Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.11.1940, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Theodór Árnason: Herkir tónlistarmenn iíts og liðnir. Vincenzo Bellini. 1802—1835. Það var um Bellini eins og marga aðra merka tónsnillinga, að hann var sonur kirkjuorganista. Hann var fœddur á Sikiley, í Catania, 3. nóvember 1802. Undirstöðutilsögn í tónlist fjekk hann hjá föður sínum. En það mun brátt hafa verið aug- ljóst, að liann væri gæddur óvenju- legum hæfileikum, og aðalsmaður einn þar i Sikiley, sem einhver kynni hafði haft af drengnum, fór þess á leit við föður hans, að hann leyfði sjer að senda hann til Neapel, og bauðst til að kosta nám hans þar í hinum ágæta tónlistaskóla, sem þar var þá og Zingarelli stjórnaði. Þetta boð var þegið og stundaði Bellini nám við skólann í nokkur ár og þótti brátt bera af öðrum nemendum. Voru þarna þó snillingsefni samtímis honum, eins og t. d. Donizetti og Mercadanta. Bellini mun snemma hafa stefnt «ð þvi að verða söngleikatónskáld, og á meðan hann var á skólanum samdi hann fyrsta verkið fyrir leik- svið. Hann átti þvi láni að fagna, að að leikhússtjóri einn, sem mikið átti undir sjer, Barbaja að nafni, var viðstaddur af tilviljun, þegar leik- inn var í fyrsta sinn söngleikur Bell- inis: Adelson e Sahrino. Barbaja þessi stjórnaði þá Skala-leikhúsinu i Mílanó, San Carlo-leikhúsinu í Nea- pel og ýmsum öðrum, minni söng- leikhúsum. Þessi umsvifamikli áhrifamaður var æði vandlátur, en frábærilega glöggskygn, og honum mun hafa lit- ist vel á frumraun Bellinis. Hann lagði því fyrir hið efnilega tónskáld, að semja söngleik fyrir San-Carlo- leikhúsið. Varð þá til söngleikurinn Biunca e Fernando, sem leikinn var 1826. Áheyrendur í Neapel tóku þessu verki vel, en ekki náði það þó neinni hylli utan ítaliu. Söng- leikur þessi lofaði þó svo miklu, að áliti Barbajas, að hann liikaði ekki við að fela tíinu unga tónskáldi, — en Bellini var þá aðeins rúmlega tvitugur, að semja annan söngleik, sem leika skyldi á La Scala í Mílanó. Tenórlilutverkið i þessum söng- leik var ætlað söngvaranum Rub- ini, en hann fór með tónskáldinu upp í sveit og var með Bellini þar þangað til söngleiknum var lokið. Nú var það svo, að einmitt um þessar mundir var hin flúraða músik Rossinis „i móð“ og þótti raunar ekki annað áheyrilegt en það, sem að meira eða minna leyti var i „Rossini-stíl“. En Bellini brá út af þessu og fljettaði Ijúfa og lát- lausa söngva inn í hlutverk Rubinis, eflaust með fullu samþykki hans, en söngvarinn skilaði þeim með slík- um ágætum, þegar til kom, að alt ætlaði um koll að keyra. Og söng- leikurinn var nefndur II Pirata, og er elst þeirra verka Bellinis, sem enn er í minnum haft. Rubini mun hafa borið leikinn uppi og gert svo mikið úr sinu hlutverki sem verða mátti, enda hafði hann verið af- burða söngvari, — og Ijet sjer auk þess sjerstaklega ant um, að vel tæk- ist í þetta sinn, þvi að hann hafði fengið miklar mætur á Bellini, enda fór svo, að leiknum var tekið fá- dæma vel, þrátt fyrir nýbreytnina. Og skömmu siðar var „II Pinata“ leikin í Pnrís, og síðan um alla Evrópu. Minna mun hafa kveðið að hinum næstu verkum