Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1940, Side 15

Fálkinn - 17.05.1940, Side 15
FÁLKINN lö Theodór Árnason: Merkir tónlistarmenn lífs og liðnir. STEINBRYGGJAN. Frh. af bls. 5. blám, og lyngfljettum vafið utan um stoðirnar endilangar. Yfir boganum var konungskóróna. Bæjarfógeti og bæjarstjórn fagn- aði konungi neðan við bogann. IConungur kvaddi með handabandi biskup og ýmsa fleiri um leið og hann gekk upp bryggjuna, af liandahófi. Fjölmennur söngflokkur, er fyrir rjeð Brynjólfur Þorlákss'on dóm- kirkjuorganisti, hafði skipað sjér á pall ofan við brýggjuna hægra megin og söng jiar kvæði það, er hjer fer á eftir og ort hefir síra Matthías Jochumsson: Kom heiil í l'aðm vors fósturlands o. s. frv. Fonungur og föruneyti hans gekk siðan sem leið liggur upp Pósthús- slræti og Skólasund upp i Menta- skólann, gistingarstað hans eða að- setur þær fáu nætur og daga, sem hann dvelst lijer í bænum. Sú leið var öll fánum girt á tvær liendur og mannmúg miklum þar út í frá, er iaust upp fagnaðarópum öðru hvoru. Gluggar voru og allir fullir af á- horfendum á þeirri leið og húsþök, hvar sem stætt var. Mjög voru liús fánuni skreytt og annari viðhöfn víðsvegar um bæinn, einkum höfuðstrætin, með hinum og þessum áletrunum á stöku stað, t. d. yfir garði Godthaabsverslunar gagn- skygð spjöld er á mátti lesa öðru: Velkominn konungur íslendinga! er. á hinu: Velkomnir þingmenn bræðraþjóðar! Stundu síðar en konungur steig fæti á land komu þingmennirnir dönslui upp á Bæjarbryggjuna. Þar tóku alþingismenn á móti þeim og fylgdu þeim til gistingar á hótel- unum Reykjavík og íslandi. En söng- i'lokkurinn sami og áður kvaddi rík- isþingmennina með því að syngja (tönsk ættjarðarljóð, er þeir gengu iipp bryggjuna, Konungur mun hal'a gengið sömu þryggju til sjávar, í ísafold segir svo (17, ág. 1907, 55 tbl.) : Mikill múgur og margmenni fylgdi konungi til sjávar stundu síðar (kl. 4). Þar mæltust þeir við fagurlega á bryggjusporðinum, konungur og ráðgjafi, en mannmúgurinn laust upp níföldu húrrahrópi. Söngsveit ofan við bryggjuna söng þjóðsöng Dana, en fallbyssuskot dundu á her- skipum um leið og konungur steig í bátiniÞ'. Þannig segist ísafold frá 1907. petta yar mikill atbiirðiir í þæjar- lífinu i þá daga, Og þetta var i fyrsta sinn, sem konungur steig fæti á Sleinbryggjuna og þvi er svo greinilega frá þessu sagt hjer. Siðan hafa konungar og konungbornar per- sónur komið hingað nokkrum sinn- um og hafa þær opinboru móttökur farið fram á þessari sömu bryggju. Hn bæði yrði of langt að lýsa þeim atburðum hvorum fyrir sig og eru |:ar að auki i ferskara minni en konungskoman 1907. En þettá nægir þó til þess að sýna og minna á það, að þótt Steinbryggj- an hafi aldrei háreist nje glæsilcg verið, þá hcfir hún þó um langt skeið oft verið miðdepillinn í við- hafnarmiklum og áberandi atburð- um og hefir verið öllum íslensk- um bryggjum konunghollari. Og margir mcrkir og háttsettir geslir aðrir en þeir konungbornu hafa lagt leið sina um Steinbryggj- una. Margir Reykvíkingar munu minn- ast sólbjartra hásumardaga, þegar sægur framandi fólks streynuli úr bátum við Steinbryggjuna og dreifð- isl þaðan út um bæinn. En á liöfn- inni lágu geypistór og glæsileg far- þegaskip. Fjöldi útlendinga hefir haft á gömlu Steinbryggjunni ís- lenskt land undir fótum i fyrsta sinn. A þessari gömlu bryggju hafa Anton Svendsen. 1846—1926. Mjer hitnar jafnan um hjartaræt- urnar, þegar jeg minnist þessa göf- uga tónsnillings og mæta manns. Jeg átti því láni að fagna, að hafa all náin kynni af próf. Anton Svend- sen og njóta handleiðslu hans um nokkurt skeið. Öðrum fslendingi hafði hlotnast hið sama happ á undan mjer, og allmargir íslending- ar aðrir höfðu kynni af honum, — þeir sem nám stunduðu á konung- lega tónlistarskólanum i Kaupmanna- höfn á fyrsta og öðrum tug þess- arar aldar, þvi að hann var aðal fiðluleikari skólans frá þvi 1904, i stjórn skólans frá 1906 og forstjóri frá 1916, þangað til hann lagðist banaleguna, áttræður að aldri, en hann Ijest haustið 1926. Prófessor Anlon Svendsen var ein- hver