Fálkinn - 03.01.1941, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
13
Luke, erkibófinn, og þú, vonda móðir, þjer,
hr. Padgham, hr. Barstowe, Bernascon, og
þið vikapiltarnir tveir — Ollivant og Lash-
wood, — jeg geri ráð fyrir, að þjer vitið
það öll, að nú er leiknum lokið. Trúið þið
því kanske ekki? Þið lialdið, að takast megi
að kjafta sig út úr því. Þjer leikið golf,
Lengton majór, er ekki svo?“
Luke livíslaði að þjóninum, sem fenginn
hafði verið til aðstoðar. Svo sagði hann
með sinni venjulegu, ákveðnu rödd: „Biðj-
ið Knowles lækni að koma hingað fljótt.
Mig mínnir, að það sje númer sjö —- hjerna
niður við götuna.“
Maðurinn hljóp út. Flora brosti bara.
„Læknirinn!“ tautaði liún. „Agæt hug-
mynd! Geðveikrahæli væri ágætur staður
fvrir mig, er ekki svo? En nú er það of
seint. Heyrðuð þjer spurningu mína, Leng-
ton ?“
„Mjer fanst það alveg út í bláinn,“ sagði
Lengton.
„Það er það samt alls ekki,“ svaraði hún.
„Takið bilrtu áklæðið, sem er þarna yfir
hægindastólnum, það er þess vert.“
Lengton hlýddi. Uiulir áklæðinu sást golf-
poki og i liorium ljómandi fallegar og vel
hirtar golf-kylfur. Þessir gripir voru merkt-
ir bókstöfunum P. J. L. Nú hjeldu flestir,
að Flora Quayne væri orðin vitskert. En
Luke virtist vera að missa stjórn á sjálf-
um sjer. Þrútinn af bræði starði liann á
golf-kylfur sínar og leit svo á Floru. Hann
smeygði hendinni niður í vasa sinn. Flora
stríddi honum.
„Of seint,“ sagði hún. Jeg sendi bílstjór-
ann minn niður í Sunningdale í dag með
miða frá yður. Þjer vilduð fá golf-kylfurn-
ar yðar sendar liingað, þar sem þjer ætluð-
uð til Le Touqet um helgina! Þjer ljekuð
við Lengton majór um daginn, eða var
það ekki? Hann hefði svei mjer orðið upp
með sjer, manngarmurinn, ef hann liefði
vitað, livað var i golfpokanum yðar og get-
að sagt Eudlett, vini sínum frá því. Sko til,
hjer um bil þumlung frá botninum er ný-
legri ból fest í til styrktar. Kylfurnar ganga
ekki alla leið niður í botn. Þar í millibilinu
munuð þjer finna gimsteinana, sem sendi-
maður hins ríka, indverska höfðingja hefir
fallist á að greiða þrjú hundruð þúsund
pund fyrir. Þeir eru eflaust þess virði.“
Jórnfrú Súsanna leit upp frá prjónum
sínum.
„Enda þótt það sje herra Luke, sem
hefir gimsteinana með hönduin, þá var það
ekki hann, sem skaut Dennet ofursta.“
Luke reyndi að sleppa burt, En það var
um seinan. Hann komst út úr herberginu,
allir liöfðu þyrpst utan um golf-pokann
og Lengton var rjett í þessu að draga gim-
sleinana fram úr fylgsninu. En Luke komst
ekki lengra, því að nú stóð liann andspænis
Budlett umsjónarmanni, sein hafði verið
tilkvaddur símleiðis fyrir stundu siðan.
Gangurinn var þröngur og tveir hávaxnir
lögregluþjónar stóðu að baki Budlett. Luke
ypti öxlum og gafst upp.
„Það er bara eitt, sem mig langar til að
spyrja yður um, umsjónarmaður,“ sagði
iiann um leið ðg hann rjetti fram hend-
urnar. „Er þessi Lengton, sem er þarna
inni og jeg ljek golf við niðri hjá Sunning-
dale um daginn, — er hann einn af vðar
mönnum?“
„Já, hann er einn af oss, sagði Rudlett,“
og smelti handjárnunum á í skyndi og dró
síðan litla, snotra skammbvssu upp úr vasa
fangans. „Þeir eru hreint ekki svo, slakir,
sumir þessir nýju menn okkar“.