Bellinis. Ei> árið 1831 samdi hann fyrir Skala-Ieikhúsið söngleik, sem hann nefndi La Sonn- ambula, og er það verk alment tal- ið mest snildarverk tónskáldsins og nýtur enn vinsælda. Sá hjet Romani, sem tekstann samdi fyrir hann, og þótti einhver slyngasti maður, sem völ var á í Ítalíu til þeirra hluta. Átti efnið svo vel við skapgerð og skáldgáfu Bellinis, að honum var það leikur einn að gera því glæsi- legan snildarbúning, enda var söng- leiknum tekið ákaflega vel þegar hann kom fyrst fram i Mílanó, á Skala-leikliúsinu. Þessi söngleikur fór sigurför um alla Evrópu þú strax og var alstaðar fagnað vel. T. d. er sagt að enginn söngleikur hafi áður verið sýndur jafnoft i Lundúnum, enda voru það víst engin liðljetting- ar, sem fóru þar með aðal-lilutverk- in. T. d. söng madame Malibran að- al lcvenhlutverkið. Að vísu fór Bellini nokkuð í kjöl- far Bossini, eins og önnur itölsk tónskáld þeirrar tíðar. En j)ó Já styrkur hans engan veginn í því. Áhrifunum náði hann ekki með flúr- aðri raddsetningu og instrumentation eða með öðrum orðum: hann bygði lítið á hljómsveitinni. Stemningarn- ar ljet hann verða til i laglinunum, og var þá auðvitað niilcið undir því komið, að söngvararnir væru færir um að bera uppi það, sem hann ætl- aðist til, og oft mikils af þeim kraf- ist. En Bellini var um fram alt lyr- iskur. Og hann var frábær snilling- ur í þvi að tjá hugsanir og tilifnn- ingar á þennan hátt, —- og þannig að öllum gat verið auðskilið. Og þannig er t. d. um „La Sonnam- bula“, sem þrungin er af tárhreinni fegurð og göfgi frá upphafi til enda, sem framsett er á svo ljúfan og ein- faldan liátt, að það getur alla glatt. jafnt vandláta kunnáttumenn sem þá, er enga músikjækkingu hafa til brunns að bera. Og enn hafa góðar söngkonur j'ndi af því, að fást við hlutverk Aminu, — aðalhlutverkið, og j)að var t. d. uppáhalds-hlutverk þpirra Adaline Patti og Emmu Al- bani og ýmsra annara heimsfrægra söngkvenna. Árið 1832 birtist svo söngleikur- inn Norma, mjög óskyldur „La Sonn- ambula“ að efni og yfirbragði en engu minna snildarverk. Þessum söngleik var strax tekið vel og hefir notið m'ikillar vinsælda fram á þennan dag. Þar er að finna eitt- hvert allra fegursta og áhrifamesta lag Bellinis, en það er bænin, sem Norma syngur, — „Casta Diva“. Bellini fór til Parísar 1834. Ross- ini var þar j)á fyrir og tók honum opnum örmum. Hann kom því til vegar, að Bellini var falið að semja söngleik fyrir Théatre Italien, og samdi hann þá söngleikinn I Puritani Það varð síðasla verk Bellinis og er síðan eitt þeirra þriggja verka lians, sem enn er flutt öðru tívoru og nýtur vinsælda. Bellini var mikill kappsmaður alla tíð, og jiað hafði verið venja hans, frá j)vi er hann var unglingur, að vinna dag og nótt, eða á meðan hann gat uppi setið, En svo fór að lokum, eða skömmu eftir að hann liafði lok- ið við „I Puritania", að vinir hans þóltust sjá, að nú hefði hann gengið alveg fram af sjer. Og þetta reyndist svo. Hann varð vitskertur. Hann var fluttur á sjúkrahæli skamt frá París og var þar í nokkra múnuði, þangað til hann andaðist (23. sept. 1835) i— altaf með óráði. Til marks um ])að, hve vinsæll Bellini