Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1940, Qupperneq 6

Fálkinn - 17.05.1940, Qupperneq 6
6 F Á L K I N N - /?. G. Kirk: — Biöio 1 a .0 ó ö , Fólk deilir oft um, hvort dýrin hafi sál. Hundavinir eru ekki í vafa um það og höfundur þess- arar sögu ekki heldur. E7 nokkur maður hefir nokkurn- tíma átt skilið að heita heiðurs- maður, þá er það liann Jim bróðir minn. Hann gat verið liornóttur og harður við þá, sem ekki áttu hetra skilið, en að öðru leyti var hann alúðlegasti og göfugasti maðurinn, sem jeg hefi þekt. Og nú ætla jeg að segja ykkur sögu um Jim og hund- inn okkar, hann Bones gamla. Fyrir nokkrum árum fluttist Jim tii okkar, og þar dvaldi hann til æfiloka. Bones varð undir eins vin- ur hans. Jim umgekst hunda með sjerstökum hætti. Hann klappaði þeim og ljek sjer við þá og skiidi hvað þeir vildu. Þegar Jim ætlaði eitthvað i hurl og Bones vildi fara ineð honum, var Jim vanur að segja: „Bíddu hjerna, Bones. Jeg kem bráðum aftur, og í næsta skifti skaitu fá að fara með mjer.“ Jim var stundum burtu viku eða lengur. En Bones beið þess rólegur og treysti því, að hann kæmi aftur. Hann lærði að skilja hvað „næsta skifti“ þýddi og treysti loforðinu. Jim lijelt altaf loforð sín. Þegar hann kom heim aftur, sagði hann: „Jæja, Bones, þú beiðst eftir mjer? Komdu nú út með mjer — nú er „næsta skifti.“ Og svo gengu þeir langar leiðir og Bones hafði gaman af þessum gönguferðum með Jim. Þegar Jim var heima, liafði Bones verið vaninn á, að hlaupa upp i svefnherbergið hans og sækja inni- skóna hans, þegar búið var að borða. Hann setti þá við stólinn hans. Og svo lá hann þar til kvölds, með trýnið á ristinni á Jim. Þegar Jim var að heiman, sótti Bones aldrei inniskóna, heldur lagðist hann við fæturna á einhverju okkar hinna. Hann vildi vera lijá þeim, sem hon- uni þótti vænt um, en honum þótti vænst um Jim. En svo varð Jim veikur alvar- lega veikur. Hann sagði injer hvert stefndi: „Gamla hjartað er orðið þreytt,“ sagði Jim. „Eftir nokkra daga hættir það að slá. Og jeg hugsa, að jeg finni á mjer þegar dagurinn sá kem- ur. Jæja, jeg kvíði því ekki. Mjer hefir liðið ágætlega í tilverunni, Bill. Heimurinn skuldar mjer ekki neitt. Það er best að við segjum Emily það“. — Emily er konan min. Svona var Jim, altaf að hugsa um aðra og ekkert nema nærgætnin. En nú skal jeg segja ykkur af honum og Bones. Svo kom dagurinn, og eins og hann hafði rent grun i, þóttist hann viss um, að nú ætti hann að deyja. Og þá sagði hann við mig: „Jeg er hræddur um, að hundur- inn sakni min. En mjer þykir slæmt að hugsa til þess, að honum líði illa. Viltu kalla á hann liingað, Bill?“ Svo kom Bones inn í svefnherberg- ið. Hann lagði hausinn upp á rúm- stokkinn og horfði angurvær á Jim. Jim sagði: „Þú skalt bara bíða, Bones. Jeg kem aftur. Þú skalt fá að fara með mjer í næsta skifti!“ Og liann strauk lubbann á liausn- um á hundinum. Við tökum örlögunum ofur rólega á mínu heimili, en börnin tóku sjer fráfall Jims skelfing nærri fyrst i stað. Hann liafði verið þeim ágætur frændi. En með tímanum var endur- minningin ein eftir. Og Bones — hundurinn? Jim hafði sagt: „Þú skalt bara bíða, Bones!“ Og hann beið og var rólegur i full- vissunni um, að Jim mundi koma aft- ur, og að þá fengi Bones að fara út ineð honum. Bones beið rólegur og vongóður í fimm ár. Bones þótti vænt um okk- ur og okkur um Bones. Jim var miklu lengur í burtu en liann var vanur, en hann mundi halda loforð sitt samt. Og auk þess — Bones hafði inniskóna hans Jim. Hann hafði þá úti í eldhúsinu, i körfunni, sem hann svaf i. Það kann að þykja óviðfeldið. En börnin gáfu Bones inniskó Jims án þess að Emily eða jeg vissu af. Og þegar við urðum þess vör, fanst okkur ekki hægt að taka þá frá honum aftur. Jæja, fimm ár voru liðin, og jeg sat í stofunni minni og var að lesa. Magda dóttir okkar var gift og farin að búa. Biil yngri hafði fengið stöðu i Birmingham og yngsti sonurinn okkar var í heimavistarskóla. Svo að það var kyrt og hljótt heima. Alt í einu fór Bones, sem lá hjá stólnum hennar Emily, að berja skottinu í gólfið. Bom, bom, bom. Þið vitið, að hundarnir lieyra oft ýmislegt, sem mannlegt eyra heyrir ekki. „Það mundu þó aldrei vera Magda og maðurinn hennar?