Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1940, Side 9

Fálkinn - 17.05.1940, Side 9
F A L K I N N 9 horí'ðu á mig. — Varla, sagði Holger loksins. — Við vorum altaf á gangi um garðinn. Og auk þess mundi hundurinn líklega liafa gelt, ef Það var rjett. Jeg þekti hund- inn. Hann nasaði kristinna manna blóð í langri fjarlægð. En þá var eins og eittlivað brysti í mjer. Því að við gátum nú gengið út frá því sem gefnu, að enginn aðkomandi hefði komið inn í garðinn — og þegar jeg mintist þess live sárið var stórt og live höggið hafði verið öflugt, þá kom ekki til mála, að kven- fólk væri bendlað við þetta. En hvað svo. Herra minn! liugsaði jeg — hjer sitja þrír geðslegir, smokingklæddir piltar — og einn þeirra er morðingi! Fiðluleikarinn Holger, hár og svarthærður — Melling, lítill og ljóshærður og á að taka við versluninni eftir föður sinn Vik hlaðamaður fölur og' þykk- leitur. Jeg leit á þá livern eftir annan, og það fór hrollur inn mig. — Heyrið þið piltar, sagði jeg. — Væri ekki eins gott, að sá ykk- ar, sem hefir gert það, gæfi sig fram sjálfviljugur? Þeir litu liver á annan, spyrj- andi, uppburðarlitlir. En enginn þeirra sagði neitt. EGAR lijer var komið sög- unni hafði jeg í rauninni lmgsað mjer að sinna þessu ekki frekar og bíða þangað til rjett- ur aðili, þ. e. lireppstjórinn, kæmi. Og þá vildi svo til, að klukkan á arinhyllunni fór að slá. Ellefu mjóróma slög. Og þetta minti mig á dálítið. — Hvenær fóruð þið inn að borða? spurði jeg. — Við settumst við borðið klukkan tíu. Það var eldri Ham- mer-systirin sem svaraði. — Það var nefnilega svo um talað. Og klukkan sló tíu einmitt þegar við vorum að setjast. — Voruð þið öll viðstödd þá? — Já, öll öll nema Fred vitanlega. Jú, svaraði Melling. — Þeg- ar við höfðum setið eins og tvær mínútur, þá stóð jeg upp og fór úl á svalirnar og kallaði á Fred. En þegar enginn svaraði, fór jeg undir eins inn aftur. — Hve lengi voruð þjer úti? — Úti ? Hafi það verið hálf mínúta þá var það að minsta kosti ekki meira. Jæja. Voruð þjer sá eini, sem stóð upp frá borðinu? Holger fór frain í búr og sótti öl. En það var ekki fyr en svo sem fimm mínútum seinna. Holger kinkaði liægt kolli. — Það er rjett, sagði hann bara. Vik liafði líka staðið upp til þess að hrópa á Fred. Það var skömniu eftir, að Holger iiafði komið inn með ölið. Jeg var vonsvikinn. Um stund hafði jeg haft ofurlitla von. Von, sem brast óðar en varði. Bara að læknirinn og hreppstjórinn færu nú að koma! Þetta var óþolandi! Jeg stóð upp og' gekk eirðar- laus um svalirnar. Stóð þar svo um stund og starði út yfir garð- inn og voginn. Það var andkalt og hljótt. Ekki nokkurt ldjóð. En loks heyrði jeg úr fjarska eitthvað sem mjer fanst jeg kann ast við. Jú víst, glugginn og sval- irnar lieima hjá mjer stóðu upp á gátt, og það var gamla klukk- an mín, sem jeg heyrði að var að burðast við að slá. Jeg heyrði óminn af henni i næturkyrðinni. Og mjer datt í liug: Hvernig gal þetta verið mögulegt. Hvernig Jeg hljóp eins og örskot inn í stofuna aftur. Ivlukkan var tíu minútur yfir ellefu! Jeg sá ekki þegar i stað livern- ig ráðningin var á gátunni. En jeg þóttist vita, að jeg væri á rjettri braut, og jeg lmgsaði og liugsaði. Það var