XXXIII.
Yfir konu Roger Ferrisons var einliver
sjerstæður yndisþokki, sem aðeins kemur
fram og nýtur sín til fulls hjá hamingjusÖmu
fólki. Og pessi yndisþokki hefði a'.drei notið
sín til fulls innan við búðarborðið hjá Mall-
ory eða innan veggja í Palace Crescent. All-
ir baðgestirnir i gamla fiskimannaþorpinu
Porlett dáðust að henni. Maðiir liennar var
með lienni, sólbrendur og herðabreiður,
yfir hann var kominn örugg ró, sem oft er
í fylgd með vaxandi velgengni. Þau sómdu
hvort öðru ljómandi vel, hjónin, og þau
voru ákaflega ánægð hvort með annað og
mjög ástfangin.
„Og óska jeg þess,“ sagði Audrey,
„hvernig þetta liefir endað alt saman i
Palace Crescent. Hugsar þú aldrei um það,
Roger?“
„Málinu lauk á miðvikudaginn,“ svaraði
Roger. „Jeg get sagt þjer alt, sem þú vilt
vita.“
„Segðu mjer fyrst hvað varð um frú
Dewar.“
„Rjett strax. Fyrst ætla jeg að segja þjer
hvernig stóð á símahringingunni þarna um
nóttina þegar Dennet ofursti var myrtur.“
„Áttu við þegar hringt var frá lögreglu-
stöðinni í Bartelsstræti,“ spurði hún.
„Já, sem sagt var að væri þaðan,“ svar-
aði Roger. „Jeg ætlaði mjer alls ekki að
þegja yfir þeim atburði, en einhvernveg-
inn fór það svo, að jeg sagði umsjónar-
manninum ekki frá þessu fvr en undir það
síðasta.“
„Var þetta nokkuð merkilegt?“
„Um það getur þú dæmt sjálf,“ svaraði
Roger. „1 Bartelsstræti er alls ekki lög-
reglustöð. Sá sem talaði í símann var ekki
lögregluþjónn. Það var Luke. Og þegar alt
kemur til alls er það augljóst, að Luke
átti að drepa Dennet ofursta liefði liann
komið að aðaldyrunum, en ef hann kynni
að koma að bakdyrunum átti Josepli að
gera út af við liann. Nokkrum dögum áður
hafði Joseph fengið skammbyssu og hon-
um verið sagt hvers af honum væri vænst.
En frú Dewar liefir altaf vitað að honum
var ekki treystandi til stórræða, svo að
hún fór sjálf niður í þvottahúsið. Jeg get
gert mjer í hugarlund hvernig þau stóðu
þarna og höfðu bakdyrnar opnar, en Denn-
et kom gangandi eftir stjettinni. Josepli
liikaði — og misti stjórn á sjálfum sjer, þá
tók frú Dewar skammbyssuna og skaut
ofurstann sjálf. Það virðist svo, að elcki sje
hægt að hengja konu þegar aðeins hönd
hennar hefir sjest, frú Dewar fjekk tiu ára
fangelsi.“
„En Luke?“
„Hegningarvinnu i 20 ár, og Padgham
var dæmdur i 5 ára fangelsi, Bernascon
þriggja ára og Barstowe fjekk líka þrjú ár.
Joseph, er reyndist vera eiginmaður frú
Dewar, slapp næstum við refsingu, liann
fjekk tvegg'ja ára fangelsi. Dómarinn ját-
aði að sönnunargögnin væru að flestu levti
injög ófullkomin. Næstum því ekkert þýfi
fanst, það sem verðmæti væri í, nema rúb-
ínar matarjahins. Lengton gat sjer góðan
orðstír í málinu.“
„Voru fleiri dæmdir?“
„Nei,“ svaraði Roger. „Á þá Ollivant og
Lashwood var ekkert hægt að sanna.“
„Dó Flora Quayne?“ spurði Audey.
Roger tók upp myndablað með tísku-
frjettum.
