Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.11.1940, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N LeYNDARDÓMAR =3! MATSÖLUHÚSSINS SPENNANDI SKÁLDSAGA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM. „Aðeins fáeina daga. Þetta er mjög erfitt viðfangs," hjelt hann áfram. „Mjer finst frú Dewar ágæt og allir hafa verið mjög vin- gjarnlegir við okkur, en þó er eins og mjcr finnist eitthvað dularfult við staðinn. Þarna hefir morð verið framið rjett fyrir utan hús- dyrnar og það er einn af sambýlismönnum okkar, sem myrtur var. Síðastliðna nótt.“ Hún lyfti höfðinu snöggvast og leit á hann, hallaði sjer svo aftur að öxl hans. „Hvað er út á húsið að setja,“ spurði hún. „Að hverju leitar lögreglan? Halda þeir, að þetta sje ósiðsamlegt hús? Eða eru þeir á hnotskóg eftir spilavíti? Það eru aðeins tvenn eða þrenn óhrein hridgespil til í húsinu.“ „Það var greinilegt, hvernig þeir leituðu siðastliðna nótt. Þeir leituðu að mönnum, sem framið höfðu ránið i Burdeupton Gard- ens.“ „Ja, en hvernig í ósköpunum gátu þeir verið faldir hjer í húsinu?“ Nú skal jeg segja yður dálitið, Flóra,“ sagði hann eftir augnabliksþögn. „Jeg hefi eklci sagt neinum öðrum það. Þessvegna er jeg smeykur við að vera kyr, þó að jeg vilji fúslega hjálpa frú Dewar. $ Það voru aðrir, sem komu inn í liúsið, rjett á undan lögreglunni þá nótt — aðeins augna- bliki eftir hinn ægilega árekstur í Hammers- smitli Road. Þeir læddust um eins og æfðir glæpamenn, þeir voru í skóm með gúmmí- sólum og í svörtum fötum. Rafmagnsleiðsl- an var rofin, sumir þeirra komu frá bakdyr- um hússins, en aðrir inn um aðaldyrnar. Jeg heyrði og sá þá þjóta upp tröppurnar.“ Unga stúlkan titraði í faðmi hans. Núna leit hún ekki upp. „Þjer gerið mig hrædda,“ sagði hún. „Kæra Flóra, það var einmitt það, sem jeg ætlaði ekki að gera,“ sagði hann. „En á hinn bóginn vil jeg ógjarnan vera óbilgjarn. En helst vil jeg taka Andrey burtu hjeðan. Og jeg vildi helst, að þjer flyttuð líka.“ „Jeg get ekki flutt,“ sagði hún. „Mjer geðj- ast ekki að nýju umhverfi. Jeg held, að þetta sje fjarstæða hjá yður.“ „Jeg vildi óska, að þetta væri aðeins draumur,“ sagði hann. „Andrey var með mjer og hún var eins vel vakandi og jeg.“ „Hafið þjer ekki sagt lögreglunni frá þessu?“ spurði hún. „Nei.“ Hún leit á hann. „Þá getið þjer varla sagt*þeim það niina. Þeir myndu aðeins halda, að þjer væruð einn þjófanna. Þeir segðu strax — hversvegna leystuð þjer ekki frá skjóðunni fyr?“ „En hve þjer eruð hyggin“, sagði hann brosandi. „Þjer hafið rjett fyrir yður. Tæki- færið gekk mjer úr greipum. Um þetta leyti á morgun verður rjettarhöldunum lokið. Þá vitið þjer ef til vill meira um Palace Cres- cent en þjer vitið núna.“ Hún rjetti honurn vindlingaveski sitt. Hann opnaði það og kveikti í handa þeim báðum. „Jæja,“ sagði hann. „Látum þetta vera friðarpipu. Hvernig leist yður á gest ungfrú Medlincotts?" „Hann var mjög viðfeldinn maður,“ sagði hún. „Slíkir menn falla mjer altaf vel í geð, svona sljettir og fágaðir, og þá er hægt að sjá á hverju strái. En samt likar mjer miklu betur við þá, sem eru óþjálli og hrjúfari. Yður finst það e. t. v. skrýtið, Roger, en mjer geðjast hetur að yður. 1 samræmi við það ætti yður að geðjast að því, sem er ein- kennilegt og sjerstætt, en því er nú ekki þannig farið um yður. Það er yður að kenna, að ekki gengur saman með okkur.