skvampið, sem jeg var að hugsa um. Skvampið úti á voginum. Einliver hlaut að liafa lcastað hlut út í vatnið, og sá hlutur lilaut að liafa verið stór og þungur. Og liversvegna kasl- ar maður sliku í sjóinn, ef ekki til að vilja losjia við hann fela hann, lil þess að hann geti ekki orðið að sönnunargagni . . Spurningin var aðeins þessi: Hversvegna var viðkomanda svo mikið í mun að losna við þenn- an hlut, að liann gat ekki heðið þangað til máltíðinni var lokið. Hversvegna varð hann að gera það einmitt eftir að fólkið var sest að borðinu? Jeg gekk inn í horðstofuna og leit yfir borðið, sem hafði verið svo fallega og smekklega búið. Vínið glóði í hálftómum glösun- um. Einhvernveginn án þess að vita af þvj, fór jeg að ganga kringum horðið — frá einum stól til annars — og jeg hafði gengið að kalla allan liringinn, þegar jeg uppgötvaði græna blett inn á dúknum blettinn, sem hafði verið reynt að hylja með því að leggja rauða rós ofan á hann. Nú skuluð þið ekki liakla, að jeg telji mig neinn Sherloek Holmes. En jeg skildi í sama vetfangi livernig l öllu lá. Græni bletlurinn var málning, og þá málningu hafði jeg sjeð rjett áður. Það var þegar við Melling sátum út á svalaþrepinu. Þá hafði jeg tekið eftir, að það stóðu ýms garðvrkjuverkfæri upp við svalirnar, rjett hjá þrep- inu, og þessi verkfæri höfðu ný- lega verið máluð græn. Jeg at- hugaði þau til frekari fullvissu og sá að málningin var ekki þur. lV/fjER var einkénnilegt innan- ■*■ brjósts, þegar jeg seltist i stofuna rjett á eftir. Vitanlega var jeg í mesta hugaræsingi maður er ekki tilfinningalaus og jeg varð að totta pípuna lengi áður en jeg komst nokkurnveg- inn í samt lag. ög í sifellu hafði þetta fólk augun á mjer. Jæja, bara að þessi blessaður luepp- stjóri færi nú að koma. - Hafið þjer liafið þjer uppgötvað nokkuð, herra Barcli? Það var Vik, sem spurði. Hann var enn fölari en hann hafði ver- ið áður. Alt, svaraði jeg og ungu stúlkurnar ráku upp hljóð. Og jeg skal segja ykkur alla söguna ef þið viljið. Hún er i stultu máli sú, að það er leiðinlegt að drepa mann með skóflu, sjerstaklega þegar skaftið á skóflunni er ný- máíað. Þegai1 maður sest við horðið og uppgötvar að maður er með málingu á hendinni já, þá verður maður bæði að þvo ínáluinguna af sjer og gera skófluna ósýnilega, því að hún geymir vitanlega hættuleg merki eftir fingurna á morðingjanum. Og þessvegna verður maður að fá átyllu til að slanda sem snöggvast upp frá borðinu, og svo nei, þarna kemur hrepp- stjórinn loksins - já, þá getið þjer sagl hönum sjálfur hve langan tima tekur að fara fram i eldhús og sækja öl, herra Holger. En þegar jeg gekk heimleiðis þessa sömu nótt, hugsaði jeg um hókina mina um æskuna. Og jeg sá í anda fiðluleikarann Holger, þar sem Iiann sal í stólnum nið- urlútur og þögull, og jeg sá aug- un í honum, sem leifruðu meira en nokkur augu, selii jeg liefi áð- ur sjeð þegar hann svaraði spurningu hreppstjórans: Af því að jeg elska hana! Jeg' er brjálaður af ást til henn- ar! Þessvegna gerði jeg það! 0 — æska! LANDAMÆRIN VIÐ VILNA. Lithauiskur hermaður í samræSum við tvo rússneska hermenn viS hin nýju landamæri Rússlands og Lithau- en við Vilna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.