„Sei, sei, nei,“ svaraði liann. „Hún unni
lifinu meira en svo. Þetta uin eiturbyrlun
Sandha Poors var bara loddarabragð.
Hlustaðu nú iá:
Ungfrú Flora Qitayne og nokkrir vinir
hennar voru stödd i viðliafnarveislunni á
sunnudaginn. Le Mercier, liinn frægi,
frakkneski listamaður, hefir fengið leyfi til
að mála mynd af ungfrú Quayne, og eru
aHir þeir, sem málverkið hafa sjeð, á einu
máli um það, að það sje athyglisverðasta
málverk ársins.“
„Þetta veldur því,“ sagði Audrey og rjelti
honum höndina, „að það, sem eftir er af
brúðkaupsferðinni okkar, getum við farið
hvert á land sem er — bara ekki til Riviera-
strandarinnar.“
ENDIR.
Ólafur Lárusson:
Landnðm 1 Skagafirði.
Skagfirsk fræði II. Sögufélag
Skagfirðinga. Reykjavík 1940.
Sögufjelag Skagfirðinga hefir ný-
lega sent frá sjer II. bindið af Skag,-
firskum fræðuni. Nefnist það Lancl-
núm í Skagafrði, og er höfundur
þess Ólafur Lárusson prófessor,
Fyrsta bindið var, eins og menn
muna, rit dr. Magnúsar Jónssonar
prófessors um Ásbirninga.
Höfundur skiftir riti sínu í 6 kafla,
og skal hjer ístuttu móli gera grein
fyrir aðalefni þeirra. Fyrsti kafli
nefnist: Mennirnir koma, og eru það
almenn inngangsorð um byggingu
landsins og hverjir hafi fyrst komið
í Skagafjörð og gefið firðinum nafn.
Annar kafli fjallar um lieimildir þær,
er lAudnámssaga lijeraðsins (og jafn-
framl einnig annarra hjeraða) bygg-
ist á. Heimildir þessor eru fornleifar
kveðskapur, örnefni og sagnarit vor
hin fornu, og skipar Landnámabók
þar auðvitað öndvegið. Þriðji kaflí
nefnist: Hvenær bygðist Skagafjörð-
nr? Andmælir höfundur þar kenningu
Guðbrands Vigfússonar, að Skaga-
fjörður muni hafa byggst síðasl hjer-
aða á Norðurlandi. Það, sem fyrst og
framst mun hafa vakið þessa hug-
inynd lijá Guðbrandi, er höfðingjatal
Grettis sögu, 70. kap., þar sem taldir
eru þeir höfðingjar, er verið hafi í
Skagafirði, er Grettir kom i Drangey
(1028). En síðan menn hafa öðlast
rjettan skilning á aðferðnm Grettis
sögu höfundar og mannfræði sög-
unnar, verður sú heimild harla ljett
á metunum, enda kemst höf. að þeirri
niðurstöðu, að ekki sje nein gild rök
til þess að ætla, að Skagafjörður hafi
byggst síðar en önnur lijeruð lands-
ins. Fjórði kafli heitir Landnáms-
mennirnir. Ræðir þar um nöfn og
þjóðerni landnámsmanna, ætterni
þeirra og hvaðan koraið liafi til ís-
lands, þjóðfjelagsstjett þeirra i lieima-
landinu, trúarbrögð þeirra og 'trúar-
siðu o. fl. Fimti kaflinn er um Land-
námin. Er þar rakin saga og lýsing
hvers einstaks landnáms í hjeraðinu
og greint frá takmörkum þess, eftir
því sem föng eru á. Takmörk land-
námanna í Skagafirði eru viða ó-
glögg, og til eru bygðarlög þar i lijer-
aði, sem alveg er hlaupið yfir í Land-
námu. Rekur höfundur jiað efni mjög
ýtarlega, svo að honum tekst að fá
samfelt yfirlit um landnámaröðina.
Sjötti kafli fjallar um fyrstu kynslóð-
irnar, og eru þar raktar ættir frá
ýmsum skagfirskum landnámsmönn-
Frh. á næstu blaðsiðn.