“ „Jeg geri ráð fyrir, að þjer vitið, hvar við erum stödd?“ sagði liann. „Já, við erum við Palace Crescent,“ sagði lníp örvingluð. „Heima, — ef þjer óskið fremur að komast þannig að orði. Fylgið mjer inn ganginn. Ef yður finst jeg eiga eitt- hvað skilið fyrir að aka yður heim, þá leyfið mjer að búa til cocktail fyrir yður.“ „Þetta var vingjarnlega sagt,“ sagði hann hlæjandi. Hann lijálpaði henni út úr bifreið- inni og bauð henni að leiða liana. „Verið þjer nú góður og berið þjer mig,“ hað hún. „Jer er þreytt. Svo skal jeg opna, sko, hjerna er lykillinn.“ Hann hlýddi. Það var ekki auðvelt að neita slíku. Þau komu inn í anddyrið, þar var dauf birta. Hann ýtti hurðinni opinni með fætinum, og er hún hafði hengt lykl- ana þeirra á venjulegan stað, bar hann hana inn á herbergi hennar. Hún andvarpaði ljetti- lega, þegar hún sá eldinn á arninum og fann biómailminn. „ 1 stólinn — ekki lækinn! Svo getið þjer rjett mjer það, sem þarf til þess að blanda drykkinn. Ó, þarna er María. „María,“ kall- aði hún, og þernan kom inn af skyndingu, „takið þjer hattinn minn og kápuna. Rjett- ið mjer dökka sloppinn og sækið svo coin- treu, safa úr tveimur sítrónum, ís og konjak. Fljótar nú!“ Hann sneri sjer undan meðan hún hafði fataskifti, en þegar hann fjekk að líta við aftur, sat hún við borðið og beygði sig yfir vínföngin. Hún virtist klædd svörtu flaueli frá hvirfli til ilja. „Hristið þjer nú vínið!“ sagði hún. „Gerið svo vel að hella í glösin á eftir.“ Hann hlýddi. Hún lyfti glasi sínu og hall- aði sjer fram á móti honum. „Jeg skála fyrir þeim degi, þegar þjer far- ið loks að skilja,“ sagði hún. XXV. Litli rjettarsalurinn var troðfullur að nýju. Sambýlsfólkið sat þar á öllum áheyrenda- bekkjum. Frida Medlincott taldi sig vera hamingjusömustu persón þarna inni. Hún gekk að sama bekknum sem liún hafði setið á síðast og hljóp nú næstum því beint í fang- ið á Lengton majór. ,Jeg reyndi að gera mig tvibreiðan til að halda sætinu fyrir yður,“ hvíslaði hann. „Það var fallegt af yður,“ hvíslaði hún. „Hefir nokkuð sjerstakt gerst? Jeg var svo agaglega lengi að troðast hingað inn.“ „Ekkert enn. Kviðdómendurnir hafa verið tilnefndir — þarna sitja þeir.“ Þeir hafa ver- ið að hvislast á, dómarinn og Rudlett um- sjónarmaður, sem ennþá er fulltrúi lögregl- unnar. Það verða vitnaleiðslur. Fyrsta vitn- ið verður bráðum kallað fyrir. Læknirinn, sem var hjerna síðast, þarf ekki að koma, en þeir lásu upp úrskurð hans um, að um sjálfsmorð hefir ekki verið að ræða, eftir skotstefnunni að dæma. Lengra er ekki kom- ið ennþá. Rjettarþjónninn laut nú niður að dómar- anum. Þeir töluðu saman í hljóði, en að því búnu gekk þjónninn að ganginum við hlið- ina á vitnastúkunni. Hjer á myndinni sjást flngmenn úr flugvjeladeild, sem skaut niður 37 þýskar flugvjelar á einum de.gi Ein skyltan kom 8 flugvjelum fyrir kattarnef.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.