Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1940, Síða 8

Fálkinn - 17.05.1940, Síða 8
s F A L K I N N SKA! — Þarna sat jeg fyrir opnum glugganum. Ágúsl- kvöldið var Idýtt og unaðslegt, og jeg átti að vera að skrifa. Þýðan blæ lagði inn um gluggann <jl mín og ilmurinn frá blóin- jiroska síSsumarsins var -svo þrunginn og sterkur. Glugga- tjaldið sveigðist í ljettum boga inn á skrifborðið. Það var eins og að laugast uiidir Ijettum fossi unaðar. Og jeg átli að skrifa síðasta kaflann af bók um — já einmitt um — æsku. Því var svo varið um mig, að þegar jeg er kom- inn að niðurlaginu á bqk, sem jeg hefi samið, þá verð jeg ein- Iivernveginn svo angurvær. Þetta er auðvitað eins og liver önnur vitleysa, og jeg veit ekki til, að aðrir sjeu undir sömu sökina seldir. En því er nú svona bátt- að um mig, að jeg sit i þönkum og er að brjóta heilann um það, sem jeg hefi skrifað — um per- sónurnar, sem jeg hefi skapað. Því að nú er jeg að vissu leyti búinn að leggja smiðsliöggið á þær. Þær eiga svo að flögra út í veröldina og þær eiga að verða gæfusamar eða ógæfusamar — þær eiga að sigra eða tortímast. Enginn veit um það. Og nú er þetta eins og hver önnur vitleysa, sem enginn skyldi taka mark á, en svona er því nú varið um mig samt. Svona sat jeg þarna við glugg- ann og sóaði tímanum i stað þess að snúa mjer að síðasta kapílulanum, sem i rauninni átti að vera búinn fyrir löngu. For- leggjarinn minn hafði hnipt í mig hvað eftir annað. En svona gengur það stundum. Jeg bafði heitið mjer því liátiðlega, að verða búinn í kvöld — en þá bar dálitið við, sem olli því, að verk- ið lá óhreyft í marga daga. Og forleggjarinn óhnaðist eftir því, sem velsæmi og kurteisi leyfði, Já, svona getur það farið. En ]iað var samt alls ekki mjer að kenna. Jeg sat þarna, eins og áður seg- ir, og gat ekki komist á lagið og byrjað að skrifa, svo að jeg blandaði mjer veikan sjúss, kveikti í pípunni minni og settist út á svalirnar. Og nú má hver hugsa, ]iað sem hann vill, en jeg veit það að minsta kosti, að ef jeg hefði ekki gert einmitt þetla, sem jeg hefi sagt frá, þá er bágt að segja hvernig og hvenær það hefði tekist að liafa hendur í bári mannsins, sem myrti hann Frede- rik Smith. Takið þið nú eftir: Næsti granninn við sumarhús- ið mitt er Weber kapteinn, sem á bvíta húsið á tanganum hinu- megin við voginn. Þessi vogur er ekki nema tæplega hundrað metra breiður, og þar er besti baðfjörusandur í heimi, og þetta kvöld var vogurinn dimmur og spegilsljettur og vatnið eins og olíubrá. Það var nærri ]>ví fult tungl og djúpir skuggar af trján- um, og í garðinum lijá Weber voru pappírsluktir og lagði frá þeim litla, mislita lifandi tappa- togara út á sjóinn. Það beyrðist grammófónháv- aði og glaðlegt hjal yfir voginn og jeg andvarpaði og lmgsaði sem svo: Þvílíkt kvöld! Var það ekki tilkjörið fyrir æskuna og gleðina — og fyrir útiskemtun Elisabetar, sem nú stóð sem bæst þarna hinumegin. Hún hafði sagt mjer af þessari skemtun sinni þegar við hittumst i fjörunni um morguninn og vor- um að fara í sjóinn, og hún hafði verið svo eftirvæntingarfull og glöð út af þessari skemtun sinni, að hún gat varla um annað talað. .Tá, sannast að segja — þegar jeg hugsa út i það, þá hafði Elísabet ekki verið eins og hún átti að sjer þarna um morguninn. Það var eitthvað svo óvenjulega ldýtt í augunum á henni og einliver annarlegur lireimur í röddinni. Og jeg andvarpaði aftur og hugs- aði til Elísabetar litlu, sem einu sinni hafði setið á hnjenu á mjer og hlustað á þau fáránlegu æfin- týri, sem jeg setti saman handa henni. Nú var hún orðin tuttugu ára ...... Ih G vaknaði af draumórum ^mínum við að gamla klukk- an inni í stofunni fór að búa sig undir að slá. Já, þið þekkið sjálf- sagt þessar gömlu fornsöguklukk ur, sem þurfa að rembast marg- ar mínútur áður en þær byrja að slá, alveg eins og það sje ein- hver aflraun. Þær andvarpa, stynja og braka, svo murrar langa lengi í þeim — og loksins koma svo slögin. Jeg lýsi þessu svo itarlega, því að maður getur ekki að sjer gert að taka eftir þessu. Og einmitt þetta átli eftir að verða þýðingarmikið fyrir það, sem síðar gerðist. Siðasta höggið af tíu var nefni- lega alveg að deyja út, þegar jeg heyrði skvamp úli á voginum. Skvamp af — já, hvað var það og jeg sá hvernig hringgárar komu á spegilsljettan vatnsflötr inn og breiddust í allar áttir. Svo hurfu þeir og vogurinn varð speg iísljettur eins og áður. Og nú mintist jeg þess alt í einu, að það var stundarkorn síðan jeg hafði hej'rt hljóðfærasláttinn og hlát- urinn í garðinum