mikilhæfasti og atkvæðamesti tónlistarmaðurinn, sem Danir hafa átt um langt skeið og fjölhæfasti fiðluleikari þeirra. Þegar hann varð sjötugur, var rifjað upp ýmislegt um liinn glæsi- lega listamannsferil hans, og þannig kyntist jeg þeirri fróðlegu sögu, því að jeg var ])á einmitt nemandi Svendsens, í tónlistarskólanum. Og ánægjulegt var að sjá og heyra, hve mikillar virðingar hann naut, hinn gráhærði og kotroskni öldungur og hve mjög hann var dáður, Anton Svendsen var fæddur á Jónsmessunótt 1846. Hann fór ungur að glíma við fiðluna og naut góðrar tilsagnar, fyrst hjá föður sínum, og síðar hjá hinum beztu kennurum, sem völ var á. Hann var einn þeiria, seni vinna sig upp stig af stigi, — frá því að vera óbreyttur liðsmaður og til þess að verða heiðraður hers- höfðingi. Hann byrjaði á því að setjast með „öðrum fiðlum“ i Tívolí- hljómsveit Lumbyes gamla. Grunaði þá vist fáa, hvað i honum bjó. Hann átti þá, eins og svo margir aðrir tónlistarmenn, við þröngan kost að gerst bæði gleðilegir og sorglegir atburðir, þótt eigi sje þess kostur að drepa á fleiri hjer. En nú hafa framfarirnar og nauðsynin krafist þess, að hún hverfi af sjónarsviðinu. Hún verður að lúta þvi algilda lög- máli, að hið gamla verði að vik'a þegar það hefir gert sitt gagn og hið nýja krefst þess að fá að ryðja sjer til rúms. En mjer kæmi ekki á óvart þótt einhverjir Reylcvíkingar, sem ganga sjer til hressingar niður að höl'n á björtum sunnudagsmorgnum framtíð- arinnar, sakni gömlu steinbryggjunn- ar ofurlítið. F. J. búa, en mun með sjálfum sjer hafa vænst „betri tíða.“ Nú er það svo, að allur fjöldinn slíkra manna, festist á fyrsta þrep- inu og kemst aldrei lengra. En Svendsen mun nú ekki hafa verið alveg á því, að láta það henda sig, og einhvernveginn mjakaði haiin sjer inn í hljómsveitar-skonsuna i kon- unglega leikhúsinu. Upphaflega mun hafa staðið til, að hann fullnumaði sig á hörpuna, og tæki við af öldr- uðum manni, sem á það hljóðfæri ljek þá i hljómsveitinni. En ekki var Svendsen allskostar ánægðúr með það. Fiðluna hafði liann liaft handa á milli frá því er-hann var drengur, notið góðrar tilsagnar, eins og áður er sagt, lijá föður sínum, og síðan hjá þeim Fritz Schram og Yald. Tofte, en Tofte var þá „fyrsti konsertineistari" i kgl. hljómsveit- irni. Og Svendsen hafði æft sig af frábærri ástundun og vandvirkni. Og þetta kom honum nú að lialdi. Þar sem hann var nú á annað borð kom- inn inn í skonsuna til hljómsveitar- innar með báða fæturna, var auð- velt að mjaka sjer innar. Og svo settist hann í autt sæti hjá „öðrum fiðlum“, aftarlega, og sat þar fast um sinn, en gaf hörpunni langt nef. Nú var farið að veita hinum unga manni athygli, og auðvitað hefir Tofte vitað hvað liann gat. Og einn góðan veðurdag er honum svo skip- að að flytja sig „yfir um“ og setjasl við aftasta púltið hjá „fyrstu fiðl- um“. Og svo mjakaðist hann upp eftir púltaröðinni þangað til hann var sestur i sæti Tofte, fyrrum kennara síns, við efsla púltið, og orðinn „aðalmaðurinn“ í hljómsveit kgl. leikhússins: „fyrsti konsertmeist- ari“. Lengra kærði hann sig ekki um að komast þarna, þvi að þá var vinur lians, norska tónskáldið Johan Svendsen hljómsveitarstjóri. Þeir voru eins og einn maður, og mátti ekki á milli sjá, hvor þeirra meiru rjeði. En aldrei mun vegur hljóm- sveitarinnar hafa verið meiri en í þeirra tíð, Og þegar Johan Svendsen fjell frá (1908), undi Anton Svend- sen sjer ekki í hljómsveitinni. Ljet hann af embættinu litlu síðar og var þá sæmdur prófessors nafnbót. Um l'jörutíu ára skeið var hann í hljómsyeitinni og voru launin vist fremur lítil. En hann ljet ekkert tækifæri ónotað til þess að afla sjer frekari mentunar og þroska í list sinni. Hvað eftir annað fór hann til útlanda, eða þegar hann komst höndunum undir, á fund hinna mestu meistara, sem þá voru uppi, til Lauterbachs og Joachims i Þýskalandi og Massarts i París. Mjcr sagði Svendsen, að langsamlega rnesl gagn liefði hann haft af dvölinni hjá Joachim,*) en til hans fór hann tví- vegis, eða jafnvel oftar, á sinum yngri árum. En þeir