Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1940, Side 10

Fálkinn - 17.05.1940, Side 10
10 F Á L K I N N YMCI/W kCf&HbURHIR VJEL TIL SANDMOKSTURS. ÞiS takið vindlakassa — 1 — og sagið úr honum helminginn af öði'- um gaflinum. Svo búið þið til trekt úr vindlakassafjöl — 2 —, á henni ei dálítil glufa í botninum. Því næst sagið þið út sex „vængi“. Þá er tekið sívalt kefli —3 —gerðar í |>að rifur fyrir vængina og þeir festir þar i með lími. Keftið er síðan fesl á sljettan vír, sem notaður er sem öx- ull. Piatan við hið upphaflega lok kassans er fest við annað kefli, — 4 —, sem notað er sem „drifhjól“. Skáhalt innan i kassann er selt fjöl — 5 — og við hana er sett gat til að sandurinn geti runnið út um það. Tveir flatir listar — 0 og 7 — eru negldir á kassann á þeim stöðum, sem sýnt er á myndinni. 8 — ,-— 9 — og 10 eru alt kefli (mega t. d. vera tóm kefli undan tvinna eða garni). Drifreimin — 11 er gúmmíband, og „flutningsborðiniT — 12 - er sokkabandateygja. Hjá - 13 — sjást „rekurnar", sem búnar eru til úr þunnu blikki og er endum þeirra stungið inn í hnappagötin á sokka- bandateygjunni og fest þannig. Setjið svo sand í trektina og þá fer vjelin af stað. Set.jið hana við sandhrúgu og þá getur hún sjálf mokað sandi upp í trektina. En öðru hverju verður að flytja skóflu og skóflu af sandi til hennar, svo að hún geti unnið. HAFIÐ ALT I RÖÐ OG REGLU I TJALDINU! Svona vasa eins og þið sjáið á myndinni er hentugt að liafa nálægt sjer í tjaldinu. Hann er saumaður á tjaldvegginn, rjett við rúmið eða svefnpokann. I vasanum er svo got( að geyma lindarþennann sinn, vasa- hnífinn, vasaljósið, i fáum orðum sagt; ýmsa smáhluti, sem eru til margra hluta nytsamir, en eru skæð- ir með að týnast. — Upp með hendnrnar! — Jeg vil gjarnan fá góða bók, sagði ung stúlka við bóksala. Á hún að vera raunsæ eða rómantisk? - Hver er munurinn? í rómantískri skáldsögu eru inargir erfiðleikar, en þau giftast að lokum. í raunsæjum sögum giftasl þau i fyrsta kafla, og þá byrja vand- ræðin. Nr. 599. Adamson verður fyrir óvæntri árús. S k r í 11 u r. fílómavinurinn. — Er það stór verslun, sem þjer starfið við? Já, jeg er nú liræddur uni það. Það tekur heilá viku, að skrítla nái frá sendisveininum til forstjórans. Velviljuð móðir kom einn dag i skóla til að leiðbeina kenslukon- unni. Hún sagði: Það hefir verið dæma- laust rifrildi heima lijá okkur út af þessum einkunnum. Mjer finst aÁð öll börn frá sama heimili ættu að fá sömu einkunn. KAPPHLAUP f FJÖRUNNI. Skiftið ykkur í hópa, þrjú og þrjú saman. Bindið svo klút um annan fótinn á ykkur og annan fótinn á þeim, sem er næstur við hliðina. Þið munuð sjá, að það er býsna erfitt að tilaupa svona, en það er þó altaí huggun, að oftast gengur hinum keppendunum hálf klaufalega líka. />/ /+s I Englandi er komin fram öflug hreyfing, sem stefnir að því marki ao gera öll veðmál ólögleg. Sem stendur veðja menn tíu gegn einum um, að slikt nái aldrei fram að ganga. Þorleifur, 11 ára snáði, hafði kral'- ist þess að fá vikulegu vasapening- ana sína, 25 aura, hækkaða upp i 50, en móðir hans neitaði ákveðið. Jæja, þá skaltu vita það mamma, að ef jeg fæ ekki fimtíu aura, kalla jeg þig ömrnu í næsta skifti, sem við förum með strætis- vagni, ef einhver hlustar á það. — En, Kalli minn, hvaðan hef- irðu þetta sóðalega orðbragð? Þetta hefirðu sjálfsagt lært á götunni. — Ó, nei, mamma, þetta lærir maður ekki, það er meðfæddur hæfi- leiki. Þegar Ida las um brúðkaup sitt i b'iöðunum, ætlaði hún alveg að ganga af göflunum. Þar stóð nefnilega, að hún hefði gengið i heilagt hjóna- band með Möller, hinum fræga forn- gripasala. Jeg kallaði liann hálfvita, þrjól og skítmenni, en hann svaraði engu. Svo, er hann knattspyrnudóm- ari? Úr hjeraðsstjórninni. Formaðurinn: Þá konuun við að öðrum lið dagskrárinnar, sem er um brolttöku stóra sorphaugsins bak við elliheimilið. Lars Jeiisen. Já, — jeg sting upp á, að við leggjum það alt saman í hend- ur stjórninni. — Otbreiðið Fðlkann. Kardínálinn og æðstipresturinn. Gyðingunum finst heimskulegt af kaþólsku prestuinnn að búa við ein- líli. Kaþólskuni mönnum finst bjána- legt af Gyðingunum að halda dauða- haldi í bókstaf Móselögmálsins. Það var í veislu, sem haldin var til stuðnings flóttamönnum, að trú- arleiðtogarnir mötuðust saman í kyrrð og næði. Kardínálinn át með velþóknun fallega pýlsu og sagði í háði við æðsta prestinn: Gaman liætli mjer að vita hvað sá dagur hjeti, þegar þjer borðuðuð pylsu. Æðsti presturinn var fljótur til svars: Þegar yðar hágöfgi kvongast.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.