var og mikilsvirtur má geta þess, að daginn eftir að hann var jarðaður stóð Rossini fyrir því, að haldin var sorgarathöfn til minning- ar um hann, sem liklega er alveg ein- stök i sögunni. I henni tóku þátt all- ir merkustu tónsnillingar, sem þá voru staddir í París og voru þar sungin seinustu lög Bellinis (úr I Puritania) við sorgarguðsþjónustu teksta kaþólsku kirkjunnar. Söngvar- arnir voru j)eir Rubini, (sá, sem fyr er nefndur), Ivanoff, Tamburini og Lablache. Hafði j)e’tta verið frábæri- lega fögur og hrífandi athöfn, eins og nærri má geta, j)ví að aUir þessir fjelagar og starfsbræður, elskuðu og virtu hinn unga snilling, sem nú var fallinn í valinn, eiginlega áður en venjulegur „vinnudagur“ byrjar. Og líklega er það alveg einsdæmi, hversu Bellini var vinsæll „í sinn hóp.“ Óvildarmenn virðist hann enga liafa átt. Særingameim og shottulækninoar. Þegar menn heyra frásagnir af særingamönnum Eskimóa og ann- ara frumþjóða og lesa um lækning- ar þeirra hrista menn höfuðið yfir hjátrú þeirra og þakka guði fyrir, að sjálfir sjeu þeir ekki svona vit- lausir. En það er best að tala var- lega í landi skottulækna, liuldulækna og grasakerlinga, þvi að munurinn er ekki ýkja mikill. Menningarj)jóð- irnar trúa líka á dularvöld, ekki sist að því er til lækninganna kemur. Vegna þess, að almenningur j)eRkir svo litið eðli sjúkdóma, gerast kraftaverkin hvað helst í lækning- unum. — Kaldear hinir fornu læknuðu höfuðverk á j)ann hátt, að þeir tóku skinnsnepil af úlfaldameri og lögðu á enni sjúklingsins og stökktu á hann vígðu vatni. Presturinn sem fram- kvæmdi athöfnina þuldi á meðan særingaþulur og reyndi að særa sjúkdómsárann úr sjúklingnum og hótaði honum reiði guðanna, ef hann hypjaði sig ekki burt. Það dugði vel, jafnframt særingunni að raða skurð- myndum með sem herfilegustum and litum við rúm sjúklingsins til þess að hræða árann. Jurtirnar eru aðalgrundvöllur læknislistar miðaldanna. Sá sem bar fræ ákveðinnar jurtar í buddu, sem fest var með bandi um hálsinn, varð ónæmur fyrir sjúkdómum. Sumir blóinlaukar, sem menn keyptu fyrir ærið fje og prúttunarlaust, trygðu menn gegn fjárprettum, ef lauk- arnir voru lagðir á magann. Para- celsus taldi þetta ráð við tannpínu alveg óbrigðult: Maður sker börkinn af ungri viðigrein, nær flís úr grein- inni og stingur henni inn í tann- holdið, undir veiku tönninni og tek- ur hana út aftur og á hún j)á að vera blóðug. Leggur maður svo flís- ina á sinn stað í greinina og hörk- inn yfir og bindur um, eins og bund ið væri um sár á manni. Dregur víð- irinn þá tannkvalirnar til s'in. Mönnum með hitasótt gaf læknir- inn seðil með árituðum orðunum: „Hverf þú hiti — jeg er ekki þinn“. Átti sjúklingurinn að þylja þes'si orð oft á dag og reyna svo að lauma seðlinum í vasa annars manns, svo að hann vissi ekki. Þetta er að nokkru leyti sama aðferðin og liug- læknar nota enn í dag með góðum árangri, ,að því er suma sjúkdóma snertir. Það rjeð úrslitum um árangur ýmissa lækninga, að ráðstafanir væri gerðar til þeirra á ákveðnum tíma. Þannig var fingurhringur úr járni ágætur við krampa, ef hann var smíðaður aðfaranótl föstudagsins langa. Við lækningu kviðslits