inunu hafa átt vel skap saman, — báðir alveg ó- venju sannir listamenn, í þess orðs l'uilkomnustu iperkingu. Og Svendsen sagði, að sig hefði langað til þess mest, að verða sem likastur Joachim. en hann mun hafa verið einhver fjölhæfasti fiðlusnillingurinn, sem uppi var þá. Og víst er það, að leit- un mun hafa verið á jafn fjölhœf- .ii/ii fiðluleikara og Svendsen, að Joachim látnum. A skjöld hans var greipt merki Joacliims: Láttu listina og teknikina haldast í hendur. Þetta var honum mjög umhugað um, að nemendum hans væri ríkt i huga. Og sjálfur ljet hann aldrei freistast til að „brilliera" með teknikinni á ‘) Hans er áður getið í þættinum um Brams. kostnað Jistarinnar, — en við þvi hætlir æði mörgum tónlistannann- inum, .— ekki síst fiðlusnillingunum. Hann varð virtúós á hljóðfæri sitt og mikið dáður „sem slikur“ heima fyrir og þá ekki síður þar, sein hann ljet til sín lieyra erlendis á sínum duggarabandsárum. En hann fór þá í hljómleikaferðalög all mörg, meðal annars til Gautaborgar, Stokkhólms, Pjetursborgar og Parísar og var vel fagnað þar ‘sem hann kom. í meira en hálfa öld var próf. Anton Svendsen sá tónlistarmaður- inn, sem langmest bar á í tónlista- lífi Kaupmannahafnar. Hann var, eins og áður segir, „aðalmaðurinn“ í hljómsveit konunglega leikhússins og miklu ráðandi þar í áratugi. Hann var „prímaríus" í hinum fræga Nerúda-kvartett, — og raunar var það hans mesta yndi, að fást við svokallaða kammermúsik, (sem jeg er stundum að burðast við að nefna saltónsmíðar!). Hann mun hafa ver- ið frumkvöðull að stofnun hins merk- asta og virðulegasta tónlistar-félags- skapar Dana, „Kammermusikforen- ingen“ og var lífið og sálin í þeim fjelagsskap til dauðadags, eða um sextíu ára skeið. Hann var varafor- maður tónlistarmannafjel. danska, um langt skeið. Og loks var liann, frá því 1916 og til dauðadags „fað- ir“ og verndarvættur hinnar virðu- legustu uppeldisstofnunar tónlistar- manna á Norðurlöndum, „Det kgl. Musikkonservatorium“. Prófessor Svendsen var frábærlega slyngur kennari. Ilann var að visu örgeðja og átti það til að vera ærið byrstur, svo að ógaman var að koma illa undirbúinn í kenslu- stundir til hans. En nemendurnir elskuðu hann. Mj.er var hann ákaf- lega góður. Hatih vildi alt vita um hagi mína, — hann var mjer sem góður faðir, og vikli alt fyrir mig gera, og þó einkum það, að hjálpa mjer sem best til þess að mjer yrði gagn að dvölinni á skólanum. Og það er ekki honum að kenna, þó að jeg yrði ekki virtúós. En jeg ininnist hans jafnan með djúpri lotningu og einlægu þakklæti. Hann var all einkennilegur i sjón og framkomu. Hann var um sjötugt, þegar jeg kyntist lionum, en svo frár á fæli og fjörmiklar allar hreyfing- ar lians, að vel hefði mátt ætla hann tugum ára yngri. Aldrei gekk hann í hægðum sínum, lieldur hljóp hann altaf við fót. Hann var ákaflega hrukkóttur, svipmikill og sviphreinn, og brúnamikill. Gráhærður var hann nokkuð og hárið mikið og altaf úfið, og það var venja hans, þegar hann kom inn i stofu eða sal, að byrja á því að ýfa hárið ákaft með báðum höndum. Þegar jeg sá hann fyrst, en það var þegar jeg var að taka inntöku- prófið i tónlistaskólann, hjelt jeg satt að segja, að þetta væri brjál- aður maður. Otto Malliiig var „við htjóðfærið", en jeg stóð á iniðju gólfi, skjálfandi frá hvirfli til ilja og var að reyna að tísta eitthvað á fiðluna. En „Svendsen gamli“ tritlaði í kringum mig, veltandi vöngum og „kíkjandi" á mig frá öllum hliðum. Jeg hölvaði honum þá í sand og ösku, í huganum, því að hann var nærri því búinn að setja mig út af laginu. En það kom annað hljóð í minn slrokk daginn eftir. Jeg fjekk þá brjefspjald frá Svendsen, þar sem liann tjáði mjer, að ákveðið hefði verið, að jeg yrði nemandi lians. Jeg held, að jeg hafi aldrei verið kátari á æfinni. Og jeg tel þetta mesta heiðurinn, sem mjer hefir hlotnast sem fiðluleikara, að Svend- sen slcyldi vilja taka mig að sjer, eftir frammistöðuna á prófinu. Jeg var þá orðinn fulltíða, og búinn að ,,brilliera“(!) í henni Ameríku.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.