“ sagði Emily. Við hlustuðum, en ekkert fótatak heyrðist úti í garðinum. En Bones fór aftur að berja skottinu í gólfið. Við hlustuðum enn, en gátum ekki heyrt neitt. Svo stóð Bones gamli upp og ráf- aði syfjulega út úr stofunni. Hann kom aftur eftir svo sem mínútu. Hann hafði farið fram í körfuna sína og kom nú aftur með inniskóna hans Jim. Hann setti þá við stólinn, sem Jim hafði verið vanur að sitja á í gamla daga, lagðist svo á gólfið, með trýnið á skónum og steinsofn- aði. Það er ekki altaf gott að skilja hundana. Jeg leit á Emily. En hún brosti bara. Jeg veit ekki hvort það var augna- ráð Emily eða endurminningin um Jim, í sambandi við skóna hans, sem olli því — en mjer fanst alt i einu verða svo lilýtt og gott í stof- unni. Morguninn eftir lá Bones í sömu stellingum og hann hafði lagst kvöld- ið áður. Hann var með hausinn milli lapiianna ofan á inniskónum. Jeg hefi aldrei sjeð hund eins ánægju- legan á svipinn. En samt — jiað var ekkert um að villast, að nú var ekki framar um „næsta skifti“ að ræða, því að bið Bones var úti. Það var eins og liann horfði fram á langan veg, sem hann ætti að ganga með Jim. er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Útbreiðið Fálkann! ÓVERÐSKULDAÐIR TÓNAR. I rjettarsögunni sjást þess, því niiður, mörg dæmi, að alsaklausir nienn hafa verið dæmdir til dauða eða ævilangs fangelsis vegna rangs vitnaframburðar. Það er fremur hægt að sleppa fram hjá Ijúgvitnum, sem borin eru fram af ásettu ráði, en þeim vitnisburðum, sem fólk vinnur eið að i fullri vissu, en alt er lió í rauninni ósannindi. Fyrrum hjeldu menn, að maiinleg sjóntæki væru eins nákvæm og ábyggileg og ljósmyndavjel, en menn hafa nú komist að raun um, að það cr að- eins lítill liluti þess, sem gerist, sem vekur eftirtekt áhorfanda og áheyr- anda. Með öðrum orðum i vitna- leiðslum verður að trúa með mestu varúð og helst verður vitnafram- burður að styðjast við öflugar sann- anir aðrar. f Coliimbia-kvikmyndinni „Leyfið okkur aö lifa“ (Let Us Live) er fjallað um þetta el'ni og er sagt að myndin sje næsta áhrifarík. Aðalhlutverkin fara þau með tten- ry Fonda og Maureen O'SuIlivan. ■fi Alll með Islenskum skrpum' *fi VETRARKULDARNIR hafa verið óvenjulega miklir i Ev- rópu i vetur, o. m. a. orðið þess valdandi, að siglingar teptust lengi vel í Danmörku. Varð kolaþurð í höfuðstaðnum og fólk kvaldist af kulda. Þá var oft litið á hitamælir- inn. Dennis O’Keefe og Cecilia Parker. Ótrúlegustu og ægilegustu atburðir liafa sjest á kvikinyndum, eins og menn þekkja. Landskjálftarnir í San Fransisko, sandbyljirnir í Saliara og slórskotahríðin á Slianghai liefir alt verið kvikmyndað með góðum á- rangri. Samt hefir ekki þurft jal'n- mikla nákvæmni og dirfsku við þess- ar mikilfenglegu myndartökur og við eitt atriði í kvikmyndinni ,,Vpi> á líf og dauÖa.“ Þar á Dennis O’Keefe að aka smá- bíl eftir slænium vegi með 100 mílna hraða á klst., taka stórhættulega beygju og hemla í 90 feta fjarlægð frá gerði einu. Leikstjórinn, Ed- ward Ledgwick taldi þetta alt of mikið hættuspil og vildi láta tví- skifta liessu atriði. En slíkt vildi Denis O’Keefe alls ekki heyra nefnt. Hann settisl sjálfur i bílinn og lagði óhræddur í jiessa glæfra- keyrslu og slapp prýðilega. FRÁ HOLLANDI. Vegna kuldanna og isanna í HoIIandi i vetur var suniuni varð- liðssveitunum skipað að vera á skautum til þess að vera fljótari i hrcyfingum, Lahgur spölur á landa- mærum Hollands og Þýskalands var settur undir vatn í liaust í varúðar- skyni og varð þar samfeld íshella er kuldariiir komu. Hjer á niynd- inni sjest hollenskur hermaður á skautum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.