þurfti margs að gæta. Á jónsmessunótt var ung eik klofin neðan frá rót og nokkuð uppeftir. Sjúklingurinn var siðan dreg.inn gegnum rifuna nokkr- | - Úr nátturunnar ríki - f 5 Ö Áður hefir verið um það rætt í þáttum þessum, hversu lífverur bregðast við hinum erfiðustu lífskil- yrðum, sem hugsast geta t. d. í mesta liafdýpi, sem vjer þekkjum. Nú skal vikið nokkuð að öðrum lífverum, sem eiga við mestan hita og verstan þurk að húa, — 1). e. á eyðmörk- um. Eins og kunnugt er, safna l)ær jurtir, er í eyðimörkum vaxa, i sig eins miklu vatni og kostur er á. Merkilegt er það, að dýr gera þetta líka. í eyðimörkum Ástralíu lifir frosk- tegund ein, sem á vísindamáli nefn- ist Chiroleptes. Hafi maður með liöndum mjóan og vesælan frosk af þessari tegund er gaman að sjá, hvernig lionum verður við, ef liann er settur i vatn. Eftir svo sem tvær mínútur er froskurinn orðinn einna líkastur kúlu. Dýrið sýgur nefnilega i sig valn gegnum húðina, hvar sem er á skrokknum. En vatnið safnast ekki nema i blöðruna, vissa húð- vefi og í holið. Þessi frosktegund lifir allra kvik- inda lengst í þurki. Fyrir kemur, að Ástralíunegrar grípa til slíkra froska, ef hart er í búi um drykkjaföng. Þá ber að nefna sljettuhœnsnin, er.da þótt þau sjeu af alt öðru sauða- húsi. Það eru góðir flugfuglar. Þau verpa í eyðimörkum Asíu og fljúga til næstu vinja eftir vatni, þótt þær sjeu í órafjarlægð. Auðvitað geta ungarnir ekki staðið í slikum lang- ferðum. En fyrir þvi er sjeð á þann hátt, að foreldrarnir gegnvæta fiðrið á bringunni, og þar helst vatnið og gela ungarnir sogið það þaðan. Loks geta sumar dýrategundir hjarað, án j)ess að drekka nokkurn hlut af vatni, Þær fá vatnið aðeins í fæðunni. Eyðimerkurmýs og stökk- mýs eru slíkum hæfileikum gæddar, og jafnvel stærri dýr eins og gaz- ellur. um sinnum og síðan var eikinni þrýst saman. Þegar rifan var vaxin saman á ný átti kviðslitið að vera gróið. Fljótleg var jæssi lælcning ekki, því að 'eikin vex seint. Margir steinar höfðu lækninga- náttúru. Menn trúðu t. d. þvi, að smaragð afstýrði flogaveiki, auk þess fylgdi auður og völd þeim steini. Jaspisinn stöðvaði blóðrás og var örugg vörn gegn illum öndum og villidýrum. Þessi hjátrú leið alls ekki undir lok með miðöldunum og ekki tókst heldur að eyða lienni þó að visinda- leg nýmæli færi að gerast í læknis- fræðinni. Hjátrúin og hindurvitnin blómgaðist áfram og varð aldrei meiri en um miðja 18. öld þegar alt ætlaði vitlaust að- verða i galdra- málum. Árið 1705 kom upp drepsótt i Leipíig og komst borgarlæknirinn 'að j)eirri niðurstöðu, að sóttin staf- aði af eitruðu andrúmslofti. Til þess ,að sanna mál sitt festi hann kjötbita við flugeld og skaut honum. Þegar ketbitinn 'kom til jarðar aftur var hann gefinn hundi og drapst hann þegar. Læknirinn hrósaði sigri, en enginn athugaði, að eitrið, sem drap hundinn hafði myndast í flugeld- ánum, er han sprakk. Annar vel- gerðarmaður mannkynsins bjó til vagn, sem hafði þann eiginleika að hann liristist og skókst ferlega. Vagninn var notaður til þess að lækna meltingartregðu og ýmsa aðra sjúkdóma og kostaði 4000 mörk.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.