liinumegin. Líklega hafði unga fólkið farið inn að borða. En jeg gat ekki að því gert, að jeg hugsaði áfram um þetta skvamp. Hafi það verið fiskur, þá hlaut það að hafa verið gerð- arleg branda. Fiskur? Nei, það gat ekki verið fiskur. Hann var farinn að kólna, svo að jeg flutti mig inn i stofuna aftur. Settist við skrifborðið og reyndi að vinna en þá var hringt með miklum asa á dvra- bjölluna. Ungur maður stóð fyrir utan dyrnar - smokingklæddnr, ber- höfðaður, fölur. Jeg þekti hann. Hann lijet Tor Melling. Jeg hafði bitt liann einhverntima bjá Weber. Herra Barch þjer verðið að afsaka mig, sagði liann og lók andann á lofti, og jeg sá að hann bafði hlaupið. En gæhið þjer ekki komið með mjer undir eins? Það liefir nokkuð borið við bræðilegur atburður heima hjá Weber! Jeg fór með bonum eins og jeg stóð, og meðan við lilupum við fót fyrir vogarbotninn, sagði bann mjer bvað við hafði borið. Ungi Frederik Smith hafði verið myrtur! Frederik Smith, hugsaði jeg — skyldi það vera Fred sá, sem Elisabet hafði talað svo fallega um ? Fólkið var all í stofunni út að garðinnm og nú sá jeg, að jeg þekti flest af því, sem betur fór. Það voru tvær systurnar Ham- mer og hún litla, ljóshærða ung- frú Steen. Hún var að bogra yf- ir Elísabetu, sem lá á legubekk með augun aftur og hvít eins og mjöllin. Og við svaladyrnar stóðu tveir ungir menn. Annar þeirra var Ferdinand Holger, sem er fiðlnleikari, en liinn kynti sig fvr- ir mjer og sagðist vera blaða- maður og beila Harry Vik. Jeg fór til Elisabetar, strauk á henni hárið og reyndi að segja einhver hughreystingar- orð, en hún svaraði engu heldur greip krampataki um hendina á mjer og horfði tryllingslega á mig. Og í sama bili tók jeg eftir trúlofunarhring á bendinni á henni og skelfingarótlinn læsti sig um mig. Mig grunaði það versta. Fred! hvíslaði hún ofur- lágt. — Fred! Mjer fanst eins og hyldýpi befði oimast við tærnar á mjer. Sundurlausar lmgsanir geystu uin huga minn á fleygiferð, og jeg varð að taka á því, sem jeg átti til, að ringlast ekki. Nei, þau höfðu hvorki hringt til læknisins nje hreppstjórans, svo að jeg ljet það verða mitt fýrsta verk. Jeg fjekk það svar, að læknirinn mundi koma sem skjótast, en lireppstjórinn var eklci heima, liann var að eltast við umrenninga, og það mundi verða talsvert langt þangað til hann kæmi. Nú er jeg ekki beinlínis neinn njósnari að upplagi, en mjer var svo mikið niðri fyrir, að mjer var ómögulegt að sitja þarna at- hafnalaus. Og svo bað jeg ein- livern um að koma með mjer út og sýna mjer hvar Smitli vesl- ingurinn liefði fundist. Mellirig fór með mjer, tregur þó, niður í garðinn og þar sat myrti mað- urinn á bekk balc við runn. Jeg þorði vitanlega ekki að snerta á nokkrum hlut, en jeg kveikti á eldspítu og virti fyrir mjer þög- ult líkið — og sá svöðusái’ið á höfðinu. Jeg vildi óska, að for- sjónin hlífði mjer við þvi að sjá nokkuð þvi líkt aftur. Við settumst á svalaþrepiu, Melling og jeg og sátum stein- Jiegjandi í nokkrar minútur. Feg- nrð kvöldsins var horfin. Dauði og ömurleiki var á felum í skugg anum. — Segið þjer mjer — eru þau ekki beima kapteinninn ogfrúin? — Nei, þau eru inni í bæ. Þau fóru í leikhúsið. Þau koma lieim i kvöld. — Segið þjer mjer atvikin að þessu. Atvikin að því? Jeg þekki þau ekki. Jæja, en segið þjer mjer alt, sem þjer vitið. — Já, við höfðnm dansað á svöhmum og skemt oklcur í garðinum og alt var glaumur og gleði. En þegar við fórum inn að borða, söknuðum við Frederiks. Við gáfum því engan gaum í fyrstunni, en svo dróst, að hann kæmi, svo að við fórum að kalla á liann og leita að honum. Og loksins fann Ester hann. Ester — það er yngri Hammer-systir- in. Hún brópaði eins og brjólnð manneskja, veslingurinn. Melling andvarpaði þungan og kveikti sjer í sígarettu. — Þetta er hræðilegt, berra Barch, sagði bann. Og einmitt í kvöld, þegar bann og Elísabet - —. Nei, það er eins og vond- ur draumur. Hann hafði á rjettu að standa. Það var eins og vondnr draum- ur. Þetta fallega kvöld um- hverfið — æskan. Við stóðum upp og fórum aft- ur inn í garðstofuna. Jeg ljet Elísabetu fara að liátta og bað ungfrú Steen um að vera bjá henni. - Og síðan, vinir, verðum við að taka þessu skynsamlega og taka á málinu eins og það liggur fyrir. Setjist þið nú niður, öll saman. Fáið ykkur að reykja og svo slculum við tala dálítið um ]ietta. í fyrsta lagi: — Getið þið hugsað ykkur, að nokkur ókunn- ugur hafi komist inn í garðinn? Fimm sinnum tvö óróleg augu ÆSKA Smásaga aítir SuarrE KragEr.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.